Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Femínistablogg

Í áralangri afneitun

 1

Ég eyddi stórum hluta dagsins í eldhúsinu.  Við bakstur og matargerð.  Ég er ekki að grínast, málið er alvarlegt og tekur til breytinga á sálarlífi mínu, á ansi víðtækan máta.

Ég var í "matreiðslu" í Hagó, og Meló í denn, á þeim tímum þegar strákar voru í "smíði" og við í "handavinnu".  Í matreiðslutímana þurftum við að mæta með handapokasvunturnar rauðköflóttu, hauskappana (sem voru skyldustykki í handavinnunni) og gott ef ekki pottalepparnir líka sem ég heklaði af veikum mætti.  Í pilsi þurftum við að vera, annars vorum við reknar heim.  Á þeim tíma var það á við dauðadóm í félagslegum skilningi að mæta einhversstaðar í pilsi, þ.e. ef það voru ekki jólin.

Ég held að ég hafi orðið fyrir svo miklu áfalli þarna í matreiðslunni að ég hafi lengi vel farið í algjöra afneitun á allt umfram lífsnauðsynlegar aðgerðir í eldhúsi.  Ég man tvennt, frá matreiðslutímanum, að mæla peysu með málbandi fyrir og eftir þvott til að hún héldi sér í forminu og svo hitt að þvo hvert ílát, hverja teskeið um leið og búið var að nota viðkomandi verkfæri.

Svo bættist í afneitunina með árunum.  Ég missti mig í kvennabaráttu og ég gekk svo langt að leggja fæð á eldhús og svuntur.  Ef ég var spurð hvort ég ætlaði að baka fyrir jólin, tryllist ég og veinaði móðursýkislegri röddu: Baka, hví skyldi ég baka, til hvers eru bakarar? Ég man að rödd mín var há og skjálfandi af geðshræringu ef hveitiföndur bar á góma.

Nú hef ég þroskast (hm), amk. baka ég við öll tækifæri, því allt í einu hef ég nægan tíma.  Í dag bakaði ég brauð, eplaköku og skúffutertu.  Voða gaman og húsbandið veit ekki hvað í ósköpunum hefur gerst með viðkomandi eldhúsfrömuð.  Svona er gaman að upplifa nýjar og skemmtilegar hliðar á sjálfum sér.  Bara fullt af duldum hæfileikum. Ha?

En eitt er eftir, og það er listin að ganga frá jafnóðum.  Í notkun hafa verið flest öll áhöld eldhússins, og haugurinn við vaskinn er ekkert minni en 1.32 á lengd.

Ég bretti um ermar.

Einhver í meyjarmerkinu á lausu til að kenna mér skipulag?

Hélt ekki.

Bæjó!


Gott hjá Borgarráði!

 

Ég missti af þessari frétt í dag.  Ég missti nánast af öllu í dag, í stressinu sem búið er að angra mig frá því í morgun, ég má þakka fyrir að ég týndi ekki sjálfri mér til frambúðar, bara.

Hér er gleðifrétt á ferðinni.  Borgarráð leggst gegn því að heimilaður verði nektardans á veitingahúsunum Club Óðal, Vegas og Bóhem í tillögu sinni að umsögn um rekstrarleyfi þessara staða, en gerir það að tillögu sinni að stöðunum verði veitt rekstrarleyfi að öðru leyti.

Það er nú aldeilis fínt.  Nú geta þessir staðir bara verið með venjulegan veitingahúss- eða pöbbarekstur eins og kollegar þeirra í Reykjavík, fyrir fólkið á djamminu, en þar er alltaf nóg að gera.

Svo geta þeir sem eru svona hrifnir af fótamenntinni bara skráð sig í Þjóðdansafélagið.  Hliðar saman hliðar.

Súlur hvað?

Dansi, dansi dúkkan mín!Whistling

Úje


mbl.is Borgarráð leggst gegn því að heimila nektardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hugsa, og þá skotgengur þetta!

Ég hef verið að drepast úr eirðarleysi í dag.  Ég kvíði smávegis morgundeginum en ég er á leiðinni í rannsókn.

Nóg um það ég á ekki neitt bágt og þetta skotgengur.

En í stressi mínu henti ég mér með fjarstýringuna fyrir framan sjónvarpið.  Flett,flett,flett.

Skár 1, Næsta ofurmódel Ameríku á dagskrá.

Stúlka í myndatöku.

Maður segir, "hættu að analýsera sjálfa þig svona".

"Ekki hugsa og þá skotgengur þetta".

(Don´t think and everything will be fine).

Ekki að þetta komi mér á óvart þegar þessi bransi er annars vegar, en þessi grímulausa hreinskilni er fremur sjaldgæf.

Bara svona í tilefni kvennafrídagsins áður en nýr dagur rennur.

Baráttukveðjur,

Við þurfum á þeim að halda.

Ójá.


Stelpur, til hamingju með daginn..

v

..þó seint sé.  Er utan við mig þessa dagana, enda margt í farvatninu.

Hvað um það.  Ég man kvennafrídaginn 1975 í smáatriðum, eins og hann hafi verið í gær eða fyrradag, nánast.

Stemmingin á Lækjartorgi var ótrúlega mögnuð og mér fannst eins og að nú myndu hlutirnir gerast hratt og örugglega.

Ekki reyndist ég sannspá þar, en hellingur hefur gerst í jafnréttismálum síðan þá og það ber að geta þess sem gott er.

Ég er smá óróleg yfir viðhorfunum sem virðast ráðandi hjá ungu kynslóðinni varðandi jafnréttismál.

Ég vona annars að allar konur, hafi notið dagsins.

Ójá.


mbl.is Unga kynslóðin íhaldsöm og bakslag komið í valdahlutfall kynjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli mér verði líft á landinu eftir bloggfærslur helgarinnar?

Búin að blogga um vændi.  Ekki vinsælt.

Búin að blogga um rasisma.  Ekki vinsælt.

Búin að blogga um rasista (fleiri en einn, fleiri en tvo).  Engan veginn að gera sig í kommentakerfinu.

Nú blogga ég um súlustaði (já ég er hugrökk og óstöðvandi í baráttunni fyrir bættum heimiWhistling)

Frétt stolið af Vísi, staðfærð af mér.

"Svo gæti farið að nektarstöðum verði útrýmt úr borginni en nýr meirihluti hyggst taka fastar á málum þeirra en gert hefur verið. Yfirlýst stefna mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar er að sporna gegn rekstri nektardansstaða.

Í Reykjavík eru starfræktir þrír nektardansstaðir, Óðal, Bóhem og Vegas. Í lögum sem nýlega tóku gildi er hvorki heimilt að bjóða upp á nektarsýningar né með öðrum hætti að gera út á nekt starfsmanna. Þó getur leyfisveitandi, í þessu tilfelli Reykjavíkurborg heimilað slíkan rekstur að fengnum jákvæðum umsögnum.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa málefni nektardansstaða verið rædd hjá nýjum meirihluta og fyrir liggur að taka fastar á þeim. Ekki er þó ljóst til hvaða aðgerða mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar hyggst grípa til en ætla má að meirihlutinn beiti sér í gegnum Borgarráð. Formaður Mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar vildi ekki tjá sig um málið þegar leitað var eftir því. "

Eru jólin?  Ha?  Ég fer að halda að við stefnum hraðbyri til himnaríkis, ekkert minna en það.

Þegar búið verður að loka, læsa og henda lyklinum af þeim súlustöðum sem eftir eru á Stór-Reykjavíkursvæðinu, hefur unnist stór sigur.

Þá þarf fólk ekki að ganga um með samviskubit yfir að eiga óbeinan þátt í misnotkun á konum og ömurlegum aðstæðum þeirra.

Þann dag verður gaman að vera til.

Það kæmi mér ekki á óvart þó maður þyrfti að fara að dulbúast í mjólkurbúðinaWhistling

Bætmí!

Úje

 


"Nakin" mótmæli

Mörg hundruð vændiskonur í Bólivíu eru reiðubúnar að berjast gegn siðsemdarátaki er beinist gegn starfsemi þeirra með því að fara naktar í mótmælagöngu í höfuðborginni.

Fátækt og neyð taka á sig ýmsar myndir.

Vændi er ein af þeim birtingarmyndum.

Hefur ekkert með siðsemi að gera, heldur mannvirðingu.

Konur gegn vændi þurfa að verka virkar allsstaðar.

Alltaf.


mbl.is Hóta að fara naktar í mótmælagöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullnægingarskortur - hæpin vísindi.

"Aðalvandamálið tengt kynlífi hjá konum er einfaldlega það að þær fá ekki fullnægingu.  Margar hafa aldrei fengið fullnægingu.  Svo vita sumar ekki einu sinni hvar G-bletturinn er!"

Sólveig Katrín Hallgrímsdóttir, heldur þessu fram.

Ókei, rannsókn í gangi, hugsaði ég, þar sem þessi "frétt" er undir liðnum "Tækni og Vísindi" í Mogganum.

Nebb, engin rannsókn, Sólveig Katrín, heldur kynningar um hjálpartæki ástarlífisins.

Það stendur ekki stafur um hvort SK er kynfræðingur, hjúkka eða fagaðili yfirhöfuð.

Svo auglýsi ég eftir öllum fullnægingarlausu konunum.  Ég þekki enga, en kannski eru allar konur sem eru fullnægingarlausar að segja vinkonum sínum ósatt, þegar þær tala um kynlíf.  Svo segja þær satt á kynningum úti í bæ, við bláókunnugt fólk.  Jeræt.

En SK hefur samkvæmt þessari frétt leitt fjölda kvenna í sannleikann um mikilvægi fullnægingar.

Nú bíð ég eftir að einhver "kynnir" sem selur tippaframlengingarpillur og Viagra, komi fram á sjónarsviðið og segi okkur að "aðalvandamálið tengt kynlífi hjá körlum er einfaldlega það að þeim stendur ekki eða að þeim finnst þeir vera með of lítið tippi".

Þvílík vísindi.

Það er stundum fjallað um konur eins og þær séu ein stór hópsál af fáfróðum kjánum.

Má biðja um smá fagmennsku hér.

ARG


mbl.is Fá aldrei fullnægingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geta ekki allir samþykkt..

.. að femínisti sé sá sem telur að fullu jafnrétti kynjanna, hafi ekki verið náð?

Ég þekki engan sem ekki tekur undir það, amk. í orði.  Kannski er ég svona heppin með fólk sem ég umgengst og tala við!

Er þetta ekki nokkuð rétt lýsing á femínisma?

Ef svo er þá eru ansi margir femínistar út um koppagrundir.

Annars er þessi texti hér fyrir ofan, hrein snilld og undirstrikar hversu sjálfsagt og eðlilegt það er að aðhyllast femínisma. 

Það telst varla róttækni að líta á konur sem fólk.

Erum við ekki öll börnin góð, alveg bullandi femmar?

Eins gott fyrir ykkur.

Ójá.


Af klámi á skiljanlegu mannamáli

Í gær skrifaði ég færslu um auglýsingu frá JBS þar sem hjúkrunarkona er sýnd í vægast sagt klámfenginni stellingu.  Hún er að auglýsa karlmannsnærbuxur og er að þefa af þeim.  En nú skrifar Dúa vinkona mín færslu um klám, sem er að mínu viti afskaplega vel ígrunduð færsla á klámi og skilgreiningu á því.  Ég hvet þá sem hér lesa til að kynna sér færsluna.

Er svo erfitt að skilgreina klám?

Hvar eru mörkin?

Minni á að klám er bannað með lögum.

Er það ekki kjarni málsins? 

Út með klámblöðin úr hillum verslana, út með klámmyndir af vídeóleigum.

Eru ekki allir sammála um að það sé tímabært að hætta að brjóta lögin?

Ég held nú það.

 


Hjúkrunarfræðingar klámgerðir!

 

Nú er það á hreinu.  Ég mun ekki kaupa mér fleiri boli frá JBS fyrirtækinu, sem nú auglýsir nærföt sín á vægast sagt niðurlægjandi máta, gagnvart kvenkyns hjúkrunarfræðingum.

Danskar hjúkrunarkonur eru æfar út í nýjustu auglýsingaherferð nærfataframleiðandans JBS og segja að í henni séu hjúkrunarkonur sýndar sem vændiskonur. Hefur stéttarfélag hjúkrunarkvenna nú hvatt almenning í Danmörku til að sniðganga vörur JBS í verslunum.

Um er að ræða auglýsingar um nýja línu í herranærbuxum sem ætlaðar eru aldurshópnum frá 17 til 35 ára. Dorte Steenberg varaformaður Dansk Sygeplejeråd segir að auglýsingin gefi karlmönum í skyn að eðlilegt sé að meðhöndla hjúkrunarkonur sem kynlífsleikföng.

"Þessi auglýsingaherferð far langt yfir strikið í markaðssetningu JBS á vörum sínum," segir Dorte í samtali við blaðið Politiken og hún hvetur forráðamenn JBS að draga hana til baka.

Talskona JBS, Mari Holen, sér hinsvegar ekkert athugavert við auglýsinguna.

Það er með ólíkindum að fyrirtæki sem vill láta taka sig alvarlega, fari niður á þetta plan, til að selja vöru sína.

Ég gef þeim frí, þrátt fyrir asskoti vandaða vöru.

Æmfjúríus.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband