Leita í fréttum mbl.is

Öll stráin, öll stráin

Grasrótarhreyfingar eru nauðsynlegar og skemmtileg fyrirbæri.

Þær spretta upp vegna þarfa á breytingum, til að koma málstað á koppinn og þær geta gert kraftaverk á stuttum tíma.  Þar safnast saman fólk með sömu hugsjón.

Dæmin um grasrótarhreyfingar eru mörg og konur hafa verið duglegar að skipa sér í lið um brennandi málstað eins og t.a.m. Kvennaathvarf og Stígamót sem löngu hafa sannað gildi sitt.

Eðli grasrótarhreyfingar hlýtur að vera að leggja sig niður þegar takmarkinu er náð.

Allavega eru þær ekki eilífar, grasrótin leitar þangað sem þörfin er.

Borgarahreyfingin er dæmi um grasrótarsamtök sem komu, sáu og sigruðu.

Nú hriktir í stoðum hreyfingarinnar, strax eftir kosningar.

Ég hef unnið í grasrótarhreyfingum og eins frjóar og skemmtilegar og þær oftast eru þá hafa þær auðvitað neikvæðar hliðar og þær hrútleiðinlegar.

Eins og t.a.m. öll stráin sem vilja hafa um málin að segja og þá verður grasrótin seinvirk, fundirnir í þeim martröð og ofboðslega orkufrekir til lengdar.

Grasrótin er nefnilega ótrúlega fundaglöð.

Ég vona hins vegar að Borgarahreyfingin komi skikk á þetta hjá sér.

Það er glatað að þurfa að beina orku í innanhússátök þegar þörfin fyrir góð verk er í sögulegu hámarki.

Koma svo.


mbl.is Átakafundur hjá Borgarahreyfingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það tók ekki langan tíma að hleypa öllu í bál og brand.

Finnur Bárðarson, 25.5.2009 kl. 15:09

2 identicon

er spilling bráðsmitandi????

zappa (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 15:24

3 identicon

Grasrótarhreyfingar eru nauðsynlegar í nútímasamfélagi!

Hinsvegar er spurning hvort að rétt sé að þess konar hreyfingar bjóði fram til þings þar sem formgerðin er allt önnur en sú sem grasrótarhreyfingar þrífast best. Þessar hreyfingar öðru nafni social movements eru þannig uppbyggðar að engin leiðtogi er til staðar heldur næst sátt um að hrinda ákveðnu máli í farveg og takast á við það saman! Borgarahreyfingin náði frábærum árangri vegna þess að fólk var og er að kalla eftir breytingum í samfélaginu. Vonandi ná þessir fjórir aðilar að hafa áhrif í þá átt að þessi hreyfing geti orðið sterkari fyrir vikið og virkni fjórflokkanna minni! Þetta snýst því ekki um spillingu eða hvort allt sé komið í bál og brand heldur snýst þetta um að hreyfingin passar ekki inn í þá formgerð sem Alþingi setur hreyfingunni!

Ég vona bara að þeim gangi vel!

Valdís (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 16:16

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Zappa: Þetta fjallar ekki um spillingu, dettur það ekki einu sinni í hug.

Valdís: Ég held að þessir fjórir þingmenn komi til með að áorka ýmsu og hef fulla trú á þeim.

Það er hins vegar baklandið sem getur orðið þeim erfiður ljár í þúfu eins og sjá má á fréttinni.

Og það hræðir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.5.2009 kl. 17:04

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Formgerðin nær einungis til þingmanna Borgarahreyfingarinnar sem hafa virkilega sett mark sitt á að brjóta um stöðluð form og hefðbundin vinnubrögð alþingis. Borgarahreyfingin er grasrótin og þar er unnið að mörgum málum í málefnahópum á þann hátt sem grasrótinni einni er lagið. Saman og samhent mun Borgarahreyfingin ásamt þingmönnum sínum láta til sín taka og hafa áhrif innan sem utan alþingis.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.5.2009 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.