Leita í fréttum mbl.is

Englar í mannsmynd? - Held ekki

Þegar frægt fólk yfirgefur þennan heim þá hættir við að þeir séu gerðir að englum og sú staðreynd að viðkomandi var af holdi og blóði er algjörlega tekin út úr jöfnunni.

Nú er verið að skrifa bók um Lennon og þar kemur fram hversu skapbráður hann var.

Halló, auðvitað var maðurinn ekki eins og andapollur.  Hann var enginn andskotans Ghandi og þarna er ég komin með annan engil sem hefur örugglega verið mannlegur líka með skap, hefur pissað og kúkað og bölvað í hljóði þegar hann var að drepast úr hita í friðsömum mótmælum.

John F. Kennedy er annar engillinn og ofurmennið.

Í fyrsta lagi þá sat hann ekki heilt kjörtímabil, þannig að það var ekki komin mikil reynsla á hann sem forseta, hann var verkjatöflu- og kynlífsfíkill.  Það var talað um það í Whasington að hann gæti ekki sinnt störfum sínum vegna þess að hann var stöðugt ríðandi eins og rófulaus hundur út um allar koppagrundir.  Koddahjal mannsins var líka tilefni til ótta hjá paranojaða transvestítnum J. Edgar Hoover.

Svo kom bang, bang, bang og maðurinn var ei meir og það uxu á hann vængir á ljóshraða.

Það er afskaplega æskilegt að sjá fólk eins og það er.  Ég hef engar sérstakar áhyggjur af fræga fólkinu, það má alveg líma á það geislabauga fyrir mér, en ég er að meina svona á meðal oss dauðlegra.

Við höfum öll tvær hliðar (vá allir voða hissa á spekinni í mér?) annars værum við örugglega svífandi um í alheiminum, kynlaus og allslaus.  Fullkomnun getur gjörsamlega klúðrar fyrir manni lífinu.

Ég persónulega hef snúið upp vilausu hlið lífspeningsins æði oft.

En núna er ég réttu megin girðingar og ætla að reyna að halda mig þar eitthvað aðeins lengur.

En það eru minningargreinarnar sem ég óttast.  Að einhver mér tengdur kjósi að gleyma því hversu brokkgengur vitleysingur ég hef verið og skrifi um mig langloku þar sem ég stökkbreyttist í engil, hannyrðageta mín verði tíunduð svo og afrek mín í eldhúsi.

Ég ætla skanna þessa hluti þegar ég er komin hinumegin og ég mun skella hurðum, láta hluti hverfa og hanga á klósettinu með þeim sem það munu gera.Devil

Ég vil vera eins og ég er - gjörsamlega laus við fullkomnun af því hitt hlýtur að vera gjörsamlega boring.

Aumingja John Lennon.  Hann var ekki týpan í að vera fullkominn, kaldhæðinn andskoti sem gaf Bítlunum þetta sem þá annars hefði vantað, kaldhæðni og subbuskap (vinsamlegan subbuskap ekki æsa sig).

Góðan mánudag aularnir ykkar.


mbl.is Lennon sagður hafa skaðað heyrn Seans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jæks! Ekki vil ég hafa þig með mér á klósettinu! Ég lofa upp á æru og trú - ég skal ekki tala fallega um þig!

Hrönn Sigurðardóttir, 22.9.2008 kl. 09:20

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eins gott. Hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.9.2008 kl. 09:22

3 Smámynd: Dísa Dóra

Vera með manni á klósettinu - hahahaha það sem þér dettur í hug

Sem betur fer er maður nú ekki fullkomin - held það væri nú ansi leiðinlegt líf sem fæli í sér að maður þyrfti ekkert að þroskast eða bæta sig.

Dísa Dóra, 22.9.2008 kl. 09:30

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég lofa því að skrifa barasta alls enga minningargrein um þig

Jónína Dúadóttir, 22.9.2008 kl. 10:02

5 identicon

Þú verður að minnsta kosti, alveg örugglega, pottþétt, lofuð fyrir frááábært blogg, þegar þinn tími kemur!!

alva (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 10:40

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ertu nokkuð að hrökva uppaf Jenný mín? Sat með konu í gær sem sagði bara svona upp úr þurru Jæja nú á ég bara seytján ár eftir, hvernig í andskotanum sem hún vissi það nú. 

Ía Jóhannsdóttir, 22.9.2008 kl. 10:42

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já ætli thad ekki bara  en thad liti nú kannski lika skringilega út ef einhver minningargreinin hljódadi á thessa leid " hann var bølvadur skitbuxi hann Egill, laug og stal øllu steinléttu...drykkfelldur med afbrigdum svo enginn tholdi vid i návist hans...en mikid thykir mér leitt ad hans timi sé kominn.."

María Guðmundsdóttir, 22.9.2008 kl. 10:42

8 identicon

Sko, að hann Ghandi hafi verið að drepast úr hita í friðsömum mótmælum

toppaði þessa frábæru frásögn...

Þú ert ógeðslega fyndin og skemmtileg ...

takk fyrir að fá mig til brosa, upphátt hehe... á mánudagsmorgni

Valdís

Valdis (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 10:47

9 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

klósettdraugur- ekki ætlaru að vera í fýlu -þarna hinu megin? Eitthvað svo ólíkt þér- hurðaskellir og rassaköst hæfa þér mun betur megir þú lengi lifa!

Birna Guðmundsdóttir, 22.9.2008 kl. 10:55

10 Smámynd: Heiða B. Heiðars

tvær hliðar? Lágmark að vera í 3D

Heiða B. Heiðars, 22.9.2008 kl. 10:56

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heiða: Ég er í kasti.  Ég hélt fyrst að þú værir að tala um brjótstahaldarastærð (er ekki til sollis númer?) svo náði ég því.

Ég vill hafa minnst fjórar hliðar á hverju máli.

Persónuleikakofinn.

Ég verð í góðu skapi á klóinu að fokka upp ykkar klósettferðum, en það get ég af því að dauðir finna ekki lykt.  Múhahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.9.2008 kl. 11:09

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jenný Anna Baldursdóttir að tala um kúk og piss. Ja einu sinni mér áður brá.... (er þetta ekki sagt einhvurn veginn svona?)

Jóna Á. Gísladóttir, 22.9.2008 kl. 11:43

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna: Öðruvísi mér áður brá þarna krúttið þitt.  Hehe.

But I get the meaning of it.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.9.2008 kl. 11:49

14 Smámynd: Villi Asgeirsson

Mín minningargrein um þig verður stutt, ef ég skrifa hana.

jenfo.blog.is og hananú!

Annars eru það gallarnir sem gera John svona merkilegan karakter. Hann spáði því reyndar sjálfur að hann yrði gerður að einhverjum helv. engli þegar hann færi.

Villi Asgeirsson, 22.9.2008 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2985751

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.