Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Femínistablogg

Ég játa það að ég hef rosalega fordóma gagnvart köllum sem fara nektardansstaði og mér finnast þeir ógeðslegir plebbar..

 

..en það er auðvitað til skammar að vera fordómafullur þannig að ég skal alveg horfast í augu við að svona hámark fimm eru í lagi af öllum haugnum, hafa lent þar óvart á fylleríi bara.  En varðandi þessa kalla fulla af kvenfyrirlitningu, sem þurfa að borga stúlkum til að klæða sig úr á súlunni (örugglega með æluna upp í kok af ógeði á kúnnunum), þá er ég bara með rosalega fordóma.  Og ég er ekkert að hugsa um að breyta því.

Hahahaha, svo sá ég þessa frétt á visi.is og stak henni samstundis.  Hvað sagði ég ekki um þessa dúdda'? Ha?

 "Norðmaður einn er í vondum málum eftir að eiginkona hans fékk kreditkortareikninginn sinn. Maðurinn hafði farið í ferðalag til Íslands og eytt tveimur kvöldum á nektardansstað. Hann borgaði fyrir herlegheitin með kreditkorti en virðist ekki hafa áttað sig á því að um kreditkort eiginkonunnar var að ræða. Frá þessu er sagt á danska vefmiðlinum avisen.dk.

Þegar konan sá vísa-reikninginn sinn brá henni heldur í brún þegar hún uppgötvaði að um fimmtíuþúsund krónur höfðu verið settar á kortið á nektardansstað á Íslandi. Grunur hennar beindist strax að eiginmanninum sem hafði verið á Íslandi á sama tíma.

Málsvörn mannsins var á þá leið að hefði ekki eytt svona miklum peningum á staðnum, heldur í mesta lagi um þúsund krónum. Hann klagaði málið því til norska bankaeftirlitsins sem fór í málið. Það hefur þí sljákkað eitthvað í karli þegar í ljós kom að hann hafði sjálfur kvittað fyrir öllum færslunum sem settar voru á kortið umrædd kvöld."

Halló! Það bendir ekki á mikla heilavirkni hjá þessum?  Er það nema von að ég sé með fordóma.  Notaði kort eiginkonunnar.  OMG, sá er í vondum málum. Hversu vitlaus er hægt að vera.  Hvaða líffæri notaði maðurinn til að hugsa með þarna.  Hm...Pinch

Ég held að þessi maður sé flutur á hótel með leppana sína, en hann getur orðnað sér við minningarnar við súluna.

Stundum er gaman að lifa.

Hi á Norsarann.

En bíðið aðeins hérna, nú er ég í erfiðleikum með að skilja súlu.  Eru þær ekki bannaðar?

Lögregla: Upplýsa um súlustað.  Má ekki vera með svona starfsemi.

Úje


Það ætti að vera hægt að kæra Hugh Hefner fyrir kynferðislega misnotkun í krafti auðs síns

 

En þar eru tormerki á.  Karlinn er auðvitað á grafarbakkanum, upppumpaður af Viagra og þrjár sambýliskonur hans, þessar barnungu, eru orðnar lögráða.  Ég hef stundum horft á hina sorglegu þætti um sambúð stúlknanna við gamalmennið og ég fer næstum að gráta.  Þvílík örlög.  Nú eru þær allar tuttuguogeitthvað, en leika sér eins og smástelpur með gæludýrin sín og skiptast svo á að sofa hjá þessum ógeðiskarli, sem ætti ekki séns í konu undir sjötugt (komu á hans reki, meina þetta ekki niðrandi fyrir konur á þessum aldri) nema af því hann er klámkóngur, blaðaútgefandi og forríkur andskoti.

Nýjasta og fréttnæmasta frá Viagrahöllinni er að í í annað eða þriðja skipti fara kærusturnar þrjár á forsíðu Playboy.  Þvílík hamingja.  Þegar maður fylgist með þessu fyrirkomulagi í kringum þennan víraða pervert þá missir maður trúna á að ungar konur séu að uppgötva breytta tíma, að skynja mátt sinn og megin og að þær geti sjálfar skapað sér líf á eigin forsendum án niðurlægingar.

Þessar stúlkur gætu verið dætur mínar. Vá hvað ég væri búin að ná í þær.

Auðvitað er þetta kynferðisleg misnotkun á ungum konum sem sjá ekki skóginn fyrir trjánum.  Ungar stúlkur sem hefur dreymt um að verða frægar sem nektarmódel (svo barnalegt sem það nú er, enda eru þær ekkert annað en smástelpur) og lenda svo í klónum á þessum karlfjanda, bryðjandi Viagra.

Svo gat ég nú ekki annað en helgið þegar ég sá konuna sem gegnir starfi ritara í höllinni.  Eldri kona, ósköp ljúf með RITVÉL sér til aðstoðar.

Ætli það sé sparað á öllum sem komnir eru yfir 25 ára aldur og ekki vænlegar til að flagga píkunni framaní gesti og gangandi?

Fyrirgefið meðan ég æli.

Hér er fréttin á visi.is

 


Gleðifrétt dagsins/vikunnar og mánaðarins

 Matthildur Helgadóttir

Ég er ein af þeim sem get endalaust dáðst af stelpunum fyrir vestan, sem fengu hugmyndina af fegurðarsamkeppninni Óbeislaðri fegurð, sem er sú flottasta mótaðgerð sem búin hefur verið til gegn hinni stöðluðu fegurðarímynd kvenna (og reyndar karla).

Þessi gjörningur náði athygli heimspressunnar á sínum tíma og svo var heimildarmyndin um Óbeisluðu alveg frábær.

Ein af þeim sem hafði veg og vanda af uppátækinu er hún Matta bloggvinkona mín og nú hefur henni verið boðið að halda erindi á 52. þingi kvennanefndar Sameinuðu Þjóðanna sem haldið verður í New York.  Haldiði að það sé sigur stelpur!!!

Í viðtengdri frétt stendur:

"Matthildur mun fjalla um um keppnina og heimildarmyndina sem gerð var um keppnina. Matthildur verður ekki hluti af sendinefnd Íslands, heldur verður erindi hennar einn af hliðaviðburðum sem haldnir eru samhliða þinginu. Þess vegna mun félagsmálaráðuneytið ekki greiða kostnað við ferð Matthildar.

Hún fór þess á leit við bæjarráð Ísafjarðarbæjar að bærinn styrki og varð ráðið við því og veitti henni styrk að andvirði 100 þúsund krónur."

Til hamingju Ísafjarðarbær að leggja málinu lið.

En afhverju er ég ekki hissa á að ráðuneytið skuli skýla sér á bak við það að þetta sé hliðarviðburður sem haldinn sé samhliða þinginu og greiðir því ekki kostnað Matthildar.

Það er svo sem ekkert nýtt að það sé ekki púkkað mikið upp á það sem konur eru að bardúsa í kvennabaráttunni.

En Matta þú og allar hinar, til hamingju, þetta var verðskuldað.

Knús á ykkur krúttin ykkar.

Úje.


mbl.is Óbeisluð fegurð til SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er femínisti..

 

..bara svo það sé á hreinu.

Það stendur í höfundarboxinu mínu og það er löng saga á bak við það hvernig ég varð kvennapólitísk.

Ég var tuttuguogeitthvað, á kvennafrídaginn og yfirmaðurinn minn (ég var ritari hjá toppi hjá opinberri stofnun), spurði mig daginn áður hvort ég ætlaði að taka frí og fara í bæinn eða hvort ég vildi ekki bara lauma mér í vinnuna svo lítið bæri á, ég væri ábyggilega ekki ein af þessum kynköldu konum sem þyrfti að standa eins og hálfviti niðri á torgi,

Ég var fyrst af stað í gönguna daginn eftir.

Og alltaf bættist í, það var sama við hvað ég vann, strákarnir áttu greiðari aðgang að hjarta þeirra sem réðu laununum en ég, en þeir blikkuðu mig oftar og klipu í rassinn á mér líka, forréttindi sem ég hefð viljað vera án.

Svo liðu árin, Kvennaathvarfið var stofnað, þar unnum við margar konurnar í sjálfboðavinnu og svo í launaðri vinnu og hvorutveggja og þá lukust augu okkar upp fyrir miðaldahugsunarhætti og hegðun  "venjulegra" karlmanna.  Bæði í fjölskyldum og í valdastöðum sem konur þurftu að sækja til, í þeim tilgangi að leita réttar síns.

Kvennalistinn var stofnaður og ég held að við getum með góðri samvisku þakkað honum breyttar áherslur í pólitík.  Ásamt svo mörgu öðru, auðvitað.

Til að gera langa sögu stutta, þá komst ég að raun um það, fyrir lífstíð að það er ekkert sem heitir að bíða fallega eftir molum sem falla af veisluborði þeirra sem valdið hafa.  Maður þarf að tala hátt og skýrt og fara fram á aðgerðir.

Svo koma nýjar konur, flottar, með nýjar hugmyndir þó þær séu að berjast fyrir sömu réttindum kvenna til handa, með aðeins öðruvísi áherslum.  Samkvæmt viðmóti margra gagnvart þeim, mætti halda að þær væru nornir í dulargerfi.

Sumt hefur lagast, annað staðið í stað.

Skilgreining á femínisma er:

Femínismi er sú róttæka hugmynd að konur séu fólk. Eða

Feministi er sá sem telur að jafnrétti kynjanna hafi ekki enn verið náð.

Þrátt fyrir mörg ár í kvennabaráttu, bæði sem áhorfandi og þátttakandi er ég enn ekki búin að ná því hvers lags óþverrahátt menn og sumar konur sýna af sér í umræðunni um jöfn réttindi kynjanna.

Ekkert af þeim réttindum sem við höfum í dag, hafa komið á silfurfati með kveðjunni "gjörið þið svo vel stelpur mínar, þetta er löngu tímabært".

Amerísku Súfragetturnar stóðu heldur betur í ströngu þegar þær börðust fyrir kosningarétti kvenna.  Ég bendi fólki á að horfa á myndina "Iron jaw angels" til að skynja hversu hatrammri mótstöðu þær mættu við þessum sjálfsögðu mannréttindum.

Ég hvet fólk til að lesa og kynna sér íslenska kvennabaráttu og þær fórnir sem hún hefur kostað þær konur sem þar hafa barist.

Þetta liggur mér á hjarta í dag, af gefnu tilefni.

Áfram stelpur.

Ert þú feministi?


Hinn krúttlegi "stríðnispúki"

Við lestur viðtengdar "fréttar" segir Mogginn frá fegurðarsamkeppninni sem Ómar Alkóamálsvari, hefur stofnað til á mætum konum, sem allar eru áberandi í þjóðfélagsumræðunni.  Þeir kalla hann "stríðnispúkann", Ómar sko.  Svo dúllulegur strákurinn.

Ómar segir í fréttinni:

"Ég held að það hljóti nú allir að sjá, að þetta er nú bara góðlátlegt grín," segir stríðnispúkinn Ómar R. Valdimarsson. „Ég trúi ekki að þær séu svo heitar í baráttunni að þær hafi týnt öllu skopskyni."

En ætli Mogganum og Ómari finnist eðlilegt að viðkomandi konum finnist eftirfarandi fyndið?  En hér er smá sýnishorn af athugasemdum með færslunni.

 

Katrín Anna!

Yrði gaman að sjá hana í Hagkaups-bæklingi :) 

Geiri (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 02:46

Kýs að svara þessu seinna, þyrfti að vera með 3-4 bjóra í mér til þess að vera dómbær.

Róbert Þórhallsson, 22.12.2007 kl. 13:14

 

mér hefur Svandís alltaf vera þokkafull kona og er jafnframt þeim kosti gædd að tala ekki með rassgatinu. hún fæt mitt atkvæði.

það er ótrúlegt hvað sumt fólk verður ljótt þegar það opnar munninn og fer að tjá sig.

Brjánn Guðjónsson, 22.12.2007 kl. 17:08

 Hurru ég held að maður þyrfti að hella í sig heilum kassa af bjór til að hafa áhuga á þessum dömum,eða þá búinn að vera á eyðieyju í mörg ár aleinn,örugglega að maður myndi samt ekki sjá neitt heillandi við þær.Crying

Gísli Gunn (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl.  

Já það má segja að rassgatið sé til margra hluta nytsamlegt.  En að það að tala með því er ekki eitt af þeim, sama hvað sumir reyna mikið! Hugsa að sú sem gerir sér minnstu vonir um að eitthvað af viti komi þaðan út, fær mitt atkvæði..

SkúliS, 23.12.2007 kl. 17:17

af mörgu illu er skást best heyrði ég einhvern tíman, en held að allar séu alllar fyrir neðan dómsviðs hvers manns með sjón, og laaang fyrir neðan alla með heyrn, fokkíng væl í þessum feministum:@

Gabriel Alexander Joensen (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 17:42

11

Mér finnst alveg vanta hana Kristínu Tómasdóttur en hún hefur oft verið titluð femínisti í viðtölum og skrifum, held meira að segja að hún sé skráð slík í símaskránni, allavegna mun fallegri en þessar skeifur og þeim mun líklegri til að fanga athygli mína þrátt fyrir innihaldslaust tuð og væl.

Arnþór (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 18:07  

Kemur rosalega á óvart að öfgafeministarnir líti allar út eins og hestar. Ég skal halda kjafti daginn sem ég sé myndarlegan feminista. Það mun samt aldrei gerast.

Jón Fannberg Magnússon (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 19:09

ég mundi nú alveg vera til í þessa Katrínu ;)

Óli (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 20:40  

það er ekkert hægt að kjósa.. hverjum dettur svona vitleysa í hug? það ætti að banna allt svona feministakjaftæði tala nú ekki um þegar fólk er farið að búa til fegurðarsamkeppni eins og þessa... það er engin þarna nógu ung til að geta fengið atkvæði nema þá frá einhverjum getulausum köllum sem halda að þær séu fallegar því það er einhver búin að segja við þá að þetta sé sjúkt flottar gellur

stefan (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 22:55

Sóley Tómasdóttir fær mitt atkvæði, hún er svo fallegar þegar hún æsir sig. Hún er líka svo vinstri væn í útliti.

Kjartan Vídó, 24.12.2007 kl. 11:56

Ég hef tapað húmornum - í bili. 

Guði sé lof fyrir hversu fljót ég er að ná mér eftir áföll lífsins (úje).


mbl.is Fegursti femínistinn valinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sukkjöfnun og perrafegurðarsamkeppni

 

Ég vaknaði í morgun með matarógeð. 

Renndi mér í huganum yfir inntöku á mat og fylgihlutum yfir jóladagana og varð óglatt.

Ég er sko ekki eins og hann Þórbergur sem elskaði að gera það en fékk ógeð á kynlífi um leið og hann fékk það.

Sko, róleg, varðandi mat, er ekki að ræða mitt kynlíf hérna, hef gert það sinnum þrír eins og börnin mín sanna svo fallega.Halo

Engar ríðingar án framleiðsluhugsunar hér, þið saurugu lesendur. (Þetta er heilagleikajöfnun, búin að vera svo væmin yfir jólin).

En án gamans þá er þetta beinlinis stórhættulegt að borða svona mikið af óhollum mat, fleiri daga í röð og ég er ekki sú versta, enda nokkuð fljót að verða södd.

En það er eins og ég sé ólétt af steini, algjörum grjóthnullungi.

Annars bara góð.  Ég og bandið ætlum að borða fjallagrös fram á gamló.

Það er skemmst frá því að segja, að þrátt fyrir lélegar prógnósur frá umhverfinu eigum við bandi 10 ára brúðkaupsafmæli í dag.  Takk og takk og allt það.  Sleppum hamingjuóskum á prenti, því ég hef fengið svo margar fallegar undanfarið.  Mig langar í umræður um mat, óheilbrigt líferni (með því auðvitað) og svo langar mig að koma upp heilafegurðarsamkeppni þar sem verðlaunað verður fyrir kvenfyrirlitningu og subbulegar hugsanir sem myndbirtast í bloggfærslum og athugasemdakerfum. 

Ég er með tilnefningu.  Alkóatalsmanninn rauðhærða sem hefur stofnað til fegurðarsamkeppni feminista inni á síðunni sinni og allar subburnar í kommnetakerfinu eru tilnefndir líka.

Komið endilega með tilnefningar.  Af nógu er að taka.  Ótrúlegustu menn hafa kynt undir sóðalegri umræðu um feminista og feminisma á árinu.  Egill Helga lagði t.d. sitt af mörkum.  Margir kvenhatarar sáu hann sem leiðtoga sinn í greininni, eins og sjá má í athugasemdum á blogginu hans.  Reyndar var Agli alls ekki gefið um það, þannig að honum er fyrirgefið.

Úrslit verða tilkynnt á gamló.  Verðlaunin eru ferð til Kolbeinseyjar, vetrarlangt.

Annars er þetta blogg um sukkjöfnun í mat.

Ég er ÖLL komin aftur, ég verð aftur góð og blíð þegar gamló gengur í garð.  Þangað til ætla ég að rífa kjaft.

Ég elska ykkur öll, bloggvinir og aðrir gestir.

En nú er ekkert falalalala í dag, það verður tekið á morgun.

Súmítúðedogskikkmíandbítmíækenteikitt!

Úje.

 


Nú er ég í bobba

 

Hvað gerir maður þegar eitthvað það kemur upp í umræðuna og varðar málefni sem maður styður af öllu hjarta en viðhorf þeirra sem á móti eru, eru skiljanleg líka, að mínu mati?  Best væri að þegja, ekki þarf ég að tjá mig um alla hluti.  En er ég vön að þegja svona yfirhöfuð? Ónei, og það eru nokkuð margir sem myndu vilja fá það í jólagjöf að ég héldi kj... allt næsta ár eða svo.

En..

Jólaóskin (ósk ekki jólakort) þar sem óskin er að karlar hætti að nauðga hefur stuðað marga.

Staðreyndin er sú að það eru langoftast karlar sem nauðga.  Langoftast segi ég því með einverjum örfáum undantetningum sem ég veit ekki um, hafa konur eflaust gert sig seka um glæpinn.

Þannig að það er kórrétt staðhæfing að karlar nauðgi.

Engum dettur í hug, amk. engum með fullu viti, að það sé verið að halda því fram að allir karlar nauðgi.  Það er auðvitað bara túlkun sem sumir kjósa að leggja í textann, en það er svo langt því frá meiningin.

En..

Það eru að koma jól.  Jólin eiga að vera tími vináttu, fyrirgefningar og tillitssemi gagnvart náunganum.  Það er eiginlega nauðsynlegt ef jólafriðurinn á að komast í hjartað.

Þess vegna finnst mér að þessi ósk Askasleikis hefði mátt liggja á milli hluta, ég skil að hún hafi mögulega komið illa við suma.

Vandamálið er sum sé það, að ég skil sjónarmið beggja.

Þarf að vinna í því eftir árámótin.  Læra að sjá allt svart eða hvítt og engin fargins litablæbrigði.  Segi sonna.

En þessu vildi ég koma á framfæri.

Allir vinir á jólunum.

Falalalalalalala


mbl.is Ekki um jólakort að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt femínistum að kenna

Sænsk kona fær hálfs árs fangelsi fyrir að beita fósturson sinn kynferðislegu ofbeldi, en hún kom með drenginn til Svíþjóðar 12 ára gamlan.

Hún eignaðist síðan barn með drengnum.

Ég fylgdist með þessu máli í sumar þegar það tröllreið sænskum fjölmiðlum og auðvitað er þetta skelfilegt ofbeldi á barni.

Þarna er dómurinn fáránlegur eins og þeir dómar sem við erum að sjá hér á landi og síðast í dag.

En það sem ég er að furða mig á er nálgunin á málið hjá nokkrum bloggurum en hún er eitthvað á þessa leið:

"Hvar eru femínistar?"  "Hvað ætla femínistar að segja við þessu?" "Nú þegja femínistar þunnu hljóði" (bloggað um þögn femínista cabout 5 mín. eftir að frétt birtist á vef) og fleira í þessum dúr.

Eru femínistar með dómsvald í Svíþjóð?

Heldur einhver að við femínistar séum talsmenn ofbeldis á börnum?

Hvaða bölvaða heimska veður uppi núorðið í bloggheimum?

Hér á blogginu er slatti af körlum og eitthvað af konum, í krossferð gegn jafnrétti, en það heitir að vera alfarið á móti femínisma en með jafnrétti, og er ekkert annað en yfirklór og kjaftæði.  Enginn vill viðurkenna upp á sig andstöðu við jafnrétti. Jafnréttisbaráttan, samkvæmt þessu fólki, má bara alls ekki vera óþægileg og trufla hið múr- og naglfasta valdabatterí.  Verst finnst mér að sjá konur taka þátt í þessu, það er jú á okkur sem misréttið bitnar hvað mest, þó í rauninni líði allir fyrir kynjamisrétti.  Sumir virðast ætla að það sé hægt að skrafa fram breytingar á stöðu kvenna svona í framhjáhlaupi, án þess að róta til nokkrum sköpuðum hlut.  Eins og jafnréttisbaráttan hafi nokkurn tíma skilað einhverju með kurteisislegri og fallegri bið.  Jösses hvað ég er fegin að það eru til konur sem hætta sér út á kantinn og spyrja óþægilegra spurninga þrátt fyrir að ákveðin öfl í samfélaginu fari á límingunum vegna þess.

Ofbeldi á börnum, kynferðislegt, líkamlegt og andlegt er ólíðandi, alltaf og allsstaðar.

Það er enginn ágreiningur um það, þannig að það hlýtur að vera hægt að taka umræðuna upp á aðeins hærra plan en að garga á ímyndaða andstæðinga í röðum femínista.

Oghananú.

 


mbl.is 29 ára kona eignaðist barn með 14 ára pilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt Agli og RÚV að kenna

Ég sit hér og næturblogga en það er alls ekki mér að kenna. (W00t) Og endilega ekki vera að fá neinar hugmyndir um að ég sé að aðhafast eitthvað sem ekki má, ef maður er alkahólisti eins og ég, eða ráðherra eins og Össur, því auðvitað er fullkomlega eðlileg ástæða fyrir því að ég og fleiri blogga á nóttunni og það allsgáð þið þarna í klukkulögreglunni.

Stundum þarf maður ró og næði til að hugsa og berja á lyklaborð og svo kemur það fyrir eins og núna að manni er haldið vakandi af heilu batteríi, með Egil Helgason í broddi fylkingar (skamm Egill).

Það er eitthvað að tæknimálunum þarna uppi í sjónvarpi.  S.l. sunnudag var ég með hana Jenný Unu Eriksdóttur og gat ekki verið að horfa á Silfrið og um leið og ég fékk tóm til, fór ég inn á RÚV til að horfa á þáttinn á netinu.  Nebb.  Gekk ekki nema til hálfs, það vantaði helming þáttarins, þannig að ég beið eftir endursýningu fram til miðnættis.  Öll vikan ónýt, ég draugsyfjuð og það er RÚV um að kenna.

Í dag var ég í stelpupartýi og gat ekki horft á þáttinn fyrir en seinni partinn.  Og hvað?  Jú, allir linkar á dagskrá óvirkir.  Og þess vegna var ég að horfa á endursýninguna á Bleika og Bláa þættinum hans Egils, með súperstelpunum þeim Katrínu Önnu, Drífu og Sóleyju Tómasar.  Það var reyndar vel þess virði því það var ekkert um taugaáföll og mannlega harma í settinu og þær fengu frið til að tala, sem er auðvitað dásamleg tilbreyting.

Ég tek mér því það Bessaleyfi að blóta eins og sjómaður, sparka í vegginn og hundskamma oháeffið og Egil Helgason.

Kommon ég er kona, ég lít á mig sem fórnarlamb.  Það stendur í stjórnarskránni.  Það er alltaf allt einhverjum öðrum að kenna.  Jeræt.

Cry me a river.

Farin að sofa, handónýt.

Laga, laga, laga.

Falalalalala


Gilzenegger ofurhetjan hugumstóra

11

Egill Einarsson hnakki og "skemmtikraftur", væntanlega að eigin mati, hefur tekið út subbulega færslu sína um femínista, þar sem hann nafngreinir fjórar konur, sem hann "ýjar" að, að eigi skilið að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi.   Ég hef lesið úrdrátt úr þessari "stórkostlega skemmtilegu færslu" en ég veit ekki hvaða konur hann nafngreinir og mér er í raun alveg andskotans sama.  Það er í raun málinu óviðkomandi, það er hugurinn sem gildir.

Ég er á móti ofbeldi, í allri mynd, alltaf, þannig að ekki óska ég þessum heiðursmanni þess að einhverjir lemji hann.  Ónei.

Ekki óska ég þess heldur að hann detti á hausinn í desemberhálkunni og fái stóra kúlu á ennið og að það taki sig upp einhver lámarks hugsun, alls ekki, enda vel upp alin og nokkuð hrifin af umburðarlyndishugmyndinni og því að vera góð við minni máttar.

Þá er það frá.´

En við fréttina af hinni horfnu færslu, sem Gilzenegger mun hafa tekið út af tillitsemi við móður sína, sést að nokkrir eru búnir að blogga um fréttina, líkt og ég er að gera núna.  Þar var megininntakið í færslunum sem ég sá, hversu gott það væri hjá þessum ljóngáfaða pilti, að hafa tekið út bloggið, tímabundið, eins og hann sé hugumstórt mikilmenni sem beri hag móður sinnar fyrir brjósti.

Ætli það hvarfli ekki að neinum að ástæða brotthvarfsins sé ótti stórmennis við að verða kærður fyrir lögreglunni, en hún er með málið til skoðunar?

Fyrir mér er málið einfalt.

Subba er subba, þrátt fyrir að hún moki viðbjóðnum undir teppið.

Jájá.  Pilturinn ER heima en það er allt rafmagnslaust.

Falalalala


mbl.is Gillzenegger tók bloggfærslu út fyrir mömmu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 13
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 2987144

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 75
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.