Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Þriðjudagur, 3. febrúar 2009
Hætta að tala - gera
Dabbi hringdi í Jóhönnu.
Hæ Jóga mín, hvað segist?
JS: Bara gott, þú átt að hætta samstundis.
Dabbi: Ha, akkurru?
JS: Þú veist það Davíð, núna verður þú að hætta sjálfviljugur annars verð ég að reka þig með skömm.
Dabbi: Heyrðu, mér líst illa á báða kostina, það er enginn Seðlabankastjóri sem getur komið í minn stað. Villtu að ég fari út í pólitík?
JS: Slétt sama, þú getur farið út í Viðey mín vegna en úr Seðló ferðu og það prontó.
Dabbi: Heyrðu, ég þarf að hugsa þetta, leggja þetta niður fyrir mér, læt þig vita seinna til hvaða hefndarráðstafana ég gríp Jóhanna mín.
JS: Get a grip and a live maður.
Pang.
Hætta að tala. Gera. Þetta er eitt af því sem brennur á þjóðinni, þ.e. þeim okkar sem eru ekki í aðdáendaklúbbnum og finnst án tillits til hvar við stöndum í pólitík að Seðlabankanum hafi gjörsamlega mistekist með peningastjórnina í þessu landi.
Farin að láta ræna mig í matvörubúðinni.
Jóhanna og Davíð ræddu saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 3. febrúar 2009
Leiðréttist strax
Vildi einhver vera svo vinsamlegur að leiðrétta biðlaunaruglið strax og það helst fyrir hádegi.
Hvað er verið að borga fólki í fullri vinnu biðlaun í sex mánuði?
Fólki sem er að vinna á sama vinnustað, í sama herbergi á þokkalegum launum?
Það er eins og að þeir sem bjuggu til þetta launafyrirkomulag hafi verið á hugbreytandi efnum.
Vinsamlegast gerið eitthvað núna.
Við höfum ekki efni á þessum fíflaskap.
Verða á launum út febrúarmánuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 2. febrúar 2009
Haldið til haga hálfa leið
Það er best að halda til haga því sem máli skiptir.
Seðlabankastjórar hafa fengið bréf um að haska sér. Tjéééééékk.
Frumvarp um endurskipulagningu Seðlabanka lagt fyrir í ríkisstjórn á morgun. Tjékk.
Innlagnargjöldin ljótu á sjúkrahúsin afturkölluð. Tjékk, tjékk, tjékk.
Menntamálaráðherra ætlar að einhenda sér í málefni stúdenta, bæði heima og að heiman. Tjékk.
Jóhanna búin að skipta um ráðuneytisstjóra, ekkert endilega tjékk, en konan veit hvað hún vill.
En nú nenni ég ekki meiru í bili.
Hélt einhver að ég væri einhver friggings bókhaldari fyrir gesti og gangandi?
Teljið sjálf, ef þið viljið endilega fá þetta klippt út í pappa fyrir ykkur.
Þetta er eins og sagan um tjakkinn. Jabb, nákvæmlega sami hlutur.
Nú getur Davíð farið að grilla kvölds OG morgna.
En ætlar enginn að reka Hannes Hólmstein?
Ó, hann er í stjórn Seðlabankans, hann hlýtur að fjúka.
Jabb, svona getur lífið verið djöfull grillað.
Seðlabankastjórar víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 2. febrúar 2009
Í orði og á borði
Auðvitað vekja stjórnarskiptin hjá okkur athygli.
Nema hvað?
Við erum skólabókardæmið um lélega hagstjórn, heilt land á hausinn. Búmm pang.
Annars verður ný ríkisstjórn í gjörgæslu almennings fram að kosningum.
Að því sögðu óska ég bráðabirgðastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur til hamingju.
Ég bíð spennt eftir að sjá farkostastíl nýrrar ríkisstjórnar.
Hver verður ferðamátinn?
Sumum finnst litlu skipta þetta með glæsibifreið og bílstjóra en ég er ekki alveg sammála þar.
Mér finnst öllu máli skipta að breyttir stjórnarhættir verði sýnilegir.
Í orði og á borði.
Það er málið.
Stjórnarskiptin vekja athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 31. janúar 2009
Með eða á móti?
Þeir funda..
og funda
og funda meir.
Rosalega hlýtur að vera erfitt að verja bráðabirgðastjórn falli í nokkra mánuði.
Hefur örugglega með tóma ábyrgð að gera, já nú man ég það heitir að vanda sig.
Ekkert með að vera stöðugt í sviðsljósinu.
Nehei sko!
Annars kann ég Framsókn engar sérstakar þakkir fyrir að viðhalda vanlíðan og stressi hjá almenningi sem vill fara að sjá hlutina gerast.
Nú eða ekki gerast.
Þetta virðist vera hallærislegt leikrit eða spuni sem leikinn er af fingrum fram.
Út með það börnin góð.
Eruð þið með eða á móti?
Kannski sitt lítið af hvoru?
Framsókn fundar að nýju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 31. janúar 2009
Takk fyrir að minna mig á
Mér fannst fyndið að horfa á háborðið hjá Framsókn með frambjóðendunum til formanns á dögunum.
Þar voru saman komnir fimm karlar, hvítir, á besta aldri í jakkafötum.
Sama gamla, þreytta sviðsmyndin, sú sem enginn trúir á lengur.
Svo stökk Sigmundur Davíð fullskapaður og glænýr beint í formanninn.
Kosinn af fjögurhundruðfjötíuogníu Framsóknarmönnum.
Og nú á hann sitt korter og nýtir það út í ystu æsar.
En kæri maður, það verður einungis þetta korter sem þú færð ef svona heldur áfram.
Fólk bíður eftir að stjórnin verði til og aðgerðir geti hafist.
Framsóknarflokknum verður seint og illa fyrirgefið ef hann klúðrar þessu máli.
Kannski veit Framsókn eitthvað sem við vitum ekki.
Það má jafnvel vera að það liggi ekkert á að koma starfhæfri stjórn á koppinn.
Að það sé í raun alls ekki svo svakalega slæmt ástand á Íslandi eins og Geir vill t.d. vera láta.
Takið ykkur endilega tíma Framsóknarmenn, veljið orðalag, prófarkalesið, finnið ásættanlega leturgerð og línubil í verksamningi tilvonandi stórnar.
Því að fresta bara fram á mánudag meðan þið rúnkið ykkur yfir mikilvægi ykkar?
Frestið þessu fram að næstu helgi.
Að minnsta kosti.
Hugsið ykkur öll viðtölin og fjölmiðlaumfjöllunina sem þið fáið þá? Ókeypis PR rétt fyrir kosningar.
Ekkert liggur á!
En það er þessum töktum að kenna hjá Framsóknarflokknum sem gerir það að verkum að fólk er komið með ógeð á flokkakerfinu.
Takk fyrir að minna mig á.
Telur forsendur fyrir stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 30. janúar 2009
Pólitískar slysabætur?
Var að hugsa um eftirlaun áðan á meðan ég gekki um. Var að æfa mig í að hugsa og ganga. Gekk nokkuð vel bara.
Skil ekki alveg þetta eftirlaunafyrirkomulag en það er bara eitt af mörgu sem ég næ ekki að ryðja nothæfu í gegnum heilabússvinnsluna.
Sko, ef þú ert búin/n að vera ráðherra í meira en eitt ár samfellt þá áttu rétt á 12 mánaða biðlaunum.
Næ því, tékk.
Allir fráfarandi ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru alþingismenn.
Tékk, tékk.
Þær færa sig um sæti í vinnunni, fara af háborði yfir á lágstól og fá 335 þúsund ofan á alþingismannalaunin sín í 12 mánuði vegna aðeins minna skrifborðs, olnboga- og fótarýmis.
(Ekkert tékk)
Pólitískar slysabætur?
Olnbogabætur?
Hnésbætur?
Árni Matt ætlar að taka sín biðlaun og hefur nú þegar látið það berast þannig að enginn gangi nú um með væntingar um fagurt eðli og hegðun til eftirbreytni, þegar hann á í hlut.
Hann segist vanur að taka því sem að honum er rétt!
Það kallar á ýmsar spurningar Árni minn?
Einhver annar en ég gæti stokkið á þetta svar og spurt sí svona hvort þetta eigi við um allar greiðslur sem þér bjóðast?
Bæði ofan og neðan borðs?
Nei, það getur ekki verið, ljótt af mér að fabúlera svona en þú verður að gæta orða þinna karlinn minn.
Svo ætla ég að segja eins og börnin:
Glætan að einn einasti af fráfarandi ráðherrum Sjálfstæðisflokksins afþakki biðlaun.
Þeir eiga þennan rétt samkvæmt lögum og þeir fara ekki að gerast lögbrjótar, ónei, haraldurá hafsbotni.
Later.
Ráðherrar afsali sér biðlaunarétti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 30. janúar 2009
Kreppan hefur náð mér alla leið!
Ég er ekki vön að segja frá draumum mínum, enda hundleiðinlegt fyrir hlustandann, þið vitið ég var á Laugavegi sem var ekki Laugavegur heldur Oxford Street, með manninum mínum sem var ekki maðurinn minn heldur Charlton Heston (martröð).
En nú get ég ekki látið hjá líða að segja frá þremur ördraumum sem sérfræðingur á vettvangi hefur þýtt jafnóðum og þeir hafa komið í hús (höfuð).
Um daginn dreymdi mig að ég sæi samankominn þingflokk Sjálfstæðisflokksins þar sem þeir voru með blaðamannafund fyrir utan Núllið í Bankastrætinu.
Þeir voru samróma um að þeir þjáðust af harðlífi!
Sérfræðingur á vettvangi túlkaði þetta strax. Enginn mannaskítur, ekkert fjármagn.
Svo dreymdi mig ráðherra sömu stjórnar hvar allir voru nauðasköllóttir og var til þess tekið hvað þessi nýja greiðsla fór starfandi menntamálaráðherra vel.
Sérfræðingur var ekki í vandræðum: Ekkert hár, ekkert fjármagn.
Þann þriðja dreymdi mig rétt fyrir birtingu í morgun, hvenær ég hrökk upp svitastorkin og skelfingu lostin.
Í draumnum stóð ég í Bónus og var að þrefa við afgreiðslukonu vegna ónýts kattarfóðurs sem ég hafði keypt á kvöldverðarborðið fyrir okkur á kærleiks vegna fátæktar.
Bónuskonan (sem var ekki kona heldur Jón Ásgeir) vildi ekki greiða mér til baka, heldur láta mig fá nýjan kattarmat.
Við slógumst og tuskuðumst til, ég var mjög reið. Ég veinaði og grét. "Peningana mína, peningana mína" ég grét með þungum ekka.
Það er skemmst frá því að segja að ég gjörtapaði málinu.
Draumarnir segir mér bara eitt, að kreppan hefur náð mér alla leið.
Einkum með tilliti til þess að slagsmál í draumi númer þrjú voru upp á 178 krónur íslenskar.
Hér þurfti engan sérfræðing til túlkunar og Geir ekki reyna að fegra ástandið!
Cry me a river!
Gera of mikið úr vandanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Föstudagur, 30. janúar 2009
Látum ekki liggja á milli hluta
Látum liggja á milli hluta hversu siðlaust það er að koma eignum sínum í skjól með því að skrá þær á eiginkonurnar.
Siðlaust og aumingjalegt.
En látum ekki liggja á milli hluta að komast til botns í öllu því sem þessir vesalingar hafa gert þegar þeir gerðu sér grein fyrir að skipið var að sökkva og þeir hófu aðgerðir til að bjarga Armaníklæddu rassgatinu á sjálfum sér.
Látum ekki liggja á milli hluta að rannsaka jakkafötin frá A-Ö.
Jafnvel þó það kosti.
Þó ekki væri til annars en að læra um mannlegt eðli og til að fyrirbyggja að hörmungarnar sem við tökumst nú á við, fólkið í landinu, geti aldrei endurtekið sig.
Aldrei nokkurn tímann.
Fleiri bankamenn skráðu eignir á ættingja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 30. janúar 2009
Búsáhöld og búggamál
Það er varla að ég þori að segja það upphátt, en það virðist vera tekið mið af vilja fólksins við gerð þessarar bráðabirgðaríkisstjórnar.
Haldið þið að það sé?
Búsáhaldabyltingin með búgganum hans Guðmundar Andra er að skila bæði einu og öðru.
Allt þetta fólk sem á undanförnum mánuðum hefur komið og sagt okkur sagt, hef ég kynnst í gegnum fjölmiðla, aðallega Silfur Egils.
Fólk sem var þarna allan tímann og maður vissi hvorki haus né sporð á, vegna þess að það var ekkert verið að nota það.
Fólk sem virðist kunna til verka og á engra meiri hagsmuna að gæta heldur en ég og þú.
Mikið skelfing er ég glöð með að Gylfi verði ráðherra í nýrri stjórn þegar og ef (ekki móðga Framsókn) hún verður til.
Og fjölmiðlar fá plús í kladdann (aðallega sumir fjölmiðlar) fyrir að hafa talað við fullt af fólki sem ég persónulega þori að trúa og treysta.
Gylfa (og Lilja Móses, svo ég nefni dæmi) má treysta er ég viss um.
Og vonandi þarf ég ekki að éta ofan í mig að þessu sinni.
Góðan daginn annars, ormarnir ykkar.
Gylfi tók ráðherraboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr