Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Femínistablogg

Ekki sama kona og kona

Ég er ekki hissa á að femínistar séu að sniðganga Silfrið, í sjálfu sér, en það er vont mál að í leiðinni fækkar þeim nauðsynlegu röddum kvenna sem þurfa að heyrast í þjóðmálaumræðunni.  Silfrið er eini þátturinn af þessum toga og hann hefur mikið áhorf.

Sigríður Andersen er ábyggilega ágætis kona, en hún er ekki sérlega jafnréttislega sinnuð konan, svo ég taki nú ekki dýpra í árinni.  Hún er nokkurs konar kvenkynsútgáfa af Hannesi Hólmstein.

Fjórar konur munu hafa hafnað þátttöku í Silfrinu s.l. sunnudag, þ.á.m. Katrín Anna Guðmundsdóttir sem bendir á að það sé ekki bara í klámumræðunni sem rödd femínista þarf að heyrast.

Annars er Egill fljótur að bregðast við þessari frétt eins og sjá má hér.

Hann er með svör á reiðum.  Bara allt löðrandi í konum í þættinum hans. Og örugglega nær allar femínistar, eins og hann hafi valið þær sérstaklega með tilliti til þess. Döh.

Það er nefnilega ekki sama kona og kona.

Það er rétt að Silfrið er karlaþáttur með karlastíl og hann er fínn sem slíkur.  Missi ekki af þætti, en það er ekki eins og það sé val um fleiri af sama toga.

RÚV skerpa sig.

Dem, dem, dem.


mbl.is Konur sniðganga Silfrið í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súluslútt - Úje

Ég er í góðu skapi, mér líður vel, ég er södd, mér er hlýtt, ég er edrú og í banvænu jólaskapi.

Ég hef setið á mér í allan dag, að blogga um fagnaðarefni dagsins, vikunnar og mánaðarins, a.m.k.

Vegna þess að ég er ekki í stuði fyrir leiðindi.

Ég nenni ekki í orðalögmál við "friðarelskandi" kverúlanta.

En þetta er minn fjölmiðll og ég hef skoðun á málinu.

Ég held, er nánast viss um að 90% kosningabærra aðila er sammála mér.

Þið vitið hvað ég meina.

Tenging við frétt og gleðiefnið upplýsist.Whistling

Ég blogga ekki út úr mér orði um málið.

Já, já,

Mikið rosalega er ég ánægð með lífið.

Live is beautiful.

Úje


mbl.is Borgarráð leggst gegn starfsemi nektarstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vændisblogg

 Löggan í Köben handók í nótt a.m.k. 15 vændiskonur, sem grunaðar eru um að hafa stundað vændi í borginni.  Þetta mun vera liður í baráttu dönsku lögreglunnar, gegn vændi og mansali.

Um 100 lögreglumenn munu hafa tekið þátt í aðgerðinni.

Ekki einn einasti þorskur var handtekinn.

Hvað er að Dönum?

Lesa þeir ekki athugasemdir á Moggablogginu, þar sem hver karlmaðurinn á fætur öðrum hefur kveðið upp úr með að vændi á alls ekki að vera bannað?  Því þá getur það farið neðanjarðarWhistling

Djö.. sem þeir eru fáfróðir í Köben.

Ekki nema von að Íslendingar séu að kaupa borgina eins og hún leggur sig.

Með húð og hári.

Úje.


mbl.is Lögreglan í Kaupmannahöfn með aðgerðir gegn vændi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðajöfnun

Ég legg til að titlinum "alþingismaður" verði breytt og í staðinn tekið upp orðið "alþingismaddamma".

Ef við vinnum hugmyndina út frá orðajöfnunarsjónarmiðinu (það hugtak varð til bara núna) þá er karlkyns alþingismönnum örugglega sama þó þeir heiti alþingismaddömmur næstu 150 ár eða svo.  Þá jafnast þetta út og málið er dautt.

En í fullri alvöru þá finnst mér tillaga Steinunnar Valdísar flott, þ.e. að ríkisstjórninni verði falið að undirbúa breytingar á stjórnarskrá og lögum til að taka megi upp nýtt starfsheiti ráðherra, sem bæði kynin geta borið.

Í fréttinni segir líka, "Ef orðin ráðherra og sendiherra væru t.d. „ráðfrú“ og „sendifrú“ hefði eflaust einnig þótt sjálfsagt að breyta starfsheitinu um leið og fyrsti karlmaðurinn tók að sér slíkt embætti. Það er því í fyllsta samræmi við þessa þróun að breyta einnig starfsheitum í hefðbundnum karlastéttum, þannig að konur geti borið þau. Ráðherraembætti eiga ekki að vera eyrnamerkt körlum," segir í greinargerðinni."

Það er algjörlega í takt við breytta tíma, þar sem konur er nú að finna í velflestum störfum, að hin karlægu starfsheiti verði látin heyra sögunni til.

Steinunn Valdís verður varla öfundsverð fyrir að hafa lagt fram þingsályktunartillöguna, því kverúlantarnir eiga heldur betur eftir að velta sér upp úr þessu.  En einhver verður að vinna djobbið og ég dáist að stelpunni fyrir að taka á málinu.

Tillögur einhver að nýju starfsheiti alþingismanns og sendiherra?

Ég feminísti?  Nei, nei, ég er jafnréttissiniDevil

Úje!


mbl.is Vill nýtt starfsheiti fyrir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með Sóleyju á heilanum

 1

Ég hótaði sjálfri mér því um daginn að hætta að lesa bloggið hans Silfuregils.  Það kom til að því að mér finnst vont að vita skoðanir hans á femínisma, svo ég taki nú bara eitt dæmi.  Ég er nefnilega svo gamaldags að mér finnst fagmannlegra að stjórnendur umræðuþátta um pólitík haldi skoðunum sínum í bakgrunninum, a.m.k. á þeim fjölmiðli sem ég er skylduáskrifandi að.

Svo virðist sem Egill hafi fengið Sóleyju Tómasdóttur á heilann því í gær nefndi hann hana enn einu sinni á nafn í þættinum,  þegar hann lýsti yfir þeirri skoðun sinni að meirihlutinn í borginni væri nú feminískur. Það finnst Agli ekki gott.  Mikið djöfull er Sóley mögnuð.  Merkilegt að tilhugsunin um femínisma fái besta fólk til að flippa yfir og tapa skynseminni. 

Annars verð ég að játa, að eftir þáttinn í gær, sem ég reyndar horfði á í gærkvöldi á netinu, leið mér illa.  Ég er hrædd við þessa þróun sem orðið hefur þegar fólk ræðir nauðgunarmál.  Allt í einu eru þessi mál orðin beintengd kynþáttaumræðu.  Eins og nauðgunarmál snúist fyrst og fremst um hverrar þjóðar gerandinn er. 

Ef viðhorf Brynjars Níelssonar, hæstaréttarlögmanns, eru almenn viðhorf dómarastéttarinnar, þá er ekki von á miklum breytingum og allt í einu skil ég hvers vegna kynferðisglæpir endurspegla ekki skilning almennings á réttlæti.  Brynjar segir einfaldlega að svona hafi þetta alltaf verið og svo yppir hann öxlum og maður fær á tilfinninguna að allt sem hefur verið, verði alltaf.

Í kjölfar skelfilegrar nauðgunar um síðustu helgi, hafa umræður hér í bloggheimum snúist um kynþáttahyggju.  Í nafnlausum athugasemdum við þessar færslur (oftast nafnlausar, alls ekki alltaf) blómstrar ótti fólks við útlendinga.  Það er ekki fallegur vitnisburður um okkur Íslendinga, sem má lesa þar. 

Kynferðisglæpir eru vandamál í þjóðfélaginu án tillits til hver fremur þá.  Auðvitað þarf að skoða alla fleti á málinu, líka þá sem snúa að innflytjendum, en væri ekki vænlegra til árangurs að halda sig á málefnalegum nótum?  Líka þeir sem sjá um sjónvarpsefni hjá RÚV?

Er það nema von að manni sé brugðið.

Þessi Silfurþáttur var svona "eye-opener" ef þið skiljið hvað ég meina.

Og Atli Gíslason, er málefnalegur og æsingalaus maður, enda einn af flottari femínistum á Íslandi en þeir eru nokkuð margir og EKKI allir í VG og það mætti fólk hafa í huga.


Sænska leiðin

Fyrir Alþingi liggur frumvarp Kolbrúnar Halldórsdóttur (VG) sem felur í sér að kaup á vændi verði gerð refsiverð.

Meðflutningsmenn eru úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki.  Sjálfstæðisflokkurinn hefur óbilandi á markaðslögmálunum, greinilega líka þegar lifandi fólk er söluvaran, ef marka má þetta.

Nú er að fylgjast með því hver framvindan verður.

Ég ætla að hafa það alveg á hreinu hverjir greiða atkvæði með og á móti, þegar að því kemur.

Ég vil bara minna á að vændi myndi ekki þrífast ef ekki væru kaupendurnir.

Bara svo það sé á hreinu.

Ójá.


mbl.is Ábyrgð á hendur kaupanda vændis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Himnaríki pervertanna

Það er vandræðalaust og léttur leikur að ná sér í þjónustu vændiskvenna, ef áhugi er fyrir hendi.  Það virðist bara vera erfitt að hafa upp á því þegar koma á í veg fyrir það.

Það hlýtur að vera hreint yndislegt fyrir alla fylgismenn lögleiðingar vændis að geta misnotað sér bágindi þeirra sem selja líkama sinn.

Erlend nuddkona býður erótískt nudd og mjög góða þjónustu sem kostar 20 þúsund.  Ef kúnninn vill meira, þá er það í boði en kostar auðvitað meiri peninga.

Vændi er löglegt frá því í vor.

Allir pervertar hljóta að gleðjast.

Hvernig er það með kallana sem kaupa þessa þjónustu?  Snara þeir ekki út summum og kaupa sér vini líka?  Það hlýtur að vera hægt að kaupa sér mannleg samskipti.  Er það ekki?

Krípí.

Oj.


mbl.is Þeir sem áhuga hafa geta fundið vændi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með súlurnar!

Borgarráð fjallaði í dag að nýju um rekstrarleyfisumsóknir veitingastaðanna Bóhem, Club Óðal og Vegas en þessir staðir eru allir skilgreindir sem nektarstaðir.

Nú virðast öll gögn málsins fyrirliggjandi en umfjölluninni var frestað.

Ég legg til að borgarráð hætti að vafstra í kringum súluna eins og Geiri á Goldfinger og taki afstöðu.

Taki afstöðu gegn nektarstöðum, gegn misnotkun á konum, mansali og vændi.

Komasho.


mbl.is Enn frestað að afgreiða rekstarleyfisumsóknir nektarstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað verður sænska leiðin samþykkt!

 Um 70% þjóðarinnar hafa lýst yfir vilja til að gera kaup á vændi refsivert.  Alþingi fer auðvitað ekki að hunsa það, eða?

Þingmenn úr þremur flokkum á Alþingi hafa lagt fram fumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum, sem gerir ráð fyrir því að kaup á vændi verði refsiverð.

Kolbrún Halldórsdóttir er flutningsmaður frumvarpsins og með hennir eru fleiri þingmenn úr VG, Samfylkingu og Framsóknarflokki.

Gerir frumvarpið ráð fyrir að viðurlög við kaupum á vændi verði allt að 1 árs fangelsi.

Nú vonast ég til að mistökin frá því í vor, þegar þetta frumvarp rann í gegn í skjóli nætur, rétt fyrir þinglok, verði leiðrétt og það verði gert að glæpsamlegu athæfi að kaupa vændi og nýta sér þannig bága aðstöðu þeirra sem það leggja fyrir sig.

Áfram Kolbrún og félagar.


mbl.is Leggja fram frumvarp um „sænsku leiðina"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styttur bæjarins...

 v

..og minnisvarðar, eru að fá nýjan meðlim, hana Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, þá merku konu.

Það er löngu tímabært að minnast hennar með afgerandi hætti, þó eflaust séu margar betri leiðir til en að reisa styttur og minnisvarða.

Heima hjá Bríeti var Kvenréttindafélag Íslands stofnað fyrir 100 árum.

Ég er að hugsa um að taka það upp hjá sjálfri mér næsta sumar, að gera hausatalningu á styttum bæjarins ásamt minnisvörðum og sjá kynjahlutfallið.

Vá hvað það er fyrirsjáanleg útkoma, körlum í hag.

En ég ætla að gera það samt svo ég geti rifið kjaft um það næsta haust hér á blogginu mínu og náð mér í holla hreyfingu í leiðinni.  Gæti auðvitað hringt í Reykjavíkurborg og spurt, en ég geri það ekki, því hver segir að hlutirnir VERÐI að vera einfaldir?

Áfram stelpur,

Ójá.


mbl.is Minnisvarði um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 17
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 2987148

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband