Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Komin í ullarpeysu og blogga um ESB

Ég sá mjög góðan þátt á R.Ú.V. í gærkvöldi um galla og kosti þess að ganga í Evrópusambandið.

Fyrir mér var hann algjör opinberun.

Allt sem ég hef heyrt um ESB hefur nefnilega hingað til verið í fyrirsagnastíl og með fjórföldu upphrópunarmerki. 

Með eða á móti, allt eftir því á hvaða væng hrópandinn hefur skipað sér.

Þarna var fjallað um málin á hlutlausan hátt.

Auðvitað munum við Íslendingar þurfa að leggja af mörkum ef af verður að við göngum inn.

Ég er orðin svo hundleið á því viðhorfi sem er landlægt hér á landi að þegar það hentar okkur þá erum við BARA þrjúhundraðþúsund saklaus krútt sem eiga að fá allt fyrir ekki neitt. 

Alveg: Heimurinn má þakka fyrir að fá að vera í samkiptum við okkur.

Og þegar það hentar okkur erum við ótrúlega hipp, kúl, frábær og æðisleg þrátt fyrir að vera BARA þrjúhundraðþúsund krúttlegir Einsteinar sem vitum allt best, kunnum og getum allt betur en aðrar þjóðir.

Við erum venjulegt fólk, venjuleg þjóð.  Muna það.

Svo er annað mál hvort okkur er betur borgið í Evrópusambandinu.

Þessi sem hér hamast á lyklaborði bíður spennt eftir viðræðum og að fá tækifæri til að komast að því hvað kemur upp úr skjalatöskum þeirra sem um samningana sjá.

Úje og vitið þið hvað?

Sumar, humar, ég er komin í ullarpeysu.

Þátturinn.


mbl.is Össur: Ísland hefur margt að bjóða ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ésús á markaði

Það sagði einhver við mig um daginn að við ættum skilið allt það sem yfir okkur hefði dunið.

Mér fannst það fráleitt, líka þegar sá sami einhver sagði að við værum uppfull af þrælsótta og elskuðum vöndinn.

Svei mér þá ef þetta er ekki naglinn á höfuðið.

Ég hefði verið til í að skora á Davíð að njóta nú löngu tímabærs leyfis.

Og ég meina það í fullri alvöru.

Ésús minn á markaði.


mbl.is Skorað á Davíð á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tabúla rasa

Þeir stóðu sig vel strákarnir á Skjá 1.

Samtantektin um Icesave var góð og löngu tímabært að einhver klippti þetta út í pappa, fyrir mig að minnsta kosti.

Og svo kom Davíð Oddsson.

Ég vil aldrei verða ellilífeyrisþegi ef það innber algjöra veruleikafirringu.  Datt bara í hug að ég vildi nefna það svona í förbifarten.Whistling

Og þá aftur að Davíð Oddsyni - það er fljótlega afgreitt.

Þetta er ekki honum að kenna.

En öllum öðrum reyndar.

Svo eru allir heilaþvegnir í þokkabót.

Skamm allir þér heilaþvegnu hálfvitar. 

Hvað sem fólki finnst um Icesave og ég reikna með að öllum finnist það mál allt saman skítt og glatað en leiðirnar til lausnar eru það sem okkur greinir á um, þá varð ég nærri því sorgmædd þegar ég horfði á Bjarna Ben og Sigmund Davíð á vinstri vængnum (við borðið sko) sitja eins og menntaskóladrengi uppfulla af réttlátri reiði yfir veseninu sem Steingrímur J. er búinn að koma þessari þjóð í.

Væri alveg þræl sannfærandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að Steingrímur J. bjó ekki til Icesave og er að reyna að greiða úr vandanum.  Það er örugglega hægt að gera betur en spurningin er hvað.

Enginn virðist geta komið með konkret uppástungu.

Ó, gleymdi, láta Bretana höfða mál í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Það veldur mér allt að því líkamlegum óþægindum að horfa á menn eins og BB og SDG láta eins og flokkarnir þeirra eigi sér enga sögu.

Að þeir hafi sjálfur stokkið inn í stjórnmál sem óskrifað blað. 

Tabúla rasa.

En Skjár 1 rokkar.


mbl.is Engin ríkisábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tussulegt slökkviliðsgabb

Stundum eltir fortíðin mann uppi og minnir óþyrmilega á sig þegar síst skyldi.

Að gabba slökkviliðið er illa til fundið segi ég og tala af reynslu.

Gerði það þegar ég var þrettán ásamt vinkonum mínum en við vorum í trylltu gelgjukasti og fannst það ekki vitlaus hugmynd að senda menn með slöngur til ákveðinnar vinkonu í borginni.

Tókum sérstaklega fram í símanum að eldhúsið logaði í kjallaranum og mæltumst til að slöngurnar yrðu látnar vaða umbúðalaust inn um gluggann.

Einhverra hluta vegna fannst okkur tilhugsunin brjálæðislega fyndin.

Sáum fyrir okkur mömmu vinkonunnar steikja kjötbúðing eða eitthvað við eldavélina þegar þrýstislöngu yrði dúndrað á eiturbrasið, algjörlega án fyrirvara.

Gamanið kárnaði þegar búið var að rekja símtalið.

Við náðumst og vorum sendar til lögreglumanns í Borgartúni og svo hrædd var ég að ég fór að hágrenja.

Síðan hef ég verið hrædd við slökkviliðið.

En að öðru og merkilegra máli.

Nefnilega nýjum notkunarmöguleikum á klobbum.

Ég meina píkum.

Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að píkur hefðu þann tilgang að vera æxlunarfæri upp á gott og vont.

Sko gott fyrst og ferlega vont sirka níu mánuðum síðar.

Nei, nei, ekki rétt hjá mér sko.

Þú getur notað á þér píkuna til að lyfta lóðum.

Er það ekki frábært.

Nota það sem guð gaf segi ég og mæta með pjölluna á lyftingamót.

Kona í Rússlandi lyfti fjórtán kílóum með píkunni.

Vá hvað hún hlýtur að hafa verið tussuleg eftir æfingabúðirnar.

Fyrirgefið, ég er ekkert ofsalega upptekin af píkum, þær eru bara þarna og eigendum auðvitað frjálst að stunda bæði íþróttir og annað aktivítet ef svo hentar.

Svo ég nú ekki tali um alls kyns praktíska notkunarmöguleika sem "opnast" með þessari nýjung.

Það má til dæmis nota píkuna til að bera með bónuspoka.

Jájá, við skulum ekkert fara neitt nánar út í að láta hugann reika, ekki svona opinberlega að minnsta kosti.

En stundum getur maður ekki orða bundist.

Hvað næst?

Nei, ég ætla ekki að segja það upphátt einu sinni.

 


mbl.is Slökkviliðið gabbað á vettvang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sárt en svona er lífið

Snorri Ásmundsson hefur aldrei hitt Karl Berndsen.

Ekki ég heldur.

Ég veit það Snorri, það er sárt en svona er lífið.

Líf án náinna samskipta við Karl Berndsen er gleðisnautt og vart þess virði að lifa.

Döh..

Mér fannst þessi fyrirsögn svo skáldleg að ég varð að grípa hana á lofti.

En segið mér..

"who the fuck" is Karl Berndsen?

Hmprf....


mbl.is „Aldrei hitt Karl Berndsen“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjófar og ribbaldar

Seðlabankastjóri segir að lausn bankakreppunnar sé aðallega spursmál um aðgang fyrirtækja og heimila að lánsfé.

Nú legg ég til að Seðlabankastjóri og ríkisstjórnin setji sig í samband við Kaupþingsmógúlana, eins og t.d. Kristján Ara, Helga Sigurðsson, yfirlöffa Kaupþings (þar til í síðustu viku nánar til tekið) og alla hina strákana á listanum úr lánabókinni, og fái ráðleggingar hjá þeim hvernig maður býr sér til peninga algjörlega fyrirhafnarlaust.

Ekki má gleyma höfuðpaurunum Sigurði Einarssyni og Hreiðari Má.

Sko, Kaupþingsstrákarnir fengu borgaðan arð af hlutabréfum sem þeir höfðu aldrei greitt fyrir!

Undarlegt?

Fyrir venjulegt fólk já, en hjá bankamógúlunum, algjörlega eðlilegt og löglega, viðurstyggilega siðlaust.

Í DV dagsins stendur orðrétt:

"Nokkrir af þeim lykilstarfsmönnum Kaupþings, sem fengu lán í bankanum til að kaupa hlutabréf í honum fengu greiddan arð upp á meira en milljarð króna á síðustu tveimur árum án þess að hafa greitt nokkru sinni fyrir bréfin.  17 af þeim 22 sem DV greindi frá í síðustu viku að hefðu fengið lán frá bankanum til að kaupa hlutabréf í honum fengu samtals rúmar 1.2 milljarða í arðgreiðslur."

Ég skil reiði fólks.

Ég skil hins vegar ekki þessa peningahugmyndafræði.

Ég skil ekki hvernig þetta fólk getur sofið á nóttunni og horft framan í samlanda sína.

Ég legg til að fólk kaupi sér DV og lesi umfjöllunina úr lánabók Kaupþings.

Siðleysi?

Nebb, ekki nægilega sterkt orð yfir gjörninga þessa sjálftökuliðs.

Þjófar og ribbaldar er betur við hæfi.

P.s. Svo held ég að viðskiptaráðherra ætti að leita í smiðju annarra lögfræðinga en Helga Guðmundssonar, sem á allra hagsmuna að gæta, um hvort það sé löglegt að fella niður sjálfskuldaábyrgð þessa fólks.

Dálítið sjúkt að fá álit einmitt þessa lögfræðings er það ekki?

ARG.


mbl.is Aðgangur að lánsfé lausnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki sumarfrí á miðri fokkings vertíð - ha?

Ég er nýbúin að blogga sjálfshjálparbækur sundur og saman í háði og varla búin að slökkva á lyklaborði þegar ég þarf algjörlega á einni svoleiðis að halda.

Halló, mér líður eins og barni sem snuðið hefur verið rifið af.

Eins og alka sem hefur brotið brennivínsflöskuna.

Eins og útrásarvíkingi sem búið er að rífa þotuna og snekkjuna af.

Hvar er Kastljós?

Það er ekkert Kastljós í kvöld og þulan lætur bara eins og það sé ekkert athugavert við það.

(Er ekki til einhver bók sem hjálpar mér að lifa af hérna?)

Hvernig á ég að vita hvað mér finnst?

Hvar á ég að fá upplýsingar til að mynda mér skoðanir?

Halló RÚV það er kreppa, allir ljúgandi, svíkjandi og prettandi, landið á hausnum og plottin í fullum gangi út um allt.

Maður fer ekki í sumarfrí á miðri fokkings vertíð.

Síldin saltar sig ekki sjálf það er nokkuð ljóst.

Silfrið er í fríi.

Núna Kastljós sýnist mér.

Og ekkert eftir nema andskotans Familie Journal á Stöð 2.

Glætan að ég leggist svo lágt að fara að fylgjast með því.

ARG og bavíanar.


mbl.is Sjálfshjálp gerir illt verra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð hvað og leitin að g-blettinum heldur áfram

 

85051997

Ég gat ekki annað en skellt upp úr þegar ég sá að gasprið í Davíð var mest lesna fréttin á Mogganum og fyrsta frétt í kvöld á báðum sjónvarpsstöðvum (ókei, rétt skal vera rétt, hún var númer tvö á RÚV).

Merkilegt svona miðað við allt sem maðurinn hefur látið út úr sér frá hruni, (margt af því hefur ekki haldið vatni) að fólk rifni á samskeytunum ef konungurinn hefur skoðun.

En..

En ég hef ekki stórar áhyggjur af Davíð.

Það er hægt að sitja og rífa sig, benda hingað og þangað og gefa sig út á frímerki, það breytir ekki staðreyndum.

gblettur

Reyndar hef ég meiri áhyggjur af öllum sjálfshjálparbókagenginu sem fær nú rannsóknir í andlitið á sér sem segja að þessi rit geti virkað þveröfugt.

Ég þoli ekki sjálfshjálparbækur.

Við reynum aftur:

Ég hata sjálfshjálparbækur (súmítúðefokkingbón).

Það er svo mikil uppgjöf falin í að sitja og lesa um hvernig maður á að lifa lífinu.

Hvernig maður verður elskuverður.

Nú eða fullur sjálfstrausts.

Eða hvernig maður nær sér í mann.

Fær betri vinnu og glás af peningum.

Bækurnar sem eiga opna fyrir unaðssemdir kynlífsins þar sem meðfylgjandi er kort sem leiðir þig að g-blettinum.

Ég átti tímabil þar sem ég var dálítið höll undir svona bókmenntir.

Það er skemmst frá því að segja að þær voru með leiðinlegri lesningu sem ég hef komist í.

Svo ég tali ekki um megrunarbókmenntirnar.

Nei, má ég þá heldur biðja um almenna skynsemi.

Sem mig reyndar vantaði í kvöld þegar ég fékk mér súkkulaði.

Algjörlega óábyrgur sykursjúklingur.

En hafið þið smakkað 75% súkkulaði frá Ekvador með þurrkuðu chillí?

Ekki, núnú, þá hafið þið ekki lifað lífinu.

Best að það komi fram varðandi g-blettinn, ég er enn að leita.

Og svo er ég farin að sofa addna villingarnir ykkar.

Ésús minn á galeiðunni.


mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atli Húnakonungur í jakkafötum

 atli

Bankahrunið hefur heldur betur sest að í heilanum á mér.

Sum nöfn, t.d. eru órjúfanlega tengd vissu fólki sem stóran þátt hefur átt í ósköpunum.

Ég vona samt að það sé vegna þreytu minnar eftir að hafa verið með tvö ákaflega skemmtileg börn í gistingu (sem vakna í bítið, svo það sé á hreinu) sem gerir það að verkum að ég geng ekki á öllum.

Þegar ég settist niður til að lesa Moggann og sá þessa fyrirsögn sem hér má lesa í viðtengdri frétt, sá ég samstundis Birnu bankastjóra í Glitni (ó excuse moi, Íslandsbanka), fyrir mér.

Alveg: Vá, hvaða della er þetta, hún tók kúlulán sem hvarf og svona en hún bítur varla fólk ha?

En samt varð ég að tékka.

Það er hægt að ljúga öllu að manni nú orðið, enda raunveruleikinn lygasögu líkastur.

Svo var ég líka að hugsa um annað.

Á milli nútíma ribbaldana, eins og þessara sem tóku íslenskt efnahagslíf í görnina og stuðluðu að mestu niðurlægingu og hörmum Íslandssögunnar annars vegar, og hins vegar gömlu ribbaldana sem fóru fram með hernaði, eru klár tengsl.

Nútíma ribbaldar eru klæddir í Armani jakkaföt.

Setjið Atla Húnakonung og Gjengis Kan í Armani í huganum, sami grautur, sama skál.

Ókei, glæpirnir eru öðruvísi en innvolsið er samt af sama meiði.

Atli og Gjengis notuðu vopn, okkar víkingar notuðu tölvur.

Afleiðingar í báðum tilfellum: Sviðin jörð.

Græðgi í völd og peninga var drifkraftur þessara manna.

Og talandi um bankahrun, græðgi að viðbættri ótrúlegri forstokkun sem jaðrar við mikilmennskubrjálæði.

Hannes Smára sem áfrýjaði til Hæstaréttar húsleitinni á heimilum sínum. 

Og núna harmaminning þessa manns hér.

Hélt einhver að þessir menn skömmuðust sín fyrir hlut sinn í falli Íslands?

Okei, þið sem það gerðuð skuluð hugsa málið upp á nýtt.

Ég "on the other hand" er farin í hugleiðslu og bænaköll.

Svo verðið þið að sjá skopmyndina af Steingrími og stjórnarandstöðu í Fréttablaðinu og í leiðinni frábæran leiðara Páls Baldvins á sömu síðu.

Hvorutveggja brilljant.

Reyndi að hlaða inn en gat ekki.

Úje.


mbl.is Birna beit skokkara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr lánabók Kaupþings í DV í dag

 kúlulán kristjáns

Um daginn gerðist ég áskrifandi að DV.

Hefði aldrei trúað að sá dagur ætti eftir að renna upp enda var blaðið á vafasömum slóðum um tíma.

En nú orðið finnst mér þeir standa sig afskaplega vel.

Í blaði dagsins er fyrsta umfjöllun af mörgum úr lánabók Kaupþings 2006.

Kristján Arason og frú eru í umfjöllun dagsins.

Lán Kristjáns (niðurfellt) var upp á litlar 893 milljónir króna.

Ásamt með þáverandi yfirlögfræðingi bankans Helga Sigurðssyni sem gaf stjórninni grænt ljós á að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna út af lánveitingunum.

Helgi Sigurðsson, sem sjálfur segist ekki gefa upp neitt um eigin fjármál, telur þau einkamál, skuldaði sjálfur um 450 milljónir króna samkvæmt lánabókinni.

Ég veit ekki með ykkur en ég er algjörlega yfir mig gáttuð á þessu framferði peningagræðgismannanna.

Og er það ekki sjúkt að varaformaður Sjálfstæðisflokksins skuli nú fara fram með hrópum og köllum gagnvart ríkisstjórn landsins sem þarf að þrífa upp eftir hana og eiginmanninn og aðra græðgifursta í Kaupþingi?

Á næstu dögum mun DV birta frekari upplýsingar úr lánabókinni.

Það kemur líka fram að með þessu kann blaðið (ritstjórnin) að baka sér refsiábyrgð vegna brots á bankaleynd (þið munið Egil Helgason sem á yfir höfði sér kæru fyrir sama brot).

En okkur almenningi kemur við hvers vegna svona er komið fyrir okkur.

Takk DV fyrir að leiða okkur í sannleikann um þessi mál.

Áhugi á að ljóstra upp sannleikanum um athæfi bankavíkinganna hefur verið í sögulegu lágmarki.

Urrrrrr


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband