Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

FYRIRSAGNAFRASI DAGSINS ER..

1

..STELPURNAR OKKAR!  Dálítið einhæft finnst mér en ágætis tilbreyting frá hinum frasanum: STRÁKUNUM OKKAR.  Áfram kvennaíþróttir!


MÉR ER ÞAÐ ÞVERT UM GEÐ..

1

..að blogga um "fræga" fólkið, líka það sem frægt er að endemum en ég get ekki orða bundist núna.  Það er ekki oft sem hægt er að lesa þróun alkahólisma, afneitunina á ástandinu og reiðina út í þá sem vilja aðstoða, svo skýrt og vel eins og með því að lesa fréttir af Britney Spears.  Frá hárrakstrinum, inn og út úr meðferð dæminu á nokkrum dögum, útskriftina þaðan hvar hún lýsti því yfir að hún væri ekki alkahólisti og væri bara undir svo miklu álagi.  Nýjasta þróun stúlkunnar í sínum bullandi veikindum er að íhuga nálgunarbann á móður sína og varna henni umgengni við börn sín.  Þetta ætlar stúlkan að gera vegna þess að móðir hennar stuðlaði að því að koma henni í meðferð.

Þetta er ekki einsdæmi hjá virkum ölkum.  Eitthvað þessu líkt á sér stað á hverjum degi, einhversstaðar á meðal okkar en sjaldan gefst okkur tækifæri til að fylgjast með þeim fjölskylduharmleik sem alkahólismi stuðlar að.  Spears er ekki eini alkinn sem fer í meðferð og kemst að þeim vafasömu sannindum að vera ekki alki.  Ég vona að allir alkar, alls staðar  nái botni og beri gæfu til að gefast upp og leita aðstoðar. Ég hef verið svo gæfusöm og ég vil gjarnan sjá sem flesta rata heim.


mbl.is Spears sögð íhuga nálgunarbann á móður sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

REYKHERBERGJUM Á LSH LOKAÐ...

 

1..eða eru þeir alveg að missa það svona almennt og yfirleitt á Mogganum?  "Reykherbergjum á LSH verður lokað á næstunni"!  Þannig hljóðar fyrirsögnin að þessari frétt sem ég set hér á síðuna mín.  Þar sem ég er áhugamaður um málefnið (reykingar sko) fór ég gírug inn á fréttina og þar blasti við allt annað en fyrirsögnin segir til um, þe. fréttir af því að ekkert lægi fyrir um dánarorsök stúlkunnar sem dó um helgina við vægast sagt undarlegar aðstæður á LSH.  Það verður nú aðeins að gæta að því hvernig fólk vinnur vinnuna sína.  Dálítið ömurlegt, svo ekki sé meira sagt, þegar verið er að klúðra umfjöllum um persónulega harma fólks. 

Hvar er hin rétta "frétt" um mína harma ef reykherbergjum verður lokað á LSH?


mbl.is Reykherbergjum á LSH verður lokað á næstunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FLUGHRÆÐSLA MÍN..

 

..ágerist um helming þegar ég les svona fréttir.  Ég sem er á leiðinni til London í ágúst.  Jesúsinn minn, Maysa ég kem með skipi.

Það yrði ekki mikið eftir af undirritaðri ef einhver óður náungi myndi reyna að opna neyðarútgang á ferð.  Ég var að lesa að með því að tjá tilfinningar gæti maður dregið úr depurð og ofsahræðslu.  Ég fer í svona therapíu.

Gúddnætgæs!


mbl.is Óður farþegi reyndi að opna neyðarútgang á flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG HEYRI HLJÓÐ

..og er búin að gera í allt kvöld.  Það er sama hvar ég er í íbúðinni, ég heyri slitróttan són eins og í síma sem gleymst hefur að leggja á.   Ég er að missa það.  Er ég að verða veik á sinni ofan á alltsaman?  Einhverjum hlýtur að vera illa við mig og hefur plantað símanum á góðan stað hérna heima hjá mér og óstöðvandi sónninn gerir það að verkum að ég get ekki einbeitt mér.  Ég er faktískt ekki að grínast þrátt fyrir að ýkja stórlega.  OMG!

Nú myndi ég hringja á Símann ef ég væri ekki hjá Hive!


EFTIRLITSLAUS BÖRN

 

Ofsalega varð ég hissa og reið þegar ég heyrði starfsmann í Nauthólsvík lýsa því yfir að foreldrar skildu börn sín eftirlitslaus á ströndinni, þe kæmu þeim á staðinn og færu svo.  Sem dæmi tók þessi starfsmaður dreng sem pabbinn hafði komið með kl. 10 í morgunn og var ekki búinn að ná í hann kl. 16.

Ég hélt í alvörunni að þetta hefði breyst eitthvað á undanförnum árum, þe að börn væru ekki skilin eftir lengur,  við leiki, látin fara ein í sund frá 8 ára aldri og að þvælast ein út um allt.  Ég kalla þetta "þetta reddast" uppeldisaðferðina og mér hugnast hún ekki par.  Forgangurinn í þjóðfélaginu hefur ansi mikið breyst.  Réttlætingar á skorti samvista barna við foreldra sinna er að það þurfi að vinna svo mikið, til að geta lifað mannsæmandi lífi.  En hvað er mannsæmandi líf?  Er það ekki að búa sem best að börnunum okkar og þá á ég ekki við að fylla líf þeirra gerviþörfum sem þau hafa ekkert við að gera.  Ég veit að margir þurfa að virkilega að leggja á sig til að hafa fyrir salti í grautinn en margir reisa sér nú öllu hærri  minnisvarða, í formi fasteigna, bíla, ferðalaga og þ.h. 

Æi ég vill ekki vera svona mikill tuðari en mér ofbýður kæruleysið sem ég alltof oft verð vitni að þegar börn og gæsla á þeim er annars vegar.

 

 


MAÍSTÖNGIN REIST..

1

.. í tilefni Jónsmessunnar, hinnar gömlu frjósemishátíðar í Svíþjóð um helgina. Æi hvað mig langar að taka þátt með vinum mínum í yndislega sænska sumrinu.  Það verður næst.  Ég óska Ek fjölskyldunni gleðilegrar hátíðar og vona að þau borði yfir sig af maríneraðri síld með nýjum kartöflum, sænskum jarðaberjum og alvöru þeyttum rjóma. Smjúts.

Ætli við Jenny, ásamt fjölskyldu drífum okkur ekki í Maístangardans í Norræna húsið, þe ef ekki er búið að loka því, en hversu hallærislegt er að loka vegna breytinga á miðru sumri þegar allt er fullt að ferðamönnum sem vilja heimsækja staðinn?  Bítsmí.

Síjúgæs


BANNAÐ AÐ REYKJA

1

Reykingafólki verður meinað að taka að sér börn undir fimm ára aldri samkvæmt nýjum viðmiðunarreglum sem birtar verða þegar ný lög um reykingar taka gildi í Bretlandi þann 1. júlí n.k.

Ég reyki, eins og strompur, það viðurkennist en ég myndi aldrei láta mig dreyma um að gera það þannig að börnum stæði hætta af.  Ég reikna með að flestir séu sama sinnis.  En fósturbarn færðu ekki ef þú ert í nikótíninu.  Það fer að verða vandlifað í þessum heimi.

Látum foreldralaus börn deyja úr sulti og vosbúð eða hírast inni á stofnunum frekar en að koma þeim fyrir hjá fólki sem vill eignast börn.  Ekki spurning því vesalings börnin gætu mögulega orðið fyrir óbeinum reykingum þar sem foreldrarnir standa úti á svölum og reykja.

Ég á ekki orð.


mbl.is Breskir reykingamenn fá ekki að verða fósturforeldrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG MYNDI LEGGJA MIG INN..

1

...á stundinni, sæi ég hest sem kæmi upp úr sjónum og stigi á land.  Ég myndi auðvitað ekki halda að sæhestur væri á ferðinni en mikið svakalega væri ég viss um að ég væri orðin geðveik. 

"Fólk sem dvaldi í sumarbústað sínum í Straumfirði á Mýrum í gær vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hestur kom syndandi af hafi og gekk á land. Fram kemur á fréttavef Skessuhorns, að ekki hafi fengist skýringar á þessu ferðalagi hestsins en helst sé talið að hann hafi strokið úr Hjörsey, sem þarna er ekki langt frá landi."

Ég óska þessari fjölskyldu til hamingju með sumarleyfið og andlegt heilbrigði sitt.


mbl.is „Sæhestur" nam land í Straumfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LÚKULÁKI

1

Mohammad Kahtami, fyrrum forseti Írans, neitaði því staðfastlega í dag að hann hefði brotið íslamskar reglur með því að taka í hendur kvenna á meðan hann var í heimsókn á Ítalíu.  Þetta gera allir perrar, þeir neita alltaf.  Bölvaður viðbjóður er þetta, að taka í höndina á konu og það ítalskri konu.  Ég á ekki orð.


mbl.is Fyrrum Íransforseti sakaður um að snerta konur á almannafæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 2988574

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.