Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ljóð

ÞULUBLOGG

1

Nú hef ég ákveðið að hafa þulublogg fastan lið hér á þessum fjölmiðli,  vegna fjölda áskorana.  Ég get ekki skorast undan þessu, vinir mínir hafa ekki látið mig í friði, óvinir mínir ekki heldur.  Mér er það ekki tilefni til mikillar gleði að þurfa að leita uppi svona texta og velta mér upp úr honum,  ég segi það satt, en ég er löngu komin úr æfingu með þetta, enda gleymin með afbrigðum (þjáist af CRAFT "Can´t remember a fukcking thing" höf: www.anno.blog.is.)

En hér kemur fyrsta þulan:

Tunglið tunglið taktu mig

Tunglið, tunglið taktu mig

og berðu mig upp til skýja

Hugurinn ber mig hálfa leið

í heimana nýja.

Mun þar vera marg að sjá,

mörgu hefirðu sagt mér frá

þegar þú leiðst um loftin blá

og leist til mín um rifinn skjá.

Komdu litla Lipurtá,

langi þig að heyra

hvað mig dreymdi, hvað ég sá

og kannske sitthvað fleira.

Ljáðu mér eyra.

Gat nú verið perrarnir ykkar.  Rukuð upp til handa og fóta og hélduð að ég væri enn að blogga blátt.  Nebb, notið tækifærið og fylgist með þulunum sem ég mun birta reglulega, skammirnar ykkar og reynið að fræðast örlítið í staðinn fyrir að hendast slefandi um bloggið í vafasömum tilgangi.

Súmíbítmíbætmí.


BÓKASKÁPURINN MINN

1

Í dag hef ég verið upptekin.  Beisiklí á hvolfi. M.a. er ég byrjuð á því vonlausa verki að taka til í bókahillunum.  Þessi mynd hér að ofan er af bókum í röð og reglu miðað við ástandið hjá mér.  Það eru mannháir staflar (dvergháir ok) ofan á hillunum og ég bíð eftir að heilu ritraðirnar fari í hausinn á mér.  Merkilegt annars hvað safnast í hillurnar.  Ég helt að ég hefði látið allar "unglingabækurnar", þessar sem hafa fylgt mér frá því á ástarsögutímabilinu, en ég datt í þær alveg upp að 23ja ára aldri eða svo (hefði heldur dáið en að viðurkenna það), í kassa niður í geymslu en í staðinn hef ég troðið þeim í hilluna.  Knut Hamsun, margar ljóðabækur og fleiri bókmenntaperlur lentu hins vegar í kjallaranum.  En hvað um það.

Ég fann tvær bækur eftir Snjólaugu Bragadóttur (ólesnar, ég sver það).  Önnur heitir "Gefðu þig fram Gabríel" og hin "Lokast inn í lyftu".  Eina sem ég man úr þessum bókum hennar Sjólaugar er,  að það var alltaf verið að gera upp gömul hús, mennirnir hlógu "lágt" (svona sexý af því þeir voru með yfirhöndina) og svo var eldað læri á hverri blaðsíðu.  Nú ætla ég að lesa þessar tvær við tækifæri.  Maður verður að vera tjúnaður inn á hinn íslenska bókmenntaheim.

Ég fann líka ritröð sem heitir "Svenska Milljonärer" sem mér er fyrirmunað að átta mig á.  Ekki beint í mínum stíl.  Ég átti það þó til á námsárum  mínum í Svíþjóð að kaupa bækur á uppboði og þá flutu með í kössunum alls konar undarlegar ritsmíðar.

Btw. Mér hefur alltaf fundist það eiga að vera kílóaverð á bókum.  Bara fara í bókabúðina og velja í körfuna og borga eftir vigt.  Þá gæti maður tuðað yfir kílóaverði á bókum, dilkakjöti, grænmeti og mjólkurvörum,   svo ég tali nú ekki um verð á sólarlandaferðum.

Ég,

eins og rykfallinn bókaormur.

Úje


ER ÞAÐ NEMA VON..

1

.. að konur njóti ekki fullra réttinda á við karlmenn í þessu þjóðfélagi, þegar hægt er að lesa eitthvað þessu líkt í bloggheimum árið 2007. 

Sérhver kona,
 jafnvel sú besta,
er að nokkru leyti fiðrildi og að nokkru leyti hýena.

Að því leyti fiðrildi,
að hún vill njóta allra blóma á lífsleiðinni,
en hýena,
þegar hún rífur í sundur manninn,
þegar hann getur ekki fullnægt kenjum hennar.

Höfundurinn heitir Þorkell og það skiptir svo sem ekki máli.  Mér datt bara í hug að deila þessu miðalda viðhorfi hans til kvenna með ykkur.

Kannist þið við það krakkar að konum sé líkt við dýr?   

Hýenur eru hræætur. 

Svo krúttlegt eitthvað.


OG KÓKÓFÍLL ER ORÐINN AÐ KRÓKUFÍL

jenny7

Hún Jenny Una Erriksdóttirr er í pössun hjá ömmu af því hún er veik.  Pabbinn þurfti að fara í upptöku fyrir sjónvarp og mamman er að vinna.  Ömmunni finnst ekki leiðinlegt að fá að hafa Jenny, þótt henni finnst voða leiðinlegt að barnið skuli vera lasið.

Í nótt fékk hún Jenny martröð, sennilega af hitaskömminni.  Hún sagði mér að "krrókufíllinn" (halló barn, hvað varð um krúttlega kókófílinn?) hefði bitið sig og ljót Gýla hefði elt sig.  Starfsfólk leikskólans hennar Jenny; ekki segja barni hryllingssögur.  Það fer illa í svefninn.

Nú vitið þið það.


SNEMMA BEYGÐIST KRÓKURINN

22

Var í einsemd minni að glugga í bók í kvöld sem inniheldur sögur af gyðjum og konum.  Þar var ég að lesa um tunglgyðjurnar þar sem bent er á að tunglið hafi alveg sérstaka þýðingu í gyðjusögunum. Kvartilaskipti tunglsins líkjast bæði tíðahring konunnar og hinum þremur aldursskeiðum hennar (nýtt tungl táknar meyjuna, fullt tungl hina þroskuðu konu og minnkandi tungl er tákn hinnar vitru konu sem er þá ég ofkorse). 

Ég rakst á þessa gömlu þjóðsögu á sanskrít um sköpunina á konu og manni í áðurnefndri bók og þar fékkst tvennt á hreint.  Við vitum núna hvaðan "you can´t live with them, you can´t live without them" er sennilega komið og að það hefur loðað svolítið við karlmenn gengum tíðina að reyna að skila sinni heittelskuðu heim til föðurhúsanna eins og gallaðri vöru séu þær ekki almennilega til lags.

"Þegar skaparinn skapaði manninn skapaði hann um leið konuna úr bogalínum tunglsins, lipurð eðlunnar, léttleika laufanna, gráti skýjanna, grimmd tígursins, mjúkum yl eldsins, kulda snævarins og blaðri skrækskaðans.  Síðan gaf hann karlmanninum hana.  Á þriðja degi kom maðurinn til Drottins allsherjar og sagði: "Þessi kona sem þú gafst mér blaðrar í sífellu, hún lætur mig aldrei í friði, krefst mikillar athygli, tekur allan tíma minn, grætur út af engu og gerir aldrei neitt.  Taktu hana aftur".  Drottinn gerði það.  En skömmu síðar kom maðurinn aftur og sagði: "Hún var vön að dansa og syngja fyrir mig, hún sendi mér svo fallegt augaráð og hún naut þess að leika sér, hún þrýsti sér að mér þegar hún var hrædd, hlátur hennar var eins og tónlist og hún var svo falleg.  Láttu mig fá hana aftur".  Drottinn gerði það.  Á þriðja degi kom maðurinn aftur með konuna og bað Drottinn að eiga hana.  "Nei" sagði hann "þú getur ekki lifað með henni og ekki án hennar þú verður að ráða fram úr þessu sjálfur"."

Hm... gæti hafa gerst í gær "eller hur"?

LofjúgæsHeart

P.s. Smá hugleiðing eftir að ég las þjóðsöguna.  Sko þetta er upphaf mannsins.  Guð skapar manninn og svo konuna og gefur karlinum konuna síðan að gjöf.  Fékk konan ekkert?


HVERT ER LJÓÐSKÁLDIÐ?

22

Vegna fjölda áskorana (hm) hef ég verið beðin um að koma með aðra "hver er mannveran?" getraun.  Í þetta skiptið er ekki verið að fíflast.  Þessi kona hefur gefið út ljóð á bók.  Hún elskar kántrítónlist, bloggar hér á moggabloggi af og til og er brjáluð í ís.  Hún er sem sagt skáld, tónlistarunnandi, móðir og fædd í meyjarmerkinu.  Þeir sem blogga hér hljóta að kannast við gripinn.  Verðlaunin eru ferð í Sundhöll Reykjavíkur.


MATARSTULDUR FYRIR 5089 KRÓNUR

22

Það kallast varla þungur fangelsisdómur að fá þriggja mánaða fangelsi fyrir endurtekin búðarhnupl en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann fyrir að hafa í febrúar s.l. stolið matvöru að andvirði 5089 króna úr verslun Hagkaupa í Kringlunni.

Og þó.. miðað við fangelsisdómana sem barnaníðingar og nauðgarar eru að fá þá er í þessu hreint æpandi ósamræmi.  Ég er ekki að mæla búðarstuldum bót, svo langt frá því en misræmið í dómum eftir alvarleika brota er með ólíkindum.


mbl.is Þriggja mánaða fangelsi fyrir búðarhnupl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SKIPTIR ÞAÐ EINHVERJU MÁLI..

22

..hvort Simon Cowell ranghvolfir augunum eða gerir sig rangeygðan í framan?  Ég spyr vegna þess að á meðan fjöldi fólks er að deyja úr hungri, vosbúð, sjúkdómum svo maður tali nú ekki um mannfallið í Írak og aftökurnar í Saudi-Arabíu sem eru í fréttum dagsins. Skotárásin í USA var skelfileg en nánast samtímis féllu um 170 manns í stríðinu í Írak. Það virðist ekki vekja nándar nærri eins mikil viðbrögð og fjöldamorðin í USA.  Líf er líf.   Uppúrveltingur fólks varðandi augnaráð Colwells þegar talað var um morðin í Virginu er einkennandi fyrir rörsýn okkar vesturlandabúa.  Hverjum ætti ekki að standa á sama hvað þessi oflaunaða sjónvarpsdíva er að hugsa svona yfir höfuð?  Mér gæti ekki staðið meira á sama.

 


mbl.is Simon ranghvolfdi ekki augunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HINN VAFASAMA GULLMOLA DAGSINS HLÝTUR...

4

...sá góði maður Jón Baldvin Hannibalsson sem í Silfri Egils kallaði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, "ljóskuna í Menntamálaráðuneytinu".  Eins og JBH er skemmtilegur maður og klár þá missti hann heldur betur andlitið og opinberaði kvenfyrirlitningu sína.

Fyrir utan þetta virtist sem JBH væri það ákaflega hugleikið að vinstri flokkarnir næðu að fella ríkisstjórnina en samt byrjaði hann á því að úthúða Steingrími J. og stefnu VG.  Jón ertu að koma eða fara?  Halló!!

Annars er alltaf gaman að hlusta á "gráhærða karlinn í Mosfellsbænum".  Hann er enginn geðluðra fyrir nú utan það hvað hann er fjári skemmtilegur.  Ég var þess heiðurs aðnjótandi að hafa hann sem kennara minn í íslensku og ensku við Hagaskóla í denn og ég bar fyrir honum óttablandina virðingu.  Honum tókst að fá mig til að læra zeturegluna þannig að hún hverfur mér ekki úr minni, með því að setja mig í skammarkrókinn og láta mig sitja þar og þylja zetu-fyrirkomulagið eftir að ég tilkynnti honum að ég þyrfti engar reglur að læra.  Til að fullkomna glæpinn lét hann mig syngja "Máríá mild og há, móðir Guðs á jörð" en þeir sem hafa heyrt mig syngja fórna höndum og langar að hverfa til Timbúktú.


ALVEG ÓTRÚLEGUR HÓPUR AF FÓLKI..

22

...29.941 svo nákvæmlega sé talið hafa heimsótt síðuna mína á þessum tveimur mánuðum sem ég hef bloggað.  Það er skemmtileg tilhugsun að svo margir hafi gengið um á mínu bloggi og vel flestir án þess að gefa sig til kynna.  Það setur reyndar að mér smá hroll við tilhugsunina.  Verður kona þá ekki að vera grafalvarleg og skrifa málefnalega um alvarlega hluti? Júbb og Neibb.  Ég ætla að halda áfram að vera grallari stundum, háalvarleg þegar við á og láta játningarþörfina fá útrás þegar mér líður þannig.  Nú kemur gestur nr. 30.000 að líkindum í dag.  Værir þú heiðraði blogglesari til í að kvitta fyrir komu þinni.  Höfundinum til ánægju og yndisauka.

LofjúgæsInLove


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 2985630

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband