Færsluflokkur: Dómar
Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Ofbeldisdómar enn á útsölu
Nú fara dómarnir að detta inn aftur eftir réttarhlé.
Það er með ólíkindum hversu íhaldssamir íslenskir dómstólar eru þegar kemur að því að fella dóma yfir þeim sem beita maka sinn núverandi og fyrrverandi, ofbeldi.
Þessi málaflokkur virðist alltaf vera á tilboðspallinum.
Þessi andskotans ofbeldismaður fékk 8 mánaða fangelsi, þar af 6 skilorðsbundið fyrir að ráðast ítrekað á fyrrverandi sambýliskonu sína og tvö börnin hennar.
Ofbeldið fólst m.a. í tveimur fingurbrotum, hálstaki, hnefahögg í andlit og árás á dóttur konunnar sem reyndi að koma móður sinni til hjálpar. (Fleiri en eitt tilvik) Hva? Tertubiti.
Annars stingur þessi dómur svo sem ekki neitt sérstaklega í augum, þetta er gengið á líkamsmeiðingum og andlegu ofbeldi á Íslandi í dag.
Sátt?
Nei, svo sannarlega ekki.
Þegar að ofbeldi gegn konum og börnum er annars vegar, þá eru dómstólarnir ekki að senda út þau skilaboð að það sé alvarlegt mál.
Andskotinn snarpstyggur.
Réðist á konu og börn hennar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Miðvikudagur, 2. júlí 2008
Áfram Bónus
Ég þekki ekki Jóhannes í Bónus.
En mér hefur alltaf fundist hann krútt. Svona kaupmannskrútt.
Og svo hefur hann orðið til þess að lækka matarkostnað íslenskra heimila.
Það gerir hann að ofurdúllu í mínum bókum.
Svo hefur hann gefið ógrynni fjár til góðra málefna.
Það truflar mig ekki nokkurn skapaðan hlut þó hann hafi orðið forríkur á tiltækinu. Ekki mitt mál.
Og ég styð hann (litla Bónus reyndar líka) 100% nú þegar hann ætlar að leita réttar síns vegna ofsóknanna sem hann hefur orðið fyrir af hálfu íslenska kerfisins.
Það á ekki að vera hægt að koma svona fram við fólk og komast upp með það.
Það var einfaldlega ekki innistæða fyrir ofsóknunum.
Áfram Bónus.
Jóhannes Jónsson í Bónus undirbýr kæru vegna Baugsmálsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 29. júní 2008
Hjólið í þá
Um sum mál hefur maður svo margt að segja að það er betra að láta það eiga sig. Svona meira og minna.
Varðandi aðför íslenska ríkisins að Jóni Ásgeiri og Jóhannesi Bónusmönnum þá þykir mér það ganga kraftaverki næst að þeir vilji yfirhöfuð vera á landinu.
Í sex ár hefur verið djöflast í þeim á alla vegu. Útkoman nada, fyrir utan þessa skilorðsbundnu mánuði sem þeim tókst að klína á Jón Ásgeir eftir alla fyrirhöfnina.´
Ef fólk er að brjóta lögin þá endilega saumið að þeim kæru dómstólar. Ekkert að hika, bara láta vaða. Það mætti t.d. byrja á að skoða gengna dóma í nauðgunar- og sifjaspellamálum og athuga hvort eitthvað þarf ekki að athuga þar, svo ég nefni dæmi.
En þessar eftirtekjur Bónusmálsins eru svo rýrar að hvert barn sér að þarna hefur komið til eitthvað annað en staðfestur grunur um glæpsamlegt athæfi sem hvati að sex ára úthaldi.
Mikið rosalega skil ég feðgana ef þeir hjóla af fullum þunga í íslenska ríkið.
Ég óska engum svo ills, hvorki ríkum né fátækum, ekki versta óvini mínum (sem ég á ekki svo ég viti, en samt) þess að lenda í svona ofsóknum.
Gó guys.
Látum þetta aldrei geta gerst aftur.
Það á að rannsaka þetta mál ofan í kjölinn.
Dómar | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 6. júní 2008
Siðblindir níðingar
Nú hefur grunaði barnaníðingurinn sem virðist vera sá stórtækasti í misnotkun á börnum, sem vitað er um hér á landi, játað brot sín, að einhverju leyti.
"Háskólakennarinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um gróf kynferðisbrot gegn alls níu börnum hefur játað hluta brotanna. Hann segist iðrast gjörða sinna og vonast til að geta beðið konu sína og dætur afsökunar.
"Hann telur sig saklausan að stórum hluta en hefur játað eitthvað af þeim brotum sem snúa að fjölskyldu sinni," hefur Oddgeir Einarsson lögmaður háskólakennarans eftir honum.
Háskólakennarinn vildi einnig koma eftirfarandi á framfæri: "Ég iðrast þess sem ég hef gert mjög mikið og vonast til þess að geta beðið konu mína og dætur afsökunar"
Í upphafi snerist rannsókn lögreglunnar að meintri misnotkun háskólakennarans á þremur börnum hans. Síðar bættust tvö uppkomin börn hans, sem hann á með fyrri konu sinni, við hóp kærenda. Samkvæmt Oddgeiri hefur lögreglan hætt rannsókn á þeim málum þar sem þau eru orðin fyrnd.
Fyrir utan hin meintu brot gegn börnum kennarans rannsakar lögreglan fjögur kynferðisbrotamál geng einstaklingum utan fjölskyldu hans. Alls hafa því níu kært kennarann ef með eru þau talin málin tvö sem eru fyrnd.
Háskólakennarinn er laus úr einangrun. Hann er enn í gæsluvarðhaldi og mun vera til 7. Júlí.
"Hann ber sig illa en fær nú að lesa Fréttablaðið," segir Oddgeir og bætir við að háskólakennarinn telji umfjöllun fjölmiðla í hans garð ekki gefa rétta mynd af málinu.
Rannsókn lögreglunnar er á lokastigi. Málið þykir með alvarlegri kynferðisbrotamálum gegn börnum sem komið hafa upp hér á landi."
Og þessi grunaði níðingur er ekki ólíkur "kollegum" sínum.
Hann telur sig saklausan að stórum hluta, en hefur játað lítilræði.
Og hann telur fjölmiðla ekki gefa rétta mynd af málinu. Heimurinn gegn mér, þið vitið.
Ef þetta er ekki skortur á iðrun þá heiti ég eitthvað annað en Jenný Anna.
Ekki að það skipti máli pc að hann iðrist, þessi grunaði maður á auðvitað ekki að koma álægt börnum, nokkurn tímann því hann er búinn að fyrirgera rétti sínum til þess og vel það.
Það eru auðvitað bara siðblindir níðingar sem misnota börn, bæði sín eigin og annarra. En þá er ég að tala svona almennt um þá sem eru grunaðir um verknaði.
ARG
Tekið af visi.is
Dómar | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Miðvikudagur, 4. júní 2008
Sílspikaðir þrælahaldarar og melludólgar
Ummæli Jóns Trausta Reynissonar, ritstjóra Ísafoldar, og Daggar Kjartansdóttur, blaðamanns, í garð Geira Gold, sem birt voru í grein tímaritsins Ísafoldar í fyrra, voru dæmd ómerk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þau voru hins vegar sýkn af kröfu Ásgeirs um birtingu forsendna og dómsorðs í málinu í næsta tölublaði tímaritsins Nýs lífs en á þessu ári hafa tímaritin Ísafold og Nýtt líf sameinast undir nafninu Nýtt líf.
Er þeim Jóni Trausta og Dögg gert að greiða Ásgeiri 1 milljón króna í miskabætur með dráttarvöxtum. Jafnfram er þeim gert að greiða Ásgeiri 300 þúsund krónur til að standa straum af birtingu dómsins í dagblöðum og 400 þúsund krónur til að standa straum af málskostnaði.
Ekki fokka í Geira börnin góð. Það virðist kosta.
Ég les alltaf Dagbók Þráins Bertelssonar í Fréttablaðinu. Hann er afburða skemmtilegur penni og húmoristi fyrir utan hvað hann er með skemmtilega vinkla á málefni oft og tíðum.
Og vegna þessa dóms sem féll í dag og Geiri vann með bravör, þá langar mig til að birta örlítinn part úr Dagbók síðustu helgar:
"Það kemur sennilega mörgum á óvart að þrælahald hefur aldrei verið útbreiddara í heiminum en einmitt á okkar tímum. Þetta er svo hrollvekjandi staðreynd að margir þora ekki að horfast í augu við veruleikann og afneita honum í staðinn.
Hin takmarkalausa hræsni kringum "súludansmeyjar" á Íslandi er dæmigerð fyrir þá afneitun sem gerir þrælahald að arðbærum atvinnuvegi.
Í stað þess að liggja slefandi yfir pöntunarlistum um pyntingatæki eins og taser-rafmagnsbyssum ættu dómsmálayfirvöld að taka á sig rögg svo að maður losni við að sjá gleiðgosaleg andlit á sílspikuðum þrælahöldurum og melludólgum í fjölmiðlum.
Það er í verkahring dómsmálayfirvalda að koma svoleiðis óþjóðalýð í tukthús en ekki að taka þátt í hræsninni sem hylmir yfir með þrælahaldi nútímans.
Þeir sem halda að stúlkur frá fátækum löndum komi hingað til Íslands sér til skemmtunar til að selja sveittum eldri mönnum aðgang að líkama sínum, eru annaðhvort hlynntir þrælahaldi eða siðblindir nema hvort tveggja sé." (Leturbreytingar mínar).
Og aldrei þessu vant þá hef ég engu við þetta að bæta.
Áfram svona.
Ummæli í Ísafold dæmd ómerk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Miðvikudagur, 21. maí 2008
Af hverju ekki 20 vandarhögg?
Til að ná góðu andlegu jafnvægi væri kannski ráð að hætta að lesa blöðin.
Henda sjónvarpinu og útvarpinu líka.
Fá sér hauspoka og hoppa á tölvum heimilisins.
Verst að þeir eru ekki lengur með veðurathugunarstöð á Hveravöllum. Ég hefði getað sótt um. Þangað koma ekki margir stóran hluta ársins. Dem.
Ég er hætt að fá eitthvað út úr því að henda mér í vegg.
Fullt af börnum líður illa á Íslandi.
Enn á ný kemur í fréttum að maður sem vinnur með ungmenni og er auðvitað treyst fyrir þeim, hefur verið vikið úr starfi tímabundið meðan málið er rannsakað, vegna óeðlilegs sambands við stúlku undir lögaldri.
Úff.
Og að dómum.
Og svo koma brandaradómar fyrir nauðganir, sifjaspell og annað ofbeldi. Ekki í neinum tengslum við alvarleika glæpanna og svo sannarlega ekki þungir ef borið er saman við aðra dóma fyrir mismundi glæpi.
En einu sinni var fólk sent á Brimarhólm ævilangt fyrir að stela sér snærisspotta.
Sami hugsunarháttur virðist enn vera við líði.
5 mánaða fangelsi fékk maður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að borða súpu sem kostaði 250 kr. í verslun í miðborginni og stela matvöru fyrir 769 krónur úr annarri verslun.
Maðurinn er dæmdur til að greiða 185 þúsund í sakarkostnað.
Um að gera að refsa þessum mannfjanda. Hann rauf skilorð.
En af hverju fær hann ekki að minnsta kosti 20 vandarhögg?
Friggings bíts mí.
Ég ER stödd í fokkings Fellinibíómynd og ég kemst ekki út úr henni.
ARG
Stal súpu og fer í fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Föstudagur, 9. maí 2008
Byrgisperrinn dæmdur
Byrgisperrinn var að fá 3 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot.
Það er ekki degi of mikið þykir mér.
Ekki að ég sé svona heiftug og refsiglöð en þegar menn misnota fólk og börn í krafti trúar og valda þá þurfa skilaboðin að vera skýr. Svona verður ekki liðið.
Svo má finna að því að ég skuli kalla hann perra. Það verður að hafa það. Fyrir mér er hann bara það.
En hann er ekki eini sökudólgurinn í málinu. Það eru stjórnmálamenn sem létu hann valsa um á framlögum, þrátt fyrir að öll teikn væru á lofti um að ekki væri allt í lagi á kærleiksheimilinu.
Ég vil ganga svo langt að segja að trúfélög eigi ekki að vera með veikt fólk til meðhöndlunar. Hvorki í meðferð eða á eftir. Það kallar eimitt á svona misnotkun á fólki eins og hér er rauninn.
Fólk getur hoppað um allt í trylltu hamingjustandi með Jesú, en þar stoppar minn tolerans.
Ég fæ hroll við tilhugsunina um að þessum manni var treyst. Sumir höfðu tekið hann í guðatölu.
Og ég fíflið var einu sinni á leið upp í Rockville til að gefa þeim peninga, af því ég féll algjörlega fyrir hinu "góða og fórnfúsa" starfi sem þar var unnið.
En í staðinn fór ég með monninginn niður á Her. En þetta var um jól.
Í guðs friði.
Amen.
Dómar | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 6. maí 2008
Bölvaðir femínistarnir - allt þeim að kenna
Nú er ljóst að presturinn á Selfossi er grunaður um blygðunarsemisbrot.
Það er ágætt að hafa það á hreinu.
En helvítis femínistarnir eiga hér fulla sök, hvernig fór. Hvernig stúlkurnar túlkuðu "hlýju og knúsþörf" prestsins. Það eru nefnilega femínistar sem hafa troðið inn í ungdóminn þeirri firru að bera virðingu fyrir sjálfum sér og láta ekki yfir sig ganga. Lögmaður prestins er dedd á því að femmunum sé um að kenna. Sjá hér.
Það má segja að í kvennabaráttu séu allar konur femínistar, samkvæmt þeirri skilgreiningu að vita að réttindi kvenna og karla eru ekki jöfn og vilja leiðrétta það.
Það má því kenna femínistum um margt. Um að það er til Kvennaathvarf, Stígamót og fleiri samtök sem styðja þolendur ofbeldis.
Hvernig væri að gera fullorðinn karlmann á miðjum aldri, sem er í opinberu starfi, ábyrgan fyrir því sem hann gerir.
Hann segist vera hlýr og opinn. Gott mál, en á hann ekki að þekkja mörkin?
Væri það ekki karlmannlegra að taka á sig ábyrgð heldur en beina sökinni að kvennabaráttunni og þá að stúlkunum í leiðinni?
Stundum blöskrar mér svo að ég held og vona að mig sé að dreyma.
En það er ekki svo gott.
Í minni fjölskyldu væri þetta kallað bullandi útlimagleði hjá prestinum og honum bent á að leita sér aðstoðar.
Dómar | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
Sunnudagur, 4. maí 2008
Nýtt Byrgismál?
Þessa dagana er mér beinlínis óglatt yfir fréttunum sem eru að berast um kynferðislegt ofbeldi.
Í Austurríki er villidýrið Frizl til umfjöllunar, hvert sem maður snýr sér. Í smáatriðum fær maður fregnir af hvernig hann bar sig að, við að nauðga dóttur sinni. Guð veit hvað fleira hann hefur á samviskunni þetta óargadýr. En ég minni á að hann er ekki einn. Það er þægilegt að halla sér að þeirri hugmynd að þessi maður sé verri en flestir. Auðvitað er það rétt, hann hefur haft óvenjulangt úthald og djöfullega útsjónarsemi ásamt því að búa í þjóðfélagi sem kássast ekki mikið upp á nágrannann, en misnotkun á börnum er að eiga sér stað út um allt.
Ég þakka almættinu fyrir umræðuna sem hefur skapast hér í þjóðfélaginu og gerir óþverrunum erfiðara um vik að fela gjörningana.
Og nú er nýtt Byrgismál í uppsiglingu.
Presturinn á Selfossi er farinn í frí á meðan mál hans er rannsakað.
Tvær unglingsstúlkur úr kórstarfinu hafa kært og tvær aðrar munu vera á leiðinni að leggja fram kæru.
Um þetta hef ég sem fæst orð.
Mér er bara alveg svakalega óglatt.
Umkvörtun vegna sóknarprests barst kirkjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Fimmtudagur, 10. apríl 2008
Nýtt Geirfinnsmál?
Ég hef alltaf haldið að við á Norðurlöndum, byggjum við mannúðlegt þjóðskipulag. Reyndar gerum við það að mestu leyti, en stundum rekur mann í rogastans.
Eins og þegar löggan réðst á Saving Iceland fólkið, eins og þar væru hryðjuverkamenn á ferð, svo ég fari nú ekki langt aftur minningargötuna.
Svo heyrði ég að Íslendingurinn í Færeyjum væri búinn að vera í einangrunarvist í 170 daga samfleytt. Þetta er ótrúleg mannfyrirlitning sem yfirvöld í Færeyjum (já, þeir kenna Dönunum um en eru varla að hafa þetta svona á móti vilja sínum) sýna í þessu tilfelli.
Ég spyr; hvað segja mannréttindasáttmálar um svona einangrunarvist? Er ekki hámarkstími á hversu lengi má loka fólk inni í klefa á þennan hátt?
Ég man ekki hversu lengi Magnús Leopoldsson sat lengi í Síðumúlafangelsi, saklaus, í tengslum við Geirfinnsmálið, en það var lengi og mér hefur alltaf þótt það mál ljótur blettur á réttarsögu Íslands. Allur pakkinn frá a-ö.
En ég hélt satt best að segja að svona meðferð á fólki væri ekki leyfileg í löndum þar sem mannréttindi og virðing fyrir þeim réttindum á að vera í hávegum höfð.
Gott að Solla er í málinu.
Getum við ekki fengið manninn til Íslands?
Úff
Löng einangrunarvist Íslendings óviðunandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 22
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 2987361
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr