Færsluflokkur: Menning og listir
Laugardagur, 23. ágúst 2008
"No bullshit" aldurinn
Ég held að það sé ekki vottur af hópsál í mér. Hjarðeðli kannski, veit það ekki, sumir vilja meina það vegna minna fjölmörgu eiginmanna.
En..
Það viðurkennist hér með að ég fer ekki lengur á stórviðburði eins og það kallast.
En mér finnst vel skiljanlegt að aðrir hafi gaman, ég var þarna sjálf einu sinni. Sá tími er bara liðinn.
Ég sé akkúrat ekkert sjarmerandi við 17. júní eða Menningarnótt, ljósanætur og hvað þetta nú heitir allt saman. Ég elska hins vegar leikhús og listviðburði þar sem ég sjálf ræð ferðinni og er ekki meðal þúsunda.
Ég veit, það er skömm að þessu.
Ég var ekki svona, var alls staðar mætt í denn þar sem fleiri en þrír komu saman enda var það partý.
En eftir að ég komst á "no bullshit" aldurinn sem reiknast vera frá og með fjörtíuogeitthvað, þegar maður nennir ekki að aðlaga sig fjöldaskoðunum lengur, þá stræka ég á að gera svona hluti ef mig langar ekki til þess.
Varðandi "no bullshit" tímabilið þá er það öllu þægilegra og minna tímafrekt en þegar maður setti sig í stellingar og lét fólk komast upp með allan fjandann bara af því maður vildi vera alls staðar til lags.
Tíminn er allt í einu orðinn svo dýrmætur þannig að ég á það til að biðja fólk að koma sér beint að efninu þegar mig er farið að syfja óþægilega undir orðaflaumi um lítið sem ekkert. Inngangar að erindum eru stórlega ofmetnir.
Ég er í því núna að vera sjálfri mér og þeim sem mér þykir vænt um til lags, í því felst mín hamingja.
Nú er ég í samskiptum við þá sem ég hef áhuga á, ég fer og skemmti mér þar sem mér finnst gleðina vera að finna, sem er nú yfirleitt ekki fjöldasamkomum.
Þess vegna fer ég ekki á Menningarnótt, ofan í bæ á 17. júní nema ef barnabörnin biðja mig, og ég nenni ekki að standa í búllsjitt samræðum og samskiptum við þá sem ekkert gefa af sér.
Þessi aldur er "hipp og kúl" aldurinn, það er að renna upp fyrir mér núna.
Lífið er svo frábært og skemmtilegt.
Gull í sjónmáli - úje.
Péess: Hrönn hljóp Maraþonið - en komst hún í mark þetta dreifbýliskrútt - það er stóra spurningin.
![]() |
Breskur sigur í Reykjavíkurmaraþoni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Laugardagur, 23. ágúst 2008
..og ég vissi það!
Hann borðaði steiktar kótelettur með raspi, grænum Ora baunum og brúnuðum kartöflum.
Hann skvetti á sig vatni úr vaskinum, mátti ekki vera að því að baða sig, skellti á sig Old Spice.
Hann klæddi sig í rauðdoppóttu skyrtuna og fór í fermingajakkafötin frá Drengjafatavinnustofunni, en þau voru farin að glansa smá af notkun og voru tveimur númerum of lítil. Hvað, sagði hann við sjálfan sig, það er innihaldið sem telur ekki lúkkið sjálft.
Hann náði sér í Vodkann og kókið og settist út á svalir. Drakk þar til upphitunar áður en hann fór ofan í bæ með vinunum sem áttu líka fermingarföt frá Drengjafatavinnustofunni.
Þeir þvældust um götur miðborgarinnar, klipu í rassa sem áttu leið fram hjá þeim og þeir höfðu hátt, þeir sungu til dæmis "Undir bláhimni" og "Harðgerða Hanna".
Þeir slógust smá, duttu hér og þar og gerðu háreysti á börum.
Þetta var hið fullkomna föstudagskvöld enda allir í svaka stuði út af handboltanum.
En þetta var samt bara upphitun fyrir það sem hann kallar "Ómenningarnótt".
Eftir að hafa keypt sér kjamma á Umfó var haldið aftur ofan í bæ og nokkrir miðborgargestir voru ónáðaðir til viðbótar, bara svona til að setja punktinn yfir i-ið á þessu fullkomna kvöldi.
Löggan kom og tók hann vegna þess að hann blóðgaði einhvern nörd utan að landi.
Þetta var Erill gærdagsins.
Konan hans sagði mér þetta.
Hvað var ég ekki búin að segja, börnin góð.
![]() |
Erill hjá lögreglunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 22. ágúst 2008
Búhú aumingja ég
Það rignir og þá verð ég öll svo mössímössí að það er tæpast eðlilegt.
Ég verð væmin og kveiki á kertum. Kveiki á reykelsi - eða myndi örugglega gera ef ég myndi eftir því.
Ég vil troða mér í sófann í stofunni með eiturgræna flísteppið mitt, sódavatn og hvíta stauta sem rýkur úr (uss) og bara njóta lífsins með bókina mína.
Og þar sem ég er búin að ala upp börn og gifta mig fjölda manna, bý með einungis með mér plús manni, þá leyfi ég mér að gera eins og ég vil. Ekkert kjaftæði og gerðu þetta gerðu hitt, ég ræð mér sjálf.
Og nú er ég að lesa alveg stór merkilega bók. Hún heitir "Hjarta Voltaires" og ég er alveg heilluð. Bókin er öðruvísi en flestar bækur sem ég hef lesið, sko stíllinn, hún er skrifuð í ímeilum. Ég held að ég mæli með henni hér með.
En.. að listinni að skrifa, lifa, spila og mála .....
Einu sinni ætlaði ég að verða gítarsnillingur, ji hvað það er eitthvað lítið rokkað að vera að læra á kassagítar þegar maður er 10 ára og það er ekki únsa af töffara búinn að koma sér fyrir í manni.
Og kennarafjandinn, kerling á Bárugötunni var full og barði á fingurna á mér ef ég spilaði vitlaust. Svo lét hún míg æfa "det var en lördag aften" út í eitt í heimaæfingum og ég varð að atlægi í hverfinu. Allir görguðu upp í gluggann alveg: Ertu ekki að verða búin að ná þessu? Verður þetta klárt fyrir FERMINGUNA þína? Svo lág pöbullinn í verkó sem auðvitað var gjörsneyddur hæfileikanum til listrænna upplifana, í hlátri milli þess sem þau tróðu upp í sig verkamannasnakki eins og hundasúrum, slátri eða öðru álíka spennandi. En hvað veit ég um pöbul, þræl eðalborin og með langa-langa-langa- danakonungsafa.
Ég hugsaði með mér þegar ég fór skíthrædd í tíma til kerlingarinnar að maður yrði að þjást fyrir listina.
Koníakslyktin af konunni læðir sér af fullum þunga í vitin á mér þegar ég hugsa um hana.
Þegar ég hóstaði því út úr mér heima að konan væri bæði full og ósjarmerandi, kannski ekki með þessum orðum, var mér kippt snarlega úr tónlistarnáminu.
Og auðvitað spila ég ekkert á gígju. Allt þessari alkóhóliseruðu kerlingu að kenna.
Alveg er ég viss um að allar mínar raunir í lífinu orsakast af þessu ofbeldi í gítartímunum.
Ég er amk. saklaus eins og nýfallin mjöll.
Alltaf glöð - alltaf góð.
Jeræt og ég er farin að sofa.
Búhú
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Mykjudreifarar
Algjörlega stórundarlegur dagur, þessi í dag sko.
Í fyrsta lagi rigndi, í öðru lagi breytti ég um útlit á síðunni minn og svo var ég hálf rúmliggjandi líka og það telst vera í þriðja lagi. Einhver að telja?
Og ég talaði við gamla vinkonu í síma sem spjallaði um heima og geima.
Í miðju spjalli sagði hún:
V: Ég er svo fegin að haustið er að koma og vetrarstarfið að hefjast!
Ég: Ha, vetrarstarfið? Ertu í Framsókn?
Hún: Noj ertu ekki í lagi, hjónaklúbburinn og leirnámskeiðið er að byrja?
Ég: Ha, ertu svona mikill lúði kona, ég dey.
Og við hlógum.
En aftur að Framsóknarflokknum sem ætla mætti að ég væri komin með á heilann, en það er ekki þannig. Ónei.
Þegar ég var stelpa heyrði ég á haustin auglýst fyrir kvöldfréttirnar í útvarpinu: Framsóknarmenn, Framsóknarmenn, vetrarstarfið er að hefjast, vinsamlegast skráið ykkur í félagsvistina sem fyrst.
Og ég spurði ömmu hverjir væru í Framsóknarflokknum (það fólk spilaði stöðugt alltaf fjör hjá þeim) og amma sagði mér í ekki svo fáum orðum að þeir væru beisikklí bændur.
Síðan þá hefur "vetrarstarf" og þannig fyrirkomulag verið tengt bændum í Framsókn órjúfanlegum böndum í hausnum á mér.
Og svo glumdi í útvarpinu fyrir hádegisfréttir; Bændur og búalið, bændur og búalið. Vorum að taka upp mykjudreifara.
Síðan hefur alltaf verið í mér einhver andskotans óhugur gagnvart Framsóknarflokknum.
I wonder why?
Hm...
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Innanhúsleyndarmál
Í morgun, óguðlega snemma í eldhúsinu.
Ég: Villtu syngja fyrir mig.
Húsband: Ertu að reyna að koma mér til að hlægja, ég var að opna augun?
Ég: Já en þú ert hættur að syngja fyrir mig, syngdu fyrir mig, mig langar í morgunsöng. Gerðuða Ha!
Hb: Hahahaha, það sem þér dettur í hug.
Ég: Mér er fyllsta alvara, einu sinni söngstu fyrir mig. Þegar við vorum í rómans.
Hb: Já ég gerði það og fyrir alla hina sem voru á staðnum, það var vinnan mín.
Ég: Ég skil ekki af hverju þú getur ekki lyft geði mínu og tekið einhverja tóna, bara svona til að fíflast, eða þá að við gætum dansað á eldhúsgólfinu.
Hb (Ennþá skellihlæjandi, vanur ýmsu maðurinn): Þú veist ég dansa ekki, töff gæs dónt dans,eins og þú veist.
Ég: Ókei, ók, ók, ég gefst upp. Ég syng þá fyrir þig elskan.
Hb: Hvaða lag ætlarðu að taka?
Og áður en ég gat sagt dammdirridammdiraddídammdíddílú, sást undir iljarnar á manninum.
Ég er stórlega vanmetinn söngvari.
Hann var farinn í vinnuna.
Svona er lífið, án söngva og víkivaka.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 19. ágúst 2008
Fréttir úr snyrtibuddunni
Þarna hljóp á snærið hjá mér. Loksins, loksins rannsókn sem segir mér eitthvað af viti.
Ég hef verið að pæla í því af og til hversu mikill tími fari í að taka sig til, sko yfir ævina. Ekki að ég sjái eftir tímanum sem ég hef lagt í málið, heldur vegna þess að mig grunar að það sé dágóður slatti af dýrmætum klukkustundum sem ég hef notað í málefnið. Jæja ég hef amk. ekki gert eitthvað af mér á meðan ég er með nefið ofan í snyrtibuddunni eða hálf inni í fataskáp að velja mér föt.
Ég gæti sagt ykkur sögur.
Tímarnir eru að meðaltali 3.276 á heilli ævi.
Ég held að það geti verið meira, í mínu tilfelli. Amk. hef ég á sumum tímabilum nánast búið í snyrtibuddunni eða með andlitið flatt út á spegilinn svo ég minnist ekki á þá tíma þar sem ég hef átt lögheimili í klæðaskápnum. Úff.
Ég er stilltari þessi misserin vegna þess að ég er gránduð af heilsufarsástæðum. Er ekkert mikið að mála mig og svona nema að ég eigi erindi út í bæ. Sama gildir um fatnað, ég prófa ekki allan fataskápinn á morgnanna áður en ég geri það upp við mig hverju ég eigi að klæðast hér innan fjögurra veggja heimilisins.
En þetta ástand er vonandi tímabundið og áður en ég get talið upp að 4566 mun ég vera komin á fulla keyrslu í fatamátun og meiköppi.
Og þá mun heyrast flett, flett, flett, í mínum troðfulla klæðaskáp þar sem 95% af flíkum eru svartar, afgangur grár. Ansi erfitt að finna það sem leitað er að, einkum vegna þess að ég veit ekki að hverju ég er að leita. Só?
Svo er það baðherbergið með speglinum. Krem, meik, blöss, augnblýantur, maskari, varalitur, varablýantur. Hár blásið, greitt, ekki að gera sig, greitt aftur, ók þetta verður ekki betra. Stella tekin og henni úðað á meistaraverkið.
Skór valdir, þessir, nei, þessir, máta, ekki að gera sig þessir, nei, æi það er farið í þá skó sem fyrst voru mátaðir.
Þegar hér er komið sögu er húsband eða aðrir heimilismenn sofnaðir á næsta stól.
Viðkomandi vakinn og minntur óþyrmilega á að líf með konum getur verið flókið. Dásamlega flókið og talið í geimferðum samanber viðhangandi frétt.
Augnahárum dinglað á leiðinni út og því haldið áfram þar til hreinsikrem og önnur fegrunarlyf eru smurð á í tonnum. Þetta er lygi, þetta síðasta sko, vatn dugar ágætlega.
Hér hefur ekki farið mínúta til spillis.
Eða hvað?
![]() |
Tímafrekt að hafa sig til: 3.276 stundir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 18. ágúst 2008
Í kompaníi við óvininn?
Ég var að lesa þessa frásögn á Eyjunni.
Matthías birtir dagbækur sínar á síðunni sinni og segir frá allskyns ljótum hlutum um vinstri menn.
Samkvæmt dagbók á Svavar Gestsson að hafa sagt honum frá eyðslusemi Ólafs.
Fyrirgefið en er Moggaritsjórinn sem þá var líklegur trúnaðarmaður eins af oddvitum vinstri manna?
Kannski, en mér þykir það ólíklegt. Samt finnst mér skrýtið ef maðurinn er að uppdikta sína eigin dagbók.
Mér finnst ósmekklegt að vera að tala um kostnað við meðferð fyrri konu Ólafs Ragnars, hver borgaði og svona. Konan var fársjúk og lést síðan af sjúkdómi sínum. Mér þætti jafn leiðinlegt að lesa um það hver sem í hlut ætti.
En af því að Matti hefur haldið svona nákvæma dagbók yfir samskipti sín við pólitíska andstæðinga, hver er þá að halda dagbók yfir miður fallega hegðun íhaldsins í gegnum tíðina?
Sá Matthías enga ástæðu til að skrásetja laumusamtöl sín við forystumenn Sjálfstæðisflokksins?
Eða gerði hann það en sér ekki tilganginn með að birta það á síðunni sinni?
Einhvern veginn held ég að þessar birtingar á þessum tímapunkti séu ekki tilviljun.
En eitt veit ég eftir lestur dagbókanna, að Moggaritstjórarnir hafa verið nálægt því að eiga Ísland á þessum tíma.
En samt er ég svolítið hrifin af Matthíasi. Hvernig er annað hægt? Maðurinn skrifaði hina frábæru samtalsbók við Þórberg Þórðarson, "Í kompaníi við allífið".
Svo er hann skáld maðurinn, ég er svo ógeðslega svag fyrir skáldum, einkum ljóðskáldum.
Svo er engum alls varnað.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 18. ágúst 2008
Listinn minn og Ljósið sem skín
Við húsband horfðum á Stones myndina "Shine a light" og hún er frábær.
Hvað um það, við fórum að ræða það í gamni hvaða þekktu persónur okkur langaði til að hitta og hvers vegna, af því húsband langar til að hitta Keith Richards og spyrja hann út í opin grip (held ég að hann hafi sagt). Ég myndi vilja hitta Keith líka en það væri þá til að pína hann til sagna um hvað kom raunverulega fyrir Brian Jones.
Stór hluti þeirra sem mig langaði að hitta eru ekki á jörðinni lengur þannig að það taldist ekki með í þessum samkvæmisleik okkar hjóna. Þá er ég að tala um Jesú Krist, Olov Palme, John Lennon, Ghandi, Ernest Hemingway og Helen Keller, ekki endilega í þessari röð.
En bíðum nú við.
1. Nelson Mandela er ofarlega á blaði. Mig langar til að biðja hann um að kenna mér allt um æðruleysi sem hann virðist hafa fengið ótrúlega mikið af. Hm.. sérfræðingur maðurinn.
2. Hillary Clinton, af því hún er svo merkileg í nútímanum.
3. Margréti Danadrottningu af því við erum frænkur. Langar til að sitja og reykja með henni og drekka kaffi og hlægja tryllingslega.
4. Mörtu Stewart, ég er að ljúga, bara að fá viðbrögð.
5. Jamie Oliver. Ég verð að komast að því hvort hann er svona ofvirkt eldhúskrútt í raunveruleikanum.
6. Yoko Ono, mig langar til að taka konuna út, það fer svo mörgum sögum af henni. Er hún sjarmerandi eða fráhrindandi?
Og svo alla Nóbelsverðlaunahafana í bókmenntum sem eru á lífi. Vantar tips frá þeim. Hvert er leyndarmálið?
Muhahaha.
Og fullt að öðru fólki. Mugabve er ekki einn af þeim og heldur ekki Hannes Hólmsteinn eða Óskar Bergsson.
Og koma svo, hverjir eru efstir á ykkar lista?
Ég bíð spennt.
Sunnudagur, 17. ágúst 2008
..dansað á línunni?
Ég hef orðið svo fræg að fara á Kántríhátíðina á Skagaströnd sem nú heitir Kántrídagar. Hvaða dagaæði hefur gripið um sig um allt land? Enginn frumleiki til í jöfnunni?
En hvað um það, rétt fyrir aldamótin fór ég með hljómsveit húsbandsins sem hafði ráðið sig til að spila þarna vegna þess að díllinn var góður. Þeir spiluðu blús og rokk strákarnir en engu að síður voru þeir beðnir um að koma. Og við héldum á svæðið.
Við sváfum í Félagsheimilinu. Það verður ekki á gestrisni Íslendinga logið. Mig minnir að þetta hafi verið dýnufyrirkomulag í fyrrverandi sturtuklefa. Okkur leið ágætlega samt, enda ýmsu vön.
Á föstudagskvöldinu var bandið á einhverjum pöbb (Kántríbær?) og þar var hið undarlegasta samansafn af fólki aðallega mönnum sem langaði í slag. Merkilegur fjandi og fyrirgefið Skagaströnd, þetta voru tvímælalaust utanbæjarmenn.
Gömul vinkona var á staðnum að kenna dans (línudans nema hvað) og hún hélt mér selskap. Ég man ekkert sérstaklega eftir þessari hátíð að öðru leyti en því að þarna var enginn, ekki kjaftur sem var ekki sérfræðingur í línudansi.
Og það var stöðugt verið að gera tilraunir til að draga mig út á gólf. Fyrirgefið en ég mun aldrei dansa línudans og það sagði ég þessum dansandi, kábojklæddu konum.
Þær alveg: En maðurinn þinn spilar kántrí og þú kannt ekki að dansa línudans????
Ég: Hann spilar ekkert kántrí og þó hann gerði það þá myndi ég aldrei fara út í þá fótamennt.
Þær litu á mig undrandi og sögðu í línudanskór; hann spilar víst kántrí. Okokok.
En ástæðan fyrir færslunni er einfaldlega sú að þarna þurfti ég að horfast í augu við fordóma mína og heimóttaskap. Mér finnst kántrí svo plebbalegt og það er tengt við svona frekar undarlegt fólk í Ameríku. Ég skammaðist mín fyrir að einhver gæti mögulega haldið að ég væri áhugamaður um tónlistina, lífernið, móralinn og dansinn. Ég gæti ýtt mér í vegg af pirringi út í heimsku mína.
Þess vegna sat ég þarna og með nefið upp í loft, með ískaldan fyrirlitningarsvip á andlitinu og taldi mínúturnar þar til ég kæmist í sturtuklefann.
Ég var lúðinn, ekki spurning, því ég held svei mér þá að ég hafi verið eina kvikindið á staðnum sem EKKI skemmti mér.
Allir hinir voru í geðveiku fjöri og það sást langar leiðir.
Fruss hvað ég sé eftir þessu, ég hefði átt að henda mér í dansinn og hafa gaman af. Það var held ég enginn sem þekkti mig þarna.
En síðan hef ég ekki komið nálægt Skagaströnd.
Húsband talar enn um hvað þetta hafi verið undarleg en skemmtileg lífsreynsla.
Og þá grjótheld ég kja...
Já ég er ekki í lagi en ég hef þroskast smá síðan þá.
Hér er svo lagið sem húsbandið lagði á sig að læra til að geta skemmt á kántríhátíðinni (ásamt fleirum auðvitað).
![]() |
Góð stemning á Kántrýdögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 16. ágúst 2008
Hrífandi glerkastali
Í sumar hef ég lesið óvenjulega lítið miðað við það sem ég er vön. Ég kenni veðrinu um, annað eins sumar og það sem brátt er á enda hef ég ekki upplifað á "draumaeyjunni".
En nú er ég lögst í lestur sem aldrei fyrr.
Ég bloggaði um að ég væri að lesa Glerkastalann um daginn. Hafði á orði að hún væri hrífandi. Svo fór ég að velta fyrir mér orðalaginu hjá mér. Getur frásögn konu um fátækt, ofbeldi, hungur og vanrækslu í uppeldinu verið hrífandi? Já, í þessu tilfelli er frásögnin hrífandi þrátt fyrir allan ljótleikann.
Á bókarkápu segir:
"Frásögn Jeannette Walls af æsku sinni er í senn miskunnarlaus og angurvær; ástin til foreldranna skín í gegn þrátt fyrir þær hörmulegu aðstæður sem þau bjuggu börnum sínum.
Jeannette Walls býr í New York og Virginíu og er gift rithöfundinum John Taylor. Hún skrifar reglulega á MSNBC.com. "
Ég hafði heyrt um þessa konu og bókina hennar. Æska hennar var skelfileg. Meðferð foreldranna á börnunum ótrúleg og sú staðreynd að í lok bókarinnar eru foreldrarnir komnir á götuna í New York að eigin vali, á meðan börnin hafa komið sér vel áfram í lífinu, er náttúrulega bara óvenjulegt svo ekki sé nú meira sagt.
En öll frásögn Jeannette er lygasögu líkust en hún er jákvæð þrátt fyrir skelfilegan raunveruleikan sem hún og systkini hennar búa við.
Þetta er svona bók sem skilur mann eftir gapandi og ég var hálf fúl þegar lestri lauk, ég vildi meira.
Ég mæli með Glerkastalanum, hún situr svo sannarlega eftir í hjarta og sinni.
Vó hvað góðar bækur gefa manni mikið.
Og nú er ég að klára spennubók sem heitir Svartnætti. Þið fáið upplýsingar um leið og ég má vera að bókafíklarnir ykkar.
Annars voða góð og á leiðinni í þrif.
Og ég sem ætlaði í berjamó.
Later.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.8.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 2988374
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr