Færsluflokkur: Menning og listir
Mánudagur, 27. ágúst 2007
AÐ BÚA Á DJAMMINU
Í nokkur ár bjóum við húsbandið við Þingholtsstræti, ansi nálægt Bankastrætinu. Það gat orðið ansi skrautlegt frá fimmtudegi til mánudags og mig minnir að skemmtistaðir hafi verið opnir til kl. 04,00 á þeim tíma. Úti á horni var sú háværasta danstónlist sem ég hef heyrt fyrr og síðar, bassatrommann, þeytti myndunum á veggnum hjá okkur til og frá, fram á rauða morgun.
Við gerðum ekki veður út af þessu, enda til lítils, ef maður kýs að búa í hringiðunni. Við vorum heldur ekki með nein læti, þrátt fyrir að í portinu okkar gerði fólk þarfir sínar, fengi sér á broddinn og stundaði kórsöng. Ekki var það af því okkur féll það svona vel, heldur vegna þess að miðbærinn er eins og Sódóma um helgar og harla lítið hægt að gera í því.
Ég er ekki að segja að Erna Valdís Valdimarsdóttir, sem verður fyrir ónæði af Q-bar, eigi að sætta sig við átroðning og ólæti, að sjálfsögðu ekki. En eftir að hafa búið við Þingholtsstræti og á Laugavegi, veit ég að ekki er hægt að gera til að breyta ástandinu,amk. er það mín upplifun og reynsla.
Ég flutti og sé ekki eftir því. Kannski ætti Erna að hugsa sér til hreyfings. Ekki til að gefast upp heldur einfaldlega til að halda geðheilsunni. Þetta er óvinnandi vegur.
Læfsökks!
Úje
![]() |
Telur um einelti að ræða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 26. ágúst 2007
FJÖR Á LAUGARDAGSKVÖLDI
Svo gaman á djamminu. Einn sleginn með flösku, annar barinn í andlit með glasi og aðrar róstur og ofbeldi, hér og þar.
En af hverju ætli föstudagurinn hafi verið ofsalega rólegur og laugardagurinn kolvitlaus?
Eru það himintunglin?
Ég spyr.
Úje
![]() |
Fjöldi slagsmála á höfuðborgarsvæðinu í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 25. ágúst 2007
IMELDA MARKOS HVAÐ?
Í dag hef ég verið að hugsa (já, já, ég veit að það er undrunarefni, enda ég með bölvaðan höfuðverk). Ég hef verið að hugsa um skó, og svarta kjóla. Ég á reyndar Imeldumikið af skóm og Onassismikið af svörtum kjólum, en þá er nú fataskápurinn nánast upptalinn. Ok, ég er að ýkja. En mig vantar skó. Ég fæ engan skilning á því, hjá húsbandinu. Hann spyr bara, dimmum rómi: HVAÐ MEÐ ÖLL SKÓPÖRIN ÞÍN? Hann hefur nefnilega núll skilning á að skór eru ekki endilega skór sem hægt er að vera í. Mig vantar stígvéli, svört leðurstígvéli, lágbotnuð. Hm..
Veikleiki? Jabb, ég viðurkenni það en bara annar af tveimur. Hinn er "sá litli svarti"
..sem ég ætla að fá mér hvað sem tautar og raular. Hvað haldið þið að húsbandið segi dimmum rómi: Jú, jú, hann segir: HVAÐ MEÐ ALLA SVÖRTU KJÓLANA ÞÍNA? Ég get svo sem vel skilið spurninguna, enda urmull af svörtum kjólum í fataskápnum. En svart er ekki bara svart og kjóll er ekki bara kjóll. Það er nefnilega vandinn við að vera hallur undir hið svarta (muhahahaha) að auga leikmannsins greinir ekki muninn, en við stelpurnar gerum það. Þær konur sem ganga í rósóttu, teinóttu, köflóttu, silfur- og gulllituðu, svo ég tali ekki um regnbogalitina, geta endalaust verið í nýjum fötum. Dem, dem, dem.
Sem sagt, ég á í tilvistarkreppu út af þessu, ég segi það satt. Vandamál heimsins blikna hérna, krakkar mínir, í samanburði við þetta vandamál.
Ég blogga um þetta áhugamál mitt af því það er laugardagur og þá má maður vera léttlyndur og sjálfhverfur. Svo er ég að vonast til að einhver Rockerfeller lesi þetta, sjái aumur á mér, kaupi Channel tískuhúsið og gefi mér í eins árs edrúafmælisgjöf.
Það er í lagi að láta sig dreyma.
Ekkialltílagihjáokkurfélugunum?
Cry me a river!
Úje
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 25. ágúst 2007
BUBBI DAGSINS
Ég verð að játa að var orðin áhyggjufull í gærkvöldi. Það var ekki ein einasta "frétt" með Bubba í Mogganum í gær. Ekki stafur. Ég sá reyndar í Fréttablaðinu að Bubbi byggir, við eitthvað vatn, einhversstaðar og þar fékk ég líka að vita að það er komið þak á bílskúrinn hjá honum.
Þetta var sem sagt orðið áhyggjuefni hjá mér í gær, það heyrðist ekki múkk frá manninum, ekkert um veiðar einu sinni. Svo vaknaði ég og þar var komin þessi líka fréttin. Það er væntanleg plata frá Bubba, sennilega fyrir jól. Bubbi hyggst sem sagt, gera plötu.
Ég þekki reyndar þó nokkuð af tónlistarmönnum sem allir hafa hljómplötu í hyggju, sko áður en yfir líkur, en þeir eru svo lélegir PR-menn að ég hugsa að það komist ekki í fjölmiðla fyrr en þeir eru komnir í hljóðver eða eitthvað. Fruuuuss.
En nú get ég glöð fengið mér morgunmat og kaffi. Allt er eins og það á að vera. Bubbi rúlar. Hann er í fréttunum.
Það er B.O.B.A. - BOMBA
Æmsóexsætid!
Úje
![]() |
Ný plata væntanleg frá Bubba Morthens |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Laugardagur, 25. ágúst 2007
GOTT FYRIR SVEFNINN OG ENN BETRA AÐ VAKNA VIÐ
Ég var að hlusta og horfa á Van Morrison, þann mikla snilling á RÚV í kvöld. Lét mig hafa það að horfa á fullt af annari músik, sem hugnaðist mér alls ekki öll, til að missa ekki af mínum manni. Það var þess virði.
Kæri bloggvinir og aðrir gestir. Skelli hér inn einu ljúfu með Morrison.
Njótið vel.
Góða nótt
Úje
http://www.youtube.com/watch?v=Rg_MW1pR86k
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 03:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 24. ágúst 2007
NÚ ERU STUÐMENN...
..orðnir framhaldsaga í Mogganum, eins og Bubbi og Villi Vill. Ég hef alltaf haft gaman að Stuðmönnum, einkum og sér í lagi þó, fyrstu árin. Mikið rosalega voru þeir skemmtilegir og svo eru þetta allt fantagóðir tónlistarmenn.
Ef það telst frétt að Stuðmenn spili hefðbundna stuðmannamúsík, þá heiti ég Sautjándajúnía.
En hver er búningahönnuður hjá bandinu?
Kommon hann hlýtur að vera smali í báðar.
Sportsokkar og vaðmál.
I´m crying my eyes out over you!
Úje
![]() |
20 ára afmæli Mosfellsbæjar fagnað á tónleikum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 23. ágúst 2007
ÉG ER HÆTT VIÐ AÐ HÆTTA AÐ ÖSKRA..
..yfir bloggheim með hástöfum í fyrirsögnum. Bloggvinir mínir bakka mig upp "í vitleysunni" eins og einhver aðfinnslubloggarinn, skrifaði hér um daginn, þegar hann bloggaði um okkur vitleysingana hér á blogginu, sem kunnum okkur ekki.
Allavega þá trúi ég mínu fólki þegar það segir að hástafir þýði bara alls ekkert öskur í netheimum og jafnvel þó, þá ætla ég að halda mér við mína sérvisku.
Annars er þessi dagur búinn að vera yndislegur og ég eyddi honum í félagsskap sjálfrar mín (alveg hreint unaðslega gaman), síðan með tveimur yndislegum vinkonum og að lokum með Söru og Jenny Unu Eriksdóttur, sem var auðvitað bæði uppátækjasöm og fyndin. Það er efni í aðra færslu seinna.
Finnst ykkur ekki æðislega huggulegt veðrið úti núna? Ég er með kveikt á kertum, vafin inn í teppi með nátthúfu og pípu.
Hvað með ykkur börnin góð?
Stormy weathers!
Úje
Fimmtudagur, 23. ágúst 2007
FLOTT RÁÐNING
Svanhildur Hólm Valsdóttir, hefur verið ráðin ritstjóri Íslands í dag. Mikið skelfing finnst mér gleðilegt að fá konu sem ritstjóra og hana ekki af verri endanum. Ég held svei mér þá að ég fari að horfa á Ísland í dag, reglulega á næstunni.
Ég græt ekki brottför svörtu bókarinnar, enda átti ég erfitt með að einbeita mér að dagskrárefninu, vegna þess að bókin átti hug minn allan.
Úje
![]() |
Svanhildur Hólm ritstjóri Íslands í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 22. ágúst 2007
HÉÐAN Í FRÁ..
..verður það greinilega tilkynnt sérstaklega, þegar Stuðmenn ætla ekki að improvisera á tónleikum. Það sem er þó meira spennandi við útitónleikana að Varmá, annað kvöld, að þar kemur gildran fram. Okkar frábæri, æðislegi, snilldarlegi, geggjaði, magnaði og fáheyrði snillingur hér á Moggabloggi, Kalli Tomm, hlýtur þá að berja trommurnar.
Úje
![]() |
Hefðbundnir Stuðmenn á Varmárvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 21. ágúst 2007
EINKALEYFI Á ORÐ
Ég mun í dag setja mig í samband við Einkaleyfastofu og fá eftirfarandi orð skráð sem orðmerki:
Kerlingabók
Útlimagleði
Súmí - Bítmí - Bætmí
Áhyggjufrömuður
Það eru fleiri orð en þetta sem ég á í pússi mín og vill teljast höfundur að (og mér er alveg sama hvort einhver annars þykist eiga þau líka) og ég sé enga ástæðu til annars en að eyrnamerkja mér þessi orð og stofna svo til málaferla ef einhver annar vogar sér að nota þau án míns leyfis.
Nú er Húkkaraballið og Brekkusöngurinn í tengslum við Þjóðhátið orðin orðmerki (sambærilegt við vörumerki).
Í framtíðinni má ekki ástunda Brekkusöng annars staðar en í Eyjum en það má ástunda söng í brekkum. Þá verður að auglýsa fyrirbrigðið sem Söngbrekku, nema að fengnu leyfi hjá ÍBV.
Var einhver að segja að lífið væri flókið?
Ég hélt ekki.
Æmsúingevríbodí!
Úje
![]() |
Eyjamenn þeir einu sem mega halda Húkkaraball |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.9.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2988443
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr