Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Djöfuls hetja

Það er búið að rigga upp nýrri mammonshöll.  Er endalaust hægt að bæta við búðum og stórmökuðum?

Við erum ekki milljón er það?

Allir sem ég þekki eru að tala um að minnka neyslu, spara í matarinnkaupum og meira að segja Melabúðarfrömuðurinn hún Helga Björk dóttir mín fór í Krónuna í gær.

Fólk sem ég tala við er með áhyggjur af komandi mánuðum.  Allir eru í óvissu, hangandi í lausu lofti.

Ég hefði haldið að það yrðu bara þyrlupallar sem mættu á opnun verslunarmiðstöðvarinnar á Korputorgi.  Þyrlupallar sem eiga skítnóg af peningum.  Reyndar geri ég mér grein fyrir að þeir versla í Harrods en ekki í mollum, en þið vitið hvað ég meina.

Nei en ekki er það svo.  Fólk streymir í samlede verker í þessa nýju neysluhöll.

Kannski til að skoða?

Ædónþeinksó.

Merkilegt með okkur Íslendinga við erum alveg ótrúlegir afneitunarsinnar.

Við trúum aldrei fyrr en við lútum í gólf og okkur nuddað upp úr hinum súrrealíska raunveruleika sem óforvarandis (segja sumir) hefur skollið á okkur.

Ég eyðsluseggurinn fer ekki í þetta moll.  Reyndar er ég mollhatari (já og úlpuhatari), ég fór ekki í Smáralind fyrr en einhverjum árum eftir hún opnaði, nánar tiltekið í fyrrasumar.

Moll eru leiðinlegt fyrirbrigði litlu búðirnar eru krúttlegastar og bestar.

Ég er farin í lagningu.  Sko rúmlagningu.  Ég er að drepast úr þreytu enda vaknaði ég með veik börn klukkan sex í morgun.

Ég er ekkert annað en djöfuls hetja.  Það er ég.


mbl.is Mikill áhugi á nýrri verslunarmiðstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Zero aðgerðaráætlun

Ég sat niðurnegld við sjónkann og horfði á Geir.  Hélt niðri í mér andanum.  Það mátti heyra saumnál detta þar sem ég og Hljómsveitin sátum stóreyg og bíðandi eftir lausnum.

Geir talaði og talaði og það komu engar aðgerðaráætlanir.

Bara ladídadída, (eru kosningar hugsaði ég auðvitað trúandi sjálfri mér til að hafa misst af einhverju).

Maðurinn talaði áfram og það kom ekkert.

Zero - Nada - Nothing - ingenting - intet -

Inte ett djävla skit.

Ekki að ég sé hissa, það er ekki eins og það hafi stafað öryggi og fumleysi frá fólkinu í brúnni undanfarið (nokkruntímann).

Látum þetta lið róa.

Strax á  morgun.

 


mbl.is Glitnisaðgerð ekki endapunktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nasdakk og Doddi Djóns

Það eru ákveðin forréttindi að vera bara jónajóns út í bæ.

Ég, til dæmis, er jónajóns út í bæ og hef þetta því frá fyrstu hendi.

Stundum hef ég velt því fyrir mér hvort það myndi ekki vera dásamlegt að eiga hauga af peningum og geta lifað áhyggjulaust í vellystingum.

Jú takk, vildi alveg prófa það ef einverjum björgúlfinum dytti í hug að gera á mér góðverk aldarinnar sem ég er ekki svo viss um að eigi eftir að gerast.  En lengi er von á einum. 

Og þá kem ég að forréttindum "litla fólksins" (aumkunarvert hugtak um venjulegt fólk af öllum stærðum og gerðum).

Þar er ég á heimavelli.  Ég á ekki hlutabréf, ekki sparnað, ekki peninga á bókum sem bíða eftir því að verða notaðir í skelfilega merkilegum fjárfestingum, ó nei.

Eins og ég hef skrifað um áður þá var ég ekki í uppsveiflu né heldur finn ég neitt rosalega mikið fyrir niðursveiflunni, eða það hélt ég.

Umræðan er nefnilega farin að ná mér.  Neikvæðniboðskapurinn um að allt sé að fara til helvítis síast inn í hausinn á okkur "litla fólkinu" og við verðum þunglynd, stressuð og svefnvana.

Ég vaknaði upp á mánudagsmorguninn sem vellríkur hluthafi í banka.

Mér skilst að ég sé búin að græða milljarða á þessum kaupum.

Líf mitt eins og ég þekki það er hins vegar óbreytt.

Ég reyni að láta peningana mína duga fyrir skuldum eins og ævinlega.

Það tekur daginn að tæma reikninga heimilisins og dreifa peningunum á rétta staði og svo heldur lífið áfram sinn vanagang.  Afskaplega lítið dramatískt við bankaviðskipti kærleiksheimilisins.  Eiginlega alveg hryllilega döll, því miður.

Nasdakk og Doddi Djóns eru ekki heimilisvinir hér.  Veit ekki einu sinni hvernig þeir líta út félagarnir.

Svo held ég áfram að berjast við að sníða af mér skapgerðargallana sem eru nokkuð margir og svo áset ég mér að  vera góð við þá sem mér þykir vænt um og þeir eru líka margir.

Þegar upp er staðið þá er niðurstaðan í raun klisjukennd.

Ég er heppin og ágætlega sett.

Mér líður bara nokkuð vel miðað við allt þetta fólk sem nú er að tapa sparnaðinum sínum.  Venjulegt heiðarlegt fólk sem leggur fyrir hefur verið rænt með einu eða tveimur pennastrikum.

Mér finnst það sárt.

Fyrir nú utan það að mig langar ekkert til að eiga banka eða í banka.

Það á að vera fólk í því sem kann til verka.

Í dag einset ég mér að lesa ekki fleiri bömmerfréttir um fjármálaástandið.

Óke, ég get ekki staðið við það en ég ætla svo sannarlega að leggja mikið á mig til að láta þetta ekki ná mér enn frekar.

Farin út að reykja - í helvítis úlpunni.


mbl.is Sjóðir Glitnis opnaðir á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ekkert sérstakt"

 munki

Geir Haarde ræddi "ekkert sérstakt" við Björgúlf Thor á fundi í Stjórnarráðinu í gærkvöldi ásamt bankastjórum Landsbankans.

Davíð kom svo á ríkisstjórnarfund í morgun.

Sko, Geir notar gjarnan tækifærið og spjallar við Björgúlf Thor þegar hann er á landinu.

Og eins og við vitum þá hittir hann Davíð og strákana um helgar alveg reglulega og það eru ekki krísufundir.

Ég trúi Geir alveg gjörsamlega.  Ekki vafi í mínum huga, maðurinn er að segja satt.  Eins og hann á vanda til.

Munchausen karlinn, snædd þú hjarta og meððí bara.

 Hmprmf


Afsakið á meðan ég garga af þækklæti

Sumir réttlæta ósannandi í alls kyns myndum.  Það heita hvítar lygar, sem er auðvitað rangnefni, lygar eru subbulegar og meira út í brúnt.

Ég veit þetta, alkinn í neyslu lýgur þannig að það stendur útúr honum lygabunan.

Af hverju?  Ég veit það ekki, sennilega vegna þess að hann er í stöðugri vörn, reynir að flikka upp á ruglástandið og kaupa sér fresti.

Er það réttlætanlegt?  Nei, auðvitað ekki, þess vegna fer maður í að taka til í lygakompunni og loka henni síðan og henda lyklinum.

En það er ekki þess vegna sem ég skrifa þessa færslu.

Ég rakst á þetta blogg frá Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, hvar hún réttlætir ósannindin í Lalla Logsuðu og Geir Haarde.

Ef þeir hefðu ekki logið blablabla þá hefði bankinn hrunið og sóandsó allt í tómu helvítis tjóni bara.

Ergó: Við ættum að þakka þeim fyrir þetta mönnunum að verja okkur fyrir oss sjálfum.  Vér þurfum raunveruleikann í dropatali.

Afsakið á meðan ég garga af þakklæti.

Borgarfulltrúinn hefur kannski aldrei heyrt þessa gullvægu speki:

Þegar þú hefur ekkert að segja, þá er best að þegja?

Sennilega ekki.

Er það ekki dæmigert fyrir jakkafötin að geta ekki stillt sig um að blaðra í viðtölum og ljúga eins og alki í dauðateygjunum í staðinn fyrir að láta ekki taka við sig viðtöl fyrr en staðreyndirnar liggja á borðinu?

Og er það ekki líka dæmigert fyrir fólk sem er OFANÍ kjötkötlunum að réttlæta lygaþvæluna og færa fyrir henni rök?

Sveiattann.


Enginn krísufundur..

..sagði Geir og laug eins og sprúttsali í fréttunum í fyrrakvöld.

Auðvitað veit ég að málin hafa verið á viðkvæmu stigi en er þá ekki sniðugra að láta ekki taka við sig viðtöl?

Það hleypir illu blóði í fólk þegar það er logið upp í opið geðið á því.

Það sem situr fastast í mér eru svörin um að svona fundir séu algjörlega eðlilegir og reglulegir og þýði ekki að eitthvað sé í farvatninu.

Þá má færa það til bókar.  Stjórnmála menn ljúga eins og atvinnumenn í greininni þegar þeim finnst það réttlætanlegt.

Sem er ansi oft þessa dagana.

Á ekki að þjóðnýta fleira?

Kastró hvað?


mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heldur þú að ég sé friggings skjaldbaka?

Ég er að drepast úr kreppu.  Algjörlega komin undir borð og nánast í fósturstellingu hérna.

Málið er að ég fæ fyrir þind og hjarta í hvert skipti sem keyptur er matur til örheimilisins.

Botnfylli í körfu kostar þessa dagana hvítuna úr augum vorum.

Ég var að hugsa um að fá mér hænu, lamb og kálf - á fæti og hafa hérna í garðinum.  Hann er nokkuð stór.

Nei ég er allt að því ekki að fíflast.  Matvaran hérna er svo dýr að það kemur út á manni tárunum.

Ég er samt ákveðin í að halda áfram að borða minn holla mat.  Ég er með sykursýki og verð að hugsa um hvað ég læt ofan í mig og unnar kjöt- og fiskvörur eru nónó.

Það væri auðvitað hægt að vera bara með gömlu medesterpylsuna, nú eða bjúgu eða þá saurgerlakjötfars - en ekki að ræða það.  Liðin tíð.

Ég var að tjatta við þjónustufulltrúann minn í bankanum áðan og hún er alltaf hress og skemmtileg, enda ég einn af þeirra stærstu kúnnum bæfar.

Ég kvartaði við hana eins og mófó, barmaði mér yfir örlögum mínum og grenjaði út samúð eins og almennilegt fórnarlamb eitt getur gert.  Það stóð fjárhagsleg kreppublóðbuna upp um alla veggi í bankanum, maður kann kvarthlutverkið, lifði sem þolandi til fjölda ára.  Jájá.  Bíðið á meðan ég æli.

Mín kona veitti mér öfluga áfallahjálp í gegnum símann og þegar ekkinn fór að minnka þannig að aftur heyrðist mannsins mál, sagði hún mér að vera ekki með kreppuáhyggjur.  Þetta væri bara tímabundið ástand. 

Ég: Tímabundið, ókei, en hvað erum við að tala um langan tíma hérna?

Hún: Einhver ár bara, verður búið áður en þú nærð að snúa þér við.Errm

(Ég í huganum: Heldurðu að ég sé friggings skjaldbaka?)

Upphátt: Ókei, gott að heyra.

Thanks for nothing you þjónustufulltrúi you

En lesið endilega þessa færslu hérna.  Það er eitthvað mikið að.

Later.


mbl.is Útilokað að taka upp evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

-The "E" Word -

Ég skrifaði einhvern tímann færslu um "EN-heilkennið".  Sem mér finnst alveg merkilegt fyrirbrigði.

Fólk samþykkir það sem þú segir og segir svo "en" og er svo gjörsamlega ósammála.

Eða þá heldur einhverju fram og tekur það svo strax til baka með "en-inu".

Ég er að velta því fyrir mér hvort það sé ekki algjör óþarfi að teygja lopann á þennan máta í staðinn fyrir að koma sér beint að efninu.

Ég tek dæmi:

Nei Jenný, þú ert alls ekki frek og hvatvís EN þú ert frekar skapstór og segir yfirleitt það sem þér dettur í hug án þess að hugsa.Errm

Nei Guðrún, þú er sko ekki feit fyrir fimm aura EN hefurðu eitthvað pælt í að fara í líkamsrækt?  Það hreinlega leka kílóin af fólki er mér sagt.

Nei Elsa, ég er alls ekki móðguð út í þig EN mér fyndist nú að þú ættir að gæta þín á hvað þú segir, þú gætir sært fólk.

Og hin hliðin.

Ég er sko alls enginn rasisti, það má guð vita EN ég er algjörlega á móti því að við kjaftfyllum allt af útlendingum og svo taka þessir andskotar vinnuna frá Íslendingum.

Ég er jafnréttissinni út í gegn EN mér finnst þetta kerlingarvæl um að konur fái lægri laun og að gengið sé fram hjá þeim algjört móðursýkistal og femínistavæl.

Við stjórnmálamenn lofuðum bættum kjörum til þeirra lægst launuðu í þesum mánuði EN við ætlum ekki að gera það. Só?

Af hverju segjum við ekki bara hvað okkur finnst án þess að pakka því inn í viðurstyggilega væminn glanspappír og eyðum svo fleiri klukkutímum í að ofskreyta böggulinn með slaufum?

Ég veit það ekki, ég dett í þessa gryfju sjálf og hljómsveit hússins missir sig reglulega í "en-ið" líka.

Í morgun áttum við heitar fjármálaumræður við morgunverðarborðið.

Ég: Ertu að segja að ég sé eyðslusöm?

Hljómsveitin: Neið auðvitað ekki EN þú ert að fara að kaupa þetta sóandsó þrátt fyrir að það sé þræl dýrt og við þurfum ekkert á því að halda.

Ég: Þá ertu að segja að ég sé eyðslusöm Einar.

Hljómsveitin: Nei alls ekki EN þú mættir fara aðeins betur með peninga stundum.

I rest my case og ég elska þennan mann.

Og ekkert helvítis EN með það.

EN..

Djók.

Síjú


Segðu ostur

Einu sinni á ári var tekin bekkjarmynd í Melaskóla hér í denn.

Eða var það sjaldnar?

Alla vega þá fór maður í sparifötin og skartaði sínu besta á myndinni.  Eða reyndi það að minnsta kosti.

Þetta var gert með góðum fyrirvara og ég hef ekki hugmynd um hvort það kostaði eitthvað sérstaklega, sennilega þó.

Við fórum á sal þar sem herlegheitin af gáfnaljósunum hennar Þóru Kristinsdóttur kennara voru fest á filmu.

En þegar frumburðurinn minn hún Helga Björk var í sænskum barnaskóla var ég beitt  skólamyndaofbeldi af Göteborgs Skolfoto.

Amk. tvisvar á ári kom hún heim og sagði mér að það hafi verið tekin skólamynd.  Ein af bekknum og svo sería af hverju barni.

Nú hefði það svo sem ekki verið mikið mál en þetta fór þveröfugt ofan í mig.  Göteborgs Skolfoto lét sig ekki muna um að koma á heilum myndatökum án þess að foreldrar hefðu hugmynd um að  það stæði til.  Ekki börnin heldur.

Svo barst umslag með stöðluðum og steingeldum litmyndum sem mig langaði ekkert að eiga, nema kannski eina annaðhvort ár í mesta lagi.  Í umslaginu var svo gíróseðlill með dágóðri upphæð og 15 daga greiðslufrest minnir mig.

Það stóð reyndar í áföstu bréfi að maður gæti skilað myndunum innan x daga ef þær féllu ekki í kramið.

Halló, segir maður við barnið sitt: Þetta eru ömurlegar og illa teknar myndir, ég vil ekki eiga þær?

Ónei, maður borgaði steinþegjandi og hljóðalust.

Flestir foreldrar voru illa pirraðir á þessu fyrirkomulagi en það gerðist aldrei neitt.

Hver sem er hefði getað framið þessar myndatökur sem voru eins óspennandi og frekast er hægt að ímynda sér.

Nú virðist sama upp á tengingnum í íslenskum skólum, en núna á að bregðast við með því að aðeins þeir sem hafa pantað myndir þurfi að greiða fyrir þær.

Næg eru fjárútlátin fyrir skólann samt þó ekki sé verið að kengbeygja foreldra til að borga fyrir dittinn og dattinn sem þeir hafa jafnvel  ekki ráð á.

Það er amk. lágmarks kurteisi í viðskiptum að biðja um samþykki kúnnans áður en vörunni er klínt á þig.

Reyndar eiga foreldrar íslenskra grunnskólabarna alla mína samúð.

Það hlýtur að vera þungur biti að kyngja að þurfa að leggja út stórar fjárhæðir fyrir hvert barn þegar meginþorri fólks þarf að vinna frá morgni til kvölds til að eiga í sig og á.

Já þetta er krepputal, enda bullandi hækkanir á öllu hvert sem litið er.

Segið "cheese".

 


mbl.is Talsmaður neytenda ávítar ljósmyndastofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hong Kong - sería

Maya mín er að vinna að verkefni í Hong Kong og er búin að vera þar í tvær vikur með Oliver.  Þau vor að opna Arrogant Cat búð þar í borg.  Jájá.

Hún var að setja inn myndir í kvöld og auðvitað smelli ég þeim inn.

Mig dauðlangaði í ferðalag get ég sagt ykkur.

But here goes.

hong konghk1

Halló, sundlaugin er á þakinu.  Lúxus hvað.  Jésus Pétur hvað hann er fallegur þetta krútt.

hk2hk3

Og búðin er opnuð, mikið fjör og mikið gaman.

hk5hk6

Maysan þreytt og Oliver líka.        Og London börnin eru auðvitað í partíinu.

Later.

Jabb.

P.s. Myndirnar stækka þegar klikkað er á þær.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband