Færsluflokkur: Menntun og skóli
Þriðjudagur, 6. janúar 2009
...og ég skammast mín
Ég held að forystumenn Sjálfstæðisflokksins ættu að gera örlítið hlé á sjálfshátíðarhöldunum og fara inn á erlenda miðla og skoða með eigin augum það sem er að gerast á Gaza.
Sjá með eigin augum morðin á börnunum og öðru blásaklausu fólki.
Þorgerður Katrín sér ekki að það sé hægt að skilja á milli Ísraelshers á Gaza og framferði Hamas samtakanna.
Það er nefnilega það!
Ég er ekki að mæla aðgerðum Hamas bót, bara svo þið hafið það á hreinu þið sem viljið veg Ísraelsríkis sem mestan og víðfeðmastan.
Hér er um að ræða þvílíkan aðstöðumun að það er ekki hægt að nefna morðmaskínu Ísraelshers með stuðningi Bandaríkjanna annars vegar og innikróaða, svelta og mannréttindasvipta Palestínumenn hins vegar, í sömu andránni.
Ég hef gert óteljandi mistök á minni ævi. Sum dýrkeyptari en önnur, ég lifi með því.
En ég hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn, ekki einu sinni þegar ég var ung og minna gáfuð en ég er núna.
Fyrir það verð ég þakklátari með hverjum deginum sem líður.
Og nú segi ég það og meina fullum fetum.
Ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur.
Fordæma Hamas og Ísraelsher | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 5. janúar 2009
Sölvi Tryggvason rekinn af Stöð 2 - Hvers vegna?
Sölvi Tryggvason var rekinn af Stöð 2.
Er ég sein að bregðast við? Nei aldeilis ekki bara svo brjálað að gera á spillingarlandinu að bloggefnin eru óþrjótandi.
Ég er búin að fylgjast með Sölva og sjá hann vaxa og dafna og verða að góðum fjölmiðlamanni.
Hann stökk úr "Séðogheyrtvæðingunni" sem var orðin allsráðandi á Íslandi í dag og var orðinn ansi snarpur og góður strákurinn.
(Ég hef ekkert á móti "Séð og heyrt" tímaritinu - á meðan það er tímarit sko).
Sölvi hafði þann eiginleika sem er að verða fáséður í íslenskum fjölmiðlum - ég trúði honum.
Hvers vegna var hann rekinn Ari Snari?
Það eru nokkrir góðir eftir sem betur fer en á öðrum fjölmiðlum.
Vonandi verða þeir ekki látnir fjúka.
Ég hef ekkert á móti nýjum stjórnendum Íslands í dag en..
og það er stórt en...
af hverju er góðum fréttamanni sem gengur eftir svörum hent út?
Er verið að "Séðogheyrtvæða" alveg upp á nýtt?
Ken og Barbí mætt til að slétta út gárað yfirborð.
Og ég sem elska gárur.
Ég ætla að fylgjast vel með.
Og RÚV; á ekki að nappa þessum frábæra og efnilega strák?
Ég bíð í ofvæni.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 3. janúar 2009
Börn og mótmæli
Ég gerði samning við sjálfa mig um áramótin og bloggaði um það. Ég ætla að segja það sem mér finnst líka þegar það er óþægilegt.
Ég sá átta ára telpu í sjónvarpinu áðan flytja ræðu.
Ákaflega krúttlegt og sætt, barnið greinilega þroskað og meðvitað.
En hún er átta ára og ég spyr; hvernig dettur fundahöldurum í hug að beita fyrir sig barni?
Það heitir það þegar maður tekur þátt í að leyfa svona.
Ég hef lesið um það hér á blogginu að pabbi stúlkunnar (hálfpabbi) segir að þetta hafi verið að hennar frumkvæði, hún hafi fundið þetta upp hjá sjálfri sér. Ég efast ekkert um það, en það er bara ekki málið.
Fullorðið fólk hefur það hlutverk að leiðbeina og vernda börnin sín.
Fyrir jól vorum við Sara dóttir mín að tala saman og ég ég nefndi orðið mótmæli.
Jenný Una sem var að leika sér í næsta herbergi hrópaði; Ékann að mótbæla. Davíð burt, Davíð burt!
Okkur setti hljóða mér og mömmunni. Hvorug okkar kannast við að hafa talað á þennan hátt nálægt barninu.
Málið er að börn eru eins og svampar. Þau eru líka afskaplega næm fyrir umhverfi sínu og það er okkar að vernda þau og hafa vit fyrir þeim á meðan þau geta það ekki sjálf.
Átta ára gamalt barn hefur ekkert að gera sem ræðuhaldari á útifundi.
Svo ekki sé talað um við þessar aðstæður þegar ólgan er svona mikil og allt getur gerst eins og komið hefur í ljós t.d. á gamlársdagsmótmælunum.
Ef það er eitthvað sem getur gert mig reiða í þessum heimi þá er það svona skiningsleysi fullorðins fólks á hlutverki sínu gagnvart börnum.
Þegar barn vill gera hluti sem við vitum að eru þeim ekki til góðs þá einfaldlega segjum við nei.
Hér átti klárlega að segja nei.
Börnum er beitt í misjöfnum tilgangi um allan heim.
Ég vil ekki taka þátt í því svo vinsamlegast endurtakið þetta ekki kæru félagar.
Ég veit að við hefðum ekki hoppað hæð okkar við mótmælendur hefðu stjórnvöld notað barn í sínu áróðursstríði.
Eða hvað?
Urrrrr
Mótmælt á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (142)
Föstudagur, 2. janúar 2009
Hundingjar og mætir mótmælendur
Mótmælin eru greinilega farin að hafa áhrif. Einhverjir eru hræddir og þá koma þeir í skjóli nætur og skemma og eyðileggja og það sem mest er um vert; reyna að hræða.
Ég held að þeir hafi valið kolranga manneskju til að djöflast í þessir hundingjar og lyddur.
Eva í Nornabúðinni er ekki líkleg til að láta undan vegna hræðslu eða ótta við eignaspjöll.
Annars var ég að tala við konu áðan sem spurði mig smá snubbótt í röddinni hverju mótmælin hefðu eiginlega skilað. Hvað hana varðaði mundi hún ekki eftir neinu.
Hm...
Ég sperrti fingur út í loftið og byrjaði að þylja:
Tryggvi Jónsson hætti í Landsbankanum.
Eftirlaunafrumvarpið fór í gegn þó lélegt sé, þrýstingur almennings var orðinn óþægilegur.
Allir yfirmennirnir í Kaupþing sem voru látnir fara, beintengt við andstöðu almennings við að sömu jakkafötin sýsluðu áfram í bankanum.
Launalækkun Landsbankastjórans. Reyndar á hún ekkert að vera að vinna þarna. Hún er hluti af gamla genginu. Í tvöföldum skilningi sko.
Kryddsíld var rofin, landsmenn losnuðu við staðlað hátíðarkjaftæði þessa fólks sem er dálítið langt frá hinum eiginlegu þolendum kreppunnar. Okkur sem megum ekki persónugera, ekki horfa um öxl og ekki vera reið.
Bogi Nilsson og hinn kallinn sögðu af sér sérlegu rannsóknarembætti á kreppuaðdragandanum vegna óánægju almennings.
Sonur Evu hann Haukur var látinn laus vegna háværra mótmæla við löggustöðina.
Er ég að gleyma einhverju?
Já en þið megið minna mig á.
Jájá.
Er þetta ekki flottur listi spurði ég þessa kerlingu.
Það var ekki laust við að henni fyndist það.
Ég blogga þetta hér því ég vil halda árangri til haga.
En ég held að það verði ekki hjá því komist að aukinn þungi færist í mótmælin og fleiri og fleiri munu taka þátt.
Vonandi verður það til þess að stjórnvöld fara að leggja eyrun við.
Fólki liggur margt á hjarta sem er eiginlega vansögn finnst mér.
Er svo hógvær sem endranær.
Ráðist gegn Nornabúðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Miðvikudagur, 31. desember 2008
Annus horribilis 2008
Þeir hafa mikið á samviskunni sem komu Íslandi á kaldan klaka vegna eintómrar græðgi og valdasýki.
Þeir mega taka það til sín sem eiga þó mér sé orðið ljóst að enginn þeirra gerir það.
Hvorki stjórnmálamenn né peningabarónar.
Látum vera skaðann með peningana, orðspor þjóðarinnar og fjárhagslegt tap allra þeirra manna og kvenna, ungra sem gamalla sem hafa tapað sparifé sínu. Það má í flestum tilfellum vinna aftur þó það gerist ekki á næstu árum eða áratugum.
Það er tilvist barnanna og afdrif þeirra í þessum hamförum sem ég er ekki á því að fyrirgefa.
Ekki að það hafi verið neitt svakalega barnvænlegt á Íslandi um langan tíma, börnin hafa verið afgangsstærð allan tímann í gróðærinu enda aðrir og mikilvægari hlutir í gangi en að gefa sér tíma og rúm með smáfólkinu.
Amk. hjá æði mörgum.
Það má sjá vægi barna og þeirra sem bera ábyrgð á að kenna þeim og þroska í launatöflum fóstra, kennara og annarra starfsmanna sem hafa mikilvægustu störf þessa þjóðfélags með höndum.
Vægið má sjá með því að bera saman launataxta fólks sem sýslar með peninga annars vegar og hins vegar með börn.
Við þekkjum allan þann samanburð og vitum að hann er ekki börnunum okkar í hag.
En nú er árið að líða. Anno horribilis eins og 2008 réttilega hefur verið nefnt.
Ég held að fólk hafi vaknað, að ekkert verði aftur eins og það var.
Þar með talið börnin okkar og barnabörn.
Ég er til í að teygja mig helvíti langt til að koma í veg fyrir að það verði svínað á þeim frekar en orðið er.
Svo ég tali nú ekki um hvað ég er til í að leggja á mig til að koma skuldunum af ungum og ófæddum börnum framtíðarinnar og koma þeim þangað sem þær eiga heima.
Aldrei aftur segi ég og meina það.
Gleðilegt ár kæru lesendur og allir aðrir Íslendingar.
Takk fyrir samveruna á árinu.
Gangið hægt um gleðinnar dyr.
Djöfull er ég klisjukennd í ávarpinu.
Úje
Börnin full af kvíða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 30. desember 2008
Af fíflum í Kópavogi og annarsstaðar
Þegar karlinn sem kenndur er við Kópavog og finnst afskaplega gott að búa þar lét út úr sér í fréttum í vikunni að námsmennirnir í útlöndum sem beðið hafa eftir neyðarláni frá Lánasjóðnum síðan í október væri óþolinmótt "ungt" fólk þyrmdi yfir mig.
Í gærkvöldi horfði ég svo á Kastljós og sá Katrínu Jakobsdóttur og formann menntamálanefndar Sigurð Kára Kristjánsson sitja fyrir svörum vegna þess að af 119 umsóknum um neyðarlán hafi 7 fengið fyrirgreiðslu. Þessar 7 fyrirgreiðslur voru afgreiddar daginn fyrir Þorláksmessu og verða greiddar út í janúar.
Neyðarlán minn afturendi.
Þau sátu þarna, Katrín og SK, ráðvillt á svip vegna þess að fyrirmælum þeirra hafði ekki verið sinnt af óhæfum embættismönnum kerfisins og það rann upp fyrir mér að það er sama hvar borið er niður - ekkert virkar.
Þarna gefur menntamálanefndin stjórn Lánasjóðsins tilmæli um afgreiðslu neyðarlána og hún er búin að vera að dunda sér við að fara endalaust fram á fleiri gögn á meðan fólk á ekki fyrir mat og húsaleigu.
Í mínum bókum er neyð eitthvað sem er aðkallandi og það strax.
Ég fékk sömu tilfinninguna og þegar Geir var að svara því í október á hverjum degi nánast, að gjaldeyrisviðskipti væru alveg að komast í lag.
Við vitum hvernig það fór.
Það á að reka formann stjórnar Lánasjóðsins og hann getur bara fengið sér ást í Kópavogi eða eitthvað.
Hann hefur gjörsamlega hundsað tilmæli menntamálanefndar Alþingis.
Skilur þetta fólk ekki að meðal námsmanna er fullt af fólki með börn á framfæri?
Og að námsmenn eru að missa húsnæði vegna vanskila og þeir eiga ekki fyrir brýnustu nauðsynjum?
Katrín og SK töluðu um að það yrði að boða til fundar í nefndinni strax eftir áramót.
Ég segi; gerið það strax. Nógu stórt er klúðrið nú þegar.
Einhver verður að taka ábyrgðina og koma málinu í lag.
Þetta eru ekki einhverjar friggings tölur á blaði - það er lifandi fólk á bak við hverja umsókn.
Er enginn hæfur á neinu stigi í þessu kolbilaða samfélagi?
Arg
Menntamálanefnd fer yfir reglur um neyðarlán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 17. desember 2008
Áskorun
Hér er áskorun til forseta Íslands um að samþykkja ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnainnar. Ef þú ert sammála þá vinsamlegst klipptu afrit af áskoruninni og límdu í tölvupóst til
forseti@forseti.is og
oth@forseti.is
Vinsamlega senda "Cc" á netfangið askorun@this.is - svo við getum fengið einhverja hugmynd um hversu margir taka þátt.
ÁSKORUN TIL FORSETA ÍSLANDS
Við landsmenn förum þess einarðlega á leit við yður, hæstvirtan forseta Íslands Ólaf Ragnar Grímsson, að þér í krafti embættisins hafnið samþykki á fjárlögum þeim sem núverandi ríkisstjórn hefur lagt fram.
Fjárlagafrumvarpið mun velta gríðarlegum skuldaklafa yfir á almenning í landinu til margra ára, skuldum sem til var stofnað af óheilindum af hálfu athafnamanna sem störfuðu í skjóli stjórnmálaflokka, stjórnsýslu og stofnanaumhverfis sem hafa algerlega brugðist hlutverki sínu.Frumvarpið er mesta aðför sem nokkru sinni hefur verið gerð að sjúkrahúsum, heilbrigðisstofnunum, öldrunarheimilum, framhaldsskólum, háskólum og flestum öðrum þeim stofnunum sem almennt gera Ísland að vestrænni menningarþjóð. Það eykur misskiptingu í samfélaginu, leggur auknar álögur á þá sem minnst mega sín og neyðir fleiri en ella til að draga fram lífið á bótum sem ekki duga til framfærslu.
Frumvarpið festir í sessi þá ætlun ríkisstjórnarinnar að láta almenning í landinu borga brúsann fyrir fjármálaóreiðu, ábyrgðarleysi og óheilindi fjárglæframanna og vina þeirra í núverandi og fyrrverandi ríkisstjórn í stað þess að sækja þá til saka sem raunverulega ábyrgð bera.
Frumvarpið mun einnig staðfesta hagstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins yfir Íslandi næstu árin og binda börn okkar og jafnvel barnabörn á skuldaklafa um langt árabil.Frumvarpið er samið að tilmælum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og undir þrýstingi og jafnvel kúgun frá ESB og er því aðför að fullveldi Íslands.Núverandi ríkisstjórn ber að stórum hluta ábyrgð á hvernig komið er og er rúin trausti. Þar sem hún var kjörin við allt aðrar aðstæður og til allt annarra verka er hún í sjálfu sér umboðslaus til að takast á við verkefnið. Þar sem núverandi Alþingi hefur að því er virðist nánast lagt sjálft sig niður, þá er það óskoruð krafa okkar að þér synjið frumvarpinu samþykkis og að það muni í framhaldinu finna viðeigandi sess á öskuhaug sögunnar.
Ef einhvern tíma í sögu lýðveldisins hefur tilefni verið til slíkrar aðgerðar er það nú. Við landsmenn eigum skýlausan lýðræðislegan og siðferðislegan rétt til þess að fá að segja hug okkar um þetta frumvarp og þar með framtíð þjóðarinnar, í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Landsmenn gegn ríkisstjórninni
Formaðurinn með stálhnefann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Laugardagur, 13. desember 2008
Jeræt - drímon!
Ég er að ég held hætt að trúa á að einhverjar þær breytingar verði gerðar á ríkisstjórninni sem skipta máli.
Þá meina ég að fólk fari að treysta þeim sem sitja í henni.
ISG segir að líklega verði kosið áður en kjörtímabilið er á enda.
Að ríkisstjórnin verði að svara kalli um breytingar.
Mér finnst bara verið að vekja væntingar eins og gert hefur verið reglulega frá því að þjóðarskútan sökk með braki og bramli.
Svo vildi ISG ekki skýra nánar hvaða breytingar hún átti við?
En hvað er að gerast með Björgvin?
Ég meina helvíti hefur kennarinn hans haft það náðugt þegar hann fór yfir prófin hans í denn.
Ég veit ekki, ég veit ekki, ég veit ekki, alla leið bara.
Nú það er best að setja sig í stellingar og bíða fallega eftir að kallinu eftir breytingum verði svarað.
Jeræt Jenný Anna, drímon.
Ég rakst á þetta á bloggvafri, getur þetta mögulega verið rétt?
Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 12. desember 2008
Á kafi með niðurskurðarhnífinn þar sem síst skyldi
Ég vaknaði í morgun með dynjandi höfuðverk og bálill í þokkabót.
Ég fór nefnilega seint að sofa, var að lesa fram á miðja nótt.
Hausverkurinn er horfinn en illskan kraumar ennþá í mér enda ekki nema von.
Þegar maður les svona fréttir eins og þá að fólk eigi ekki fyrir mat og það sé enga hjálp að fá fyrir það fólk sem ekki er innan viðmiðunarreglna félagslega kerfisins er beinlínis óeðlilegt að finna ekki fyrir reiði, þ.e. sé maður ekki fastur í eigin afturenda.
Í fréttinni kemur fram að fólk er hætt að kaupa skólamáltíðir fyrir börnin sín. Kreppan kemur verst við barnafólkið.
Þessi andskotans duglausa ríkisstjórn gæti með einu pennastriki gert skólamáltíðir ókeypis og hluta af þjónustu grunnskólanna.
En auðvitað gerist ekkert slíkt, þeir eru uppteknir og á kafi með helvítis niðurskurðarhnífinn í bótakerfinu og svo er verið að hækka skatta á venjulegt fólk.
Hins vegar er afskaplega flókið að setja hátekjuskatt á þá sem mesta hafa peningana. Yfir því þarf að liggja lengi og vel. "Hvar á að setja mörkin?" spurði Kristján Þór Júlíusson ráðvilltur í andlitinu í Kastljósi í gær.
Það þurfti enga andskotans yfirlegu yfir mörkunum sem sett voru á hinn almenna launamann á lágu laununum og bótaþegana.
Þetta er svo gegnsætt, svo siðlaust allt saman, svo grimmilegt fyrir barnafjölskyldur í þessu landi að það er löngu komið út fyrir allan þjófabálk.
Ég er ekki eina manneskjan sem neitar að sætta sig við að saklaus börn verði þolendur óráðsíunnar og óstjórnarinnar í landinu. Þar setjum við vel flest mörkin og sú staðreynd á eftir að skólfla almenningi út á götuna og í mótmælagírinn.
Þar segjum við stopp og það með öllum ráðum.
Ætlar þetta lið ekki að meðtaka það að það kærir sig nánast ekki kjaftur um að láta það bjarga sér?
Að almenningur liggur á bæn og biður um að einhver bjargi okkur frá handónýtum stjórnvöldum?
ARG
Fólk á ekki fyrir mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Mánudagur, 1. desember 2008
Tvö samhliða fjárhús teljast ekki vera þorp
Ég er skríll. Það hlýtur að vera vegna þess að ég ber virðingu fyrir fólkinu sem settist að í Seðlabankanum í dag og mótmælti á friðsaman máta því gerræði sem ríkir í landinu og að ekki skuli vera hlustað á yfirgnæfandi vilja fólksins.
Eins og Davíð burt.
Svo geysast aularnir fram á ritvöllinn og garga skríll, skríll, skríll, en flestir án þess að kenna sig við nafnið sitt. Gott að rífa kjaft og vera með attitjúd án þess að gefa sig til kynna.
Heeeeetjur.
Mig langar að fremja eitthvað og nei það er ekki morð eða ofbeldi sem ég er að hugsa um heldur andlegt spark í andskotans afturendann á þessu liði.
En svo er það lúðinn fyrir norðan. Hann gapir af hneykslan yfir framferði mótmælandi á síðunni sinni.
Er hægt að vera svona mikill plebbi án þess að vera hreinlega háaldraður Framsóknarmaður af gamla skólanum hafandi aldrei séð stærra þorp en tvö samhliða fjárhús?
Maðurinn er á unga aldri búandi í næst stærstu "borg" landsins. Agureyris.
Svo kemur fólk og segir að það sé allt í lagi með friðsamleg mótmæli, en að hlamma sér niður í Seðlabankaanddyrinu, henda eggjum í Alþingishúsið eða hrópa fyrir utan löggustöðina það má ekki.
Það er nefnilega ekki friðsamlegt.
Kæru vinir, leyfið mér að upplýsa ykkur.
Friðsamleg mótmæli teljast vera það alveg þangað til mótmælendur beita fólk ofbeldi.
Nú eða dýr.
Og hana helvítis nú.
Og mikið árann sjálfan sem mér líður betur.
Gamli hippinn er að vakna til lífsins.
Hvar er blómsveigurinn og bjöllurnar svo ég tali nú ekki um sílóið (djók).
Góðar stundir.
Við viljum bara réttlæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 15
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987146
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 77
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr