Færsluflokkur: Vefurinn
Sunnudagur, 30. mars 2008
Þar fuku lifur og lungu
Ég er orðin glórulaus varðandi fréttir af samskotamálinu og vinafélagi Hannesar Hólmsteins.
Nú er fullyrt við mig að þetta sé ekki grín. Alveg dauðans alvara bara.
Við því er fátt að segja annað en:
Fyrirgefið þið á meðan ég æli lifur og lungum og garga mig hása í leiðinni.
Ég hef nákvæmlega enga samúð með frjálshyggjupostulanum.
Myndi frekar brenna peningunum mínum.
Annars góð.
Súmíandkikkmítúðebón.
Ójamm.
![]() |
Söfnun fyrir Hannes Hólmstein |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 27. mars 2008
Bæklaður og lyklalaus bakari
Ég er að missa glóruna, ég sver það. Hér húki ég á fimmta degi eða eitthvað, án þess að komast út úr húsi, með bronkitiz í annað skiptið á stuttum tíma. Ekki segja, þú ert ansi oft lasin. Ég veit það og ég veit út af hverju. Ég á að hætta að reykja og hananú. Verst að það er of langt þangað til, eða þ. 12. maí (á afmælinu hans Olivers). Það er ekki hægt að fokka endalaust með dagsetningar og þess vegna neyðist ég til að hanga á rettunni þangað til.
Það misheppnast allt hjá mér í dag.
Ég er búin að týna þvottahúslyklunum.
Ég ákvað að baka kanilsnúða og þá vildi ekki betur til en svo að ég gleymdi að vekja gerið. Ég er vön að garga; vaknaðu ger, vaknaðu, (Hrönnsla mannstu?) en nú gleymdi ég því og kanilsnúðarnir kolféllu. Hlýtur að vera vegna gers í dvala.
Ég rak mig illilega í borðstofuborðið, hornfjandann á því, nánara tiltekið og nú haltra ég um allt.
Hvað segist um lyklalausan og bæklaðan áhugamannabakara? Paþettikkkk!
Já húslyklarnir eru á þvottahúskippunni.
En það má einu gilda, ég fer andskotann ekki neitt.
En á morgun kemur fínn dagur. Hún Jenný Una kemur til gistingar og þá gleymi ég sorgum mínum.
Farin að reykja. Vonandi læsi ég ekki svaladyrunum á eftir mér. Til vonar og vara tek ég símann með mér. Það hlýtur að vera fólk að handan að gera líf mitt að skemmtilegri upplifun.
Þetta var svona dagur.
Júllíjæ.
Fimmtudagur, 27. mars 2008
Prótótýpan af valdhroka..
..er Árni Mathiesen, fjármálaráðherra.
Ég hef aldrei náð þessum manni, finnst hann ekki eiga erindi í pólitík. Maðurinn er einfaldlega alveg ferlega ósímpatískur. Og ekki orð um það meir.
Valdhroki er landlæg veiki í íslenskri pólitík. Sá sem slær allt út þessa dagana í téðum sjúkdómi, er samt dúllurassinn hann Árni.
Nú vogar hann sér að draga hlutleysi umboðsmanns Alþingis í efa, af því að honum hentar ekki hvernig umboðsmaður setur fram spurningar sínar varðandi veitingu embættis héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóms Austurlands.
Ég þekki ekki marga, né hef ég lesið margar víðtækar varnarræður til stuðnings þessari embættisveitingu nema auðvitað frá þeim sem fyrirsjáanlegt var að myndu verja hana.
Fólk vill einfaldlega fá svör. Þetta mál lyktar illa en ég tek fram að ég hef enga skoðun á manninum sem var ráðinn, enda snýst þetta ekki um hans persónu heldur um embættisveitinguna sem slíka.
Andskoti sem mér finnst að fjármálaráðherrann ætti að snúa sér að öðru.
Og á meðan hann gerir það, má hann taka kúrs í lýðræðislegum vinnubrögðum og kannski temja sér virðingu fyrir umbjóðendum sínum.
We the m-f people.
Ójá.
![]() |
Ráðherra efast um hlutleysi umboðsmanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 26. mars 2008
Pirringsblogg - ARG
Í gær var ég að lesa pistil hjá henni Heiðu bloggvinkonu minni, um að notandandinn "Handtöskuserían" hafið beðið hana um bloggvináttu. Ég skildi svo vel að hún væri pirruð. ARG!
Sömu beiðni fékk ég stuttu seinna. Ég opnaði ekki bloggið heldur hafnaði beiðninni umsvifalaust.
Aftur fékk ég beiðni frá Handtöskufólkinu og nú samþykkti ég og eyddi svo í þeirri von að þau tæku ekki eftir að þeim hefði verið hent út. Hehe. Ég ætti ekki annað eftir en að fara að gerast bloggvinur fyrirtækis. Það þarf að vera eitthvað sérstakt á bak við svona blogg til að ég samþykki það. Eins og grasrótarsamtök ýmis konar.
Ég urlast upp af bloggum sem notuð eru til að selja eitthvað.
Man eftir Killer Joe leikritinu, en einhver talsmaður þess setti upp síðu og kommenteraði stöðugt út um allt blogg.
Það er hvergi friður fyrir sölumönnum, allt er notað. Eins og það sé ekki nóg að vera með auglýsingu á bloggsíðunni sinni án þess að hafa beðið um hana.
Ef þið eruð að selja eitthvað, ekki reyna að biðja mig um bloggvináttu.
Verið úti krakkar.
Hóst.
Annars er bloggvinalistinn minn orðinn ansi langur og ég er stöðugt með þá tilfinningu að ég geti ekki sinnt öllum þeim sem eru á honum. Þarf að fara að grisja.
Ogjammogjá.
Það
Þriðjudagur, 25. mars 2008
Sorgarfréttir
Ég var ekki fyrr búin að skrifa færsluna um áfallakvótann minn í morgun, þegar ég fékk slæmar fréttir. Góður vinur okkar liggur fárveikur inni á spítala og er haldið þar sofandi.
Nú sit ég hér og reyni að senda hlýjar hugsanir og ljós til þessa vinar sem er okkur svo mikils virði.
Lífið er svona, sárt og vont stundum og það eina sem hægt er að gera er að leggja von sína á almættið (mitt persónulega) og hugsa fallegar hugsanir.
Annars hef ég sofið stóran hluta dagsins. Er með hita, hósta og hósta og get NÆSTUM því ekki reykt, en einhvern veginn þræla ég mér í það samt. Hóst, hóst.
Ég gafst sem sagt upp fyrir hita og beinverkjum (einn ganginn enn í vetur) og hugsaði sem svo; "if you can´t beat it, be it". Þannig að nú er ég kvefpest.
Hef ekki margt að segja, er satt að segja andlaus eftir þennan dag, sem ég vil hafa að baki sem fyrst.
Farið vel með ykkur, elskurnar.
Góða nótt úr djúpinu.
Þriðjudagur, 25. mars 2008
Já ég veit að það er komin nótt...
..og að það á ekki að blogga eftir myrkur en mér er sama, slétt sama og ég geri það samt.
Kl. er 00:41 að staðartíma, veðrið er skítsæmilegt, þvottur ófrágenginn, uppvask líka, en annars er allt í sómanum.
En..
nú er hvunndagur á morgun og ég þarf að vakna í bítið og hvað geri ég þá? Jú ég sit og vaki. En í gær, fyrradag, daginn þar áður og hreint alla páskana hef ég farið að sofa fyrir miðnætti. Nú dauðsé ég eftir því, hef örugglega misst af mikilvægum upplifunum.
Ég er sem sagt á lífi, og núna er ég að vísa til loforðs sem ég gaf fyrr í kvöld, að láta vita af mér, svo fremi sem ekki væri búið að fyrirkoma moi.
ÉG LIFI!
Hvað á ég að gera? Mér líður eins og ég hafi fengið adrenalín í æð.
Sussusussu,
ég get fengið mér te
eða kaffi (strike this one)
farið í bað
út að labba
en ég geri ekkert af þessu.
Ætla að lesa í AA-bókinni og fara svo að sofa í hausinn á mér.
Dreymi ykkur ógeðslega vel og fallega.
Kikkmíonmæhedd!
Péess; húsband keypti ekki handa mér páskaegg, enda engin þörf á því ég get séð um mig sjálf. Ég keypti eitt lítið kvikindi og skilaboðin voru (í boði Freyju):
Svo er auður sem augabragð, hann er valtastur vina.
Mikið skelfing er ég sammála.
Já,já,já, farin að lúlla.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 24. mars 2008
Óreiða á gólfi
Aldrei er maður ánægður (ekki satt er mjög ánægð og sátt við lífið.. en samt). Ég er að drepast úr páskaþreytu. Frá því á fimmtudaginn hefur allt verið í hægagangi og í dag er ég búin að fá nóg af helgidögum í bili.
Fimm dagar er ansi stór biti.
Svo eru allir einhvers staðar finnst mér. Alla heim takk.
Í gær reif Jenný Una heila litabók á gólfið. Það sást ekki í það fyrir pappír. Hún var stolt og ánægð með vel unnið verk.
Amman: Jenný mín ertu búin að rífa niður alla litabókina þína?
Barn: Jabbs. (Stolt með hendur á mjöðmum).
Amman: Það má ekki gera svona.
Barn: Júbb é má það alleg éragera listaverk.
Ók,ók,ók, allt fyrir listina.
Verkið heitir "Óreiða á gólfi".
Stolið og staðfært.
Gleðilega páskarest gott fólk.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 23. mars 2008
Ok, ok, ok, aðeins páskalegri færsla..
..þar sem bloggvinir mínir eru dálítið slegnir yfir færslunni um Eril, en hann er auðvitað ekki par páskalegur blessaður. Ég viðurkenni það.
Annars er páskadagur ekkert annað en nafn á almanaksdegi fyrir mér, þó ég sé trúarlega sjálfstæð og einstök sem slík. Hafið þið ekki pælt í því með upprisu- og fæðingarhátíð Jesú, hvað þær smella inn á heiðnar hátíðar? En ég veit, píslarsagan gerðist á páskum og ég elska himnafeðga. Þá er það frá.
Í morgun átti sér stað eftirfarandi samtal, á ættaróðali Jennýjar Unu við Leifsgötu hér í bæ.
Mamman: Jenný; hvað ertu að gera með hníf í páskaegginu þínu?
Jenný Una: Éeragera heimsmet!
og..
Jenný Una rýkur inn í herbergi eftir að hafa verið skömmuð fyrir eitthvað smáræði, hún gleymir því og fer að lita.
Mamman: Jenný mín líður þér ekki vel? (Mamman mjög pedagógísk)
Jenný Una: Ekki hafa áhyggjur amér, érra lita.
Mamman spurði mig hvort ég héldi að barn væri búin að kaupa sér íslenskukennslu út í bæ, sem hún vissi ekki um. Hvað veit ég hvað þetta þriggja ára barn er að bardúsa?
Í kvöld er kvöldmaður hjá Söru og Erik. Þangað fer ég, húsband, Frumburður ásamt heittelskaða og Jökla fermingarbarni. Ég ætla að knúsa Hrafn Óla í klessu.
Ég talaði við Maysu mína, en hún Robbi og Oliver gistu við sjálfan Abbey Road í nótt hjá vinafólki sem jafnframt eru vinnuveitendur Maysunnar.
Þau voru á leið í dinner í miðborg Lundúna..
..og það hafði snjóað á þau.
Svona er lífið á páskum.
Ójá
Laugardagur, 22. mars 2008
Snobbaður krakki - svo skömm er að
Ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að breyta nafninu mínu. Sko, þá meina ég að skella mömmunafni með og þá yrði ég (það sem ég hef alltaf verið) Jenný Anna Önnu og Baldursdóttir. Hipp og kúl, verð ég að segja. Þetta er nefnilega í tísku.
Mér finnst þetta krúttleg nýjung. Enda engin ástæða til annars en að bera nöfn beggja höfunda. Það þurfti tvo til og þarf enn.
En..
ég er of íhaldssöm til að fara að breyta nafninu mínu.
Þegar ég var lítil langaði mig til að heita Rósalín (OMG). Ég átti nefnilega bók um prinsessu sem hét því frábæra nafni. Langaði líka til að heita einhverju einföldu nafni því heimurinn var ekki löðrandi í Jennýjum á bernskuárum mínum og það nánast snérust höfuð, þegar nafnið mitt var nefnt.
Mig langaði líka til að hafa eftirnafn (svona Andersen, Jensen, Ibenslusse eða Lejonhuvud), því það var yfirleitt fólk sem bjó í stórum húsum, hélt ég sko, en ég rannsakaði það aldrei nánar. Ég sé nú, þegar ég rifja þetta upp, hins vegar, að ég hef verið afskaplega snobbað barn. Ég sem er komin af frábæru alþýðufólki sem ég er að rifna úr stolti yfir að tilheyra. Hm.. maður breytist.
Ég er afskaplega fegin að ég lét nafnið mitt standa.
En mér finnst þessi siður svo dúllulegur.
Sara mín yngsta hefur gefið út þrjár ljóðabækur, þar kallar hún sig Söru Jennýjar.
Ætli ég geti dílað við dætur mínar um að kalla sig;
Helgu Jennýjar og Bjarkadóttur (hún þyrfti að droppa Laxdalsnafninu).
María Greta Jennýjar og Einarsdóttir og
Sara Hrund Jennýjar og Einarsdóttir???????????
Hm..
.eða láta það enda á Jennýjardóttir.
Kominn tími til að setja mig í fyrsta sætið, primus motor sem ég er.
Tala við stelpurnar.
Úje.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 19. mars 2008
Rakin ósannindi
Ég er mjög ábyrg í minni sykursýki og sprauta mig upp á punkt og prik með insúlíni tvisvar á dag.
Ég hef fullt kontról á mínu mataræði og ekki halda því fram að ég missi mig einstaka sinnum þegar freistingarnar bera mig ofurliði. Það er helber lygi.
Það er heldur ekki sannleikskorn til í því að ég hafi ráðist á ákveðna tegund sælgætis áðan og "gleymt" því að það er á nónó listanum.
Þetta segi ég ykkur því ég kann ekki við að fólk efist um heilindi mín gagnvart mínum sjúkdómi.
Úff,
hvað hefðu mínir nánustu sagt núna ef það hefði verið rauðvínsflaska í stað myndarinnar af þessu græna gumsi (sem ég veit ekki hvað er), í byrjun færslu?
Ég er ansi hrædd um að björgunarsveitin hefði verið send í Breiðholtið og það með látum.
En ég er ábyrgur alkahólisti, enda búin að læra að þar dugir hvorki hálfkák eða svindl.
Þetta langaði mig til að segja ykkur börnin góð.
Í almáttugs bænum farið varlega í myrkrinu.
Óbigmama, hvað útsýnið er fallegt af snúrunni!
Úje
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2987752
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr