Færsluflokkur: Dómar
Fimmtudagur, 12. mars 2009
Loksins!
Auðvitað mætti enginn í blysförina heim til Jóhönnu, en það mátti reyna.
Hvað um það og varðandi Jóhönnu.
Mér finnst löngu tímabært og teljast til töluverðra tíðinda að Breiðavíkurdrengirnir og önnur börn sem illa var farið með og voru á vegum hins opinbera, séu loksins beðin afsökunar.
Það gerði Jóhanna Sigurðardóttir glæsilega úr ræðustól Alþingis í dag.
Það furðulega er að Mogginn er eini miðilinn sem ekki hefur vikið að þessum merkilegu tímamótum einu orði.
Geir Haarde hafði ekki séð sér fært að biðja þolendurna afsökunar á sínum tíma og ég kem aldrei til með að skilja hvers vegna það stóð í honum og ríkisstjórn hans.
Breiðavíkurofbeldismálið og önnur viðlíka eru svartur blettur á íslenskri sögu.
Ill meðferð á börnum þreifst og blómstraði í skjóli ríkisins.
Allir og þá meina ég allir, á öllum stigum, litu í aðra átt, gerðu ekkert og brugðust með því saklausum börnum sem aldrei gátu borið hönd fyrir höfuð sér.
Nú bíð ég eftir að þeir sem eftir lifa eða aðstandendur þessara barna fái skaðabætur sem sómi er að.
Fyrr er málinu ekki lokið.
Enginn mætti í blysförina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 6. mars 2009
Bönnum vændi strax!
Sextán samtök skora á stjórnvöld að leggja bann við kaupum á vændi. Segir í áskorun þeirra að því beri að fagna að enn einu sinni er komið fram á Alþingi frumvarp um að banna kaup á vændi.
Að því frumvarpi standa stjórnarflokkarnir ásamt þingkonum Framsóknarflokks.
Það er í raun óskiljanlegt að við skulum vera á þriðjaheimsplani hvað þetta varðar hér á Íslandi.
Milljónir kvenna og barna eru seld í kynlífsánauð víða um heim.
Vændi er af sömu rót sprottið, amk. eru örfín skil þarna á milli.
Þú átt ekki að geta keypt þér aðgang að líkama fólks með góðu leyfi samfélagsins.
Nú bærist í mér sú von að bann við kaupum á vændi verð lögfest hér á landi.
Og það strax.
Það væru dásamleg málalok.
Skora á stjórnvöld að leggja bann við vændiskaupum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (168)
Miðvikudagur, 18. febrúar 2009
Hvað varðar okkur um það?
Alltaf gott þegar dílerar og ofbeldismenn eru gómaðir.
En fyrirgefið, hvað kemur almenningi við, við hverja hinn ákærði og nú dæmdi talaði í síma?
Það er verið að gera mikið mál út af því að um amk. einn "frægan" einstakling var að ræða, mann sem hafði talað við dílerinn í síma og mögulega verslað af honum.
Maðurinn "frægi" var ekki fyrir dómi, hann var ekki til umfjöllunar vegna eins eða neins og þar af leiðandi varðar okkur ekkert um það.
Ef fíkniefnalögreglan hefur eitthvað á fólk þá væntanlega taka þeir viðkomandi og setja í járn.
Ef ég hringdi í einhvern sem seldi landa og ætti við hann ruglaðar samræður (sem er ekki saknæmt síðast þegar ég gáði) ætti ég þá á hættu að röddin á mér kæmi fyrir dóm, væri skráð í dómsskjöl og ég missti svo vinnuna jafnvel í þokkabót?
Maður heyrir bara hringla í handjárnunum í fjarska.
Eins gott að passa sig á hvað mann segir og við hvern og ég er ekki að grínast.
Svona er fólk tekið af lífi á Íslandi.
Skamm.
Nöfn tekin út úr dómi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Fimmtudagur, 29. janúar 2009
Rasisti fyrir allan peninginn
Sjitt, þarna slapp ég fyrir horn.
Hef kallað bloggara rasista, sá reyndar ansi mikið eftir því, ég gerði það í hita leiksins.
Nú er komið veiðileyfi á óvildarmenn ólíkra kynþátta (flott orðað hjá mér, ekki hægt að súa mér fyrir þetta?).
Nú verður það rasisti, rasisti, helvítis rasisti fyrir allan peninginn á blogginu.
Nei það verður óvildarmaður ólíkra kynþátta alla leið.
Segi svona.
En svona án gríns þá er algjörlega á huldu hvar mörkin eru á netinu.
Maður verður að passa sig og fara varlega, en í raun veit enginn nákvæmlega hvar mörkin liggja.
Vandlifað.
Ekki að mig langi neitt að fara að kalla einhvern ónöfnum...
en það gæti runnið upp sú stund.
Annað eins hefur nú gerst.
Sýknaður af ummælum í bloggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 22. janúar 2009
Veiðileyfi gefið út á íslensk börn
Líkamlegt ofbeldi á börnum er leyfilegt á Íslandi. Það er nokkuð ljóst eftir daginn í dag.
Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir manni sem gefið var að sök að hafa tvisvar til þrisvar rassskellt tvo drengi, sex og fjögurra ára, syni kærustu sinnar.
Hann bar líka olíu á rassinn á þeim.
Hann lamdi kærustuna (bakhluta) með belti, var sýknaður þar líka, er áhugamaður um BDSM í kynlífi.
Hvarflar að einhverjum fleirum en mér að það hafi verið meira en refsigleði sem hvatti manninn til afreka?
Að slá lítil börn er glæpur og í mínum augum aldrei réttlætanlegur.
Má slá börn í andlitið á Íslandi?
Er það smekksatriði dómara á landinu hvað telst ofbeldi á barni?
Valdbeiting við varnarlaus börn er ófyrirgefanlegt athæfi.
Til þess telst líka að ógna börnum eða hræða þau til hlýðni.
Með þessum dómi Hæstaréttar hefur verið gefið veiðileyfi á íslensk börn.
Meiri bölvaður tvískinnungurinn sem viðhefst á þessu landi.
Enda höfum við ekki staðfest barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna ennþá.
Skammist ykkar.
Mátti flengja drengi kærustu sinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Þriðjudagur, 20. janúar 2009
Óreiðumennirnir í Árnessýslu
Hátt í fjögurhundurð handtökuskipanir hafa verið gefnar út í Þvagleggnum.
Þvagleggur sýslumaður vinnur vinnuna sína og það stendur blóðbunan aftan úr honum.
Hann gerði þetta í fyrra líka, ábyggilega með góðum árangri.
Og nú geta "óreiðumenn" í Árnessýslu átt von á lögreglunni í heimsókn, á vinnustaði og heimili og þeir færðir fyrir yfirvaldið.
Það má vera að þetta sé sniðug aðferð til innheimtu.
En í þessu tilfelli hefði ekki verið hægt að vera ósmekklegri þó viðkomandi hefði sótt sérstakt námskeið í að kynda undir reiði fólks og hella olíu á eldinn.
Það gerir mig snakilla að sjá hlaupið eftir venjulegu fólki með þessum hætti þegar stórglæpamennirnir og hinir eiginlegu óreiðumenn njóta einhverskonar friðhelgi og fá að halda iðju sinni áfram óáreittir þrátt fyrir að hafa framið rán á heilli þjóð.
Vitið þið; ég verð ekki hissa þótt þetta endi með byltingu.
Og henni ekki friðsamlegri ef fram heldur sem horfið.
Er umræddur sýsli á leið í pólitík?
Kæmi mér ekki á óvart.
Hátt í 400 handtökuskipanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Þriðjudagur, 2. desember 2008
Íslenskt réttarfar ekki fyrir konur og börn
Það stoðar lítt að kæra presta sem hafa misnotað aðstöðu sína gagnvart sóknarbörnum.
Ég segi þetta af því þannig er það því miður langoftast.
Tvær stúlkur stóðu eftir af fleiri og kærðu sóknarprestinn á Selfossi.
Sem tók sér fjandansmálamyndafrí á meðan rannsókn fór fram en hélt samt áfram að gifta og svona þrátt fyrir það.
Honum fannst greinilega ekkert að því. Enda svo tilfinningaheitur og mikill knúsari og faðmari.
Hefði betur flaðrað heima hjá sér og haldið höndum undir kirtli í vinnunni.
Ég hef ákveðna afstöðu í svona málum.
Ég trúi þolendunum þangað til annað kemur í ljós.
Enda sjaldgæft að konur og börn séu að dikta upp svona í höfðinu á sér.
Ég hef sagt það áður og ég segi það enn, íslenskt réttarfar er ekki fyrir konur og börn.
Þegar ég les eftirfarandi tvær málsgreinar þá fer hrollur upp eftir bakinu á mér. Minnir mig á annan guðsmann með lækningamátt sem varð tíðrætt um strauma.
"Honum var m.a. gefið að sök að hafa strokið annarri stúlkunni um bakið utanklæða og látið þau orð falla að honum liði illa og straumarnir streymdu úr líkama hans við það að faðma hana.
Þá var honum einnig gefið að sök að hafa faðmað aðra stúlku og kysst hana nokkrum sinnum á kinnina. Auk þess hafi hann reynt að kyssa hana á munninn og látið þau orð falla að hann væri skotinn í henni og hún væri falleg."
Kynferðisleg misnotkun hefur alltaf verið tengd kirkjum og trúarbrögðum.
Mis mikið reyndar en alltaf eitthvað.
Það er ein af ástæðunum fyrir að mér er meinilla við trúarbrögð.
Þau hafa afskaplega lítið með trú að gera.
Og fyrir mér eru prestar engir umboðsmenn guðs á jörðinni.
Vonandi verður þessum dómi áfrýjað til hæstaréttar.
Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (261)
Föstudagur, 21. nóvember 2008
Sláturhúsið hraðar hendur
Vó maður, löggan vinnur með hraða ljóssins á þessum síðustu og verstu.
Haldið þið að þeir hafi ekki gómað Bónusflaggarann þar sem hann var í heimsókn í Alþingishúsinu með skólanum?
Ójú, einhver bar kennsl á flaggarann og áður en hann gat sagt: "Helvíti laglegir litirnir á þessu betrekki hérna á klósetti Alþingis", var búið að handtaka hann og færa í böndum beint í betrunarhúsið.
Þetta er svo kölluð hraðrefsimeðferð sem lögreglan notar gegn stórglæpamönnum á ófriðartímum.
Sláturhúsið hraðar hendur í aksjón. Jájá.
"Ástæðan fyrir því að flaggarinn var handtekinn er hinsvegar ekki vegna þess að hann flaggaði fánanum, heldur átti hann eftir að afplána dóm sem hann hlaut árið 2006. Þá var hann dæmdur fyrir að klifra upp í krana á Kárahnjúkum í mótmælaskyni vegna virkjunarframkvæmda. Þá var honum gert að greiða tvö hundruð þúsund krónur. Í stað þess að borga sektina ákvað mótmælandinn að afplána fjórtán daga refsingu.
Hinsvegar var maðurinn handtekinn fyrirvaralaust, sem samrýmist ekki lögum um afplánun, en þar segir að tilkynna verði, með minnsta kosti þriggja vikna fyrirvara, hvar og hvenær viðkomandi eigi að afplána refsingu sína. Samkvæmt móður mótmælandans, þá fékk hann ekki slíka viðvörun. Sjálf taldi hún ástæðuna einfaldlega vera að koma eigi í veg fyrir að hann komist á skipulögð mótmæli."
Ég er svo fegin því að lögreglan er áttuð á stað og stund og lætur til sín taka þegar hættulegir glæpamenn eru annars vegar. Kommon hann ógnaði íslensku þjóðinni með því að hanga í krana í Kárahnjúkum. Maðurinn er greinilega stórhættulegur og það verður að setja hann á svo kallað klifurskilorð.
Drengurinn verður að hafa fasta jörð undir fótum þar til í febrúar n.k.
Er það nema von að minni tími gefist í önnur og minni mál eins og að eltast við fjárglæframenn og ofbeldisseggi?
Kannski verða mótmælendur á Austurvelli teknir niður allir sem einn og settir í fangelsi bara.
Það getur beinlínis verið bannað að vera með hávaða við þinghúsið.
Þar inni er fólk að reyna að hugsa og tala og muna - aðallega muna.
Frusssss
Jæja glæpamaðurinn er kominn á bak við lás og slá.
Ætli hann verði ekki settur í klefa með hinum stórglæpamönnunum, þessum sem stal hangikjötslærinu og svo hinum alræmda lifrapylsuþjófi?
Jess.
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Miðvikudagur, 5. nóvember 2008
Djöfuls glæpajurtin
Svona á að gera þetta. Húrra fyrir íslenska dómskerfinu.
Mannandskoti nokkur þrídældi bensíni á bílinn sinn fyrir samtals 7.508 krónur og stakk af án þess að borga.
Haldiði að það sé?
Djöfuls glæpajurtin.
Hann fékk 45 daga skilorðsbundið fangelsi helvítið áonum.
Skilaboðin eru skýr. Glæpir borga sig ekki á kærleikseyjunni.
Á Íslandi þrífast öngvir bensínþjófar, hvað þá hangikjötlærisþjófar.
Mitt auma hjarta gladdist yfir þessu.
Tökum smákrimmana, merjum þá, berjum þá og látum þeim blæða.
Svo stórkrimmarnir geti haldið áfram að dunda sér við að taka þjóðina í görnina.
Afsakið á meðan ég rækta ákveðna "boddíkal fúnksjón" lútandi yfir klósettskálina.
Blóta ég of mikið?
Jájá, mér er bara svo misboðið fyrir hönd bensínstöðvarinnar og Sláturfélags Suðurlands.
Irrrrrrrrrrrr
BURT MEÐ SPILLINGARLIÐIÐ!
Skilorð fyrir bensínþjófnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 30. október 2008
Korktapparnir tveir
Mafía hvað?
Áfram heldur íslenski farsinn og það kemur æ betur í ljós hvaða samtryggingar- og kunningjaþjóðfélag við búum í við Íslendingar.
Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari og Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, álíta sig ekki vanhæfa til að sinna frumrannsókn á starfsemi viðskiptabankanna þriggja í aðdragandanum á falli þeirra.
Sonur Valtýs, Sigurður, er forstjóri Exista. Sonur Boga, Bernhard, er framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Stoða. Hvort tveggja er útrásarfyrirtæki með tengsl við fallna banka, Kaupþing og Glitni.
Nei, nei, íslenska leiðin til að komast að sannleikanum er dásamleg. Setjum fjölskylduna í málið bara og allt mun verða dregið fram í dagsljósið.
Ég veit ekki með ykkur en ég sé ekki betur en að við búum í skelfilegu samtryggingarþjóðfélagi þar sem enginn og ég segi enginn er í alvörunni tilbúinn til að skipta um vinnuaðferðir.
Björn Bjarna, yfirmaður þessara sómamanna sér ekkert athugavert við þessi vægast sagt hæpnu vinnnubrögð.
"Aðspurður vísaði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á þá Valtý og Boga. Engum væru reglur um vanhæfi betur kunnar en þeim. ...þeir eiga sjálfir síðasta orðið um hæfi sitt eða vanhæfi og treysti ég dómgreind þeirra óskorað í því efni, sagði Björn."
Hvar nema hér á Íslandi árið 2008 er talið eðlilegt að fólk gerist dómarar nánast í eigin sök?
Á Íslandi kveður fólk upp úrskurða um vanhæfi sitt eða hæfi. Einfalt og gott. Fífl.
Það er þess vegna sem ég sit hérna með stírurnar í augunum og óttakökk í hálsinum.
Hvernig er hægt að reisa eitthvað nýtt á svona rotnum grunni?
Það er sama hvert maður snýr sér dæmin eru að hrannast upp.
Mafía hvað?
Hafi einhvern tímann verið ástæða til að kalla til erlenda aðila sem engra hagsmuna eiga að gæta þá er það núna þegar þessi ósköp ríða yfir og engu er að treysta.
Aðeins þannig er hægt að byggja upp traust á ný.
Minni á að félagarnir Valtýr og Bogi, þessir varðhundar kerfissins eru korktappar þess dómskerfis sem við nú búum við.
Bara svona að halda því til haga.
Álíta sig hæfa til að rannsaka syni sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr