Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Laugardagur, 7. júlí 2007
IKEAHEIMSÓKN JENNYJAR UNU
Jenny Una Errriksdóttirrr fór í IKEA í gær með mömmu sinni. Hún vildi gefa ömmu og Einarrri gjöf og valdi eftirfarandi:
Grænt flísteppien Jenny hugsaði sér gott til glóðarinnar og sá fyrir sér huggulegheit fyrir framan sjónvarpið í vetur. (Við eigum eitt rautt sko, barn verður að hafa til skiptanna)
Þvottapokasem mamman vildi kaupa handa ömmunni og Einarrri, Jenny samþykkti því hankarnir voru í öllum regnbogans litum.
Gul, rauð, blá og græn glös en Jennyju fannst einmitt að það vantaði litadýrð í glasabúskapinn hjá ömmunni og Einarrrri.
Ilmkerti þarna kom mammann inn í málið og Jenny var sátt við valið.
Myndarammi því það eru bara 538 myndir af barni á kærleiksheimilinu. Jenny sá ástæðu til að bæta úr skortinum.
Lítil telpa kom svo með pakkann sem var stærri en hún sjálf, til ömmunnar og Einarrrs og sagði; "sjáiði Jenny kaupa fínt".
Og svo hjálpaði hún til við að taka upp alla fallegu hlutina sem hún og mamman höfðu keypt, fékk egg að borða og svo sat hún undir fína græna teppinu og horfði á Maditt og var algjörlega sæl og glöð.
Ég er enn í krúttukasti.
P.s. Jenny vildi að sjálfsögðu fá dinner í versluninni og valdi sér kjötbollur (barn sænskt og trygg föðurlandinu). Borðaði eina, leit á mömmu sína og sagði: "Jenny alveg svöng". Ég er í krúttkremju. OMG
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 7. júlí 2007
ÉG VEIT HVER SEMUR STJÖRNUSPÁNNA...
...og hún ætlar að gera líf mitt að helvíti bara sér til skemmtunar. Nú afhjúpaði kjéddlan sig ískyggilega.
Spákonan er www.gurrihar.blog.is
Þessi kona er aðstoðarritstjóri Vikunnar. Hún var að taka saman bók um reynslusögur sem hún hefur að mestu skráð sjálf og hafa birst í Vikunni. Nú eru 50 stykki af þeim sem sagt í þessari bók, sem hún sendi mér í dag þessi elska. Ógisla fróðleg og skemmtileg bók en ég ætla nú ekki að fara mæra konuna. En það er púki í kerlu. Þess vegna gekk hún of langt í spánni minni og afhjúpaði sjálfa sig í leiðinni. Sjáið:
Laugardagur, 7. júlí 2007
NÚ HÆTTI ÉG AÐ BLOGGA...
..ef þið grátbiðjið mig ekki að hætta við það. Segi svona. Ég er svona að fylgjast með stelpunum, þeim Ellý og Jónínu og reyna að taka mér þær til fyrirmyndar og ég er búin að ellýast í bili og nú var ég að hugsa um að jónínast smá. Þess vegna er ég hætt að blogga næstu 20 mínúturnar og fer með skoðanir mínar annað á meðan. Þar sem ég fæ borgað. Ef þessi færsla verður horfin í fyrramálið þá er það líka út af jónínskunni. Þetta er herbragð. Vó hvað fólk á eftir að elska mig og hata mig.
Þetta er allt saman runnið undan rifjum Baugs enda blogga ég í boði þeirra.
Síjúgæs!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 03:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Föstudagur, 6. júlí 2007
FRAMHALD AF FÓTBROTI
Oliver hleypur um allt með gipsið, sem nær nú bara upp á hné. Hann var í dýragarðinum í dag með ömmu-Brynju og Gunni stórufrænku. Brynja er svo góð við Granny-J að hún sendir mér myndir af ævintýrum dagsins á hverju kvöldi. Foreldrarnir eru sum sé í góðu yfirlæti á Spáni og í Londres rignir það. Nananabúbú Brynja mín.
Og Oliver býður góða nótt. Hann er flottur með gipsið Ha??
Föstudagur, 6. júlí 2007
HVER VERÐUR LEIÐUR?
Ég tengi stjörnuspána eins og venjulega við bloggið mitt. Núna er ég yndislega ónákvæm í loforðum mínum og hver les á sinn hátt í orð mín og allir búast við ólíkum niðurstöðum. Einhver verður leiður.
Ladídadída.. og svo framvegis osfrv. Eina sem mögulega passar er vegna snúrubloggsins fyrr í dag. Áfengisverslunin örgla þessi sem verður leiður af því ég er löngu hætt að kaupa af þeim bjór í stórum stíl.
Ójá þannig er nú það.
Föstudagur, 6. júlí 2007
TVÖFÖLD ÁNÆGJA
Þar hljóp á snærið hjá mér. Frétt af Britney Spears klikkar aldrei sem gleðigjafi enda lifi ég bókstaflega á því að lesa um hana og Paris Hilton. Finnst þær í raun mjög djúpir persónuleikar, alls ekki fyrirsjáanlegar og svo eru þær svo lítið yfirborðskenndar.
Britney er sko ekki alki þrátt fyrir að hún hagi sér eins og einn slíkur. Hún er búin að fara í meðferð og komast að því gagnstæða. Nú ætlar hún búin að útiloka móður sína úr erfðarskrá sinni til að tryggja að amman fái ekki forræði yfir sonum hennar tveimur, falli hún frá. Ég skil Britney vel, mamma hennar píndi hana í meðferð, bölvuð kjéddlingin.
Hin ánægjan er nýyrðasmiður Mbl. Þessi sem slær inn fréttirnar (sko þetta eru fréttir). Hún skrifar svo skemmtilega: "Spears sögð gera systur sína Jamie Lynn að forsjáraðila og fjárhaldamanni drengjanna". Krúttlegt nýyrði.
Mogginn reddar alveg deginum. Það er deginum ljósara.
![]() |
Britney útilokar móður sína í erfðaskrá sinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 6. júlí 2007
HVAÐ ER ÞETTA MEÐ HANN ÓLA? HANN Á AÐ HJÓLA!!
..sko ég er þræl ánægð með forsetann. Hann er dúlla. En Lexus eitthvað með háþróuðu hybrid kerfi er svo sem ok, en hvernig væri að hjóla? Þessir bílar kosta óhemju fé. Hafa bara gamla bílinn flottan inni í bílskúr og nota hann þegar taka þarf á móti fólki og við svoleiðis fyrirkomulag.
Svo vil ég að allir ráðherrar noti sína eigin bíla og keyri sjálfir. Ef þeir geta ekki keyrt þá borga þeir sínum bílstjórum ú eigin vasa. Þoli ekki þessa tilgerð og þetta snobb. Hvaða aumingjaleikur er í gangi eiginlega?
Iss hvað fólk hefði átt að kjósa VG í vor.
Ogégmeinaða.
![]() |
Forsetaembættið tekur í notkun hybrid-bíl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 6. júlí 2007
SNÚRA
Ég var að velta því fyrir mér hversu heppin ég væri að vera edrú og að ég skuli eiga heilan meðgöngutíma að baki (eftir nokkra daga). Hvað skyldi ég hafa verið að gera fyrir einu ári síðan? Ég man það að sjálfsögðu ekki nákvæmlega þar sem það er hulið óminnisskýi en ég held að ég geti sagt með nokkurri vissu að:
ég hafi setið í stólnum mínum inni í stofu, með bjórglasið í hendi, pillurnar innan seilingar, gluggatjöldin niðurdregin og ég fer nærri um að ég hafi verið að velta fyrir mér hvernig ég gæti bundið enda á þessa djöfulsins kvöl. Að sjálfsögðu hef ég líka verið að hugsa um hvað ég ætti helvíti bágt. Ég hef auðvitað verið kvaldasta, misskildasta og sárasta konan á jarðríki. Þannig er alkahólismi. Ein stór sjálfsvorkunn þótt auðvitað sé það sorglegt að vera komin eins langt og hægt er að komast án þess að hrökkva upp af.
Núna er ég með heppnari konum, gluggatjöldin eru uppi að sjálfsögðu og það eina sem er innan seilingar er kaffibolli (lesist kaffi og sígó) og ég á að sjálfsögðu ekki vitund bágt.
Svona er lífið í dag ó je.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Föstudagur, 6. júlí 2007
ELLÝ GENGUR FETI FRAMAR
Ég vil taka það fram að ég er ekki reglulegur lesandi af blásögunum hennar Ellýjar. Það kemur til af því að mér finnast þær leiðinlegar. Nema þessar tvær til þrjár fyrstu. Fyrirsögnin á þeirri nýjustu fékk mig þó til að glenna upp augun. Eitthvað um afa barna vinkonunnar. Ég fór og las. Mikið rétt Ellý er að færa sig upp á skaftið. Vinkonan komin í kynferðislegt samband með fyrrverandi tengdó. Nú eru góð ráð dýr. Hvað verður það næst. Ég held að ég segi það ekki upphátt.
Súmí.
Föstudagur, 6. júlí 2007
EIN BÚHÚ FYRIR SVEFN
Jæja kominn tími á svefn. Ég er búin að setja í mig rúllurnar og er að snýta mér í þessum töluðu orðum. Ég er veik. Alvöru flensuveik. Merkilegt hvað ég er mikill pestargemlingur. Hálsinn alveg að lokast, ég snýti mér í akkorði, beinverkirnir eru að drepa mig og ég er með 39 stiga hita. Gvöð hvað ég á bágt. Ég er búin að sofa meira og minna í allt kvöld.
Hvað haldið þið að mér hafi dreymt? Róleg, þið vitið að draumar eru aldrei tíundaðir hér á þessum fjölmiðli. En í kvöld dreymdi mig að ég væri dottin í það. Martröð hins óvirka alka og ég hef það fyrir satt að mörgum dreymi svona eftir að þeir verða edrú. Ég held að þetta sé í þriðja eða fjórða skipti hjá mér. Ég drekk og er svo miður mín í draumnum að það er nánast ólýsanleg tilfinning. Ég get bara sagt eitt og það er að vakna eftir svona draumfarir og uppgötva að þetta var ekki alvöru er með betri tilfinningum sem ég upplifi. Léttirinn svo óstjórnlegur. Sjúkket hvað ég varð glöð.
Er á leið í beðju, eins og tinandi gamalmenni, með tissjú, Panodil Hot og sjálfa mig.
Gúddnætgæs!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 2988570
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr