Færsluflokkur: Menning og listir
Sunnudagur, 29. júní 2008
Að bresta í söng, faðmlög og sleik
Ég sat með margfalda gæsahúð og horfði á Björk. Gæsahúðin var tilkomin af hrifningu. Stundum var ég beinlínis hrærð. Hún er svo töfrandi listamaður þessi kona.
Og Sigur Rós voru líka flottir.
Ég persónulega er afskaplega þakklát þessu fólki fyrir að bjóða þjóðinni og öllum öðrum ef út í það er farið, á fríkonsert. Ekki margir í því. Og þá ekki listamenn af stærri gráðunni.
Og svo eru það bloggin. Nú ætla ég að leyfa mér að röfla.
Einhverjum snillingi fannst Björk ekki flytja þau lög sem hann hefði kosið. Þar af leiðandi var hún ekkert minna en léleg, fannst manninum. Búhú. Hún átti að taka eitthvað af gömlum lögum. Þetta er hið hryllilega Bláhiminsheilkenni sem ég kalla, eða "spilaðueitthvaðíslensktheilkennið" og þýðir einfaldlega að fólk vill heyra sama gamla stöffið aftur og aftur. Guði sé lof fyrir listamenn sem þróa sig áfram.
Merkilegt annars með ást íslendinga á Hawai-laginu "Bláhiminn". Það fara allir í trans og fár þegar það er spilað. Bresta í fjöldasöng, faðmlög og sleik. Ég skiletteggi. Ég hins vegar garga mig hása, inni í mér sko. En það má einu gilda. Þetta var útúrdúr.
Og þeir sem blogga um að það hafi verið áll í sviðinu. Og hversu mörgum wöttum var verið að eyða á tónleikunum. Halló, er einhver að berjast á móti notkun á rafmagni og áli? Áll er fínn í pönnur og potta er mér sagt.
Hefur ekkert með álver í samlede verker hér uppi á Íslandi að gera.
Andskotans tuð um ekki neitt.
Ég er að minnsta kosti afskaplega þakklát þeim listamönnum sem buðu öllum upp á frábæra tónleika og vöktu í leiðinni athygli á málstað sem snertir okkur öll.
Við þurfum að rífa okkur upp á rassinum gott fólk áður en hver lækjarspræna verður virkjuð í þessum vægast sagt vafasama tilgangi.
Újebbogladídei.
![]() |
Óður til náttúrunnar í Laugardal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Laugardagur, 28. júní 2008
Magra Ísland
Ég vona að allir sem vettlingi geta valdið drífi sig á tónleikana á eftir.
Nú eða horfi á þá á Mbl.is.
Alveg er ég viss um að þetta verður frábær uppákoma. Flottir listamenn, veðrið ok og staðurinn fallegur.
Málefnið, náttúran, hefur aldrei verið mikilvægara nú þegar "sumir" ráðherrar Samfylkingarinnar hafa bæst í hóp náttúrusóðanna.
Lesið Láru Hönnu (og skoðið frábært myndband sem hún hefur sett saman)
Need I say more?
Held ekki.
Nú sem aldrei fyrr þarf fólkið í þessu landi að nota samtakamáttinn til verndunar íslenskri náttúru. Það er ekki eins og þetta sé okkar einkamál.
Góða skemmtun.
![]() |
Björk síðust á svið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Fimmtudagur, 26. júní 2008
Vinkonuvæðing á húsbandi?
Guð hvað það væri notalegt ef ég gæti platað húsband til að horfa á Beðmál í Borginni, sko þættina sem einhver dætra minna á komplett. Ef ég gæti hangið með honum í sófanum og við hlegið og ruglað yfir stelpunum og kommenterað á fötin og svona.
En.. það mun ekki gerast. Ég horfi bara ein á svona stelpuþætti. Hann horfir einn á fótbolta og er reyndar að því í þessum töluðu orðum.
Þess vegna öfunda ég svolítið Elton og kærastann, að hanga saman yfir Beðmálunum. Krúttlegt, ef þið vitið hvað ég meina. Sé þá alveg fyrir mér í heví umræðum um föt og uppáferðasögur stelpnanna.
Ég öfunda þá reyndar ekki af bökuðu baununum og ristaða brauðinu sem þeir graðka í sig á meðan þeir horfa - en þetta er samt svo svakalega huggulegt eitthvað.
En þegar ég hef hugsað þetta til enda þá er ég eiginlega nokkuð fegin að við húsband erum ekki með sama áhuga á sjónvarpsefni.
Hann horfir á sitt - ég á mitt.
Ég giftist honum eiginlega ekki til að vinkonuvæða hann. Ég á nefnilega glás af vinkonum.
Við sláumst heldur ekki um spegilinn. Þar hef ég forgang.
Enda erum við ekki hommar.
En maður getur látið sig dreyma.
![]() |
Vill helst horfa á Beðmálin með kærastanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 24. júní 2008
Ekkert ísbjarnarblogg - ónei
Ég er með tvö prinsipp þessa dagana.
Annað er að láta fólk ekki komast upp með múður þar sem því verður við komið.
Og hitt er að blogga ekki um ísbirni.
Og þess vegna er þetta ekki ísbjarnarblogg.
En... Ég held að þetta sumar verði lengi í minnum haft. Sem skjálftasumarið mikla í tvennum skilningi.
Sko, það er svo mikil taugaveiklun í gangi gagnvart hvítum loðnum dýrum í útrýmingarhættu að nú má ekki sjást rolla, snjóleifar í hlíðum, eða meðalstórir hundar á stjái öðruvísi en að það sé send út leitarsveit.
Og í gær horfði ég á frábæra spennumynd og ég mæli með henni. Hún heitir "No contry for old men" og er brilljant.
Og að því loknu fór ég að hlusta á Julian Lennon. Hann er flottur strákurinn en líður sennilega fyrir það að vera of líkur pabba sínum og það er ekki samanburður sem er einhverjum í hag.
En á meðan ég brugga seið dagsins, legg álög á nokkur kvikindi og sollis. Þá megið þið staldra við og hlusta á þetta.
![]() |
Björninn væntanlega rolla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 23. júní 2008
Eltisvín og sumarstarfsmenn með sólsting
Hvað er að gerast í kollektívum þankagangi á Mogganum í dag?
Ég vona að það sé fremur sólstingur en inntaka kemískra efna.
Sumarstarfsmennirnir eru ekki með heilli há á þessum mánudegi. Logi sem logar í Rússlandi til minningar um fallna hermenn heitir í dag "eldsvoði". Og nú er vegið að saklausri konu í USA.
Konan Anniston fer til Englands að hitta kæróann og Mogginn segir að hún sé að ELTA manninn.
Ef húsband fer á undan mér út í bíl þegar við ætlum eitthvað saman og ég kem í kjölfarið þá mun ég samkvæmt þessu vera að ELTA hann.
Ég get ekki lifað með því. Ég elti ekki karlmenn og allra síst þá fjölmörgu sem ég hef gengið upp að altarinu með. Þeir gætu farið að halda að ég væri heit fyrir þeim. Má bara ekki gerast. Friggings dísaster, hreint út sagt.
En hún Greta systir mín elti mig svo sannarlega hérna í denn. Hún var svo kallað eltisvín krakkinn. Hún er tveimur árum yngri en ég og hún hafði gefið dauðann og djöfulinn í að hleypa mér ekki spönn frá rassi nema að koma með. Og ef ég var á leiðinni eitthvað með vinkonunum þá kom hún eins og þruma úr heiðskíru og sagði einbeitt á svip (og tóninn gaf fyrirheit um að það þýddi ekki einu sinni að reyna að múta henni): "Ég ætla að elta".
Það fór ekkert á milli mála hvað það þýddi.
Reyndar átti þessi sama Greta eftir að læsa sígaretturnar mínar inni í bíl uppi í Heiðmörk þegar ég var úlli. Hún læsti líka lyklana inni í bílnum í leiðinni. þannig að systir hans pabba varð að fara á puttanum í bæinn til að ná í aukasett.
Sú saga átti eftir að verða blóðug og dramatísk og gera það að verkum að ég hef verið í stöðugum meðferðum hjá sálfræðingum síðan. En sú históría kemur seinna, með æviminningunum sko.
Það sem systur manns gera ekki til að halda manni réttu megin við hegðunarstrikið.
Ó ég elska þig mín kæra sys.
Úje
![]() |
Aniston eltir kærastann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Laugardagur, 21. júní 2008
Madonna - snæddu hjarta
Getur einhver ekki stöðvað þessa konu...
áður en allur hinn vestræni heimur verður heltekinn aulahrolli og snarfellur sem flugur??
Mér er hætt að standa á sama fjandinn hafi það.
Maddonna snæddu hjarta!
Arg
Og í bónus annar og krúttlegri aulahrollur
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Laugardagur, 21. júní 2008
Vælukjóarnir í 101
Í hvert skipti sem íbúar í miðbænum fara að gráta yfir hávaða þá get ég ekki stillt mig um að blogga um það og láta hvína í mér aðeins.
Af því ég má það, ég er fyrrverandi Laugavegsbúi.
Og ég skil hvað fólk er að tala um þegar það veinar yfir hávaða. "Been there, seen that, done it".
En..
Við hverju býst fólk sem býr í hringiðunni þegar það búsetur sig á djamminu?
Býst það við órofnum nætursvefni, fuglasöng og dirrindí um helgar? Hljóðlátum náttúruskoðurum á besta djammtíma?
Ef svo er þá er kominn tími á að horfast í augu við raunveruleikann og það á stundinni. Vakna!!
Ég er orðin svo þreytt á vælinu, undirskriftasöfnunum og mótmælunum að ég verð græn í framan.
Það er ákveðinn lífsstíll að búa í miðbænum. Það hefur bæði gott og slæmt í för með sér.
Ég ætti að vita það og þegar mér fór að leiðast blönduðu kórarnir undir glugganum mínum á næturnar, nú þá hringdi ég ekki búhúandi í lögguna, ónei, ég flutti. Fór upp fyrir snjólínu og líður alveg ágætlega með það takk fyrir.
Við viljum líf í miðbæinn, það er að vísu aðeins of mikið oft á tíðum bæði fyrir minn og annarra smekk en þetta er þó sá staður á landinu sem þú getur verið nokkuð viss um að fólk sé á stjái eftir tíu á kvöldin og fram á morgun.
Og að því sögðu þá liggur málið ljóst fyrir.
Flytjið eða hættið að kvarta og kveina. Rífa höfuð úr nafla. Komasho.
Get a friggings live.
![]() |
Hávaðinn óþolandi að sögn íbúa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Föstudagur, 20. júní 2008
Nostalgía II
Og enn hef ég legið á Ljósmyndasafnsvefnum. Og nostalgíast út í eitt.
Ég hef stundum bloggað um klígjuna sem ég hef á lýsi. Tveimur árum áður en ég byrjaði í Meló hættu þeir að hella lýsi upp í nemendurna.
Ég er ansi hrædd um að skólaganga mín hefði orðið snubbótt hefði ég lent í skylduhellingunni. En það var ekki séns að fá undanþágu frá inntökunni. Reynið að lifa ykkur inn í mómentið. Mjólk í flösku og hlandvolgt lýsi.
En Melaskólinn maður minn. Þvílíkur yndælis skóli. Minnir mig. Það verður allt svo fallegt í minniningunni.
Þessi salur var eins og salur í konungshöll fannst mér. Svo kom ég þarna þegar stelpurnar mínar gengu í skólann og þá var þetta eins og meðal kústaskápur. Segi svona.
Og heraginn sem ríkti í Melaskóla var töluverður. Allir í röð, hneigja sig fyrir kennaranum um leið og maður gekk inn í stofuna, standa upp ef skólastórinn kom í salinn og syngja skólasöng á morgnanna. Ég man varla eftir að hafa gengið á eigin vegum í öll þessi 6 ár sem ég var í skólanum.
Ég minnist þessara stunda hjá lækninum þar sem maður stóð á nærbuxunum og þeir kipptu alltaf í teygjuna og kíktu á hið allra helgasta. Ég hef aldrei fengið svar við hvers vegna? Bölvaður pervertismi. Hehe.
Það er ekki gott að sökkva sér of mikið í fortíðina, en það var gaman að vera til. Í Meló og Hagaskóla, fyrir milljón árum síðan.
Farin að lúlla.
P.s. Myndirnar stækka ef klikkað er á þær.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 19. júní 2008
Bleika byltingin
Í dag 19. júní er Kvenréttindadagurinn, en þ. 19. júní 1915 fengu konur kosningarétt. Fyrsta konan var svo kjörin á þing 1922.
Hugsið ykkur að það eru ekki liðin 100 ár síðan að við fengum að kjósa.
Það er ágætt að minnast allra þeirra kvenna sem lagt hafa kvenréttindabaráttunni lið í bæði smáu og stóru og það er þeim að þakka að börnin okkar geta sjálfsagt ekki ímyndað sér að fyrir ekki svo löngu gat bara helmingur þjóðarinnar kosið til Alþingis.
Nú finn ég hvergi dagsskrá morgundagsins en væntanlega verður hún svipuð og í fyrra, þ.e. að konur mála daginn bleikan.
Í fyrra var Mbl.is með bleikt ritmál í tilefni dagsins.
Spurning hvort það verður endurtekið.
Stelpur á morgun förum við allar í eitthvað bleikt.
Og auðvitað strákarnir líka, þó það nú væri.
Gleðilega hátíð.
P.s. Þið takið örugglega ekki eftir mér í bænum, en ég verð í látlausa kjólnum á myndinni og í bleikum skóm. Æi ég er svo feimin eitthvað og vill ekki berast á.
Nananabúbú.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Mánudagur, 16. júní 2008
Elskugaferilskráin
Hvað er grúppía?
Er það kona sem safnar nóttum með tónlistarmönnum eins og prinsessan sem safnar gimsteinum á perlubandið sitt?
Þ.e. kona með ákveðinn metnað og markmið að leiðarljósi. Alveg: Í kvöld ætla ég að vera í bassaleikurunum, flett, flett og á laugardaginn tek ég alla söngvara sem á vegi mínum verða?
Eða er það kona sem verður svo heppin (ó) að verða ástfangin að tónlistarmanni og svo aftur öðrum og öðrum?
Stundum er fólk nefnilega með vinarkreðsa í ákveðnum starfsgreinum. Eins og læknar t.d. Það er ekki lygi sem sagt er, að hjúkkur giftist oft læknum og öfugt. Eru þá hjúkkurnar læknagrúppíur og læknarnir hjúkkugrúppíur? Kannski í annað og þriðja hjónaband, alltaf sama starfssviðið? Við erum að tala um heví endurtekningar hérna.
Ég veit lítið um hana Bebe Bluell annað en það sem ég hef lesið í ævisögum rokktónlistarmanna. En ég les þær kröftuglega af og til, af því ég er auðvitað grúppía. Maður heldur sér við í greininni.
Ég er viss um að orðsporið "slæma" sem af henni fer í rokksögubransanum er bæði ósanngjarnt og stórlega ýkt.
En ég hef ekki lesið margar svona rokkævisögur ákveðinnar kynslóðar án þess að nafnið hennar hafi borið þar á góma, sem kærasta þessa eða hins.
Og þessi kona kom upp flottri dóttur og hélt geðheilsunni alveg þokkalega get ég sagt ykkur.
Og að hafa gert það með þetta lovera CV er afrek út af fyrir sig.
Cry me a river!
![]() |
Ekki grúppíubarn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 2988376
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr