Færsluflokkur: Fjölmiðlar
Þriðjudagur, 18. ágúst 2009
Stöð 2 hin íslenska gula pressa?
Ekki ætla ég að blogga um morðmál.
En ég tengi á fréttina vegna þess að mér er svo nóg boðið eftir að hafa horft á umfjöllun Stöðvar 2 um þetta sorglega mál að mér finnst að ég verði að blogga um það.
Fólk sem ég hef talað við á ekki orð.
Þarna fór skólasjónvarpið yfir öll mörk í auvirðilegri "fréttamennsku" með nærmyndum af blóði og viðtali við nágranna þess grunaða.
Sá lýsti í smáatriðum áverkum á þeim látna.
Hvað á þetta að þýða?
Eru þetta kjánar sem reka fréttastofu Stöðvar 2?
Er þeim ekkert heilagt?
Reyndar hafa fréttirnar hjá þeim dalað að því marki að hér á bæ eru þær kallaðar upphitunarfréttir.
Ergó: Yfirborðskennd umfjöllun um atburði og svo þessi gulupressu fréttamennska sem gerði endanlega út um mitt áhorf á stöðina.
Enda ekki af miklu að missa.
Ég vildi að Heimir Már Pétursson myndi skella sér á annan miðil. Einfaldlega of góður fyrir þessa málamyndafréttastofu.
Sá sem hleypti þessu í loftið má skammast sín og það niður í tær.
Hér er innslagið. Ekki að ég mæli með því.
Úrskurðaður í gæsluvarðhald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
Þriðjudagur, 18. ágúst 2009
Eins og maður í trans
Geir H. Haarde, sagði við breska ríkisútvarpið í dag, að það hafi verið of seint á síðasta ári að bregðast við þeim erfiðleikum sem steðjuðu að bankakerfinu.
Einmitt.
Þess vegna óðu hann og ISG væntanlega í allar áttir um heiminn til að selja lygina um að allt væri í lagi.
Vá hvað það er búið að kosta íslensku þjóðina.
Svo skil ég ekki af hverju GH talar alltaf fyrir utan sjálfan sig, svona eins og maður í trans sem kom ekki nálægt neinu.
Alveg eins og miðill bara að túlka skilaboð að handan.
Jájá, "mayby I should have" alla leið.
Arg.
Of seint að bregðast við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 17. ágúst 2009
Hamingjuósk
Ég óska Þráni Bertelssyni til hamingju með að vera nú formlega laus við þinghóp Borgarahreyfingarinnar.
Í upphafi þingfundar í dag var lesið upp bréf frá Þráni þess efnis.
Hann lýsir því líka yfir að hann hafi slitið öllu samstarfi við fólk sem telji orðheldni til marks um alvarlega heilabilun.
Vel orðað.
ÞB stendur keikur eftir þó vonir hafi eflaust staðið til þess að hann bugaðist og hyrfi úr stjórnmálum.
Mátulegt á þá sem lögðu ÞB í einelti.
Ónei, nú er hann á eigin vegum laus við sjúkdómgreinirinn Margréti Tryggvadóttur og félaga hennar.
Annars er ég að hugsa um að panta mér tíma hjá MT og sálfræðimenntaða flugumanninum sem getur greint alvarlega heilasjúkdóma úr fjarlægð. Sá er fjölhæfur og myndi henta mér vel, hata að fara til lækna. Nú get ég rifið kjaft í tölvunni á meðan þau greina mig. Úje.
Ég er nefnilega orðin svo ósamvinnuþýð á heimili upp á síðkastið.
Ætli ég sé komin með slæmsku í heilastofninn?
Eða þá að ég sé að verða hættulega geðveik?
Neh, örugglega upppantað.
Fer til grasa.
Flott.
Þráinn úr þingflokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (50)
Sunnudagur, 16. ágúst 2009
Morð, nauðgun og brotin nögl
Fyrirsögnin er: "Ofbeldi, ölvun og biluð lyfta."
Vá, svo líbó eitthvað.
Ætli við eigum næst eftir að lesa:
"Morð, nauðgun og brotin nögl"?
Eru allir að verða ónæmir fyrir alvarleika ofbeldis á þessu klikkaða landi?
Ofbeldi, ölvun og biluð lyfta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 14. ágúst 2009
Æi hvað heitir hann nú aftur sjúkdómurinn sem ég er alveg að byrja að þjást af?
Í dag eftir að hafa lesið í gegnum tugi athugasemda, bloggfærslur og hlustað á fréttir um aðför þingflokks BH að eigin tilvist, en hann virðist vinna ótrauður að því að afmá sig, minnka sig og fækka sér, rámaði mig óljóst í eftirfarandi klausu úr stefnuskrá hreyfingarinnar:
Borgarahreyfingin leggur sig niður og hættir störfum þegar þessum markmiðum hefur verið náð eða augljóst er að þeim verður ekki náð.
(Markmiðin munu þá væntanlega vera ný vinnubrögð í pólitík, gegnsæi, heiðarleiki, höfnun á hrossakaupum og virk grasrót).
Hér er kínverskt eða japanskt spakmæli sem ég held mikið upp á og hljómar eitthvað á þessa leið:
"Þegar engar orrustur er að heyja sem herinn veldur snýst hann gegn sjálfum sér".
Þetta börnin mín södd og sæl ætti að vera á bréfhaus órólega þingflokksins og félaga hans þessa dagana, vikuna og mánuðina.
Á ekki að leggja sig niður hið snarasta?
Á mánudaginn bara?
Svona áður en skaðinn verður stærri og fleiri verða sjúkdómsvæddir?
Segi sonna.
Annars er ekkert að marka mig sko.
Er með þunglyndisgreiningu og sykursýki ásamt því að vera alkóhólisti og til að bíta höfuðið af skömminni er einhver annar sjúkdómur sem ég held að ég sé alveg að fara að þjást af að hrjá mig en í augnablikinu man ég bara alls ekki hvað hann heitir.
Ég man samt að byrjunarstig þessa sjúkdóms felur í sér að muna eftir loforðum sínum og fyrir hvað maður stendur.
Damn, damn, damn.
Helvíti vont hvað ég er að verða gleymin eitthvað.
Annars er þessi geðsjúkdómafaraldur sem nú geysar ekkert gamanmál krakkar mínir.
Bara allir að veikjast.
Um að gera að halda sig inni og láta sér ekki verða kalt.
Hóst.
Þingmenn okkar hafa brugðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 14. ágúst 2009
Svartur dagur í stjórnmálum
Nú jæja.
Nú geta einhverjir andaða léttað og merkt við á tékklistann sinn.
Búið að koma Þráni úr þingflokknum og hreyfingunni - tékk.
Svo mun það væntanlega vera næsta mál á dagskrá að fá hann til að bugast að því marki að hann hverfi úr stjórnmálum.
Mikið skelfing vona ég heitt og innilega að hann gefist ekki upp.
Annars ætla ég ekki að hafa um þetta fleiri orð.
Borgarhreyfingin er búin að vera.
Þá á ég við það sem hún lagði upp með.
Markmiðin um gegnsæi og heiðarleg vinnubrögð hefur verið skipt út fyrir baktjaldamakk og hrosskaupastjórnmál.
En svona btw.
Getur ekki einhver tölvumaður tekið alþingismenn í smá kennslu í hvernig senda skal tölvupósta?
Það virðist vera gargandi nauðsyn.
Eða nei annars, höfum þetta svona.
Það er ágætt að fá að skyggnast á bak við tjöldin og fylgjast með hvernig kaupin gerast í pólitíkinni.
Svartur dagur.
Þráinn segir sig úr þingflokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 14. ágúst 2009
Og hér er komið bréf ársins - Bjarni Harðar hvað?
Það er ekki öfundsverð staða að vera þingmaður í Borgarahreyfingunni og heita Þráinn Bertelsson.
Þegar hann er ekki til lags þá taka menn til sinna ráða.
Þeir leita til sérfræðinga.
Bjarni Harðar hvað?
Hann sagði af sér.
Hvað gerir Margrét Tryggvadóttir?
Þegar allt um þrýtur þá má alltaf grípa til þess að sjúkdómsvæða andstæðinginn.
Það hefur verið reynt áður í pólitík á Íslandi.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
Fimmtudagur, 13. ágúst 2009
Hér er komin mynd ársins
Jájá, þrjúþúsund kvikindi á Austurvelli.
Gott mál.
En þetta er mynd ársins.
Ef einhver toppar þetta veiti ég verðlaun.
Skafmiða á þúsara.
Spot on!
3000 á samstöðufundi InDefence | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 13. ágúst 2009
Ekki láta mig éta skóna mína
Nú hefur Jóhanna skrifað grein til varnar Íslendingum.
Hún birtis um kl. 18,00 á vef Financial Times.
Gott hjá Jóku.
En nú bíð ég eftir að allir gleðigjafar netheima komi og fagni ógurlega.
Þessir sem kvartað hafa yfir að Jóhanna og íslensk stjórnvöld hafi ekki staðið sig í þeim málum.
Sem ég er reyndar alveg sammála um.
Stjórnvöld hafa látið eins og það þyrfti ekki að lyfta litlafingri okkur til varnar hvað þá að kynna málstaðinn.
En ég er samt alveg viss um að nú verður bloggað þannig að undan svíði.
"Betra er seint en aldrei".
"Of seint of seint of seint".
"Of seint í rassinn gripið".
Og áfram og áfram.
Gaman aðessu.
Ég skal snæða alla mína skó ef þetta verður ekki raunin.
En gott að Jóhanna draup niður penna.
Það var alveg kominn tími til.
Ekki láta mig éta skóna mína samt.
Jóhanna á vef Financial Times | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 13. ágúst 2009
Þráinn beittur "hefðbundnu pólitísku ofbeldi"
Skemmtilega fréttir halda áfram að berast.
Líka fyndnar og fáránlegar.
Að þessu sinni, enn og aftur reyndar, í boði þremenninga Borgarahreyfingarinnar.
BH ætlaði að ástunda öðruvísi vinnubrögð en fjórflokkarnir sem þau tala fyrirlitlega um.
Með réttu reyndar oft á tíðum.
En ég held reyndar að enginn fjórflokkur hafi lagst svona lágt eins og þremenningaklíkan í BH gerir með bréfi sínu til til stjórnarfundar BH á þriðjudag.
Þar lagði þetta lýðræðiselskandi tríó til að Þráinn tæki sér frí frá þingstörfum þar sem hann hefur að þeirra mati hætt samstarfi um málefni hreyfingarinnar á Alþingi.
Nú myndi ég hlæja ef ég væri ekki bálill fyrir.
Þvílíkt lýðræðiselskandi hyski (fyrirgefið orðbragðið).
Þráinn er ekki til lags og þá má hann ekki vera með.
Fáum einhvern í staðinn sem spilar með og er til friðs.
Einelti?
Að minnsta kosti er af þessu fnykur sem gjarnan kemur þegar lýðræðið er hunsað.
Fari þau og veri.
Svo vona ég að ÞB láti ekki undan þessu "hefðbundna pólitíska ofbeldi" sem þau Birgitta, Margrét og Þór Saari eru að beita hann.
Enn og aftur:
Gó Þráinn!
Vilja Þráin af þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr