Færsluflokkur: Dómar
Mánudagur, 22. september 2008
Um nauðgunarmál
Ég var að lesa leiðara Jóns Trausta inni á dv.is en hann er um nauðgunarmál.
Leiðarinn kemur að nauðgunarmálum frá dálítið öðrum sjónarhóli en vant er og þess vegna er hann mun sterkari fyrir bragðið og skyldulesning.
JT skrifar um þá afstöðu sem dómstólar og samfélgið taka gagnvart nauðgurum vs þolandanum.
Að hagmunir þolandans víki fyrir hagsmunum nauðgarans.
Einnig í sifjaspellamálum.
Eins og ég segi, þennan pistil á enginn að láta fram hjá sér fara.
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Miðvikudagur, 10. september 2008
Hver ber ábyrgðina?
Fyrirkomulagi á reynslulausnum dæmdra manna á Íslandi er greinilega mikið ábótavant.
Ég sé ekkert fengið með að menn séu eins og hundelt dýr út um allar jarðir en það er alveg fáránlegt að maður sem er dæmdur kynferðisofbeldismaður og á reynslulausn fái leyfi til að vippa sér í nám til útlanda sí svona.
Og hver er tilgangurinn með því að hann komi reglulega í viðtal sérfræðinga til Íslands? Halda þessir menn að það sé trygging fyrir því að hann haldi sér réttu meginn við strikið?
Það er eins og það sé einhver afneitun í kerfinu. Eins og það sé hægt að segja við svona menn eitthvað á þá leið af ef þeir hagi sér ekki þá séu þeir í vondum málum.
Bara ef málið væri svona einfalt.
Ég er ekki búin að gleyma Kompásþættinum þar sem fjallað var um þennan tiltekna brotamann sem virðist fá endalaus tækifæri hjá fangelsismálayfirvöldum.
Kommon ,maðurinn var inni á Vernd á reynslulausn þegar hann sýndi einbeittan brotavilja til að komast í tæri við 13 ára stúlku þegar Kompás lagði fyrir hann beitu. Hann var líka með klám í tölvunni.
Núna er hann í biblíuskóla. Það er gott og blessað fyrir hann - en - hann er ekki búinn að sitja af sér dóminn.
Hvernig væri að þeir sem eiga að sjá um eftirlit og meðferðir með kynferðisglæpamönnum færu að horfa á hlutina út frá raunveruleikanum í staðinn fyrir að gefa endalaus tækifæri og það auðvitað á kostnað barnanna ef illa fer.
Mig langar ekki til að taka þátt í neinum galdraofsóknum á hendur þessum manni, enda geri ég hann ekki ábyrgan fyrir ástandinu sem er uppi núna.
Þar eru það íslensk fangelsisyfirvöld sem spila þarna rússneska rúllettu og leggja möguleg fórnarlömb undir.
Ábyrgðin er alfarið þeirra.
Sveiattann.
Fjallað um Íslending á reynslulausn í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Þriðjudagur, 9. september 2008
Fyrirgefðu þitt auma svín
Stundum finnst mér fólk vera svo plebbalegt að það veldur á endanum öflugu krúttkasti.
Þannig líður mér stundum gagnvart Árna Johnsen.
Sko, það má til sanns vegar færa að Árni er sérstakur náungi.
Þegar ég iðrast einhvers þá fer ég alveg í djúpa eftirsjá og verð miður mín. Lýt jafnvel höfði, eldrauð í framan og gæti átt til að henda mér á fjóra, ef tilefni iðrunarinnar væri mjög alvarlegt.
Þegar Árni segist iðrast þá eru það aðallega tæknileg misstök sem ullu bömmernum, hafði ekki svo mikið með hann að gera.
Ergó: Árni Johnsen iðrast öðruvísi en ég og þeir fjölmörgu sem ég þekki.
(Já ég veit það, voða mikið af iðrandi syndaselum í kringum mig.)
Ef ég fyrirgef þá reyni ég að gera það án þess að segja EN á eftir. Ég reyni líka að láta ekki fúkyrðaflaum og skammir fylgja beiðninni af því það á ekki við saman. Ekki frekar en stórköflóttar buxur og þverröndóttur jakki kalla fram öflug húrrahróp þeirra sem fyrir sjónmenguninni verða.
Fyrirgefningar eru mikilvægar til að gera upp hluti, það finnst voða mörgum held ég.
En þegar Árni Johnsen fyrirgefur þá gerir hann það svona:
"Undirritaður ætlar að fyrirgefa Agnesi Bragadóttur ósmekklegt orðaval í minn garð. Agnes hefur m.a. kallað mig stórslys, en það er svo sem vægt til orða tekið um mig og nánast hrósyrði úr einstöku fúkyrðasafni hennar. Maður á ekki að elta ólar við fólk sem hefur yndi af illmælgi.
Agnes hefur alltaf verið mjög linfróm í mannasiðum og hefði þess vegna, jafnvel með dómsorði, haft gott af því að vera minnt á að hún er aðeins jafningi meðal jafningja.
Agnes hefur klárlega brotið lög með orðbragði sínu og skíthroða í minn garð. Svona er innræti Agnesar en við erum gamlir starfsfélagar og ég veit ekki um neitt illt á milli okkar frá þeim tíma,enda varði ég hana oft. Hún á nógu erfitt með sjálfa sig þó ég fari ekki að þyngja þá bagga. Agnes á mjög brjóstgóða takta þannig að hennar svið er vítt og vinalegt á margan hátt þótt slíkt sé alltaf afstætt í stærðum. Þökk sé Einari Huga Bjarnasyni hdl. fyrir vandaðan undirbúning stefnu og fróðlegt væri að láta reyna á þau lög sem banna umfjöllun um málsatvik hjá fólki sem hefur gert upp að fullu við dómskerfið og hlotið uppreist æru, banna umfjöllun að viðlögðum sektum eða fangelsi.
Í ljósi þess að mér finnst skemmtilegra að skemmta fólki en skrattanum þá geri ég allt sem í mínu valdi stendur til þess að komast hjá því að hitta Agnesi Bragadóttur og fell því frá boðaðri stefnu um meiðyrði um leið og ég bið henni alls góðs og varúðar í munnhálkunni því það er skreypt á skötunni frá kjafti og afturúr.
Árni Johnsen"
Eða á jenísku:
"Ég fyrirgef þér þú auma svín, þín vesæla og andfúla padda sem kannt þig ekki í mannheimum og ert alls staðar til ama og leiðinda.
Ég fyrirgef þér fíflið þitt af því þú ert svo vitlaus að þú veist ekki betur."
Það var nefnilega það börnin góð.
Ætti maður að prufa þennan við fyrsta tækifæri?
Svo má ekki gleyma því að Agnes bað Áddnan aldrei fyrirgefningar.
Æi hvað skil ég svosem.
Fávís konan.
Þorrí
Árni fellur frá málssókn á hendur Agnesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Laugardagur, 16. ágúst 2008
Hvað er það með Íslendinga og ofbeldi?
Ef það er eitthvað sem gerir mig reiða þá eru það réttlætingar á ofbeldi. Eins og flestir er ég sérstaklega viðkvæm fyrir ofbeldi á börnum.
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur gefið grænt ljós á rassskellingar sem uppeldisaðferð.
Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu telur dóminn senda hörmuleg skilaboð til samfélagsins og sé niðurstaðan á skjön við mannréttindasamninga sem og samþykktir Evrópuráðsins.
Foreldrar þurfa að hafa ákveðið svigrúm, segir Hildigunnur Hafsteinsdóttir sem nýverið skrifaði meistararitgerð í lögfræði við Háskóla Íslands. Bar ritgerðin heitið Líkamlegt ofbeldi gegn börnum. Hildigunnur er sammála niðurstöðu héraðsdóms og segir íslensk lagaákvæði óskýr. Í Svíþjóð eru miklu afdráttarlausara lagaákvæði. Þar bara má ekki leggja hendur á börn, það má ekki refsa þeim líkamlega. útskýrir Hildigunnur."
Hvað er í gangi hérna? Ég hélt mig vera með það á hreinu að ofbeldi á börnum, þ.e. öll líkamleg valdbeiting væri algjörlega bönnuð á Íslandi.
Ég segi eins og Edda vinkona mín: Hvað er það með Íslendinga og ofbeldi?
Hvaða svigrúm þurfa foreldrar að hafa? Fólk sem beitir ofbeldi er ráðalaust og komið í þrot. Það notar því líkamlegt yfirburði til að fá vilja sínum framgengt. Þurfa íslenskir foreldrar slíkt svigrúm?
Ef svo er þá á það fólk ekki að hafa ábyrgð á börnum. Börn á ekki að meiða.
Það er eitthvað meira en lítið að íslenskri þjóðarsál sem stöðugt daðrar við ofbeldi og annan ófögnuð. Það er endalaus réttlæting á ofbeldi í þessu landi. Aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við líða ekki slíkt.
Lesið einnig frábæra færslu Ólínu Þorvarðardóttur um sama mál.
Sveiattann.
Er í lagi að refsa börnum líkamlega? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Þungur dómur, en er hann nógu þungur miðað við glæpinn?
Ég legg það ekki í vana minn að lesa kynferðisdóma gagnvart börnum í smáatriðum.
Ég veit út á hvað þeir ganga og mér nægir að kynna mér þá í stórum dráttum.
Ég hef ekki taugar til að setja mig inn í þá frá a-ö. Ég verð algjörlega niðurbrotin eins og flestir ímynda ég mér.
En nú hefur fallið þyngsti dómur hingað til fyrir kynferðisafbrot gegn barni og ég lét mig hafa það að setja mig inn í málið frá byrjun til enda.
6 ár er þungur dómur miðað við þá dóma sem áður hafa gengið og eru okkur til skammar.
Ég trúi ekki að fangelsi geri menn að betri mönnum en það eiga að vera skýr skilaboð dómskerfisins og þjóðfélagsins alls til níðinganna, að ofbeldi á börnum verði ekki liðið.
Málið er svo ógeðslegt svo grimmilegt og ljótt að mig langaði til að loka augunum og hætta að lesa.
Refsiramminn leyfir mun þyngri refsingu og í þessu tilfelli hefði dómurinn mátt vera mun hærri við vitum að hér á landi sitja menn aldrei allan tímann.
Og ég velti fyrir mér hvað gerist svo?
Á svona manneskja að hafa frjálsan aðgang og möguleika á að nálgast börn?
Við erum í vondum málum á Íslandi.
Hér eru ákæruliðirnir.
a. í nokkur skipti strokið brjóst stúlkunnar innan klæða,
b. í nokkur skipti sett fingur inn í kynfæri hennar og endaþarm,
c. í nokkur skipti látið hana halda um getnaðarlim sinn,
d. í eitt skipti haft munnmök við hana,
e. í 5-6 skipti fengið hana til að hafa við sig munnmök,
f. í fjölmörg skipti haft við hana endaþarmsmök,
g. í fjölmörg skipti, allt að tvisvar sinnum í viku, haft samræði við stúlkuna.
Hér má lesa málsskjölin.
Sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (51)
Mánudagur, 11. ágúst 2008
..svo píkulegt og tilfinningahlaðið
Einu sinni sagði karlbjáni við mig að konur væru ekki hæfar í samræður um dómsmál og pólitík m.a. vegna þess að þær hugsuðu með leggöngunum og þvældu alla hluti með því að prjóna inn í alla "málefnalega umræðu" bölvuðu tilfinningakjaftæði.
Það er ekkert afskaplega langt síðan að þetta var sagt en í gegnum lífið hef ég fengið þessa "málefnalegu" beiðni frá "sterka" kyninu um að halda kjafti og reyna að dingla augnhárunum þegar alvarleg mál ber á góma. Munurinn er að það er ekki sagt alveg svona beint út eins og ofannefnt fífl gerði.
Til þess að vera teknar gildar í samræðum um alvörumál verða konur að varast að dassa umræðuna með tilfinningum. Það er bannað í karlaheiminum. Það er svo móðursýkislegt og ómálefnalegt. Svo alvegaðbyrjaátúrlegt eitthvað.
Nauðganir, ofbeldi, mismunun á fólki eftir stöðu, húðlit, trúarbrögðum, menntun og öðru sem notað er sem mælistika á ágæti fólks á að ræða ískalt og án tilfinningalegrar innblöndunar.
Ég er satt að segja ekki með neina trú á að tilfinningalaus umræða skili nokkru.
Karlalægur hugsunarháttur hefur ekki sýnt sig breyta miklu af ríkjandi óréttlæti svo ég taki eitt dæmi sem eru dómar í ofbeldismálum.
Það er karlægur hugsunarháttur að verðleggja störf kvenna í umönnunarstéttum á tombóluprís en laun manna í stjórnum fyrirtækja og í forstjórastólum á uppsprengdu verði. Að vinna með peninga er æðsta starf sem karlaheimurinn getur hugsað sér. Fyrir það þarf að greiða ólýsanlega háar fjárhæðir.
Það er karlægur hugsunarháttur sem birtist okkur í íslensku dómskerfi þegar dæmt er fyrir ofbeldi og þá einkum og sér í lagi á konum og börnum.
Við erum vanþróað ríki þegar kemur að skilningi á ofbeldi á konum og börnum.
Feðraveldið neitar að hlusta, skilja og læra.
Ekki bara í dómskerfinu, heldur í menntakerfinu og annarsstaðar þar sem það skiptir máli að kunnátta og hæfni til að taka á alvarlegum afbrotum gagnvart konum og þá sérstaklega börnum sé til staðar.
Hið karlæga kerfi vill engar breytingar á þessum málaflokkum. Þeir rembast við að halda í löngu úreltan hugsunarhátt, þeir neita að opna augun fyrir staðreyndum.
Enda engar tilfinningar með í myndinni.
Það er svo píkulegt eitthvað.
Dómar | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (92)
Mánudagur, 11. ágúst 2008
Hegðið ykkur á meðan ég sef
Þá er þessi sunnudagur liðinn og kemur ekki aftur.
Ég er búin að vera skjálfandi úr kulda í allan dag vafin innan í peysur og hef farið tinandi eins og gamalmenni á milli stóla. Lesandi. Það hefur bjargað lífi mínu í þessu furðulega kuldakasti sem hefur herjað á mig frá því ég opnaði augun blásaklaus í morgun að vera með góða bók.
Ég er að lesa svo magnaða bók sem heldur mér í heljargreipum. Glerkastalinn heitir hún og er glæný úr prentsmiðjunni.
Ég blogga auðvitað um þessa bók en ég lofa ykkur að þessa verðið þið að lesa.
Stundum er sjálft lífið lygilegra en nokkur fantasía. Hrífandi frásögn bandarískrar konu af æsku sinni. En meira um það seinna.
Ég ætla að vona að ég nái upp í eðlilegan hita þegar líða fer á vikuna. Ég ætla nefnilega í berjamó. Jess og ég er ekki að ljúga. En ég veit ekki hvert er best að fara til berja svona dagstund og er að hugsa um að hringja í lækni sem ég þekki og fá hjá honum upplýsingar. Hann er berjamaðurinn með ákveðnum greini í EINTÖLU.
Og svo er verið að segja mér að rabbarbari vaxi eins og mófó upp í Skammadal og það sé ölum frjálst að rífa hann upp með rótum og fara með heim.
Miðað við efnahagsástandið og veiklulega innkomu undirritaðrar (má lesa um það hjá Gurrí, muhahahaha) verður maður að fara að nýta sér allar mögulegar matarholur.
En...
Mér finnst ég verða að blogga um nálgunarbannsmálið sem er að kæfa mig úr reiði en það er sunnudagskvöld og ég bíð til morguns með að springa.
En þá verð ég líka óð á lyklaborðinu.
Nigthy - nigthy.
Hegðið ykkur á meðan ég sef.
Dómar | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fimmtudagur, 7. ágúst 2008
Kæri Björn
Jæja kæri Björn Bjarnason.
Ég kann þér engar þakkir fyrir að hafa komið því svo fyrir að nú muni nektardansstaðir spretta upp eins og gorkúlur út um allar koppagrundir með þeim fylgifiskum sem oftast fylgja starfsemi af þessu tagi, amk. úti í heimi í þeim löndum sem enn leyfa slíka starfsemi, en þeim fer sem betur fer fækkandi.
Þetta er aldeilis glimrandi tímasetning núna einkum í ljósi nýlegrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem hafa áhyggjur af stöðu jafnréttismála hér á landi og harðri gagnrýni nefndar á þeirra vegum, hvað varðar kynferðisofbeldisdóma.
Vændi er leyfilegt og nú er síðustu hindruninni rutt úr vegi.
Reyndar erum við konur margar hverjar á því að íslenskt dómskerfi sé ekki fyrir okkur og börnin okkar.
Við stefnum hraðbyri aftur í tímann um einhverja áratugi.
En mikið skelfing hlýtur að gefa vel af sér að vera í bisness þar sem líkami kvenna er söluvaran. Þeir ganga sig upp að hnjám kaupmennirnir.
Umsóknir nektarstaða til nýrrar umsagnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Miðvikudagur, 6. ágúst 2008
Ofbeldi gegn börnum
Ég ætla ekki að dæma fólkið sem gleymdi barninu sínu á flugvellinum í Tel Aviv þó ég geti fullyrt að það hefði aldrei getað hent mig að gleyma stelpunum mínum. Það er svo fjarri lagi. En aðstæður þekki ég ekki og ætla því að láta það eiga sig að dissa þessa foreldra þó þeir eigi það skilið.
Ég gat aldrei skilið foreldra Maddý í Portúgal sem skildu börnin sín eftir ein á hótelherbergi og mér er nokk sama þó þau hafi séð heim að húsinu, skiptir engu máli. Svona gerir maður ekki. Það stendur eftir í þessu sorglega máli.
Og svo er það umræðan um hvað er ofbeldi á börnum.
Fyrir mér er það dagsljóst hvar þau mörk liggja.
Þú beitir börn ekki líkamlegum hirtingum. Þú misbýður ekki barni með því að nota líkamlegan styrkleika þinn til að brjóta vilja þess á bak aftur. Öll valdníðsla er ofbeldi. Afgreitt og búið mál.
Ég sá einu sinni hollenska konu á sólarströnd slá barnið sitt utan undir í hvert skipti sem það hreyfði sig í aðrar áttir en hún kaus. Ég flaug á kerlinguna. Ekki að það hafi breytt neinu.
Ég lenti einu sinni í tjaldi við hliðina á Könum af vellinum sem voru í útilegu með börnin sín. Maðurinn gekk stöðugt í skrokk á drengjunum sínum og ég flaug á hann líka. Það breytti heldur ekki neinu, en hvað gerir maður?
Á Íslandi sér maður ekki mikið af fólki sem beitir börn líkamlegu ofbeldi og þeir sem það gera eru örugglega að því á bak við byrgða glugga, svona oftast amk. Það er að minnsta kosti bannað með lögum á þessu landi að meiða börn og það er sterk andúð á slíku athæfi hér sem betur fer.
En ég sé oft hluti sem eru ekki ásættanlegir og eru ekki síður ofbeldi en barsmíðar. Í gær var ég í röð við kassa og konan á undan mér var með 3-4 ára barn í körfunni hjá sér. Barnið vildi úr körfunni og þá sagði þessi móðir við afkomandann: Ef þú hlýðir mér ekki þá fer ég með þig út í bíl og læsi þig inni og skil þig eftir í myrkrinu!
Það er sagt að á Íslandi sé mikið af vanræktum börnum. Börnum sem fá ekki þörfum sínum fyrir nálægð og umhyggju fullnægt. Ég veit ekki svo mikið um það enda ekki mikið í svoleiðis kreðsum núorðið og er bara innan þau börn sem að mér snúa.
En barnalögin eru skýr. Þau taka á öllu þessu.
Málið er að þau eru ónýtt plagg oft á tíðum á Íslandi nútímans.
Og svo eru það dómstólarnir sem dæma í ofbeldismálum.
Hvað segist um 4 ára dóm fyrir að misnota sjö börn?
Skammist ykkar þið sem stöðugt bregðist börnum í þessu landi en eigið að gæta öryggis þeirra.
Dómar | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Þriðjudagur, 29. júlí 2008
Agnes rífur kjaft og Árni fer í ljósabað
Svei mér þá ef það er ekki pirringur í loftinu. A.m.k. er ég urluð í lengd og bráð.
Ég er svo leið á prímadonnuduttlungum fólks sem stöðu sinnar vegna getur fengið athygli út á alla skapaða hluti.
Eins og hann Árni, sem stöðugt virðist næra athyglisþörf sína.
Agnes rífur kjaft það er rétt og hún er ekki að spara sendingarnar þegar hún á annað borð hefur skoðanir.
Mér finnst alveg að Agnes mætti fara á námskeið í naumhyggju tungunnar, en það er annað mál.
Aðfarir hennar að forsetanum t.d. eru út í hött. Ólafur lætur sig samt hafa það. Kannski er forsetanum bannað að fara í mál, hvað veit ég.
En Árni lætur tækifærið ekki úr greipum sér ganga. Agnes gaf honum færi á að ljósabaða sig.
Fyrir utan ljótt orðfæri þá sagði Agnes í raun aðeins það sem allir vita og gengur að lesa í hæstaréttardómi yfir þingmanninum.
En Árna er misboðið og hann ætlar að vera móðgaður í gegnum fjölmiðla og dómstóla.
Árni fer í ljós - sviðsljós
Get a fucking live!
Árni stefnir Agnesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 4
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 2987343
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr