Færsluflokkur: Vefurinn
Mánudagur, 15. júní 2009
Ég mun stofna grúppu á feisinu
Það stendur í Tíund, fréttabréfi ríkisskattstjóra í umfjöllun um hrunið, að endurskoðendur hefðu átt að láta meira til sín taka.
Það er eins gott að ég er djollí gúdd felló í dag því ég nenni ekki að henda mér fyrir björg eða garga mig hása.
Er nokkuð skelfilegra í fjármálalífi en endurskoðendur á róandi?
Nú eða endurskoðendur með athyglisbrest?
Það er svona álíka skelfileg tilhugsun og að lenda á blindum leigubílstjóra með torgfóbíu.
En að feisinu.
Það eru stofnaðar grúppur á feisinu til að afla stuðnings við allt mögulegt.
Eins og "burt með Valtý", "burt með Gunnar Kópavog", "inn með Evu (Joly)", "ekkert Icesave" og svo má lengi telja.
En svo eru þeir sem taka alla hluti of langt.
Sumir eru svo feisbúkkaðir að þeir stofna hatursgrúppur utan um hvað eina.
Dæmi:
Hárgreiðslukonan sem tekur mánudaginn út á hárinu á þér, fær um sig grúppu.
Nágranninn sem rífst við konuna, fær líka á sig grúppu.
Eiginmaðurinn sem þú ert að skilja við og er með eitthvað attitjúd á á hættu að það verði stofnuð um hann grúppa og meðlimirnir orðnir á tíundaþúsund fyrir hádegi bara.
Nema hvað.
Þetta er nútíminn. Eins gott að haga sér.
Ég er skíthrædd um að það verði stofnuð um mig grúppa.
Og þó, um hvað?
Ég er fjandans fullkomin og það veit hvert barn.
Og hagið ykkur svo villigarnir ykkar.
Annars.......
Segir endurskoðendur hafa átt að láta meira til sín taka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 11. maí 2009
"Coming from a fruitcake like you"
Jón Magnússon segir Steingrím J. eiga íslandmet í tvískinnungi og á þá við þá afstöðu hans gagnvart ESB í stjórnarsáttmálanum.
Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona aumkunarert.
Jón Magnússon að tala um tvískinnung!
Maðurinn sem stekkur á milli flokka eins og enginn sé morgundagurinn.
Er margfaldur gullverðlaunahafi í flokkastökki ásamt Kristni Sleggju.
Enginn tvískinnungur í því. Nei, nei.
Ég á gamla vinkonu sem var gift Breta til margra ára.
Þegar þau voru að skilja, í hávaða rifrildi og báðum orðið heitt í hamsi, gargaði hún á sinn fyrrverandi heittelskaða:
You are friggings crazy!
Þá sagði hann með sinni ísköldu bresku kaldhæðni;
"That´s a compliment, coming from a fruitcake like you".
Jón er ekki að kasta steini úr glerhúsi, neinei.
Hann er inni í sínu eigin gróðurhúsi og dúndrar gangstéttarhellum í glerveggina.
Later.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 22. apríl 2009
Mikil óánægja og átök í bloggheimum
Upp er komin mikil óánægja í bloggheimum, nánast hystería, fólk er afskaplega reitt og sárt.
Þ.e. þeir bloggarar sem ekki komust á óvinalista Framsóknar en telja sig engu að síður hafa lagt vel af mörkum við aðgerð: "Var einhvern tímann til Framsóknarflokkur?"
Mikill metingur á sér nú stað á milli bloggara, fólk níðir skóinn hvert af öðru allt vegna téðs lista.
Ég persónulega er afskaplega stolt af veru minni á listanum eins og ég hef áður tekið fram, enda mesti heiður, ef ekki sá eini, sem mér hefur hlotnast svo langt aftur sem ég man.
Illugi Jökulsson er stórmóðgaður. Honum finnst réttilega að þessi heiður hafi átt að falla honum í skaut, en þarna voru margir kallaðir en fáir útvaldir. Illugi minn, snædd þú garnir og blóðmör bara.
Þórarni Badabing, bloggskáldi, Byron-aðdáenda og blaðamanni, er heldur ekki skemmt. Finnst hann eigi rétt á að vera á listanum, enda að mér skilst í öflugu ástar-haturssambandi við flokkshelvítið.
Páli Ásgeiri er líka misboðið sá ég inni hjá Illuga.
Og fleirum og fleirum.
Ég legg því við herráð flokksins sem mun funda að vanda í fyrramálið í flokksstöðvunum að bæta fólki á listann og lægja þar með öfund og átök meðal bloggara.
Nú er nefnilega þörf á að bloggheimur fari í merkilegri hluti.
Eins og t.d. að minna fólk á "afrek" Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á þeim 12 árum sem eldheitt ástarsamband þeirra stóð.
Plís, kippiðessu í liðinn strákar mínir, þeru að koma khosssningar.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Laugardagur, 18. apríl 2009
Subbudeild Valhallar
Mér finnst hann Ástþór í besta falli megakrúttlegur í óþreytandi baráttu sinni fyrir lýðræði.
Í versta falli eitthvað aðeins minna, ekki mikið samt.
En að öðru og minna krúttlegu.
Aha-hópurinn, þ.e. stuttbuxnabörnin hjá íhaldinu eru ekki vandir að virðingu sinni í kosningabaráttunni.
Þeim er ekkert heilagt, nema flokkur og foringi.
Að tengja Kolbrúnu Halldórsdóttur, þingmann og ráðherra við spillingu er ekkert annað en níð og meiðyrði.
Ég ætla að setja þetta inn svo fólk geti barið augum á hvaða plan Sjálfstæðisflokkurinn fer þegar hann er hræddur. Nánar hér.
Svo beitir hann fyrir sig skítbuxnadeildinni í flokknum.
Verði þeim að góðu.
Ég er viss um að þetta fer beint í andlitið á þeim aftur.
Hmprfm...
Hörður bloggar um þetta líka.
Kallaði lögreglu að Útvarpshúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Sunnudagur, 1. mars 2009
Til hamingju ég sjálf!
Maðurinn sem reyndi að brjótast inn á Litla Hraun í nótt á allan minn skilning.
Hann hefur verið að flýja kreppuna!
En mikið skelfing er ég glöð með að febrúarmánuður er að baki.
Bömmer þess mánaðar hefur verið rosalegur hjá mér persónulega.
Er búin að vera meira og minna innandyra vegna lélegrar heilsu og nei, ég ætla ekki að drepa ykkur úr leiðindum með því að tíunda það frekar.
Ofan á þetta bættist svo kreppan.
En hér er kominn mars, daginn farið að lengja all verulega, segið að lífið sé ekki ein óslitin friggings ánægja.
Svo átti ég bloggafmæli síðast í febrúar. Halló, búin að blogga í tvö ár.
Ríflega 2.2 millur af heimsóknum á tímabilinu.
Til hamingju KRÚTTIÐ mitt sagði ég við sjálfa mig í morgun þegar mér varð þetta ljóst.
Svo gekk ég að speglinum og knúsaði mig og kyssti.
Ég bíð spennt eftir Silfrinu.
Ég er eiginlega að komast á þá skoðun að sunnudagar séu ljúfir dagar.
Kem að vörmu, ætla að skreppa í smók.
En ekki blaðra því. Það er svo mikið af reykingarfasistum sem vilja snúa mér yfir á heilbrigðu hliðina. Gjörsamlega óþolandi þessar björgunarsveitir.
Eða þannig.
Ég treysti því að þið verðið þögul sem gröfin.
Innbrotstilraun á Litla-Hrauni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 25. janúar 2009
Þegar lömbin þagna
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin segir að kreppan geti haft alvarlegar afleiðingar á heilsu fólks.
"You can say that again".
Eins og vér Íslendingar höfum farið varhluta af þeirri vitneskju eða þannig.
Og ég hef verið að hugsa um þetta með heilsuna undanfarið. Hvað ég gæti gert til að bæta hana.
Fyrsti kostur hefði verið að hætta að drekka en það er ekki hægt? Af hverju spyrðu - jú ef þú hefði lesið bloggið mitt þá vissir þú að ég er óvirkur alki. Tékk, tékk.
Þar sem ég vill helst ekki hætta að reykja ef ég mögulega kemst hjá því þá varð ég að líta á mataræðið til bættrar heilsu.
Ég fór að hugsa um að gerast grænmetisæta.
Þrátt fyrir að ég elski kjöt. Fólk segir mér að kjöt sé óhollt.
Svo er ég líka dálítið upptekin af karmalögmálinu.
Ég sá alveg fyrir mér þar sem ég kæmi til himnaríkis eða á einhvern stað bara, hjá guði auðvitað og á móti mér kæmu öll litlu lömbin sem ég hef rifið í mig af græðgi og miskunnarleysi í gegnum tíðina.
Ásamt öllum köngulónum sem ég hef drepið.
Ásamt rjúpunum mínum sem ég elska svo mikið.
Ekki skemmtileg framtíðarsýn um dauðan viðurkenni ég og þessi framtíðarsýn lagði þungt lóð á grænmetisætuvogarskálina.
Enda þykir mér vænt um flest (takið eftir ekki allt) sem lifir.
Ég vill verða betri manneskja og skafa af mér gallana. Stórt verkefni ég veit það en ég verð að minnsta kosti að reyna.
Ég sem sagt hugsaði mikið um grænmetisætufyrirkomulagið þar sem toppurinn á tilverunni væri hnetusteik á jólunum.
Ég get ekki sagt að ég hafi fyllst þrótti við hugsunina, heilsunni hrakaði eiginlega eftir því sem hugmyndin tók á sig fastara form.
Ég ákvað að rúlla hittingnum við lömbin sem ég hef nærst á, á undan mér bara.
Den tid den sorg.
Ég komst nefnilega að þeirri niðurstöðu að þótt lömbin séu falleg á fæti,
þá eru þau enn fegurri þegar þau hafa þagnað og eru komin í snyrtilegar neytendapakkningar.
Farin út að reykja og rífa í mig ldýr.
Kreppan gæti haft slæm áhrif á heilsuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Fimmtudagur, 15. janúar 2009
Svo aumingjalegt
Ég hef einu sinni átt í nágrannaerjum (ok tvisvar en annað skiptið bíttar ekki) og það er lífsreynsla sem ég hefði gjarnan viljað vera án.
Og þó, ég lærði af martraðarkenndri reynslunni. Ég ákvað eftir að sá kafli var liðinn að ég skyldi aldrei fara í of mikil samskipti við nágranna mína.
Málið er að ef eitthvað fer úrskeiðis þá situr maður í súpunni og kemst hvergi.
Reyndar var þessi nágranni búin að terrorisera fleiri en mig, fólk flúði umvörpum. Viðkomandi stjórnaði heilum stigagangi með þýskum aga. Hún angaði af sápu.
Ég ætla ekkert að vera að tíunda allt það kvalræði sem ég gekk í gegnum með viðkomandi en þegar skelfirinn lokaði kjallaradyrunum á börnin mín sem voru úti að leika sér bara svona til að kitla kvikindið í sér þá tók ég ákvörðun; Ég gat látið undan æðinu sem á mig rann vegna barnanna minna og framið eitthvað nú eða flutt.
Ég flutti og sá aldrei eftir því.
Annars er hellingur af fólki sem getur ekki búið í sambýli. Þ.e. það telur sig geta það en "lendir" alltaf með fíflum sem gera líf þess óbærilegt.
Ég held að það sé víkingagenið í Íslendingum sem gerir það að verkum að við eigum helst heima í einbýli, amk. langar okkur flest í sér inngang, sér garða, sér þvottahús og allan pakkann.
("Sum" okkar langaði líka í einkaþotur, einkaþyrlur, einkaeyjur og einkastrendur og við vitum hvernig það fór).
Á meðan Danir t.d. fara bara og þvo úti á horni og eru hipp og kúl yfir félagsskapnum á meðan vélin vinnur sitt verk.
Nú voru friðartákn jólanna sjálfur trjábúskapurinn bitbein í blokk í bænum.
Einn dúndraði trénu á bíl hins, óvart sagði trékastarinn, með vilja gert sagði hinn.
Hvernig á heimurinn að geta orðið friðsamur ef fólk er í bullandi stríði í sama húsi?
Kommon, knúsist, elskist og drekkið saman kakó.
Þetta er svo aumingjalegt.
Alveg glatað.
Nágrannaerjur vegna jólatrés | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 01:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 11. janúar 2009
Krúttfærsla
Jenný Una gisti hjá okkur í nótt.
Það var gefandi og skemmtilegt eins og alltaf.
Félagsskapur barna toppar allt, svona oftast nær að minnsta kosti.
Ég held að Jenný Una sé svolítið að læra um fjölskyldutengsl. Eins og hennar er von og vísa þá er afi í Keflavík pabbi hennar mömmu. Farmor og farfar í Svíþjóð eru núna aðeins nefnd á nafn sem pabbi hans pabba og mamma hans pabba.
Svo sló hún mig algjörlega út af laginu í morgun og ég brjálaðist úr krúttkrampa þegar hún sagði hneyksluð á svip og í fasi (með hendur á mjöðmum):
Amma, veistu hvað? Hún dóttir þín keypti allt of mikið nammi handa mér í gær og líka handa Söru Kamban!
Ég (algjörlega útúrhneyksluð líka): Ertu að meina þetta? Gerði dóttir mín þetta virkilega?
Jenný Una: Já og hún fór líka með mig á bibbótekið (bibiliotekið) en það þýðir bókasafn á sænsku amma.
Ji hvað ég á stundum erfitt með mig nálægt börnum. Langar að knúúúsa.
Stuttu seinna var Jenný Una búin að teikna margar myndir og bað mig um að hringja í DÓTTUR MÍNA og biðja hana að ná sig "því ég nenni ekkert að vera meira há þér af því afi minn sefur allan daginn og vinnur í nóttinni."
Það er nefnilega það og auðvitað hringdi ég í dóttur mína og bað hana að koma og ná í dóttur sína og fara með hana heim til sonar síns litla og pabba hans og blóðföður þeirra beggja.
Ésús minn.
Ef þetta bjargar ekki lífi manns í kreppunni þá veit ég ekki hvað.
Þriðjudagur, 23. desember 2008
Hefur konan aldrei séð gangandi barn?
Ég er ofboðslega upptekin.
Svo mikilvæg í hinu stóra samhengi alheimsins.
Jabb, ég veit það, ég er hógværðin holdi klædd.
Lítill drengur er eins árs í dag, hann heitir Hrafn Óli (a.k.a. Lilleman) og hann er yngsta barnabarnið mitt.
Hann er bróðir hennar Jennýjar Unu og þau systkinin eyða jólunum heima hjá farfar og farmor í Svíþjóð.
Hrafn Óli byrjaði að ganga í gær til að það væri hægt að færa það til bókar að hann hefði hafið gönguna FYRIR afmælið sitt.
Móðirin veinaði af aðdáun þegar barnið tók á rás og Lilleman horfði á hana undrunaraugum alveg svona:
"Hefur konan aldrei séð gangandi barn?"
Yngsta dóttir mín velur skemmtilega daga til barneigna.
Þorláksmessu og daginn fyrir gamlársdag!
Ef hún eignast hið þriðja þá kemur það væntanlega á aðfanga- eða jóladag.
En ég knúsa þessa litlu krúttsprengju í huganum.
Farin í búð.
Fyrir jól, fyrir jól, fyrir jól.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Fimmtudagur, 11. desember 2008
Krullukrúttið dóttir mín
Litla krullukrúttið í upphlutnum er fyrsta barnið mitt og hún heitir Helga Björk.
Í dag á hún afmæli og er 38 ára.
Nei, það gerir mig ekki gamla, ég var ung móðir og hana nú.
Við höfum þraukað í gegnum súrt og sætt ég og þessi stelpa og í dag tel ég hana til einna af minna bestu vinkonum.
Hún er frábær þessi unga kona og það þrátt fyrir að vera lögfræðingur (djók).
Helga Björk er líka mikil félagsvera sem sést best á því að ég fann varla mynd af henni sem ekki var tekin í hópi fólks.
Sjáumst í kvöld Helga mín og njóttu dagsins þíns út í ystu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 11
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 2987142
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr