Færsluflokkur: Menntun og skóli
Mánudagur, 1. desember 2008
Óánægja á RÚV
Ég er hrygg yfir niðurskurðinum á RÚV.
Mér finnst að útvarpsstjóri hefði mátt skera sjálfan sig niður töluvert meira en um skitin 10%, maðurinn er með ofurlaun og hlunnindi sem eiga ekki að þekkjast hjá ríkisfyrirtækjum.
Verst finnst mér hvað niðurskurðaröxin er öflug í svæðisútvarpinu.
Þó ég sé ekki landsbyggðarmanneskja og hafi lítinn hag af svæðisútvarpi þá er auðvitað fyrir neðan allar hellur að vera að skera niður þessa litlu þjónustu sem landsbyggðin hefur.
Stundum er eins og höfuðborgarsvæðið sé upphaf og endir alls.
Er ekki hægt að skera niður í "séðogheyrtdeildinni sem mér sýnist hafa vaxið nokkuð frísklega í góðærinu"?
Svo var verið að segja upp tæknimanni sem unnið hefur til margra ára á stofnuninni.
Starfmenn RÚV eru bullandi ósáttir og ég styð þá heils hugar.
Merkilegt hvað topparnir eru alltaf ómissandi en fólkið á gólfinu er látið fjúka miskunnarlaust.
Arg.
Starfsmenn Rúv boða til funda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Bannað að hafa skoðun?
Ég sá þessa frétt í gærkvöldi og varð satt best að segja steinhissa.
Ég, í barnaskap mínum og einfeldni hef alltaf tengt víðsýni og menntun saman. Fundist eitt fylgja öðru, a.m.k. svona oftast.
En þarna fer hópur forpokaðra lögfræðinema í HR sem hefur myndað hóp til að fá ræðu Katrínar Oddsdóttur laganema frá síðasta Austurvallafundi, fjarlægða af heimasíðu skólans.
Þessi ræða Katrínar eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum og séu langt frá því að vera í nokkru samræmi við það sem kennt sé við skólann. Þar komist hún m.a. að þeirri niðurstöðu að valdarán sé ekki brot á lögum.
Er bannað að hafa skoðun í frítíma og halda henni fram?
Er ekki málfrelsi við HR?
Ættu þessir verðandi lögfræðingar ekki að kynna sér stjórnarskrárvarin réttindi hverrar manneskju að fá að segja skoðun sína?
Ég er svo sannarlega ekki sammála öllu því sem Katrín sagði en ræðan hennar var helvíti góð.
Jésús minn hvað fólk getur tekið sjálft sig alvarlega.
Það ætti að banna það ef eitthvað er.
Óánægð með ræðu á heimasíðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Í upphafi skyldi endirinn skoða..
..er speki sem mér hefur sjaldnast tekist að tileinka mér þó góð og gegn sé.
Ég hef vaðið áfram í lífinu eins og stórtæk vinnuvél og endað með því að hrapa fram af næstu brún. Oft að minnsta kosti.
En ég hef auðvitað tileinkað mér þessi sannindi með öfugum formerkjum. Hvað annað?
Þegar ég les bækur þar sem endirinn skiptir máli þá hef ég oftast þann háttinn á að fljótlega eftir að ég byrja að lesa og er komin með aðalpersónurnar á hreint, hver heitir hvað og svona, þá fer ég í endirinn.
Þetta þykir mörgum hinn argasti öfuguggaháttur og ég virði þá fyrir afstöðuna en gef jafnframt fullkomlegan skít í hana.
Málið er að ég nýt þess að lesa góðan texta og ég nenni ekki að láta óþarfa spennu og áhyggjur af sögupersónunum þvælast fyrir mér. Ergó: Ég tékka á hver myrðir, elskar, hatar, kyssir,lemur hvern og nýt svo bókarinnar í rólegheitum.
En.. nú tók ég ákvörðun um að gerast ábyrgur lesandi bóka með endi sem skiptir máli.
Ég lagði á mig fjölmargar æðruleysisæfingar og hélt lúkunum á mér föstum um bókina hennar Auðar Jónsdóttur, sem reyndar er einn af mínum uppáhalds höfundum.
Ég sat nokkuð upp með mér og hélt oftsinnis að ég væri búin að sjá í gegnum plottið. Full sjálfsánægju las ég til enda....
Hm... plottið tók mig gjörsamlega á rúmstokknum.
Hvað get ég sagt? Ég blogga yfirleitt bara um bækur sem ég hrífst af.
Það er vegna þess að ég er enginn alvöru bókagagnrýnandi, enda skortir mig allar forsendur til þess.
Ég er lesandi og ég deili með ykkur skoðun minni á þeim bókum sem mig langar til að þið ljósin mín í himninum fáið hlutdeild í.
Auður er ein af mínum útvöldu. Ég held að hún sé að toppa sjálfan sig með þessari bók. Lesið Vetrarsól.
Ajö!
Fimmtudagur, 20. nóvember 2008
Hvað ætlarðu að kjósa?
Í tilefni þess að Þórunn og Björgvin vilja kosningar í vor fóru af stað trylltar kosningaumræður hér á kærleiks.
Fyrir utan mig og minn mann var hér vinkona heimilisins stödd en þar sem hún vill ekki láta nafns síns getið þá læt ég hana vera anonym. Ókei Auður mín?
Við vorum að velta fyrir okkur hvað við ættum að kjósa í vor (sorrí Geir en þetta verður ekki stöðvað).
Úff, það vafðist fyrir samkomunni.
Ég hef t.d. riðlast svo í skoðunum undanfarið að ég veit ekkert í hausinn á mér.
Ég er að mestu leyti vinstri græn en eitthvað er ég að hallast á Evrópusambandshliðina.
Ekki húsband og hann er held ég ennþá nokkuð trúr þeim sem hann kaus síðast og hann hefur illan bifur á Evrópusambandinu.
Sú nafnlausa var með það á hreinu hvað hún ætlaði ekki að kjósa.
Hún ætlaði defenatlí ekki að kjósa Sjálfstæðisflokk, Samfylkingu, Framsóknarflokk, Frjálslynda og sennilega ekki VG.
Ég: What??? Ætlarðu að skila auðu?
Hún: Neibb, ég er ekki auli, auðvitað kýs ég einhvern.
Ég: Bíddu, bíddu, hvernig ætlarðu að fara að því ef þú ætlar ekki að kjósa neinn af þeim flokkum sem eru í boði? Ætlarðu að kjósa fokkings dyravörðinn á Alþingi?
Hún: Nei, ég ætla að kjósa nýja flokkinn.
Ég: Ha, Sturla og þá? Framfaraflokkinn, hinn íslenska Mogens Glistrup? Ertu að tapa þér?
Hún: Nei, nýja flokkinn sem á eftir að stofna. Þennan sem verður til bráðum og verður skipaður venjulegu fólki sem hefur ekki tengst inn í valdabatteríið áður og er búið að finna fyrir kreppunni á eigin skinni.
Úje sagði ég.
Við féllumst öll í faðma yfir þessari frábæru hugmynd. Það er auðvitað það sem vantar í íslenska pólitík. Nýjan flokk, nýja rödd með nýja siði.
X something new.
En ég er ennþá smá höll undir VG.
Sjáum hvað verður í boði.
Hvað ætlið þið að kjósa næst?
Give.... komasho.
Ráðherrar vilja kosningar í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Fimmtudagur, 20. nóvember 2008
Svartur dagur
Fyrir mér er þetta svartur dagur.
Við íslenskur almenningur höfum í dag tekið lán upp á svo stjarnfræðilegar upphæðir að mér er fyrirmunað að ná utan um þær.
Og þetta er bara byrjunin.
Eitt er að lenda í kreppu, annað að lenda í henni svona helvíti manngerðri eins og raunin er hjá okkur.
Lántakendurnir fyrir okkar hönd, ráðamenn með dyggri aðstoð Seðlabankans ætla að taka við þessum peningum sem sennilega koma í gámum (!) og þá væntanlega ráðstafa þeim fyrir okkar hönd.
Ég veit ekki með ykkur en hvað mig varðar þá er mér ekki rótt.
Mig minnir að þeir sem fá nú peningana til að sýsla með sé sama fólkið og hefur verið í brúnni á meðan allt fór til andskotans.
En það sem gerir mig verulega órólega hérna er að síðan allt fór í kaf hefur íslenskur almenningur verið meðhöndlaður eins og fífl.
Það hefur verið snúið út úr, hver hefur vísað á annan, það hefur verið logið að okkur og þjóðinni sýndur fádæma hroki og lítilsvirðing þegar við höfum viljað fá að vita hvernig mál standa.
Það er eins gott að halda því til haga að það erum við, fólkið í landinu, sem eigum að borga þessa peninga til baka.
Það er vegna bankahrunsins sem fólk missir vinnuna, jafnvel hýbýli sín og það er þetta sama fólk sem fær ekki nema útúrsnúninga eða lygar í andlitið þegar það biður um að fá að fylgjast með því sem er að gerast.
Ég er svartsýn í morgunsárið og sé ekkert gleðilegt við að IMF hafi samþykkt lán til Íslands.
(Já ég veit við urðum að biðja þá um lán, það var búið að koma okkur á kaldan klaka).
Það er nefnilega ég, börnin mín og barnabörn sem eiga að bera byrðarnar.
IMF samþykkir lán til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 19. nóvember 2008
Peningagredda eða ágengni?
Ég hef alltaf verið stolt af Vigdísi Finnbogadóttur.
Svo var ég í sjálfboðavinnu í Svíþjóð við að svara spurningum um hana, þegar ég bjó þar á meðan hún var kjörin forseti.
Svíarnir elskuðu hana. Eins og ég reyndar líka og mér var það því ljúft og skylt að tala um konuna í lengd og bráð.
Vigdís vinnur sífellt á ef það er mögulegt.
Og þvílík hvatning sem hún hefur verið konum til þátttöku í samfélaginu og þá meina ég víða um heim.
Nú er hún í viðtali við spænska dagblaðið El País. Hún segir að íslenska þjóðin hafi verið niðurlægð vegna hruns bankanna.
Hún talar líka um að starf sitt við kynningu á landinu hafi orðið að engu með sama.
Allt rétt og satt.
Svo er hún svo kurteis og mild hún Vigdís þegar hún talar um að konur verði að koma að uppbyggingunni hér á landi....vegna þess að þær hafi ekki eins ágengt viðhorf til lífsins og karlar.
Ég er í krúttkasti.
Enginn hefur áður orðað græðgis- og peningagredduna í körlunum á eins kurteisilegan máta svo ég hafi séð.
Ég dáist að þessari konu.
Íslendingar verða að endurheimta virðinguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Mánudagur, 17. nóvember 2008
Guðni segir af sér
"Guðni Ágústsson hefur sagt af sér þingmennsku og var bréf þessa efnis lesið upp í upphafi þingfundar á Alþingi í dag. Engar skýringar komu fram í bréfinu en þar sagðist Guðni láta í ljósi einlæga von um að þjóðinni takist að sigrast á þeim erfiðleikum, sem nú steðja að."
Engar skýringar?
Hvað er í gangi?
Það eru allir segjandi af sér í Framsókn en þeir sem eiga að taka pokann sinn í ríkisstjórninni sitja límdir í andskotans stólunum.
Arg og ég er að drepast úr forvitni.
Af hverju er Guðni að hætta?
Guðni segir af sér þingmennsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Mánudagur, 17. nóvember 2008
Austurland að Glettingi
Þegar ég í bríaríi var að fabúlera um að ég gæti hugsað mér að gerast vitavarða í færslunni hér fyrir neðan, fór hausinn á mér á flug.
Muniði eftir veðurfregnunum í denn (þær eru reyndar eins enn í dag)?
Það sem ég velti mér upp úr frösunum.
Austurland að Glettingi varð mér tilefni til margra ára pælinga.
Hvað var átt við með Austurland að Glettingi?
Ég spurði ekki frekar en ég gerði þegar ég hélt að ættingjar þulanna hríðféllu í stórum stíl.
Það hefur komið til tals hérna áður.
Elskulega móðir mín, hjartkær sonur okkar og ástkær faðir okkar lést sóandsó.
Ég alveg; Guð minn góður, það sem lagt er á sumt fólk.
Þar sem ég spurði engan um þessa háu dánartíðni ættingja þulanna í útvarpinu þá liðu þó nokkur ár í þoku sem þeir dvelja í sem ekkert vita í hausinn á sér eða þangað til einn daginn að það kviknaði á perunni.
Af hverju spurði ég ekki um dánartilkynningarnar?
Nú eða Austurland að Glettingi?
Hvað þá hvernig börnin yrðu til?
Það var beinlínis móðgandi á láta segja sér að Guð setti börnin í maga mömmu minnar.
Aftur og aftur, endalaust.
Í stað þess að spyrja vafraði ég um í villunni vitandi að það var verið að ljúga að mér og málið upplýstist ekki fyrr en á Róló þegar villingarnir í hverfinu leiddu mann í sannleika.
Þeir orðuðu sannleikann ekkert sérstaklega pent. Hm.....
Glettingur er reyndar fjall fyrir austan.
Hana... þá vitið það villingarnir.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Bjarni segir af sér
Bjarni Harðar hefur sagt af sér.
Þetta er svo óíslenskt að manni líður eins og geimveru á sterum.
Maður verður hálf feiminn.
Sumir, allnokkrir og ansi margir mættu taka sér Bjarna til fyrirmyndar. Sko sumir með öllu stærri afglöp á bakinu en hann.
Flott hjá honum.
Bjarni segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 10. nóvember 2008
Er það sléttlendið sem rúlar?
Ég var að dúlla mér hérna heima við, dusta ryk hér, raða þessu þar. Bara svona húsmóður eitthvað.
Ég gekk hér um sönglandi, ansi sæl svona með mig enda búin að pakka mér innan í hnausþykkan blekkingarvef til að geta haldið sönsum.
Satt best að segja er ég með stein í maganum. Ég er svo óttaslegin yfir því sem á eftir að dynja á okkur.
Ég hef bara ekki haft svo mikla orku eða getu til að horfa yfir sviðið vegna þess að það eru eilíft nýir bömmerar að skella á.
Og þegar ég las viðtengda frétt um fjármála- og viðskiptaráðherra sem n.b. hvorugur vissi um að það gengi erfiðlega að koma Icesave reikningum Landsbankans yfir í dótturfélag, þá var mér allri lokið.
Það læddist að mér illur grunur.
Hann gekk út á það að kannski er góður hluti ráðamanna alsendis ófær um að standa sig í djobbinu. Kannski eru þeir vanhæfir vegna skorts á reynslu og ættu að vera að gera eitthvað annað. Eitthvað datt mér í hug að sumir þeirra væru ekki miklar mannvitsbrekkur en það segi ég ekki upphátt.
Kannski er það bara sléttlendið sem rúlar í hópnum sem ræður landinu mínu. Hvergi þúfu að sjá í ríkisstjórninni.
Sussusussu.
Kannski er hægt að vera ráðherra á góðæristímum, bæði ímynduðum og raunverulegum, af því þá er auðveldara að fela vanhæfnina.
Svo reynir á og þá væflast þeir um eins og Þórður húsvörður eða Skúli rafvirki hvor um annan þveran og segja með uppglennt augu af undrun: Ég visseggertumetta.
Geta live.
Og gætum við fengið að kjósa sem fyrst plís.
Mig langar ekki að enda á fjandans Jótlandsheiðum.
Later.
Ráðherrarnir koma af fjöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 2987152
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 70
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr