Færsluflokkur: Samgöngur
Þriðjudagur, 17. júní 2008
Sorgmædd og syfjuð
Ég er löglega afsökuð með hita og fyrirkomulag.
Ég svaf af mér atburði dagsins.
Ég er ógeðslega góð í að blanda saman tilfinningum. Ég tek dæmi.
Ég get verið glöð og pirruð, samtímis, það er ekki skemmtileg blanda.
Og svo hef ég verið sorgmædd og syfjuð. Alveg að sofna úr harmi sko.
Alls konar tilfinningasalat í gangi og ég hef ekki látið deigan síga.
Ég get ekki gert það upp við mig núna hvaða tilfinningar ég er að upplifa.
En ég held að þær séu eitthvað á þennan veginn:
Mikið rosalega er ég fegin að þessi móðursýki er gengin yfir.
Það hefði verið hægt að gera hér blóðuga byltingu, ræna nokkra banka, berja og aðhafast biggtæm.
Það hefði ekki kjaftur tekið eftir því.
Ekki einu sinni hermaðurinn Björn Bjarnason.
Ég hef aldrei séð viðlíka hóptaugaáfall hjá heilli þjóð út af minna, gott ef það þarf ekki danska "áfallahjálpara" á okkur hérna mannfólkið.
Farin undir teppi.
Annars kúl.
Daprir en um leið sáttir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Laugardagur, 7. júní 2008
Þær voru hoknar af reynslu en gátu ekki brosað
Þær voru hoknar af reynslu
þær höfðu flogið heiminn á enda, marg oft
þær höfðu beygt sig og bukkað
og borðað ógeðslega mikið í hádeginu, af því maturinn var innifalinn í kaupinu.
Og nú mega þær ekki fljúga vegna of margra kílóa.
Enda löngu hættar að brosa.
Mikið djöfulli er lífið óréttlátt.
Dem, dem, dem!
P.s. Sungið við lagið "Fly on the wings of love"
Úhúje!
P.s Fyrirgefið en sú staðreynd að konur eru farnar að missa vinnuna vegna holdafars er svo geðveik að ég get ekki gert neitt annað en að gera grín að ruglinu, nú eða þá henda mér í vegg.
Of feitar til að fljúga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 6. júní 2008
Stórhneykslaðir bloggarar
Nú gengur mótmælahrina yfir Evrópu. Bílstjórar mótmæla hækkun á eldsneytisverði með ýmsum hætti. Eins og t.d. með að gera það sama og okkar bílstjórar gerðu. Þeir hljóta stuðning almennings, enda vita flestir í Evrópu að við erum öll á sama báti.
Þannig að Sturla og co. voru fyrstir. Fólk má eiga það sem það á.
Ég fölnaði í baráttunni þegar farið var að tala um að það ætti að laga til fyrst heima og svo hjálpa í útlöndum. Sama kjaftæðið og í Magnúsi Þór og ég gef ekki einseyring fyrir svona bull.
En það breytir ekki því að ég skil málstaðinn, eldsneytisverð er stór biti í heimilisútgjöldunum. Hvað þá hjá atvinnubílstjórum.
Nóg um það, en tilefni þessarar færslu eru blogg sem ég hef verið að lesa í dag.
Fólk er svo stórhneykslað á því að Sturla ætli að stofna stjórnmála afl/flokk.
Sko, ef þið vitið það ekki gott fólk þá segi ég ykkur að við búum í lýðræðisþjóðfélagi og það er andskotann ekkert að því að fólk sem finnst það ekki eiga málsvara í þeim flokkum sem fyrir eru, stofni nýja. Það er bara heilbrigt lýðræði og ekkert að því.
Ég myndi aldrei kjósa Sturla og co. en ég virði svo sannarlega rétt annarra til að gera það.
Annars vona ég að þeir muni ekki hafa útlendingaandúð á stefnuskránni, vel falda undir búllsjitti með fyrirvörum.
Einn svoleiðis flokkur er nóg. Mikið meira en nóg.
Súmí.
Vörubílstjórar á Spáni mótmæla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fimmtudagur, 29. maí 2008
Litla húsið í fjallinu
Alltaf þegar ég keyri fram hjá Ingólfsfjalli verður mér starsýnt á litla sumarhúsið sem stendur innan um alla grjóthnullungana. Það eru sennilega fleiri en ég sem hafa hugsað með sér að þetta sé bilaður staður fyrir sumarhús. Við veginn, við fjallsræturnar á milli grjóthnullunga í fjallinu. En þetta er rosalega krúttlegt hús og sænsk vinkona mín heimtaði að stoppa einu sinni þegar við keyrðum þarna um, til að festa fyrirbærið á filmu.
Bústaðurinn slapp í dag. Er það ekki klikkað?
Og er það ekki enn klikkaðra að ég skuli hafa verið við það að leggja af stað í Þrastarlund til að fá mér kaffi, þegar sá stóri reið yfir? Það er ekki eins og ég sé flengjandi mér austur fyrir fjall, svona almennt og yfirleitt.
En ég fór ekki fet.
Það er auðvitað þvílíkt lán og lukka að enginn skyldi slasast alvarlega í þessum skjálfta sem reið yfir. Hreinlega ótrúlegt.
Vildi ég búa fyrir austan fjall?
Nebb, ég held ég láti það meira að segja eiga sig að kíkja í heimsókn á næstunni.
Svo sendi ég baráttukveðjur til þessa fólks á suðurlandi sem enn og aftur hefur lent í bálillri móður náttúru.
Guði sé lof fyrir að líkurnar á stórum eftirskjálfta hafa minnkað töluvert.
Þessi dagur verður í minnum hafður.
Fimmtudagur, 29. maí 2008
Skjálfti-Uppfærsla
Nýjar fréttir af nýjum sjálfta. Símarnir dottnir út hjá mér. Nýji sjálftinn 6,1-6,7 á Richter. Búið að loka Ölfusárbrú.
Nýr fréttatími er á leiðinni á RÚV.
Jösses.
Vá, það var jarðskjálfti við Selfoss fyrir einhverjum mínútum. 3,2 á Richter!
Og hegðun hafsins við Færeyjar er eitthvað undarlegt.
Nú fer ég á taugum.
Dem, ég sem ætlaði að fara í Þrastarlund og fá mér kaffi í góða veðrinu.
Dem, dem, dem.
Eruð þið ekki jarðskjálftahrædd?
Jarðskjálfti við Ingólfsfjall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 29. maí 2008
Gjörningaveður
Gjörningar eða "happenings" er skemmtilegt listform. Ég hef aldrei séð þann gjörning sem ekki hefur hreyft við mér á einhvern hátt. List í augnabliksins hugnast mér vel.
Og nú ætla atvinnubílstjórar að vera með gjörning niðri við Alþingishús. Reyndar er gjörningurinn fyrirfram leikstýrður og allt það, en gjörningur er það samt.
Það er húmor í þessu og skýr skilaboð líka til ráðamanna. Jóhanna fær rósir, hinir líkkistur. Ég hefði nú persónulega haft öskuker vegna ummáls líkkistnanna, en ég stend ekki fyrir þessu.
Jóhanna á allar rósir heimsins skilið, þó ekki væri fyrir annað en hversu sönn hún er og samkvæm sjálfri sér.
En..
það er galli á gjöf Njarðar, hvað mig varðar, þegar bílstjórarnir eru annars vegar.
Ég stóð með þeim alveg þangað til þeir fóru að kalla fram í á Alþingi og heimta forgang fram yfir fólk í neyð úti í heimi.
Akraneshugmyndafræði Frjálslynda flokksins er engum til framdráttar og þeim og öllum sem hana stunda til vansa. Ég er að pirringsjafna hérna svo ég held mig á lýsingaorðamottunni.
Auðvitað mæti ég ekki í jarðaförina, en ég óska þeim góðs töffurunum á trukkunum.
En þeir settu niður sína næstsíðustu kartöflu í mínum garði með því að heimta forgang yfir fólk í sárri neyð.
Lélegur stíll.
Fyrst og fremst táknræn athöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 26. maí 2008
60% elska ákveðinn mann í Borg Firringarinnar
Borgarstjórinn í Reykjavík er krútt.
Ég er hætt að fokkast í honum, nema að hann fari að haga sér eitthvað rosalega skynsamlega.
En..
Tæplega 60% borgarbúa er á móti flutningi á flugvellinum í Vatnsmýrinni.
En Ólafur F. veit að þessi 60% voru eiginlega ekki að svara því beint.
Nei, nei, nei, þeir voru undir rós að svara því að þeir styddu Ólaf.
Þessi skoðanakönnun í gær þar sem Ólafur F. er studdur upp á liðlega 2% er þar með fokin út af borðinu.
Um 60% Reykvíkinga styðja nefnilega borgarstjórann í Reykjavík.
Jájá, það má lengi lesa svo rétt verði.
Úje
Borgarstjórinn fagnar niðurstöðu skoðanakönnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 26. maí 2008
Þvagmissir á opinberum vettvangi
Það eru 40 ár síðan hægri umferð var komið á á Íslandi. Og hvað með það? Það er ekki eins og lífið hafi aldrei orðið samt aftur.
En það varðar mig að því leyti að á þessum degi pissaði ég niðrúr í votta viðurvist. Ég valdi auðvitað merkisdag til verksins. Ef þú þarft að ganga í gegnum vanræðalega hluti, reyndu að velja rauðan dag í almanakinu til að gera upplifunina ódauðlega.
Ég var gelgja á þessum tímamótum og ég man þennan dag í smáatriðum. Ekki af því að við beygðum til hægri, ekki út af "Fríðu litlu lipurtá", heldur vegna ofangreinds þvagláts.
Ég var að þvælast í bænum á þessum tímamótum og ég man að hópurinn sem ég hékk með var í stöðugu hláturskasti yfir einhverju. Flokkur af gelgjum af báðum kynjum eru umhverfismengun bresti hann út í hláturskasti. Við vorum faraldur.
Og við hlógum. Við vorum staðsett í strætóskýli á Hverfisgötunni. Auðvitað staðsett vitlausu megin, samkvæmt nýjum umferðarreglum. En okkur var sama. Við vorum að hlægja að eigin fimmaurum, að lífinu, af því að vera til og öllu því sem gelgjur á hormónafylleríi hlægja að.
Ég var uppstríluð. Í hvítum kjól og rauðri rúskinnskápu, sem kemur þessu máli algjörlega við.
Því ég hló svo mikið að ég pissaði niður þar sem ég stóð og ég gat ekki hætt að hlæja. Flokkurinn sem fylgdi mér trylltist úr hlátri.
Og kápan litaði sparikjólinn rauðan. Ég roðnaði hins vegar ekki. Gat það ekki fyrir hlátrinum sem var að kæfa mig.
En merkilegt nokk þá man ég alls ekki hvað kætti mig svona. Enda hefur það vísast ekki verið merkilegt.
Það er hægt að halda upp á merkisdaga eins og þann hægri (sem er ekkert annað en dulinn áróður frá íhaldinu) á margvíslegan hátt.
Það er hægt að gera hann ódauðlegan í minningunni með því t.d. að pissa á sig.
Allir dansa Jenka!
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 20. maí 2008
Af átakasvæðinu
Það verður ekki á vígvöllinn logið. Ég sver það, það er ekki búandi hér í Breiðholtinu. Hverjum dettur eiginlega í hug að byggja upp í sveit? Ók, átakasvæðið er ekki sveit en þegar Breiðholtið var byggt var það svo sannarlega ekki miðsvæðis.
Og ég endaði hér. Enginn veit sína æfina. Sjálfur vestur- og miðbæingurinn þurfti að éta ofan í sig hástemmdar yfirlýsingar um að fara ekki lengra "út úr" bænum en sem næmi Rauðarárstíg, ef hjá því væri komist, fór gott lengra en það, alla leið upp í Seljahverfi og það er allt helvítis Laugaveginum að kenna, vegna næturóeirða fyrir neðan gluggann minn um árabil.
En mér er ekki svo leitt sem ég læt. Það keyrði enginn bíll á minn húsvegg. Það ældi enginn á tröppurnar og það reyndi enginn að beita mig ofbeldi í nótt. Þá vitið þið það.
Vitið þið að Seljahverfið er eitt grænasta svæði borgarinnar? Hér er sumarið að koma, allt að grænka og fyrir utan eldhúsgluggann minn stendur fallegast tré í heimi og laufgast svo hratt að ég get nærri því sé það gróa. Nei, ég er ekki á sýru.
En hvað um það, mig langar aftur á heimaslóðir. Það býr svo lengi að fyrstu gerð. Ég er með heimþrá í vesturbæinn og miðbæinn. Frumburður býr í vestur, sú yngsta í miðbæ.
Ég upplifi mig eins og í sveitadvöl. Eða það held ég, var aldrei send í sveit og ég þakka mínum sæla fyrir það. Hrædd við kindur og allt.
En ég vildi sum sé tilkynna ykkur að það var ekki keyrt á minn húsvegg hér í Breiðholtinu í nótt. Einhver annar hlaut það hnoss.
Yfir og út frá átakasvæðinu.
Ók á hús í Breiðholti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 15. maí 2008
Með eða á móti?
Er hægt að komast nær lýðræði en með þjóðaratkvæðagreiðslu?
Er betri leið til að fá fram niðurstöðu um meirihluta, með eða á móti málefni?
Ég held ekki.
Þar er stórundarlegt þykir mér að Björn Bjarnason skuli vera á móti því að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sem gera myndu kleift að sækja um aðild að Evrópusambandinu.
Ég veit ekkert hvort ég er með eða á móti. Það þarf að kynna málið almennilega áður en ég treysti mér til að taka afstöðu og svo er um marga.
Merkilegt hvað stundum er mikil andstaða við lýðræðislega gjörninga hjá stjórnmálamönnum.
Nú hefur komið í ljós í skoðanakönnunum að meirihluti Íslendinga vill sækja um inngöngu í ESB.
Og á þá ekki að kýla á það eftir að fólk hefur fengið tækifæri til að skoða hug sinn?
Ég blóta hressilega (blót, blót, blót), vegna þess að mér finnst hálf fasistalegt að vera á móti þjóðaratkvæðagreiðslu í mikilvægum málum.
Frusssssssss
Á móti þjóðaratkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr