Færsluflokkur: Menning og listir
Fimmtudagur, 11. desember 2008
Svo margir menn - bara tíu fingur að telja á
Ég varð alveg stórhneyksluð þegar ég sá niðurstöðuna úr þessari merku rannsókn sem sýnir að tæpur helmingur allra karla og þriðjungur allra kvenna hefur logið til um hvað þeir hafa lesið í þeim tilgangi einum að vekja hrifningu vina eða mögulegra maka.
Ég alveg gapti. Hvað er að fólki? Er sumum manneskjum ekkert heilagt? Ha?
Æi svo mundi ég að þessi ósköp hafa hent mig.
Merkilegt eins og ég hef alltaf verið heiðarleg í samskiptum við hitt kynið. Jebb. (Dúa þegiðu).
Ég var auðvitað ung og töluvert mikið barn, annars hefði ég ekki framið svona svíðingsverk.
Unglingsárin kölluðu á grimmilegar aðgerðir í hamslausri leit minni að maka. Jebb - satt.
Ég var skotin í hippastrák og nei hann var enginn íslenskur helgarhippi sem vann í Plastprenti eða Hampiðjunni á virkum dögum, hann var danskur kallaði sig Nelly, hafði aldrei unnið handtak og það hringlaði í honum út af öllum bjöllunum sem héngu um hálsinn á honum.
Ég sagði: Nelly, auðvitað hef ég lesið "The Mushroom and the Holy Cross", hvað heldur þú drengur þegar hann spurði mig.
(Bók þessi er jafnleiðinlegast rugl á prenti sem ég hef enn rekist á.)
Þetta samtal fór auðvitað fram á dönsku þar sem við vorum stödd á Karusellen í Kongens Köb og ég ætlaði að koma drengnum í rúmið hvað sem öllum sveppum leið.
Í annað skipti tók ég til örþrifaráða og laug að einum af mínum fjölmörgu eiginmönnum (sem líka var hippadjöfull) og ég gerði það til að ná að hala hann inn og innsigla bráðina. Hviss bang.
Biblía þessa manns var Jónatan Livingstone Máfur og eftir að hafa reynt að lesa hana nokkrum sinnum hvar ég festist í myndunum af þessu gargandi villidýri og heimspekingi í fuglslíki vegna þess að myndirnar voru ögn þolanlegri en hundleiðinlegur textinn, sá ég mér þann kost vænstan að ljúga upp á mig lestri á bókinni.
Maðurinn féll beint á hnén og bað mín með snarasta.
Úff - ég alveg bráðnaði niður í tær, eða var það þegar næsti eiginmaður bað mín? Man það ekki. Svo margir menn - bara tíu fingur að telja á. Jebb.
Síðan hef ég ekki logið mig inn á karlmenn. Ók, ók, ók, ekki alvarlega að minnsta kosti.
Já líf mitt er svo sannarlega efni í sögubók.
Spennandi og brjálað og aldrei leiðinlegt. Ansi blóðugt en aldrei leiðinlegt. Stundum óprenthæft en aldrei leiðinlegt.
Farin að þurrka af - helvíti leiðinlegt.
Pís.
Falalalalalala
![]() |
Logið til að heilla náungann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fimmtudagur, 11. desember 2008
Ofmetin lífsreynsla
Í desember á hver dagur að vera skemmtilegur, fullur af tilhlökkun, mildur og dimmur.
Desember á að flela í sér epla og negullykt með dassi af appelsínuilmi og helst á fólk bara að bíða eftir jólunum og drekka heitt súkkulaði með rjóma. Það á að horfast í augu, knúsa börnin sín og pakka inn jólagjöfum.
Líka í kreppu.
En það er ekki svoleiðis. Í dag er ég að drepast úr kulda og ef mér er kalt þá er ekkert gaman að neinu.
Svo er ég algjörlega utan við mig.
Ég vaknaði svona í morgun. Var stórt spurningarmerki í framan, alveg: Hver er tilgangur lífsins? Af hverju er veður? Af hverju þurfum við að borða? Eru óhefðbundnar lækningar það sem koma skal? Hver fann upp drykkjarrörið? Er hann ríkur? Af hverju er utanborðsmótor kallaður utanborðs? Hvað er fídusinn með því að hafa hann hangandi yfir borðstokkinn?
Ég hreinilega þoli ekki hvað ég þarf alltaf að hugsa djúpar hugsanir þegar ég reika um nývöknuð.
Svo á hún Helga mín afmæli og það er jólaskemmtun á Laufásborg hjá Jenný Unu á eftir sem ég ætla að sækja.
Ætli ég sé veik?
Ég sat hér áðan og var að sýsla inni á heimabankanum. Hélt á öryggislyklinum og svona.
Stóð upp og var á leiðinni út að reykja.
Setti öryggislykil í þar til gert box og steðjaði með kveikjarann út í kuldann til að draga nikótínið ofan í lungu og fremja hægfara sjálfsmorð í desemberkuldanum njótandi þess út í ystu æsar í minni forherðingu.
Ég reyndi að kveikja í helvítis sígarettunni marg oft og það var liðinn dágóður tími, amk. nokkrar langar sekúndur þegar ég fattaði að öryggislykilinn er ekki kveikjari í dulargervi.
Þegar ég steðjaði inn til að skipta á lykli og kveikjara datt ég um útidyraþröskuldinn og flaug glæsilega inn eftir ganginum.
Hafið þið farið í sleik við parkett?
Ekki?
Það er ofmetin lífsreynsla.
Hmrpfmmfprfm
Þriðjudagur, 9. desember 2008
Bak við byrgða glugga
Miðað við hversu heimilisofbeldi er útbreitt vandamál og þá er ég að meina í hinum vestræna heimi, þá rata ekki margar sögur um það á bók.
Kannski vegna þess að umfangið er stórt og úrræðin fá, fólk vill ekki setja sig of mikið inn í þessi skelfilegu mál þar sem lífi kvenna og barna er ógnað.
Stundum les maður þó um þessi ofbeldismál sem framin eru í skjóli friðhelgi heimilanna en því miður allt of oft að þolandanum gengnum.
Sri Rahmawati fluttist til Íslands frá Indonesíu í leit að betra lífi.
Hún var vinnusöm, dugleg og henni gekk vel að aðlagast og hún hafði fengið börnin sín tvö til landsins.
Sri lifði í heljargreipum ofbeldismanns, barnsföður síns og þeim harmleik lauk með því að hann myrti hana og dysjaði líkið á ruslahaug ekki langt frá Álverinu í Straumsvík.
Það er skelfilegt að lesa lýsingu lögreglunnar á þessum manni sem svipti Sri lífinu og gerði börnin hennar móðurlaus.
Honum virtist standa á sama, hann sýndi enga iðrun.
Þessi bók er ekki par hugguleg lesning en hún opnar augu manns fyrir þeim skelfilega raunveruleika sem felst í heimilisofbeldi þar sem fáar leiðir virðast færar fyrir þolandann og í þessu tilfelli endar málið á versta veg.
Með morði.
Ragnhildur Sverrisdóttir skrifar bókina "Velkomin til Íslands" og hafi hún þakkir fyrir.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 9. desember 2008
Ekki skata í sjónmáli
Skata er ógeðismatur og ég fer ekki ofan af því.
Samt er eitthvað krúttlegt við þennan sið sem fólk hefur verið að hefja til vegs og virðingar undanfarin ár hér í höfuðborginni.
Það þýðir ekkert að halda því fram að skötuát hafi verið stundað á öðru hvoru heimili frá upphafi vega því þannig er það ekki. Ég t.d. er eldri en ómunatíðin og í minni æsku var hægt að ganga á milli húsa og heimila á Þorláksmessu án þess að verða fyrir lyktarofbeldi.
En aftur að þessu krúttlega. Fólk safnast nefnilega saman yfir hræinu og hefur skemmtilegt.
Ingunn systir mín er með skötuveislu á Hjallaveginum fyrir mömmu og pabba og allar systur mínar.
Hún eldar kvikindið úti í bílskúr sem er auðvitað brilljant.
En ég mæti ekki. Ég er skötuhatari.
Ég sýð hangikjöt á Þorláksmessu og brýt allar hefðir því við borðum það líka. Að hluta sko.
Annars er Þorláksmessa minn uppáhaldsdagur á árinu því þá koma jólakveðjurnar í útvarpið.
Ég elska jólakveðjurnar. Þær minna mig á bernsku mína, á eplalykt, mjallarbón og kökuilm.
Ekki skata í sjónmáli á Hringbrautinni get ég sagt ykkur þegar ég var barn.
En þessi maður sem stal skötunni ásamt humri og hámeri hefur ætlað að bjóða til þríréttaðrar veislu á Þorlák.
Æi það er eitthvað sorglegt við það að fólk skuli vera farið að stela mat.
Aumingja maðurinn.
Og aumingja nefið á mér eftir einhverja daga.
Fallegasta jólalag í heimi kemur svo hér. Frá mér til ykkur stórkrúttin og villingarnir ykkar.
Og hagið ykkur svo einu sinni.
![]() |
Stal skötu, humri og hámeri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 8. desember 2008
Hvurs lags karlmenn?
Ég með mína fjölmörgu eiginmenn, elskhuga, kærasta og einnarnæturmenn (róleg) á ekki eitt einasta ástarbréf.
Hvurs lags karlmenn hef ég lagt lag mitt við?
Allt óskrifandi skítapakk?
Ó, nú man ég, þeir hafa alltaf verið eins og skugginn minn og því aldrei komið til bréfaskrifta.
Án gamans þá á ég ekki ástarbréf. Hef ekki fengið mörg heldur það kemur kannski til af því að mér finnst bréfarómantík væmin alveg eins og blóma- og skartgriparómantíkin og því ekki laðað að mér skiflæga elskhuga.
Hmm...
En ég hef blendnar tilfinningar gagnvart Edith Piaf, sem var alin upp í hóruhúsi þessi dúlla.
Hún var frábær listamaður og á aldrei eftir að gleymast.
En hún var glataður mannþekkjari og lenti á alls kyns ógeðismönnum sem fóru illa með hana.
Og hvað hún söng fallega konan! Litli spörfuglinn.
En talandi um blendnar tilfinningar til þessarar frábæru konu þá fæ ég alltaf sting í hjartað þegar hún syngur.
Ég man eftir lögunum hennar á gömlu gufunni þegar ég var barn og ég varð alltaf svo hrygg. Hún var svo leið í röddinni og lögin svo mædd.
En ég er smá svekkt yfir að eiga ekki ástarbréf. Það væri gaman að geta gefið þau út á bók svona þegar hægist um og aldursrökkrið færist yfir.
Kannski hefði verið gerð um þau bíómynd því ég er að segja ykkur að ég hef kynnst litríkum karakterum í gegnum tíðina.
Verst hvað þeir voru lítið fyrir að setja tilfinningar sínar niður á blað.
Kannski eins gott?
Hvað veit ég?
Er á leiðinni á Borgarafund í Háskólabíó kl. átta hvar ég reikna með að hitta ykkur öll, hvert einasta eitt.
Adjö så länge.
![]() |
Ástarbréf frá Edith Piaf á uppboði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 7. desember 2008
Ég er ekki hér, ég er ekki hér.
Ég er alveg rosalega þakklát fyrir að hafa verið með gesti og því misst af Össuri í Mannamáli því vísast hefði ég horft ef ekkert annað betra hefði verið í boði.
Ég er komin með svo rosalegt antípat á þessum illa séðu ráðherrum sem neyða návist sinni upp á okkur í gegnum sjónvarp og hafa ekkert að segja nema sama gamla sönginn: "Vér erum að bjarga ykkur gott fólk og svo ætlum við að byggja ykkur upp."
Við ykkur segi ég einn ganginn enn: Ekki bjarga mér og ekki byggja mig upp. Plís, byggið ykkur sumarbústað eða eitthvað.
Ég get ekki hlustað á fleiri viðtöl við ráðherra þessarar ríkisstjórnar þar sem þeir slá sig til riddara fyrir ekki neitt í þessum hildarleik sem skekur þjóðfélagið.
Só Össur þó þú hafir látið bóka að Davíð sé ekki á ábyrgð Samfylkingarinnar?
Davíð er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar hvort sem þér líkar það betur eða verr og það er ekkert sem þú getur gert kallinn til að firra þig þeirri ábyrgð nema að slíta þessu samstarfi, nú eða horfa á eftir Seðlabankastjóra út um útidyr bankans í síðasta sinn.
Þetta er eins og að standa fyrir framan einhvern og síendurtaka: "ég er ekki hér, ég er ekki hér". Það er hægt að segja svoleiðis þangað til maður er kominn með tungubólgu en ekkert breytir þeirri staðreynd að maður stendur þar sem maður stendur og hvergi andskotans annars staðar.
Össur er svona grínari. Ég sá það á Borgarafundinum hvernig hann sló öllu upp í létt sniðugheit í stað þess að sýna fólki að hann áttaði sig á alvöru málsins.
Hann reyndi að gera sig að krúttvöndli, tókst það kannski en mér var ekki skemmt.
Og munið þið manninn á fundinum sem hann ætlaði að steðja með upp í Seðló til að láta Davíð segja af sér? Enn eitt kjaftæðið raupið og fyrirhornreddingingar af því hann var kjaftstopp á fundinum.
Ég er svo þreytt á þessu liði sem heldur áfram að birtast manni bissí í vinnunni þrátt fyrir að það sé varla kjaftur á landinu sem vill hafa það við störf.
Stundum verð ég skelfingu lostin og það þyrmir yfir mig.
Hvað ef öll fyrirhöfn almennings við að segja skoðun sína eftir bankahrunið, mótmælafundir, borgarafundir, bloggskrif og allt hvað það heitir, skilar engu. NADA?
Að almenningur lognist út af örþreyttur og laskaður eftir skelfinguna sem hefur lostið okkur í hausinn og gefst upp á að mótmæla, andæfa, segja skoðun sína, vera vakandi?
Þá verður þetta málamyndalýðræði við líði áfram, flokkarnir halda áfram að skipa vina sína hér og svo þar og svo allsstaðar og allir eru of þreyttir til að veita viðnám.
En svo hressist ég öll við aftur því ég hef orðið vitni að vakningu meðal fólks, allskonar fólks.
Einhversstaðr fengum við nóg og það sem meira er við sjáum þetta kjánalega leikrit sem verið er að leika fyrir okkur á hverjum degi.
Ég að minnsta kosti sé í gegnum það og ef það væri ekki að gera barnabörnin mín skuldug upp á haus áratugi fram í tímann - ja þá myndi ég brosa illkvittnislega út í annað.
En það geri ég ekki.
Því mér er allt annað en hlátur í hug.
Burt með allan ballettinn.
Komasho.
Allir á Borgarafundinn í Háskólabíói annað kvöld.
Við erum rétt að byrja.
Nema hvað?
Og Össur karlinn er í besta falli jólasveinn - meðal jólasveina.
![]() |
Bókunin frá Össuri komin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 6. desember 2008
Jólablogg hið þriðja
Og vér reynum að vinna upp tapaðar jólafærslur. Ætla ekki að kreppublogga fyrr en í fyrramálið þannig að þið sem eruð í kreppuafneitun haldið ykkur úti því strax eftir Silfur Egils þá geysist ég fram á kreppuvöllinn reddí tú kill.
En...
það er þetta með jólagjafir. Allt í góðu með þær sko, finnst gaman að gefa þær og svona og reglulega gaman að fá þær líka.
Ég held samt að ég sé óforbetranlegt kontrólfrík.
Mér er illa við að láta koma mér á óvart.
Eins og í fyrra þegar stelpurnar mínar gáfu mér ferð til London í janúar.
Ég varð svona hálf móðguð. Gefa mér Londonferð án þess að bera það upp við mig fyrst! Frekjan!! Ég tók fimm í að jafna mig og knúsaði þær svo í klessu og var rosalega glöð með gjöfina.
Ég er ein af þeim sem vill ekki fyrirsjáanlegar gjafir frá eignmanni (hver þeirra sem í hlut á sko).
Ég vil ekki sjá skartgripagjafir eða eitthvað svona "rómantískt kjaftæði" af því mér finnst ekkert rómó við að minn heittelskaði hlaupi Laugaveginn á Þorláksmessu og kaupi einhvern karatsfjölda handa mér. Gerir ekkert fyrir mig. Ég þigg hins vegar með þökkum bók eða flík sem ég vel sjálf.
Ég vil heldur ekki blóm á konudögum og mæðradögum.
Lít ég út fyrir að vera sérstakur styrktaraðili blómabúða? Ég hélt ekki.
En ég elska litlu hlutina, þegar eitthvað fallegt er sagt við mig svona óforvarandis, ferð á kaffihús upp úr þurru, hlýlegt augntillit og þessir sætu hlutir sem sagðir eru yfir kakóbolla í skammdeginu.
Það er rómans börnin góð.
Kostar ekkert.
Húsband er verri en ég. Hann er með standard svar til barnanna okkar þegar þau spyrja hann hvað hann vilji í jólagjöf. Hann segir: Hlýlegt handtak og koss á kinn.
(Og þau verða undantekningalaust pirruð og segja; ohhhh það er engin gjöf!!).
Ég er búin að sjá það að með þetta gjafa CV er ég draumur hvers manns.
En það er af því að þeir vita ekki hversu helvíti örlát ég er á sjálfa mig þegar ég slepp í fata- og skóbúðir ein og óstudd.
Falalalalala
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Miðvikudagur, 3. desember 2008
Snillingurinn - villingurinn - vinkona mín
Hún er vinkona mín. Hún er falleg, hlý, gefandi, klár, skemmtileg og með svartan húmor sem fær mig til að gráta úr hlátri.
Hún heitir Jóna Ágústa Gísladóttir og hún var að skrifa bók.
Flestir sem þekkja til bloggheima þekkja til Jónu. Þeir þekkja þann Einhverfa, Gelgjuna, Unglinginn og Bretann ásamt Litla Rasistanum sem hefur verið skýrð Lafðin í bókinni.
Bókin fjallar um þann Einhverfa og fjölskylduna hans séð frá sjónarhóli mömmunnar.
Bókin er eins og bloggið hennar Jónu um sama efni. Hún fær mann til að hlægja og gráta, stundum samtímis.
Ég vissi lítið um einhverfu áður en ég fór að lesa bloggið um þann Einhverfa.
Ég hafði lesið mér til en það er eins og með svo margt í lífinu það er erfitt að máta það inn í eigin reynsluheim þangað til að það er sett í persónulegt samhengi.
Ég held að þessi bók eigi erindi við alla og það án tillits til hvort þeir þekki til einhverfu eður ei. Öll þekkjum við til barna með þroskafrávik. Það er bara mannbætandi að kynna sér þennan heim og í leiðinni gerir það okkur að betra fólki með örlítið meiri skilning og aðeins víðari sjóndeildarhring.
Ég mæli að sjálfsögðu með þessari bók í jólapakkann þið sem enn hafið ekki festið kaup á henni.
Nú fer ég og sef í hausinn á mér.
Miðvikudagur, 3. desember 2008
Í annað skiptið Arnaldur
Ég bloggaði um þá stórsnjöllu hugmynd mína um daginn að lesa sig út úr kreppunni.
Það gengur ágætlega hjá mér þakka ykkur kærlega fyrir.
Í gær gleypti ég Arnald Indriðason í einum ljúfum bita.
Ég er ekki ein af þeim sem upptendrast yfir krimmum, en ég skrifa upp á að þeir eru fín dægrastytting og þar kemur Arnaldur sterkur inn.
Ég hef gert mig seka um skammarlegan glæp (úje) en þetta er önnur bókin eftir Arnald sem ég les. (Skömm að þessu, þetta er eins og að hafa fyrst farið í bíó á miðjum aldri eða eitthvað).
Hin var Harðskafi - mér fannst hún fín, hvorki meira né minna.
Myrká hélt mér hins vegar fanginni. Hún er svo skrambi trúverðug.
Mér er sagt af fólki sem veit að Myrká sé besta bók Arnaldar til þessa og ég trúi þeim.
Þessi er fín í pakkann. Spenna, glæpir og flott plott sem ganga upp klikka ekki á jólunum.
Í bók sko, svo er raunveruleikinn allt önnur Ella sem enginn skyldi sitja uppi með á jólunum.
Lesa svo - ein á dag við kreppu, óáran, vondum stjórnvöldum og öðrum óþverra.
Arnaldur þú ert búinn að skrifa þig inn á mig.
Takk fyrir það.
![]() |
Myrká er efst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 1. desember 2008
Óánægja á RÚV
Ég er hrygg yfir niðurskurðinum á RÚV.
Mér finnst að útvarpsstjóri hefði mátt skera sjálfan sig niður töluvert meira en um skitin 10%, maðurinn er með ofurlaun og hlunnindi sem eiga ekki að þekkjast hjá ríkisfyrirtækjum.
Verst finnst mér hvað niðurskurðaröxin er öflug í svæðisútvarpinu.
Þó ég sé ekki landsbyggðarmanneskja og hafi lítinn hag af svæðisútvarpi þá er auðvitað fyrir neðan allar hellur að vera að skera niður þessa litlu þjónustu sem landsbyggðin hefur.
Stundum er eins og höfuðborgarsvæðið sé upphaf og endir alls.
Er ekki hægt að skera niður í "séðogheyrtdeildinni sem mér sýnist hafa vaxið nokkuð frísklega í góðærinu"?
Svo var verið að segja upp tæknimanni sem unnið hefur til margra ára á stofnuninni.
Starfmenn RÚV eru bullandi ósáttir og ég styð þá heils hugar.
Merkilegt hvað topparnir eru alltaf ómissandi en fólkið á gólfinu er látið fjúka miskunnarlaust.
Arg.
![]() |
Starfsmenn Rúv boða til funda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 113
- Frá upphafi: 2988332
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 111
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr