Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

HVAÐ SELUR?

1

Hef gert ítarlegar rannsóknir á hvað það er sem selur og er vænlegt til að ýta bloggurum upp vinsældalistann.  Þetta sá ég fyrir mér að ég yrði að vita upp á hár og herðar þegar bloggfrægðin skall á mér í gær.  Ég verð að halda áfram að klifra listann.  Svo hefur verið mikil umræða um nýtt bloggsvæði og hvort það muni verða betra en Moggabloggið.  Eftirfarandi þættir eru pottþétt fínir að hafa með sér í baráttunni um efsta sætið (híhí).

Að vera þekkt andlit

Að blogga um kynlíf

Að blogga um persónulegan bömmer og gera eldheitar játningar úr prívatlífinu

Sumum gagnast vel að hafa vald á hinu skrifaða orði en það er engin pottþétt ávísun á vinsældir

Ég játningablogga reglulega.  Þe ég segi frá minni edrúmennsku.  Ég hef ekki tíundað það hvernig ég var meðan ég var á fylleríi.  Úlala þegar ég fer að gera það, þá fer ég pottþétt í fyrsta sæti.

Það er svo erfitt að vera frægur.  Ég hef gert viðhlítandi ráðstafanir á heimilinu og mun ALDREI skilja við mig tölvuna.  Ég er á frægðarvaktinni alltaf-allsstaðar.


ÞAÐ HLJÓP Á SNÆRIÐ..

1

..hjá Mogganum þegar ég byrjaði að blogga í lok febrúar á þessu ári.  Jesús minn hvað þeir voru heppnir.  Að hugsa sér ef ég hefði farið yfir á vísi.is.  Þeir væru ekki glaðir á ritstjórninni núna, það get ég sagt ykkur.  Allavega þá er ég nr. 9 á vinsældarlistanum.  Ég er ekki hissa enda veit ég að ég er mjög góður bloggari.  Soldið pirruð samt yfir að hafa náð þetta langt, vera þekkt nafn á landinu og svona.  Er bæði hógvær og inni í mér og vill fá að eiga mitt prívatlíf í friði.  Það verður ekkert farið í myndatökur eða viðtöl hér (nema fyrir rétta upphæð). 

Þegar ég fæddist sagði Ljóshæna frænka mín (og sú sá lengra en nef hennar nær) bara beint út við mömmu, þar sem ég lá svo falleg í vöggunni og agúaði með sjálfri mér: það verður Nóbelinn eða amk. bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.  Bara sí svona kjéddlan.  Ekkert að skafa utan af því.  Síðan hafa væntingar staðið til þess í minni fjölskyldu að ég yrði eitthvað.  Ég bjóst nú aldrei við að meika það á Moggabloggi enda ekki neinir aukvisar þar að etja kappi við.

En nú er ég í stökustu vandræðum.  Ég verð að fara að skrifa blátt, helblátt.  Ég verð að slá Ellý við, það er ekki spurning.  Fólk ætlast til þess af mér nú þegar ég er orðin þekkt nafn.  Ég bara finn það.  Leiðinlegt að taka athyglina frá stelpunni og Egill Helga er svakalega spældur úti í Grikklandi, það hef ég frá fyrstu hendi.

Ég veit að blaðamennirnir koma strax í býtið á morgun þannig að ég þarf að fara að hafa mig til (boðaði til blaðamannafundar í kvöld í þetta eina sinn til að losna við böggið bara) þannig að ég heyri í ykkur seinna.  Þið skiljið nottla að ég get ekki lesið hjá neinum lengur og frá og með nú verður lokað fyrir athugasemdir á mínu bloggi.  Við fræga fólkið GETUM ekki verið að taka við endalausum skilaboðum sem varða okkar prívatlíf, það hljótið þið að skilja.  Við erum að blogga fyrir ykkur elskurnar. 

Æi man einhver fleiri orð yfir klobba?  Ég verð að blogga eina safaríka fyrir morguninn.

 


AF ÞVOTTHÚSFERÐ OG DÝRALÍFINU ÞAR

23

Nú fór í verra.  Í fyrsta lagi þá gleymdi ég að setja inn rapport um þvottahúsferðina sem var fremur ævintýraleg.  Í öðru lagi þá endaði ferðin með ósköpum og í annað sinn lokaðist ég inni í þvottahúsinu eftir æðisgenginn flótta frá ókunnugum dýrum sem hafa tekið sér bólfestu í kjallaranum.  Ég hef konuna sem er á móti því að ég koggi, grunaða um að vera dýrasmyglari og henni er ekki par við að ég sé að þvælast um á hennar veiðilendum.  Hún var eitthvað að snuddast niðir þegar ég kom og sendi mér ekki blíðlegt augnaráð get ég sagt ykkur.  Hún steytti svo hnefann framan í mig og rauk út með töluverðum pilsaþyt.

Nú, ég skutlaði í vél og kíkti í dýrahornið þar sem ég sá eftirfarandi óbjóð.  4 Anímur rauðbrúnar og viðbjóðslega kræklóttar, engin beltisdýr og 1 hellisljón.  Litur óræður.  Þarna var silfurskotturáðstefna í fullum gangi og það sindraði á þær í sólskininu.  Ég var u.þ.b. að snúa mér við og fara þegar stór tarantúlla, græn á lit, með fjögur börn í eftirdagi, kom stökkvandi í átt að mér.  Það var þá sem ég læsti mig inni í þvottavélinni einn ganginn enn.  Húsbandið kom eftir 2 klukkutíma og hleypti mér út, en hann var orðinn svangur og mundi þá eftir að húsþjónninn var á brott.  Mikið skelfing var yndislegt að sjá hann þessa elsku, þrátt fyrir að hann væri smá pírí út í mig fyrir aumingjaskapinn.

OMG ég er hálfviti. 


BARNAKLÁM GERT UPPTÆKT..

 

.. að þessu sinni á Spáni og eru sex í haldi.  Þetta minnir mig alltaf jafn óþægilega á þennan nöturlega raunveruleika þar sem börn eru myrt og svívirt viðsvegar um heim.  Það er alltaf gott þegar upp kemst um svíðingana.


mbl.is Mikið magn af barnaklámi gert upptækt á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OG ÉG VISSI ÞAÐ

1

Undirmenn karlkyns stjórnenda taka styttra fæðingarorlof, skipta orlofinu oftar upp í nokkra hluta og sinna starfinu frekar að einhverju leyti á meðan á því stendur.  Konum þykir fæðingarorlofið frekar ógna starfsöryggi sínu ef þær vinna undir stjórn karlmanns.

Höfum við stelpurnar ekki verið að tuða um það í áraraðir, að það þurfi að fjölga konum í stjórnunarstöðum í þessu karlæga þjóðfélagi?  Ha?  Segið svo að það skipti ekki máli!

Iss


mbl.is Fæðingarorlof styttra þar sem karlmenn stjórna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á SKAGASTRÖND, JESÚS MINN

1

Ef ég væri atvinnulaus og þess vegna á bótum yrði mér illa uppsigað við þá hjá Eflingu stéttarfélagi.  Skattkort bótaþega eru geymd á Skagaströnd og þeir geta ekki útskýrt hvers vegna.  Er ekki í lagi hjá fólki, stór hluti atvinnulausra eru á stór-Reykjavíkursvæðinu.  Í fréttinni segir:

 "Margir spyrja í afgreiðslu Eflingar hvort það sé ekki rétt að flestir hinna atvinnulausu séu á höfuðborgarsvæðinu. Svarið er jú. Það er rétt. Hvað eru skattkortin okkar þá að gera á Skagaströnd? Svarið höfum við ekki því að það er ekkert skynsamlegt svar til sem gengur ekki þvert á dómgreind hins almenna manns. Við bendum hins vegar þessu forviða fólki á að hafa samband við Vinnumálastofnun sem mótaði þessa fráleitu stefnu um að færa þjónustuna við fólkið sem lengst frá fólkinu sjálfu." Efling vonast eftir að nýr félagsmálaráðherra breyti þessum vinnubrögðum."

Sniðugt og svo krúttlegt eitthvað.  Skattkortin á Skagaströnd svo má stimpla sig í Hveragerði og vera sendur í vinnu á Siglufirði.  Um að gera að láta þetta atvinnulausa lið hafa fyrir krónunum.   Hvernig væri að láta bréfdúfu í stimplunina og allan pakkann bara?

Hehe


mbl.is Skattkort geymd á Skagaströnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ELDHÚSIÐ Í GÆR

1

Ég er eldhúskona að upplagi.  Ekki svo mikið húsmóðurlega heldur líður mér vel í eldhúsum.  Sérstaklega þessum stóru með nógu tjillplássi.  Að sitja og lesa í eldhúsinu er bara toppurinn og ef ég fengi einhverju ráðið þá færu allir mínir gestir beint þangað og héngu yfir mér á meðan ég sýsla þar.  Ég var ansi mikið í eldhúsinu í gær, svona seinnipartinn.  Saran mín, mamma Jenny, var með matarboð fyrir tónlistarfólkið sem er að spila með pabba Jenny, honum Erik Quick (spiluðu í Kastljósinu í gær) og það átti að elda læri að hætti mömmu, frá a-ö.  Sara var sein, ég var u.þ.b. að fá taugaáfall þegar hún loksins var búin að setja lærið inn.  Fyrirmæli voru gefin og það liðu 10 mínútur og aftur var hringt.  Saran á því að láta þetta ekki klikka.  Reyndar er stelpan mín fínn kokkur en ekki alveg vön að vera með stórsteikur.  Svo kom að kartöflurétti og sósu. 

"Hvað mikinn gráðost mamma?"

"æi svona sæmilega þykkan bita"

"hvað kallarðu sæmilega þykkan bita, svona hálfan ost?"

"nei, nei Sara mín, róleg, svona helminginn af hálfum væri nærri lagi"

"en hvað fer mikið af pipar?"

"eftir smekk"

"eftir hvers smekk?  Þínum eða mínum?"

Allavega ég eldaði í fyrsta sinn gegnum síma í beinni og maturinn tókst stórkostlega vel.  Á eftir var ég orðin ansi lúin og tók heimaleikfimina Í ELDHÚSINU AUÐVITAÐ á meðan ég steikti fiskinn.

Þarna fenguð þið innsýn í mitt "hektiska" eldhúslíf.  Síjúgæs!


SVO SORGLEGT

Með þessa ungu konu sem lést á LSH í nótt.  Það er bara að votta aðstandendum hennar samúð og vona að svona geti ekki gerst aftur inni á spítala. 

Þetta er bara svo hryggilegt.


mbl.is Dauðsfall sjúklings á LSH til rannsóknar hjá lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OG ALLT TEKUR ENDA UM SÍÐIR

Mogginn er kominn með bláan haus aftur, stjörnuspá Steingeitarinnar er að venju frámunalega hallærisleg og bleiku færslunar mínar munu ekki birtist fyrr en 8. mars á næsta ári.  En þetta var flottur kvennadagur sem ég eyddi að mestu í að blogga, fara til læknis og bíða þar von úr viti áður en ég komst að.  Ég var með bleika tösku.  Mitt statement fyrir daginn. Ég er ekki kona sem klæðist bleiku, það er bara svo mikið ekki ég.

Höfuðverkurinn herjar á mig og húsbandið.  Flensa í gangi.  Æi veit ekki.  Það er allavega kominn nýr dagur.


OG ÞÆR BLEIKU HALDA ÁFRAM

Tillaga frá Vinstrihreyfingunni grænu framboði um að setja á stofn samráðshóp til að kanna kosti þess að stofna jafnréttisskóla, kallar á ekkert minna en bleika fjöður í hattinn.  Tillagan var samþykkt samhljóða í borgarstjórn í dag.

Flott hjá VG og í anda dagsins í dag auðvitað.


mbl.is Samþykkt að undirbúa stofnun jafnréttisskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 2988574

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.