Færsluflokkur: Fjölmiðlar
Fimmtudagur, 27. ágúst 2009
Sigmundarmálið ekki Sigmundarmál þegar upp er staðið?
Ég vona að þessi óheppilega uppákoma varðandi Sigmund Erni fái nú skjóta greftrun.
Nóg komið.
En af því að allt hefur logað vegna málsins og allir haft á því skoðun, ég líka og þær fleiri en eina, þá er best að taka það fram að ég er búin að sjá enn einn vinkil á málinu.
Sigmundarmálið hefur nefnilega mest lítið með Sigmund sjálfan að gera svona eftir á að hyggja.
Það er vont og skammarlegt að mæta fullur í vinnuna.
Það er þó hægt að bæta skaðann með því að láta það ekki gerast aftur og gera svo hreint fyrir sínum dyrum.
Það sem upp úr stendur í þessu Sigmundarmáli er því ekki Sigmundur sjálfur heldur vinnufélagarnir.
Sem kölluðu frammí fimmtíuogátta sinnum, sagt og skrifað á meðan þingmaðurinn hélt ræðuna sína.
Svo hlógu þessir mannvinir að ástandi þingmannsins og drógu hann sundur og saman í háði.
Og í staðinn fyrir að láta þar staðar numið fóru þessir fordómalausu og alltumvefjandi vinnufélagar í andsvör út í það endalausa.
Til að fá þingmanninn til að gera sig að enn meiri kjána.
Ég hef unnið á mörgum vinnustöðum í gegnum tíðina.
Ég man aldrei eftir svona óþverraskap varðandi samstarfsfólk sem missteig sig á einhvern máta.
Varaþingforsetinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir fer svo með málið inn á forsetanefndarfund og tíundar þá ætlun sína í Mogganum.
Ekki koma og halda því fram að ég sé meðvirk með SER.
Það er ekki þannig.
Get alveg viðurkennt það sjónarmið sem rökrétt að fyllerí í vinnunni kalli á afsögn.
En Alþingi Íslendinga er ekki staður sem ég vildi vinna á ætti ég í erfiðleikum.
Nebb, þá vildi ég heldur vinna í ormagryfju hálfvitahrepps.
Sigmundur Ernir baðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
Miðvikudagur, 26. ágúst 2009
Heimurinn vs þeir!
Ég hef aldrei skrifað eitt orð um Lýð Guðmundsson og skrifa ávallt undir nafni þannig að ég tek ekki til mín rausið í manninum í Kastljósinu í kvöld.
Bloggheimar eru ömurlegir - búhú, fjölmiðlar líka - búhú - skilanefndirnar vilja koma fyrirtækinu í þrot - búhúhúhú.
Rosalega er heimurinn vondur við Existu. Þetta er lögreglumál.
Ég get ekki tekið fleiri svona viðtölum eins og við Lýð í kvöld og svo við Hreiðar Má fyrr í vikunni geðheilsu minnar vegna.
Það hreinlega drepur í mér trúna á manneskjuna að horfa á þessa menn kenna öðrum um eigið klúður.
Þeir koma í Armanigallanum í sjónvarpið og eru með friggings attitjúd. Fólk kann ekki að meta þá, enginn skilur að þeir hafa ekkert gert af sér.
Heimurinn vs þeir.
Þetta eru menn í svo litlum tengslum við íslenskan raunveruleika að ég efast um að þeir nái nokkurn tímann að sjá fyrir sér afleiðingarnar af öllu bankasukkinu.
En ég gat ekki annað en hlegið geðveikislega (spurning um það eða skella í mig arsenikki) þegar ég sá í fréttum í kvöld að stjórn Exista hafi verið endurkjörin og varamaður var sjálfkjörinn en hann er Róbert Tjengis.
Hver þarf leikhús eða bíómyndir?
Við lifum í ógeðslega súrrealísku leikriti sem ætlar engan enda að taka.
Robert Tjengis, eruð þið ekki að fokking kidda mig?
Eru ekki fleiri stórþjófar á lausu það sár vantar fólk um allt íslenska fjármálakerfið?
Garg.
Fengum langmesta höggið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 26. ágúst 2009
Nei, heyrðu mig nú!
Mér fannst endalausar spekúlasjónir um hvort Sigmundur Ernir hafi verið fullur eða ekki fullur hálf hallærislegar.
Og ég lét það í ljós eins og mín er von og vísa, alltaf rífandi kjaft.
En ég verð að éta þessa skoðun mína ofan í mig af því forsendur eru breyttar.
SE þvertekur fyrir að hafa smakkað áfengi á fimmtudeginum þegar Icesave-umræðan fór fram.
Nú hefur verið sagt til hans eins og var í raun borðleggjandi að myndi gerast af því maðurinn er þingmaður og ekki einkamál hans hvað hann gerir í vinnunni.
Það er tvennt sem ég sé aðfinnsluvert.
Í fyrsta að hann skuli segja ósatt. Við erum breyskar manneskjur, líka á Alþingi (sumir myndu segja að þar væri breyskleikastuðullinn hærri en á öðrum vinnustöðum).
Það er ekkert að því að játa á sig mistök og dómgreindarleysi og biðjast afsökunar. Málið væri þar með dautt.
En það sem er í öðru lagi og öllu alvarlega er sú staðreynd að þingmenn skuli vera í boði banka í sukkpartíum, mati og drykk og golfi eða hverju sem er.
Átti ekki að afleggja þennan ósið á nýja Íslandi?
Hvern fjandann er þingmaður að gera í boði MP-banka?
Og hvað er MP-banki að meina með vildarvinasukki á þessum krepputímum?
Sigmundur Ernir:
Segðu satt og láttu það ekki henda þig aftur að fara í partý í boði banka eða annarra fjármálastofnana.
Ekki fara í strætó einu sinni nema að borga það sjálfur.
Opna augun - svona dómgreindarbrestir eiga að heyra sögunni til.
Almenningur hefur nákvæmlega núll prósent tolerans fyrir svona athæfi.
Mánudagur, 24. ágúst 2009
Undrabarn Sjálfstæðisflokks og sá pelsklæddi úr Framsókn
Stundum ætti ég að hafa vit á að lesa ekki blöðin.
Lifa bara sæl í minni heimatilbúnu paradís þar sem ég tel mér trú um að manneskjan sé í eðli sínu alveg þokkalega dísent.
Bandaríkjamenn - þessir mannvinir sem hafa verið með nefið ofan í hvers manns koppi svo lengi sem menn muna voru að sleppa 16 ára ungling úr Guantánamóbúðunum.
Hann var 12 ára - já 12 ára þegar þeir lokuðu hann inni í þessum viðurstyggilegu fangabúðum sem gera öðrum alræmdum fangelsum víða um heim skömm til.
Árið 2002 settu þeir barnið í búðirnar af því að þeir grunuðu hann um að hafa sært tvo bandaríska hermenn og túlk þeirra með því að kasta handsprengju að bíl sem þeir voru í.
Dómaranum þóttu sönnunargögnin geng þessu blessuðu barni ekki dómtæk og lýsti þeirri skoðun sinni að málareksturinn gegn honum væri hneykslanlegur.
Hver ætlar að bæta drengnum upp þessa vist í helvíti s.l. 7 ár?
Það virðist vera allt í lagi að fara með "óvini" Bandaríkjanna eins og kvikfénað og heimurinn horfir framhjá því.
Ef hinn vestræni heimur sem telur sig svo þróaðan í mannréttindamálum hefði beitt þrýstingi strax og þessar fangabúðir voru opnaðar þá hefðu Kanarnir kannski hugsað sig um tvisvar áður en þeir fylltu búrin af fólki, vel flestu blásaklausu af öðru en því að vera af ákveðnu þjóðerni og trú.
Í staðinn þá gengur þessar þjóðir til liðs við hina guðs útvöldu og leyfðu þeim að lenda fangaflugvélum sínum að vild á flugvöllum sínum.
Eins og við Íslendingar sem erum (vorum?) að kafna úr undirlægjuhætti þegar Kaninn er annars vegar.
Svo fórum við í stríð með þeim líka en þjóðinni verður víst ekki kennt um það.
Þar voru undrabarn Sjálfstæðisflokksins og Selamaðurinn (með vísan í hans forljótu yfirhöfn)í aðalhlutverki.
Það gerir mig brjálaða að hugsa til þessarar meðferðar á 12 ára barni.
Ofan á allt hitt sem fyrrverandi stjórnvöld í BNA hafa á samviskunni.
Hefur engum dottið í hug að stefna USA fyrir mannréttindadómstólinn?
Búski og félagar eiga svo sannarlega jafn mikið erindi þar á sakmannabekk og þeir sumir sem þegar hafa vermt hann.
Unglingi sleppt úr Guantánamóbúðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 24. ágúst 2009
Má biðja yfirgrillmeistara frjálshyggjunnar að grjóthalda saman á sér þverrifunni?
Icesave, ég veit ekki hversu oft ég hef hamrað þetta orð á lyklaborðið. Svei mér ef ég þarf ekki að endurnýja stafina hjá mér.
Hér eftir mun ég breyta til og kalla þessa hugarafurð klikkhausanna í Landsbankanum Klakavörn (jafn mikið öfugmæli og hið enska nafn).
Get ekki meira.
En..
Að brandarakarlinum Hannesi H. Gissurarsyni.
Hann var í útvarpinu í morgun, þessi yfirgrillmeistari frjálshyggjunnar.
Ef eitthvað kæmi af viti frá þessum frjálshyggjufrömuði sem btw predikar um óhefta markaðshyggju og lágmarks afskipti ríkisins úr öruggu sæti opinbers starfsmanns, þá færi ég að verða alvarlega áhyggjufull.
Nú prédikar yfirgrillmeistarinn nýja speki.
Ef einhver á að biðjast afsökunar á einhverju þá er það Steingrímur J. og þeir sem gerðu Icesave-samningana.
Jabb, kveiktu endilega í húsi og gagnrýndu svo glataðar vinnuaðferðir slökkviliðsins.
Slökkviliðið er auðvitað aðal sökudólgurinn í þessu subbumáli öllu.
Hannes Hólmsteinn þú getur ráðið þig á Þorrablót og árshátíðir mín vegna með þín frábæru skemmtiatriði enda fer ég aldrei á svoleiðis samkomur.
En þar fyrir utan þá vil ég biðja þig kurteislega að grjóthalda saman á þér þverrifunni og skammast þín.
Takk fyrir kærlega.
Fylgst náið með framvindu Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Mánudagur, 24. ágúst 2009
Skoðið, njótið og uppskerið meltingartruflanir
Icesave er að nálgast endalokin er fyrirsögn viðtengdrar fréttar.
Ég er hins vegar á því að nú sé Icesave rétt að byrja. Við eigum eftir að borga óskapnaðinn.
Icesave, Kaupþing, Straumur og Glitnir eru minnisvarðar um skelfilegasta tímabil Íslandssögunnar á síðari tímum.
Ég er enn að velta fyrir mér hvernig þetta gat gerst? Hvernig stjórnvöld gátu látið þetta gerast því ég hef engar væntingar til fjárglæframannanna sjálfra, glæpamenn ganga eins langt og þeim er fært að komast.
Ég birti Kaupþings myndbandið í síðustu færslu. Þar gefa hugmyndasmiðir græðgivæðingarinnar áróðursmeisturum þúsundáraríkis Hitlers ekkert eftir í hugmyndaauðgi.
Svo sá ég myndbandið hér fyrir neðan á netinu (inni hjá Agli Helga) og nappaði því.
Vona að það fari sem víðast.
Það er greinilega hægt að múgsefja heila þjóð.
Nánast.
Ég lýsi mig reyndar saklausa af grægishegðuninni, gróðærið fór að mestu leyti fram hjá mér. Fyrir það er ég óendanlega þakklát.
Hef alveg nóg á samviskunni þó það bætist ekki við á mitt skrautlega syndaregistur.
En skoðið myndbandið.
Við megum ekki láta þessa andlegu vanheilsu ná tökum á þjóðinni aftur.
Guð á galeiðu, fjalli og bryggju segi ég bara.
Skoðið, njótið og uppskerið meltingartruflanir.
Nálgast endalokin í umræðum um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 23. ágúst 2009
Eins gott að vera bara fullur
Erill var uppstrílaður á djamminu á menningarnótt.
Sem verður að ómenningarnótt um miðnættið eins og allir vita.
Mér finnst reyndar dálítið kómískt og sorglegt hversu auðvelt það er að fylla bæinn á menningarnótt og Gay Pride og, og, og, en algjörlega vonlaust að draga kjaft út úr húsi til að mótmæla öllu því ranglæti sem við höfum verið beitt síðan allt hrundi.
Ég ætla ekkert að vera neikvæð, fólk má alveg hafa gaman.
Nema Erill sjálfur auðvitað enda á hann fyrir löngu að vera farinn í meðferð helvítið á honum.
En að öðru máli, eða myndbandi sem gengur nú ljósum logum um netheima og hefur með mögulegt "fyllerí" að gera en það er myndbandið af Sigmundi Erni Rúnarssyni í ræðustól Alþingis þarna á fimmtudagskvöldið þegar ríkisábyrgðin var rædd út í hörgul.
Sko, ég drekk ekki áfengi og er ekki í Samfylkingunni þannig að ég hef engra hagsmuna að gæta, en ef maðurinn var búinn að fá sér neðan í því og þurfti svo óforvarendis að fara í ræðustól, er það þá svona skelfilegt?
Auðvitað á fólk ekki að drekka í vinnunni en það er ekki eins og það hafi ekki gerst áður að menn séu slompaðir á þinginu.
Og á fundum í borginni og svona.
Frusssssssssssssssssssssss
Við nefnum engin nöfn.
En í alvöru þá hef ég lúmskt gaman af sumum bloggurum sem ná ekki upp í nefið á sér af hneykslun.
Hvað má þá segja um allt þetta lið sem er EDRÚ í ræðustól þessa dagana, röflar út í eitt og talar fyrir þingtíðindi af því það heldur að það sé að skrifa sig inn í Íslandsöguna með kjaftæðinu í sér?
Svei mér þá það kæmi betur út fyrir þetta lið að vera á felgunni.
Til að geta sagt seinna: Úps, rosalega er ég þvælinn og leiðinlegur (þingmaður sko) með víni.
Eins gott að ég var bara fullur.
100 þúsund í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 23. ágúst 2009
Urrdanbíttann!
Æi, ég veit það ekki, er orðin svolítið leið á þessu málningarfári.
Ég held nefnilega að stór hluti fólks, sem er annt um hluti og hús fái samúð með útrásardólgunum.
Það vil ég síst sjá gerast.
Kannski er þetta orðið gott.
Ég bíð hins vegar eftir frystingu eigna.
Hvar í heiminum sem þær eru faldar.
Eins og t.d. allir Icesavepeningarnir.
Urrrrrrrrrdanbíttann!
Málningu úðað yfir bíl Björgólfs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 21. ágúst 2009
Símaskellir só sorrí
Það er óþolandi bögg þegar fjölmiðlar eru að draga upp yfirvofandi bónusgreiðslur hjá græðgifurstunum í bönkunum.
Núna hjá Straumi-Burðaráss.
Ekki vinnufriður fyrir þessum snuðrandi fréttamönnum. Frusssssssssssssss!
Enda skellti Óttar Pálsson, forstjóri, símanum á fréttamann Stöðvar 2 (frekar en RÚV) þegar hann spurði hann út í viðkomandi kaupauka sem starfsmenn bankans eiga að fá við að bjarga því sem bjargað verður úr rústum bankans.
Helvítis ófriður hefur maðurinn hugsað, veit fólk ekkert um ábyrgðina sem við bankamenn berum við að tapa peningum og þurfa svo að leggja nótt við dag við að ná einhverju til baka.
Kannski hugsaði hann ekki neitt.
En eftir að uppvíst varð um bónusana þá hefur þessi Símaskellir ákveðið að sjóða saman afsökunargrein í Moggann.
Til að friða liðið offkors.
Dugir það?
Nei, að sjálfsögðu ekki.
Skilaðu því sem þú hefur rakað inn á græðginni kallinn.
Og þá erum við að tala saman.
Þessar spillingarfréttir eru alveg að trufla í mér geðheilsuna.
Tilhugsunin um þessa óþverra alla saman fá mig til að langa í slátur, svei mér þá.
Slátur er svona jafnógeðfelldasti matur sem ég get hugsað mér.
Gæti verið ráð að gúffa því í sig til að fá um eitthvað annað að hugsa.
Svona til að fá eitthvað áþreifanlegra til að kúgast yfir til tilbreytingar.
Urr....
Biðst afsökunar fyrir Straum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 08:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 20. ágúst 2009
Gleðifréttir
Ég fagna því heilshugar að mál blaðamannsins Bjarkar Eiðsdóttur, með stuðningi Blaðamannafélags Íslands og Birtings útgáfufélags, hafa verið kært til Mannréttindadómsstóls Evrópu í Strassborg.
Niðurstaða Hæstaréttar í meiðyrðamáli sem Geir Goldfinger höfðaði gegn blaðamanni og ritstjóra Vikunnar.
Það verður að ganga úr skugga um hvort verið sé að setja blaðamönnum skorður við umfjöllun af þessu tagi.
Það eru ákveðnir hlutir í karlasamfélaginu sem ekki má hrófla við, þá verður allt brjálað.
Þeir standa saman strákarnir.
Vígin skulu varin með öllum ráðum.
Vonandi tekur Mannréttindadómstóllinn ekki mjög langan tíma í afgreiðslu málsins.
Það þarf að berja á puttana á þessum körlum sem kunna ekki að skammast sín.
Einkum þeim sem hafa atvinnu sína af vafasömum viðskiptum með konum.
Er það ekki það sem súludans gengur út á?
Meiðyrðamáli vísað til Strassborgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr