Færsluflokkur: Kjaramál
Laugardagur, 26. september 2009
Kallarnir samvaxnir á mjöðm
Enn ein fréttin um að það sé betra að vera á atvinnuleysisbótum en að vinna!
Mér finnst svona málflutningur oft hafa það að markmiði að gera það fólk sem hefur ekki vinnu að letingjum sem vilji sitja heima og hafa það náðugt í staðinn fyrir að fara og afla sér tekna.
Ég veit að það er örlítill hluti fólks sem ekki nennir að vinna.
Og á hverju byggi ég þá vitneskju?
Jú, við Íslendingar höfum ýmislegt í fari okkar sem betur má fara en leti er ekki einn af löstum þessarar þjóðar.
Það er þá að minnsta kosti nýtilkominn breyskleiki.
Við erum vinnusöm, svo vinnusöm að lengi vel hefur fólk neitað sér um að lifa.
En..
Svona fréttir segja mér samt heilmikið.
Sú staðreynd að strípaðir taxtar eru lægri en atvinnuleysisbætur, sem mér er sagt að séu rúmar 130 þúsund krónur á mánuði og enginn getur lifað sómasamlega af, sýnir bara svo ekki verður um villst hvers lags aumingjans vesalingar það eru sem fara fyrir mörgum verkalýðsfélaganna í þessu landi.
Enda sést það í fréttum og hefur gert undanfarinn ár.
Maður sér þessa verkalýðsforkólfa, hönd í hönd í eilífum knúsorgíum með fulltrúum atvinnurekanda.
Þessir kallar eru samvaxnir á mjöðm.
Þessi "samvinna" andstæðra póla er ekkert annað en ónáttúra.
Enda getum við séð launastatusinn í landinu sem er afrakstur þessarar líka frábæru samvinnunnar.
I rest my case
Og íslenskir launþegar líða fyrir.
Það þarf byltingu.
Frusssssssssssssssssssssssssssssss
Betra að vera á bótum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 23. september 2009
ESB - já takk!
Einhvern tímann fyrir margt löngu þegar verið var að ræða dýrar sólarlandaferðir á Íslandi, svo dýrar reyndar að það borgaði sig að fljúga t.d. til Kaupmannahafnar og kaupa ferðir í sólina þaðan, réttlæti íslenskur ferðaskrifstofufrömuður verðlagið þannig:
"Jú, það er svo dýrt að vera Íslendingur, sjáið þið til og við eigum að vera stolt af þjóðerninu og tilbúin að kosta meiru til fyrir þau forréttindi".
Ha? Ertu ekki að fokking kidda mig, hugsaði ég með mér. (Orðaði það reyndar aðeins öðruvísi en þið skiljið hvert ég er að fara).
Þetta var á þeim tíma sem það var ekkert sérstaklega verið að pressa viðmælendur í fjölmiðlum um svona smáatriði eins og að rökstyðja mál sitt.
Skyldi þessi hugsunarháttur enn vera við líði?
Þ.e. að það séu pjúra forréttindi að vera Íslendingur og að það kosti meira en allir (flestir) aðrir þurfa að borga fyrir að halda í sér lífi, byggja, leigja, ferðast og svoleiðis?
Ég veit ekkert um stýrivexti, hvernig þeir verða til og um forsendurnar fyrir þeim, ekki nema það sem allir vita á því að lesa fréttirnar.
En hvað er það sem veldur því að íslenskir stýrivextir eru himinháir en í USA t.d. 0.25%?
Hvernig stendur á því að kostar miklu, miklu meira að taka lán á Íslandi en í Evrópu?
Af hverju, af hverju?
Ég er búin að fá leið á því að vera Íslendingur upp á þessi býti.
Ég held svei mér þá að ég vilji ganga í Evrópusambandið strax á morgun.
Ég trúi því varla að ég sé að segja þetta, hvað þá meina það.
En ég er að segja ykkur villingarnir ykkar að það getur ekki orðið verra ástand hér en nú er.
Ég ætla að skipa mér í Já-flokkinn þangað til annað kemur í ljós.
Og hana nú á himni og jörð.
Óbreyttir stýrivextir í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Miðvikudagur, 2. september 2009
Allt launþegum að kenna
Ég hef aldrei botnað í því hvað atvinnurekendur eru að gera í stjórnum lífeyrissjóða verkafólks.
Sjómannafélagið er greinilega sammála mér.
Ekki nóg með að ég kæri mig ekkert um atvinnurekendur í þessu samhengi þá er ég sem vinstri sinni full tortryggni út í hið seinni tíma ástarsamband sem er á milli fulltrúa launþega og atvinnurekenda.
Þetta eru gagnstæðir pólar sem eiga ekkert að vera að daðra og dufla hvor við annan og ég vil ekki sjá þessa heljarinnar samvinnu sem er svo mikið talað um núorðið og orðið þjóðarsátt klingir viðvörunarbjöllum í hausnum á mér.
Launþegar báru ekki mikið úr býtum í þessari svo kölluðu þjóðarsátt um árið.
Miðað við launataxta verkafólks þá hefur verkalýðsbarátta litlu skilað hér á landi og ég væri persónulega búin að setja þessa toppa sem semja fyrir hönd launþega á árangurstengd laun.
Vá hvað þeir ættu erfitt með að fylla á formannsbílinn þá karlarnir.
Hvaða glóra er í því að verkalýðsfrömuðir skuli vera með margföld laun viðsemjenda sinna?
Rosalega finnst mér það firrt fyrirkomulag.
Sennilega finnst það öllum nema þeim örfáu sem njóta launanna.
Já ég er að tala umformenn/konur stéttarfélaga.
Annars er þetta svona og ekki litlar líkur á að það breytist í fyrirsjáanlegri framtíð enda kreppa og það er nú heldur betur góð ástæða til að halda launum áfram lágum því auðvitað er það massinn sem ber byrðarnar fyrst og fremst og ævinlega.
En hvernig var það annars?
Hverjar voru röksemdirnar gegn launahækkunum aftur í gróðærinu?
Æi, hvernig læt ég, auðvitað var atvinnurekendum þröngur stakkur skorinn þá líka, vegna þensluáhrifa og verðbólguhættu.
Skammist ykkar launþegar á Íslandi.
Þetta er ALLT ykkur að kenna.
Menn fara best með eigið fé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 28. júlí 2009
Hví?
Ha, farin í frí?
Nýbyrjuð í starfi?
Ha?
Hvers vegna?
Leið í vinnunni?
Léleg laun?
Vondur mórall?
Blóði drifnir gangar vegna uppsagna ræstitækna?
Innyflalykt á skrifstofunni?
Heimþrá til Noregs?
Saknar Gulla heilbrigðis?
Mötuneytinu á Lansanum að fara aftur? (Ómæ).
Hvað er?
Hulda í ársleyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 28. júlí 2009
Afsakið á meðan ég garga mig hása
Það er kannski rétt að við getum lifað og komist af án Evrópu.
En getur Evrópa lifað án okkar?
Æi, mér gæti ekki verið meira sama.
En sáuð þið fréttirnar á RÚV í gærkvöldi?
Já, ég veit, fullt af fréttum um stórtækar úttektir innanhússmanna hjá Glitni og Landsbanka.
En það er ekki það sem vakti mesta athygli hjá mér sko.
Heldur konan sem kvartaði yfir of háum atvinnuleysisbótum miðað við lægstu laun.
Kvartaði yfir fríðindum fyrir atvinnulausa og svona í leiðinni.
Ég hef tekið eftir því undanfarið að það er verið að ráðast að atvinnulausu fólki og gera það að einhverskonar glæpamönnum.
Merkilegt miðað við að það er fullt af stórtækum glæpamönnum í þjóðfélaginu út um allt, en einhvern veginn eru atvinnulausir betra skotmark.
Sífellt verið að tala um svik þeirra og svarta vinnu en ég er viss um að það er lítill minnihluti sem stendur í bótasvikum.
Sem ég er svo sannarlega ekki að mæla bót.
Ég vil bara minna á að atvinnulausa fólkið eru fórnarlömb bankahrunsins, sjálftökunnar og sukksins.
Þeir eru engir sökudólgar.
Og að draga í viðtal konu sem er um það bil að fara af bótum og inn á vinnumarkaðinn til að óskapast yfir þessum bótum sem fólk rétt skrimtir á finnst mér fyrir neðan allar hellur.
Væri ekki gáfulegra að horfa á vandann frá öðru sjónarhorni og öllu réttlátara?
Eins og þeirri staðreynd að við eigum handónýt hagsmunasamtök launþega sem hafa staðið sig svo illa að meira að segja atvinnuleysisbætur eru jafn háar lágmarkslaunum?
Ég held að skömmin liggi þar, hjá peningamönnunum, stórþjófunum og siðleysingjunum.
Ekki hjá heiðarlegu fólki sem stendur uppi atvinnulaust.
Afsakið á meðan ég garga mig hása.
Getum lifað án Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Sunnudagur, 19. júlí 2009
Sæt og sökkar?
Var að rekast hér inn eftir að hafa verið að gera skemmtilega hluti eins og að horfa á heimildarmynd um trúarbrögð.
Hversu heimskulegt og hættulegt það er að hætta að hugsa og trúa í blindni á biblíu- og kórankjaftiæði.
Svo sá ég þessa fyrirsögn: "Var hún of falleg fyrir fangelsið"?
Kona var látin fara af því hún var svo bjútífúl, en hún var fangavörður.
Eða svo segir hún.
Ég spyr; var hún ekki hundleiðinleg bara og óþolandi í samskiptum?
Sæt og sökkar?
Segi svona og mér gæti ekki staðið meira á sama.
Farin í kvöldbænir.
Var hún of falleg fyrir fangelsið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 8. júní 2009
Komminn ég!
Ég er vinstri kona og ólíkt því sem haldið hefur verið fram af fyrrverandi vinstri mönnum um að ástandið þroskist af manni, þá eykst mín vinstrimennska hratt og örugglega.
Aldrei sem nú finn ég hvernig þörfin fyrir félagshyggju og meðvitund um samhjálp og samábyrgð bullar í æðunum á mér.
Við erum einfaldlega í svo djúpum skít almenningur að við verðum að hjálpast að.
En...
Einmitt vegna þess að ég er vinstri sinnuð þá hleypir það í mig illu blóði þegar ég sé formann ASÍ og SA í fréttum þessa dagana, þétt upp að hvor öðrum, eins konar ástfangið par í bullandi hormónafasa ástfengisins, prédika að allir þurfi að standa saman.
Síðan hvenær hefur SA staðið með venjulegum launþegum í baráttu fyrir betri kjörum?
Launþegar og atvinnurekendur eru í eðli sínu andstæðir pólar þó hvorugir geti verið án hins.
Eins og í hjónabandi þar sem fólk er ákveðið í að þrauka og ekki meira en svo og þannig á það að vera.
Ég vil ekkert andskotans lóðarí á milli Gylfa og Vilhjálms.
En í alvörunni krakkar, þegar ASÍ og SA eru í andlegum sleik dag eftir dag eins og ástfangnir unglingar, þá hringja bjöllur.
Þær hringja hátt!
Nú þarf heldur betur að kanna hvað er í gangi.
Og þannig er nú það.
Komminn.
Allir þurfa að standa saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 30. maí 2009
Bara einn Ögmundur
Nú er allt í járnum í kjaraviðræðum.
Hinn almenni launþegi á að sýna skilning, taka á sig byrðarnar, borga fyrir partíið.
Krafan um það er skýr.
Það leiðir huga minn að öðru máli.
Fréttablaðið sendi nýlega fyrirspurn til allra ráðherra um hvort þeir myndu fara að fordæmi Ögmundar Jónassonar, heilbrigðisráðherra, og þiggja aðeins þingfararkaup, en Ömmi tók þessa ákvörðun strax og hann settist í stól ráðherra í síðustu ríkisstjórn.
Það er skemmst frá því að segja að enginn ráðherra (reyndar voru utanþingsráðherrar ekki spurðir því þeir þiggja ekki þingfararkaup) sér sér fært að gera það.
Ástæður: Gömlu klisjurnar um að maður geti ekki verið í sjálfsskerðingu og með vísan til kjarasamninga og ladídadída. Einn ónafngreindur ráðherra sagði að Ögmundur væri einfallega betri maður hann.
Ég er enginn sérstakur talsmaður þess að fólk eigi að gefa frá sér umsamin laun, alls ekki, en nú eru óvenjulegir tímar.
Ekki bara óvenjulegir tímar heldur skelfilegir líka, þar sem ekkert er eins og var, fólk er að missa eignir sínar og atvinnu. Við erum að berjast fyrir lífinu í fullkominni óvissu upp á hvern einasta dag.
Þess vegna myndi það gleðja mig og efla í trúnni á að við getum þetta saman, ef ráðherrarnir færu að fordæmi Ögmundar.
Þá myndi fólk skynja að landsstjórnin áttaði sig á að við þurfum öll að leggja af mörkum til að komast yfir þessa skelfilegu tíma í sögu landsins.
Það gæti blásið okkur í brjóst auknu baráttuþreki sem við erum í mikilli þörf fyrir svo sjái til sólar.
Svo er moli í Fréttablaðinu þar sem enn segir af Ögmundi. Hann sat á almennu farrými í flugvél um daginn en opinberir starfsmenn teygðu úr sér á Saga Klass.
(Það gerir mig óskaplega hrygga að vita til þess að opinberir starfsmenn skuli á þessum tíma sólunda almannafé með að ferðast á snobbfarrými).
Og að þessu sögðu dreg ég nokkuð rökrétta ályktun að mínu mati:
Það er bara einn Ögmundur á meðal íslenskra ráðamanna og starfsmanna þeirra.
Því miður.
Frestun launahækkana er bitbeinið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 29. maí 2009
Byrjað á vitlausum enda?
Ég hélt að allir vissu að það yrði skorið niður eins og enginn væri framtíðin.
Vegna þess að útrásarvíkingar, fyrrverandi ríkisstjórnir og aðrir spilligrísar settu þjóðina á heljarþröm.
Í beinu framhaldi af því þá finnst mér ekki skrýtið að byrjað væri á brennivíni, tóbaki og eldsneyti.
En það er bara ég, veit minna en ekkert um svona mál.
Ég sá að veitingamenn voru skelfingu lostnir vegna áfengisskatts.
Kannski er byrjað á vitlausum enda, lífsnauðsynjar hækkaðar upp úr öllu valdi.
Það hefði t.d. verið hægt að lúxusskatta bleyjur og matvöru.
Nú eða bara sleppa niðurskurði.
Það er góð hugmynd.
Og láta þá borga sem komu þjóðinni hingað.
Svei mér ég er algjörlega skilningsvana.
Áfengi og eldsneyti hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 25. maí 2009
Öll stráin, öll stráin
Grasrótarhreyfingar eru nauðsynlegar og skemmtileg fyrirbæri.
Þær spretta upp vegna þarfa á breytingum, til að koma málstað á koppinn og þær geta gert kraftaverk á stuttum tíma. Þar safnast saman fólk með sömu hugsjón.
Dæmin um grasrótarhreyfingar eru mörg og konur hafa verið duglegar að skipa sér í lið um brennandi málstað eins og t.a.m. Kvennaathvarf og Stígamót sem löngu hafa sannað gildi sitt.
Eðli grasrótarhreyfingar hlýtur að vera að leggja sig niður þegar takmarkinu er náð.
Allavega eru þær ekki eilífar, grasrótin leitar þangað sem þörfin er.
Borgarahreyfingin er dæmi um grasrótarsamtök sem komu, sáu og sigruðu.
Nú hriktir í stoðum hreyfingarinnar, strax eftir kosningar.
Ég hef unnið í grasrótarhreyfingum og eins frjóar og skemmtilegar og þær oftast eru þá hafa þær auðvitað neikvæðar hliðar og þær hrútleiðinlegar.
Eins og t.a.m. öll stráin sem vilja hafa um málin að segja og þá verður grasrótin seinvirk, fundirnir í þeim martröð og ofboðslega orkufrekir til lengdar.
Grasrótin er nefnilega ótrúlega fundaglöð.
Ég vona hins vegar að Borgarahreyfingin komi skikk á þetta hjá sér.
Það er glatað að þurfa að beina orku í innanhússátök þegar þörfin fyrir góð verk er í sögulegu hámarki.
Koma svo.
Átakafundur hjá Borgarahreyfingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr