Leita í fréttum mbl.is

Hundingjar og mætir mótmælendur

Mótmælin eru greinilega farin að hafa áhrif.  Einhverjir eru hræddir og þá koma þeir í skjóli nætur og skemma og eyðileggja og það sem mest er um vert; reyna að hræða.

Ég held að þeir hafi valið kolranga manneskju til að djöflast í þessir hundingjar og lyddur.

Eva í Nornabúðinni er ekki líkleg til að láta undan vegna hræðslu eða ótta við eignaspjöll.

Annars var ég að tala við konu áðan sem spurði mig smá snubbótt í röddinni hverju mótmælin hefðu eiginlega skilað.  Hvað hana varðaði mundi hún ekki eftir neinu.

Hm...

Ég sperrti fingur út í loftið og byrjaði að þylja:

Tryggvi Jónsson hætti í Landsbankanum.

Eftirlaunafrumvarpið fór í gegn þó lélegt sé, þrýstingur almennings var orðinn óþægilegur.

Allir yfirmennirnir í Kaupþing sem voru látnir fara, beintengt við andstöðu almennings við að sömu jakkafötin sýsluðu áfram í bankanum.

Launalækkun Landsbankastjórans.  Reyndar á hún ekkert að vera að vinna þarna.  Hún er hluti af gamla genginu.  Í tvöföldum skilningi sko.

Kryddsíld var rofin, landsmenn losnuðu við staðlað hátíðarkjaftæði þessa fólks sem er dálítið langt frá hinum eiginlegu þolendum kreppunnar.  Okkur sem megum ekki persónugera, ekki horfa um öxl og ekki vera reið.

Bogi Nilsson og hinn kallinn sögðu af sér sérlegu rannsóknarembætti á kreppuaðdragandanum vegna óánægju almennings.

Sonur Evu hann Haukur var látinn laus vegna háværra mótmæla við löggustöðina.

Er ég að gleyma einhverju?

Já en þið megið minna mig á.

Jájá.

Er þetta ekki flottur listi spurði ég þessa kerlingu.

Það var ekki laust við að henni fyndist það.

Ég blogga þetta hér því ég vil halda árangri til haga.

En ég held að það verði ekki hjá því komist að aukinn þungi færist í mótmælin og fleiri og fleiri munu taka þátt.

Vonandi verður það til þess að stjórnvöld fara að leggja eyrun við.

Fólki liggur margt á hjarta sem er eiginlega vansögn finnst mér.

Er svo hógvær sem endranær.


mbl.is Ráðist gegn Nornabúðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Rétt Jenný, það er nauðsynlegt að halda árangrinum til haga. Veit ekki hvort þú telur Kristján Ara með hinum Kaupþingsyfirmönnunum. Enn fremur eru Geir hinn ókúgaði og Solla stirða táknræna farin að ljá máls á kosningum ...

Björgvin R. Leifsson, 2.1.2009 kl. 22:16

2 Smámynd: M

Ætlaði einmitt að minnast á Kristján Ara

M, 2.1.2009 kl. 22:18

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hagfræðingur Seðlabankans sýndi sitt rétta andlit :)

Heiða B. Heiðars, 2.1.2009 kl. 22:42

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta er örugglega allt hinum að kenna.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.1.2009 kl. 22:58

5 Smámynd: Hulla Dan

Ó kona.
Þú ert virkilega góð í að skrifa það sem ég hefði viljað koma á blað

Þau eiga eftir að skila miklu meiru þessi mótmæli og ég er viss um að meiri óþverri eigi eftir að koma upp á yfirborðið.
Hvað segir Völvan eiginlega???

Knús á þig frá klæðskiptingnum mér.

Hulla Dan, 2.1.2009 kl. 23:01

6 identicon

Þessi ágæta kona sem telur að mótmælin hafi engu skilað telur líklegast að útilokað sé að þau skili nokkru og því sé best að hætta þeim.

Þetta er eins og einhver hefði sagt við Churchill árið 1940: "Hverju hefur þessi hernaður skilað?  Eigum við ekki bara að hætta þessu?"

Churchill sagðist eingöngu geta lofað þjóð sinni blóði, svita og tárum.  Þetta er það þrennt sem bíður íslensku þjóðarinnar næstu árin.  Það er alveg nóg þó að við berum ekki sílspikaða spillingarkeppi á herðunum líka.

marco (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 23:02

7 identicon

Já, þetta er meiri árangur en maður hélt.  Má bæta við mælingar á fylgi flokkana í skoðanakönnunum, þrátt fyrir að D og ríkisstjórn hafi bætt aðeins við sig í síðustu könnun.  Samt sláandi langt frá kjörfylgi. 

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 23:16

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Auðvitað virka mótmælin vel, en skemmdarverkin eru slæm.  Hvar sem þau verða, friðsömu mótmælin virka miklu betur. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.1.2009 kl. 23:21

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

"Það má finna út úr ýmzu ánægjuglott ..."

Fyrir hundinn sagt er honum jafnaumt að hann sé laminn blautur 7 eða 17 sinnum, hann enda telur ekki höggin.  En hann man klappið, beinin & dúzíurnar sínar litlu.  Árangur ?

Steingrímur Helgason, 2.1.2009 kl. 23:22

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 einhver sagði í dag: þú kemur ef þú kemur... hehe eða var það ekki annars. Ég var klukkutíma lengur að vinna en ég ætlaði ljúfan mín. Og þá var kominn tími til að fara heim og sinna búi og börnum.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.1.2009 kl. 23:25

11 identicon

Nú eru mótmælendur farnir að sjá drauga um allt, bilaðir bílar, sprungin dekk, fall á prófi, köld pizza, götóttir skór, flotkúkur og svo helvítis rigningin.  Þetta eru allt hlutir sem notaðir gegn nojuðum mótmælendum og hluti af stærðarinnar samsæri sem beinist gegn þeim sem ekki hylja andlit sitt.

Jón Björnsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 23:40

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jónsí: Ég hélt að þetta væri frágengið vúman.  Setti á mig svuntu, hrærði í kökudruslu, hringdi á lúðrasveitina Svanavatnið og fór í ríkið og keypti þinn venjulega heimsóknarskammt tvær beljur.

Svo komstekki.

Ég sem var nærri búin að fara mér að voða yfir beljunum.

Koddu bara þegar þú vilt en drífðu í því kona.

Zteini: Hættessu.  Hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.1.2009 kl. 23:40

13 identicon

"Kryddsíld var rofin, landsmenn losnuðu við staðlað hátíðarkjaftæði þessa fólks sem er dálítið langt frá hinum eiginlegu þolendum kreppunnar"

???????? Er ekki allt í lagi með þig kona?????????????????

Telur þú þig umkomna að ákveða hvað landsmenn horfa á í sjónvarpinu? Ef þar er eitthvað sem fólk vill ekki sjá slekkur það bara á sjónvarpinu af fúsum og frjálsum vilja. Það þarf ekki þig til að slökkva fyrir sig.

Ég held reyndar að aðgerðin við Hótel Borg á Gamlársdag hafi verið í óþökk mikils meirihluta þjóðarinnar.

Einnig má benda á að stráknum var sleppt eftir að að einhver greiddi vangoldna sekt hans. Kannski var það einhver sem óttaðist mótmælin sem greiddi sektina? Hver veit?

Kveðja

Pétur

Pétur (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 23:56

14 Smámynd: Isis

Ekki ætla ég að fá samviskubit yfir því að hafa tekið þátt í því að slökkva á þessari útsendingu. Mér reyndar er alveg fyrirmunað að skilja að einhver vilji og/eða hafi nennu og þolinmæði til þess að setjast niður "einn ganginn enn" og hlusta á þessa froðusnakka halda áfram að ljúga hreint og beint upp í opið geðið á þjóð sinni.

Ég hélt í alvörunni að fólk væri komið með nóg af því að láta berja sig andlega, en það er greinilega stór og mikill misskilningur. Það er sorglegt.

Síðan er kannski vert að benda á það, sem fleiri hafa reyndar bent á. Að það er fáránlegt að ætla það að þeir sem mæti niður í bæ til þess að mótmæla, dag eftir dag, viku eftir viku, sé að representa heila þjóð. Ég get ekki annað en bara representað sjálfa mig, og mótmælt í mínu umboði fyrir sjálfa mig. Ég mótmæli ekki fyrir Jón í næsta húsi, hann verður að mæta og mótmæla sjálfur, ef honum langar til og finnst það vera það sem hann verði að gera. Ef ekki, þá bara fínt, kemur mér persónulega ekkert við því mér er alveg jafn gróflega misboðið.

Því er það algjörlega fáránlegt að ætla sér það að einhver hópur sé að mótmæla fyrir heila þjóð. Það verður nefnilega alltaf þannig, hvort sem manni líkar það eða ekki, að það verða alltaf einhverjir ósammála málstað mótmælenda, sama hverju er mótmælt. Þessi mótmæli eru þar engin undantekning.

Og að þessari handtöku á syni hennar Evu, eins og ég skil þetta var drengurinn búinn að sitja sína sekt af sér, hann hóf afplánun en var síðar hent út til að rýma fyrir öðrum, meiri glæpamanni en honum greinilega, og fyrir lögum þýðir það að hann hafi þá á þeirri stundu lokið sinni afplánun og litið svo á að hann hafi greitt sína sekt. Handtaka hans var því ekki bara ólögleg heldur kolólögleg og sekt sem var greidd þá kom fyrri brotum hans ekkert við, ef ég hef skilið það allt saman rétt.

lifi byltingin!

Isis, 3.1.2009 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 2985622

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.