Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Miðvikudagur, 8. október 2008
Landstjórnin í Kastljósi
Þessa dagana vakna ég með örlítinn sting í maganum á hverjum morgni.
Hvað hefur gerst frá því ég lagði mig?
Í morgun var búið að taka Glitni á sama hátt og Landsbankann.
Heimurinn er að ganga í gegnum miklar breytingar. Græðgipólitíkin hefur beðið skipbrot.
Ég hef á tilfinningunni að ofvöxturinn á þjóðarlíkamanum sé sprunginn, sárið opið en heilunin er hafinn og það svíður helling.
Með illu skal illt út reka.
Svo var "landstjórnin" samankomin í einum manni í Kastljósinu í gær.
í Davíð Oddssyni myndbirtist hin mannfjandsamlega pólitík undanfarinn áratug eða lengur.
Mér fannst Sigmar standa sig ágætlega í að tala við Davíð, þó auðvitað hefði ég viljað dýpri spurningar sumstaðar. En ég dáist að Sigmari. Ég myndi ekki þora að anda upp úr mér orði við Doddson, hann er svo áktoríter eitthvað. Enda hleypti hann spyrlinum sjaldan að.
Ég hef fylgst með DO frá því hann var í borginni og í gegnum landspólitíkina og mér virðist, guð fyrirgefi mér, að enn hafi hann töglin og hagldirnar.
Nú þegar ruglið í peningadrengjunum sem lengi vel hafa verið þjóðarhetjur á lystisnekkjum hefur keyrt okkur í það ástand sem við nú búum við finnst mér tími til kominn að skipta um fólk í brúnni.
Það er ekkert persónulegt, það er einfaldlega kommon sens.
Mitt eigið kommon sens segir mér að Davíð Oddson sé ekki fórnarlamb aðstæðna.
Að þetta peningarugl hafi verið mögulegt vegna hans þátttöku og þá meina ég ekki Davíð einan og sér heldur pólitíkina sem hann og félagar hans hafa rekið hér undanfarin áratug eða lengur.
Það hlakkar ekki í mér vegna ástandsins, svo sannarlega ekki enda erum við þessa dagana öll í sama bát.
En ég vil breytingar. Fólk verður að taka ábyrgð og þar sem ég sá ekki betur í Kastljósinu (og undananfarið reyndar) þá er Davíð sá sem ræður og þá væri lag að byrja á að fá inn mann fyrir hann.
Svo koll af kolli.
Ég hins vegar er nokkuð jákvæð á að nú getum við íslenskur almenningur brett um ermarnar og tekið á.
Við höfum gert það áður. Við erum töff í mótlæti.
Amen að eilífu.
Og að gefnu tilefni. Hér hefur verið sett inn linkur í kommentakerfið þar sem hvatt er til undirskriftar um hvatningu á að DO segi af sér. Erum við á leikskóla? Þetta er ömurlegur gjörningur sem mér skilst að líti ekki fallega út á prenti.
Ekki agítera fyrir svona hallærisgjörningi á minni síðu.
FME tekur Glitni yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Þriðjudagur, 7. október 2008
Fokkmerkið
Það hlýtur að vera sárt fyrir þá sem hafa trúað því inn að innstu hjartans rótum að Bandaríkjamenn væru vinir Íslands.
Það hlakkar alls ekki í mér, svo langt því frá, að annað hefur komið á daginn.
Mér hefur reyndar alltaf fundist að vinátta Kana sé algjörlega í réttu hlutfalli við notagildi "vinanna".
Ég sá Össur bálreiðan í viðtali í Stöð 2 þar sem hann segir að Bandaríkjamenn hafi sent Íslandi fingurinn. Því til áréttingar sýndi ráðherrann okkur fingurinn, sár og dapur.
Ég held að svipað megi segja um Rússa og vináttu. Að þeir séu ekki skömminni skárri en hin stórþjóðin. Notagildið er mælikvarðinn á vináttuna þar líka held ég.
En af einhverjum orsökum vilja þeir lána okkur, amk. lítur allt út fyrir það.
Þá hneigir maður sig bara og segir takk kæru kammíratar.
Bandarísk valdapólitík sökkar eins og hún hefur alltaf gert.
Ekkert nýtt þar á bæ.
Þurfum að leita nýrra vina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Þriðjudagur, 7. október 2008
Allt er forgengilegt í henni veröld
Ég er ein af þeim sem held ekki vöku minni. Ég fell alveg fyrir kjaftæðinu um að ástand sé komið til að vera, að ekkert geti unnið á íslenska efnahagsundrinu, svo dæmi sé tekið, þrátt fyrir að þetta sama undur hafi aldrei komið í nálægð við mig.
En peningageðveikisfylleríinu er lokið. Í bili að minnsta. Er það ekki bara alveg ágætt?
Svo brosti ég út í annað þegar ég sá þessa frétt sem Mogginn hefur úr Jyllands-Posten, en þar er leitt að því líkum að Danir muni jafnvel fjölmenna hingað til jólagjafainnkaupa vegna gengishrunsins.
Þá gera þeir það. Eins dauði er annars brauð og ladídadída.
En er það ekki merkilegt hvað hlutirnir geta breyst hratt?
Hvað allt er forgengilegt í henni veröld?
Það virðist hafa verið í gær eða fyrradag þegar Geir og Solla tóku einkaflugvélina á Natófundinn. Alveg; við erum ríkir bastarðar vér Íslendingar. Svo var ullað á almenning.
Ennþá styttra er síðan Þorgerður Katrín (sem ég held upp á, róleg hérna) fór tvær ferðir til Kína með mann og mús. Nóg af seðlum, ekki vandamálið.
Það er heldur ekki langt síðan að maður hlustaði á hverja ræðu Óla pres eftir aðra sem voru svo uppfullnar af sjálfhælni á íslenska þjóð sem var náttúrlega betri, stórari, klárari en aðrar þjóðir. Og allir alveg: Já, hann hefur nokkuð til síns máls.
Það virðist ekki svo ýkja langt síðan heldur að ég og fleiri höfðum efni á að pirra okkur á lúxusvandamálum eins og því að auðkýfingarnir (í þátíð?) voru að byggja með aðstoð þyrlna á Þingvöllum. Ekki að það sé ekki fullkomlega réttlætanlegt að gagnrýna það, en vá hvað það átti eftir að minnka sem valid umræðuefni.
Ég man helling af eyðslusögum bæði af ráðamönnum og peningamógúlum. Ég tók þessar sem smá dæmi.
Ég fer nú ekki út í að rifa upp sleikjuganginn, sérmeðferðina og gagnrýnislausa aðdáunina á bankaköllunum eða drengjunum, sem nú hefur komið í ljós að voru framhliðin ein. Ekki mikil innistæða fyrir öllum milljónagreiðslunum sem þeir fengu t.d. bara við það að færa sig á milli stóla í sama póstnúmeri.
En pointið með þessari færslu er að það er aldrei á vísan að róa.
Þess vegna brosi ég framan í framtíðina.
Við gætum orðið olíuþjóð á morgun.
Hver veit?
Ha?
Til Íslands í innkaupaferðir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 6. október 2008
Ertu ekki að kidda okkur?
Hafið þið heyrt um stílbrot, stemmingsmorð, antiklæmax?
Gísli Marteinn; ertu ekki að fokking kidda okkur?
"Framundan eru erfiðir tímar og ég vona svo sannarlega að forsætisráðerra haldi áfram að tala beint við okkur um ástandið og að við bregðumst ekki traustinu og gerum það sem í okkar valdi stendur til að þreyja þorrann og góuna. Svo komum við eldri og þroskaðri undan vetri, hvenær sem honum lýkur."
Jájá, ég mun djöflast þar til ég blána í framan til að bregðast ekki trausti forsætisráðherra.
Á hvaða landsfundi frelsaðist þú góurinn?
Fórstu öfugumegin fram úr drengur?
Mér sem fannst þú svo mikil dúlla.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Mánudagur, 6. október 2008
Ástandið á mér
Þegar ég heyrði að setja ætti upp þjónustumiðstöð sem m.a. myndi bjóða upp á áfallahjálp, varð ég skelfingu lostin og þurfti áfallahjálp.
Þegar stjórnvöld setja upp svoleiðis fyrirkomulag þá er eins gott að fá taugaáfall strax, það verður hvort sem er ekki undan því komist.
Ég er sem sagt í heví taugaáfalli.
Samt er ég ekki enn farin að skilja hvað það er sem er svona skelfilegt. En ég skil að það er eitthvað.
Þetta er svo loðið. Hjálp!
Áfallahjálp! Einhver?
Fall í gólf.
Fjármálaþjónustumiðstöð undirbúin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Mánudagur, 6. október 2008
Kl. 16 - vér teljum niður
Jæja, þá fara fagnaðarlætin að bresta á. Nánar til tekið klukkan 16, en þá mun GHH flytja ávarp og strax á eftir verður þingfundur.
Ég er svona um það bil að springa og ég reyni að hugsa ekki um blóðþrýstinginn eftir stressbrjálæði dagsins.
Málið er að svona bið, endalausar yfirlýsingar um alvarleika, fólk að koma og fara, allir hryllilega ábúðarfullir á svipinn, getur fokkað upp annars ágætri geðheilsu.
Svo sést varla kona fara á þessa læstu fundi, þær eru hins vegar margar í blaðamannastétt bíðandi úti í kuldanum.
Mér væri rórra ef kvenlæg sjónarmið hefðu fengið að komast að í þessu akútástandi sem hér ríður yfir núna.
Kannski kynni ég betur við að hafa fulltrúa kvenþjóðarinnar með svona af því að við erum helmingur þjóðarinnar og svo er jakkafatakapítalisminn algjörlega gjaldþrota.
Ég ætlast til að þessir Armanífrömuðirnir skoði sjálfa sig og gjörðir sínar af miklu raunsæi nú þegar hægjast fer um eftir storminn sem hefur geisað í efnahagslegu tilliti. Þ.e. ef hann gengur niður bölvaður.
Hversu mikla bömmera þarf til þar til jakkafötin átta sig á að þeir eru ekki með þetta?
Nú er að telja niður. 1, 2, jájá, hætt að telja.
Hún er 15.13. þegar þetta er skrifað.
Verið þið mjúk, blíð, stillt og elskuleg.
Ekki mun af veita.
Forsætisráðherra flytur ávarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 6. október 2008
Ég er enn að bíða - ekki frétt
Geir talað við Godda. Gott, ég var farin að halda að þeir töluðu bara við hvorn annan í krísunni.
Ég beið eftir fréttunum í ofvæni. Ekkert. Nada, að undanskyldu því að málið sé alvarlegt.
Geir sagðiða. Málið er enn mjög alvarlegt og veit hann hvenær hægt verður að segja frá aðgerðaráætlun? Nei hann veit það eigi.
Össur strunsaði út af fundinum með Geir og svaraði engu.
Guðjón Arnar, Steingrímur J. og Guðni Ágústsson voru hvítir í framan af skelfingu og sögðu; málið er alvarlegt, mjög alvarlegt.
Það var þá sem óttanum hjá mér sló inn í alvörunni. Mér fannst ég fá spark í magann. Úff hjartað nærri því stoppaði.
Hver andskotinn er í gangi. Endar ekki þjóðin öll upp á hjartadeild vegna álags sem hún ræður ekki við?
Ég ætla að reyna að gleðjast yfir litlu hlutunum.
Akkúrat núna man ég eftir tveim.
Ég er ekki með rósaroða né heldur þjáist ég af hemicrania continua, eða það held ég að minnsta kosti.
Ég vil svo í stíl við veðrið og ástandið svona almennt og yfirleitt bæta því við að ég er með gubbupest.
Ætli ég sé ekki að deyja bara. Ég verð að minnsta kosti ekki hissa ef minn tími kemur akkúrat núna. Svo ferlega viðeigandi eitthvað.
Farin að lúlla.
Vonandi seinna.
Geir og Brown ræddust við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 5. október 2008
Ég bíð og bíð
Ofsalega er orðið þreytandi að bíða eftir að fá fréttir af ástandi mála úr Ráðherrabústaðnum.
En enginn segir orð.
Blaðamennirnir ættu að fara heim og bíða eftir að það verði hringt í þá, það verður gert um leið og jakkafötin hafa eitthvað að segja. Bílífjúmí.
Pétur Blöndal skammaðist yfir því í Silfri Egils að fólk væri með svartsýnisraus.
Halló karlugla, rólegur á kröfunum, það er líf okkar venjjulega fólksins í landinu sem er undir í þessum hildarleik kapítalismans.
Ágúst Ólafur og Pétur Blöndal voru eiginlega aumkunarverðir í tilraunum sínum til að vera landsföðurlegir og ábyrgir bjargvættir okkar múgsins.
Ekki einn einasti ráðamaður getur látið eins og hann sé frír frá ábyrgð af þessum ósköpum.
Og ég veit ekkert hvað mér finnst um að lífeyrissjóðirnir reddi málunum með því að færa peningana okkar til Íslands. Auðvitað er leitað til almennings þar líka þegar allt er komið í þrot.
Ég er alls ekki viss um hvort ég treysti landstjórninni fyrir okkar lífeyrissjóð.
En allir verða að standa saman og ladídadída og það er auðvitað rétt.
Þess vegna bíð ég spennt eftir að bankarnir fari að losa um eignir í útlöndum.
Ég myndi vilja sjá margramilljónkallana fara á venjuleg laun í takt við annað fólk í þessu landi.
Lárus Welding, skila 300 milljónunum takk, þetta er minn banki og nú eru breyttir tímar í bissniss.
Tími ykkar Þyrlupallanna er vonandi að líða undir lok.
Við erum öll á sama báti sagði Pétur Blöndal í Silfrinu en ég bendi honum og hinum jakkafötunum á að við almenningur erum ennþá lónandi í okkar hefðbundnu kænu en nú bregður svo við að snekkjufólkið vill stökkva yfir til okkar.
Þar kom að því. Undur og stórmerki.
Make room for the rich and fucking famous.
Já ég er reið. Er það nema von.
Sunnudagur, 5. október 2008
Krúttlegur fórnarkostnaður
Ég vaknaði í morgun og brosti framan í heiminn.
Ég las Moggann á pappír og drakk te.
Ég vil benda ykkur gott fólk á frábært viðtal við Orra Harðarson í tilefni af útgáfu bókar hans "Alkasamfélagið" sem ég er viss um að á eftir að færa umræðu um bata alkanna á frjórra plan. Umræðan hefur nefnilega staðið í stað um árabil.
Svo skellti ég mér á Netmoggann dálítið stressuð auðvitað, því það eru bara vondar fréttir þessa dagana af efnahagsmálum.
Svo sá ég að það er allt við það sama í miðborginni þrátt fyrir kreppu og vonleysi. Erill var á fylleríi og það var verið að slást um allan miðbæinn eins og venjulega.
"Í flestum tilfellum var um að ræða áflog og pústra" milli manna.
Hvernig hægt er að gera ofbeldi svona sakleysislegt á prenti er mér fyrirmunað að skilja.
Það má segja að það sé búið að normalisera ofbeldið sem fer fram í miðbænum þegar fólk gerir sér "glaðan" dag. Áflog og pústrar hljóma eins og krúttlegur fórnarkostnaður.
Þó mér finnist afskaplega sorglegt að ástandið sé við það sama í miðbænum þá veitti það mér ákveðna öryggiskennd að eitthvað er enn eins og það hefur alltaf verið.
Erill ég þakka þér.
Annars bíð ég eftir Silfrinu.
Sjáið þessa færslu hér.
Later krókódíll.
13 líkamárásir í höfuðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sunnudagur, 5. október 2008
Pirringsfærsla
Þessa dagana eru fréttatímar sjónvarpsstöðvanna undirlagðir af fréttum um efnahagsmál. Auðvitað, það er allt að fara fjandans til, ef það er ekki þegar farið þangað.
En dagsskipunin er að brosa og hanga á jákvæðninni.
Það er því nauðsynlegt að pirra sig á því sem litlu skiptir, betra en að leggjast í þunglyndi út af stóru málunum.
Þess vegna ætla ég að tuða yfir myndefninu sem fylgir með peningafréttum og þá sérstaklega á Stöð 2.
Þessar hendur teljandi peninga, krónurnar sem hoppa og skoppa í talningarvélinni eru að gera mig brjálaða.
Ég er orðin leið á hinum teljandi fingrum. Hringarnir á fingrunum pirra mig. Seðlarnir pirra mig, krónurnar pirra mig.
Er til of mikils mælst að fara fram á smá fjölbreytni í myndskreytingum?
Mér finnst þetta eitthvað svo skólasjónvarpsleg lausn á myndefni. Svei mér ef kvenhendur sem telja peninga eru ekki á báðum sjónvarpsstöðvum.
Hendur og hringir. Endalaust flett, flett, flett.
Nú jæja, ég get farið glöð að sofa. Þetta er greinilega það vandamál í lífi mínu sem mest þrengir að sálarheill minni.
Þannig að ég hef varla ástæðu til að kvarta.
Er greinilega í góðum málum.
En þeir mættu alveg fara að skipta um hendur. Svona eins og peningarnir.
Góða nótt.
Megi Þór og Óðinn halda yfir yður verndarhendi í myrkrinu.
Ég.
Blikkandi gemsar í þingsalnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr