Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Miðvikudagur, 3. desember 2008
Var í boði
Ég var að koma úr frábæru boði.
Mamma mín er áttræð í dag.
Anna Björg Jónsdóttir er langflottasta mamman í heiminum og hún er nýlega komin frá Köben hvar hún skemmti sér konunglega með þremur systra minna.
Ég á mína foreldra á lífi og mér finnst ég heppin kona.
Ég er stolt af foreldrum mínum, þau eru flott og eiga bara skilið það besta.
Bara svo það sé á hreinu.
Annars er ég að tjilla hérna heima.
Ætla að horfa á Kiljuna. Svo sé ég til hvern ég lem í hausinn með bloggfærslu.
Segi svonnnnnnnnnnna.
Þangað til seinna.
Ójá.
Sunnudagur, 30. nóvember 2008
1.999.865!
Halló, ég er að ná tveggja milljóna heimsóknartölunni og það er nærri farið framhjá mér.
Hver verður gestur nr. 2.000.000?
Verðlaun?
Ekki að ræða það bara ánægjan af að vera gestur á minni síðu.
Komasho segja Nennu sinni númer hvað þið eruð.
Laugardagur, 29. nóvember 2008
Ég er gömul og á leiðinni í bótox
Hér er smá jólafærsla börnin mín södd og sæl.
Í dag hef ég haft hana nöfnu mína hjá mér og við vorum að jólast hérna heima.
Það kom að því að ég hafði þvegið eldhúsgluggann, straujað jólagardínur og sett ljós í glugga.
Svo fór þessi kona sem hér skrifar upp á stól til að hengja upp gardínurnar.
Jenný Una: Amma villtu passa þig mann getur dettið af stólum og þá getir þú deyjið.
Amman: Nei, nei, ég passa mig elskan og svo er ég ekkert að fara að deyja.
Jenný Una: Jú þú ert gömul þá deyrðu ef þú ferð upp á stól.
Amman: Ég er ekki gömul Jenný mín.
Jenný Una ákveðin: Jú ömmur eru gamlar. Passaðuðig.
Og síðar í rúminu þar sem amman sagði sögur og sú stutta vildi ekki fara að sofa.
Jenný Una: Amma, ekki fara fram, ér hrædd.
Amman: Við hvað ertu hrædd?
Jenný Una: Það er vondur maður í glugganum.
Amman: Hvaða vitleysa barn, ég sé engan mann.
Jenný Una (hneyksluð): Hann er ósýnilegur manneskja.
Svona er lífið hér á kærleiks.
Amman er farin í bótox.
Laugardagur, 29. nóvember 2008
"Þú gleymir engu Jenný Anna"
Ég hef löngum haldið því fram að ég sé ekki langrækin kona.
Það er auðvitað sjálfsupphafning sem á að ekki nema að litlum hluta rétt á sér. Ég er ekki öðruvísi en margir, ég á það til að sjá sjálfa mig í fullkomnunarljóma þegar þannig liggur á mér. Fjárinn sjálfur.
En.. ég get alveg fyrirgefið, kannski af því að ég get oftast séð minn hlut í því sem úrskeiðis fer.
Minn heittelskaði heldur því hins vegar fram að ég sé með minni fílsins í mörgum af okkar átökum í gegnum tíðina.
Hann segir: "Jenný Anna þú gleymir engu".
Kjaftæðið í manninum.
Hann talar meira að segja um lífshættuleg sprengjusvæði sem ekki megi fara inn á án þess að allt verði brjálað. Líka hvað varðar fleiri ára gamlar uppákomur.
Get ég gert að því þó ég muni stað, stund, fötin sem ég var í, kvöldmatinn, fréttirnar í sjónvarpinu, daginn áður og daginn eftir að mér finnst hann hafa gert á hluta minn?
Alveg: Síðast þegar við vorum með hreindýrakássu, þá bjuggum við á Laugaveginum og þú gleymdir að fara út með ruslið og ég nærri hálsbraut mig við að gera það sjálf, var á háhæluðu skónum sem ég keypti í Sóandsó og stutta svarta pilsinu og fjandans lærin á mér frusu. En hvað ætlaðir þú annars að spyrja um?
Þetta er engin andskotans langrækni, þetta er sagnfræðiáhugi undirritaðrar. Nema hvað?
Að minnsta kosti er mér ekki illa við nokkra mannveru á þessari jörð þó viðkomandi hafi gert eitthvað á hluta minn.
Það er sennilega vegna þess að í flestum vondum uppákomum hef ég alveg átt helminginn eða því sem næst. Þannig er það í lífinu.
En öðru máli gildir um þá sem halda um stjórntaumana. Þá skiptir engu hvað viðkomandi heitir, í hvaða flokki hann er eða hvort hann er gamall félagi, vinur eða hvort ég hef hitt persónuna.
Þar eru aðrar kröfur í gangi.
Sú staðreynd að við erum að horfa á íslenskt þjóðfélag liðast í sundur, okkur er að verða ljós spillingin, vinavæðingin, græðgin og valdaflippið kallar á að við munum hver gerði hvað, hver sagði hvað og hver tók ákvörðun um að gera eða gera ekki.
Þar ætla ég að leyfa mér að vera langrækin, minnugri en fjandinn sjálfur og bálill fram í rauðan dauðan.
Vegna þess að í þetta skiptið gerði ég ekkert til að framkalla það sem yfir mig dynur.
Ekki flatskjár keyptur, ekki jeppi eða aðrar lúxusdrossíur, engin ofurlaun og ekki þotu að sjá í mínum garði. Alveg satt, ég er afskaplega nægjusöm kona í neyslulegum skilningi.
Svo ætla ég að koma því hér á framfæri einu sinni enn að þeir sem vinna hjá opinberum fyrirtækjum, fyrirtækjum sem almenningur á eiga ekki að vera með krónu yfir milljón á mánuði og enginn með hærri laun en forsætisráðherra sem stjórnar fjandans revíunni.
Skilið svo bílunum gott fólk. Venjulegt fólk kaupir sín farartæki sjálft og þannig á það að vera.
Niðurstaða þessarar færslu: Langrækni og gott minni er beinlínis nauðsynlegt á krepputímum.
Farin að rífa upp jólatré með rótum.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Sunnudagur, 16. nóvember 2008
Þolanlegt út um gluggann
Ég get ekki orða bundist með mannanafnanefnd.
Mér finnst að sú nefnd hljóti að samanstanda af embættismönnum sem hafa reykt eitthvað ólöglegt í óhóflegu magni þó það sé vonandi ekki raunin.
Þeir samþykkja ótrúleg nöfn en banna önnur vel þolanleg.
Auðvitað eru svona nefndir algjörlega út úr kú, foreldrum ætti að vera treystandi til að vera ekki að misbjóða börnum sínum með heimagerðum hroðbjóði en þegar það gerist þá ætti að vera hægt að gera athugasemd við skráningu á nafninu.
Ég get samt ekki skilið af hverju foreldrar vilja kalla börnin sín sumum nöfnum.
Eins og Ástmörður, Skuggi, Ljósálfur og Náttmörður.
Minn mælikvarði á nöfn er einfaldur. Þola þau að vera görguð út um gluggann.
Skelfir og Skíma: Inn að borða núna.
Svo eru nöfn eins og Skuggi. Hugsið ykkur að vera þunglyndur og heita þessu nafni.
Eða Gestur, sem er auðvitað fallegt nafn en sá maður getur ekki sagst vera gestur á eigin heimili og reikna með því að vera tekinn alvarlega.
Annars er ég orðin frekar höll undir gömlu góðu íslensku nöfnin en þau voru gjörsamleg át þegar ég var að eiga börn.
Þorgerður, Hjördís, Þórunn, Hallveig og Margrét. Yndisleg nöfn alveg hreint.
Annars slapp ég ágætlega. Fór sum sé aldrei á Kapítólustigið. Það er beisíklí andlegt ofbeldi á börnum að skíra þau Kapítólu. Hvað þá Lofthænu eða Almannagjáu.
Helga Björk mín elsta heitir í höfuðið á henni ömmu minni sem ól mig upp.
María Greta eftir föðurömmu og systur minni.
Sara Hrund út í loftið bara.
Nöfn stelpnanna minna eru aktjúallí þolanleg út um glugga. Það er málið.
En mannanafnanefnd hafnar nöfnunum Magnus og Sven.
Halló, get a grip.
Annars er ég nú svona að fabúlera hér í morgunsárið bara.
Enginn vaknaður nema ég.
Farin að kíkja á jóladótið.
Mig vantar birtu og yl.
Úje.
Aðólf, Júní, Maríkó og Skugga samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Lok, lok og læs
Þá höfum við það.
Allar dyr lokaðar þegar kemur að fjármagni.
Nema auðvitað að við borgum fyrir peningastuldinn sem fram fór á Icesave reikningunum.
Gott fólk.
Við erum skuldug.
Við, börnin okkar, barnabörn og þeirra afkomendur borga brúsann.
Við erum hér með talin sem þriðja heims ríki.
Er einhver ábyrgur á þessu bankaráni?
Er þetta ekki dásamleg verkun?
P.s. Sigmundur Ernir spyr hér athygliverðrar spurningar. Sjá.
Samningar um Icesave eina leiðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Ætlarðu að giftast´onum?
Varð að setja inn eitthvað sætt fyrir svefninn.
Hér eru Jenný Una og mamma hennar svo kjút.
Jenný var að byrja á Laufásborg sem heyrir undir Hjallastefnuna hennar Möggu Pálu vinkonu minnar og ég er svo glöð yfir því og barnið er yfir sig hamingjusamt með nýja skólann.
Ekki að hún hafi verið neitt óhamingjusöm með gamla leikskólann, hún hefur bara orðið enn hamingjusamari eða hamsingjusamari eins og hún segir sjálf.
Svo á hún tvær vinkonur sem eru rúmum tveimur árum eldri og hún leikur mikið með heima og hún er svolítið að herma talsmátann frá þeim. Svo hryllilega dúllulegt.
Dæmi:
Mamman (þegar snjóaði um daginn): Jenný sjáðu hvað snjórinn er dásamlegur, svo hvítur og ferskur.
Jenný: Ésérðaalveg, en ertu skotin í snjónum mamma? (Hér fygldi á eftir tryllingslegt stelpufliss).
Mamman: Skotin í snjónum, hvað meinarðu?
Jenný ( enn á flissinu): Já ertu kannski skotin íonum, ætlarðu að giftast´onum?
Þetta er hin svo kallaða forgelgja.
Og í gær við ömmuna:
Jenný: Amma, það þarf að passa smáböddn mjög vel svo þau meiði sig ekki.
Amman: Já alveg rétt, lítil börn geta meitt sig ef maður lítur ekki stöðugt eftir þeim.
Jenný: Já og ef þau borða kannski nammi frá stóru systur sín þá geta þau kyrkst og deyjið ef ÉG missi nammið á gólfið.
Það var þá sem ég áttaði mig á því að varnaðarorð móður og föður um að henda engu á gólfið þar sem Hrafn Óli athafnar sig helst, hafa komist vel til skila.
Aðeins of vel kannski, ekki þar fyrir að líflegt ímyndunarrafl Jennýjar Unu bætir í þar sem dramatíkina skortir.
Svolítið lík ömmu sinni stúlkan.
En þessi litla gólfsuga kemur í fyrramálið og ætlar að halda ömmu sinni selskap.
Þessi ungi maður er alltaf í góðu skapi, svei mér þá.
Lífið er bærilegt finnst mér.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 9. nóvember 2008
Óviti - Ofviti?
Smá kreppujöfnun.
Í morgun átti sér stað eftirfarandi samtal milli mín og nöfnu minnar.
Jenný Una: Amma það má ekki skamma litla bróður minn. Bara alls ekki.
Amman: Nei og það á ekki að skamma börn, bara tala við þau.
Jenný Una: Éveita, en veistu akkuru það má ekki skamma Lilleman?
Amman: Hvers vegna?
Jenný Una: Hann er bara pínulítið baddn, hann er OFviti.
Þá vitum við það.
Ég er enn í krúttkasti.
Laugardagur, 8. nóvember 2008
Í vondum lungnamálum
Á læknavakt fyrir einhverjum klukkutímum.
Læknir: Þetta er skelfilegur hósti sem þú ert með.
Ég: Já finnst þér það? Það var sko þess vegna sem ég er komin hingað. Er með hita og hósta.
Læknir: Þú reykir (ekki spurning, fullyrðing).
Ég: Jább.
L: Hvað lengi?
Ég: 34 pakkaár (ekki gamall læknaritari fyrir ekki neitt).
L: Það er rosalegt.
Ég: Jább.
L: Þú verður að hætta þessu, þú ert með fast í lungum og með bullandi bronkítis.
Ég: Jább.
L: Hvenær?
Ég: Bráðum en ég reyki mikið minna núna, bara örfáar.
L: Hvað margar (hann frussar þessu út úr sér)?
Ég: Svona tólf á sólarhring.
L: Þetta er náttúrulega ekki hægt.
Ég: Jú og ég fer létt með það. Fyrir tveimur mánuðum reykti ég tvo pakka. Ég er öll að koma til.
L: Þetta gengur ekki, þú verður að hætta að reykja. Taktu þetta lyf hérna sem ég skrifa upp á og farðu nú að hugsa þinn gang, hugsaðu um lungun kona (hér var hann alveg intú itt).
Ég algjörlega í rusli yfir að gera manninum þetta: Fyrirgefðu.
L: Hrmphf....
Svo lufsaðist ég heim með hausinn undir hendinni og ég skammaðist mín fyrir að vera á lífi með þennan einbeitta brotavilja til margra ára og ekki enn lát á.
Farin í smók.
Úje
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Fimmtudagur, 30. október 2008
Edo - edo - edo
Þessi færsla er bömmerjöfnun.
Það sem heldur í mér sönsunum þessa dagana eru bækurnar mínar og Hrafn Óli Eriksson, sem ég hef fengið að vera með fyrir hádegi þessa vikuna.
Það er tæpast til betri félagsskapur en barnanna (á öllum aldri auðvitað).
Í morgun lékum við okkur all svakalega mikið við Lilleman.
Hann gengur með öllu og hermir eftir hverju hljóði sem hann heyrir.
Svo trommar hann, eins og pabbinn auðvitað og lemur í allt sem hann kemur nálægt.
Svo kom pabbinn að ná í barn og sá stutti brosti út að eyrum, sem hann gerir reyndar alltaf, afskaplega glaðsinna þessi drengur, eins og hin þrjú barnabörnin reyndar líka.
Pabbinn sagði:
"Lilleman, säg hej då til mormor".
Og litla skottið sagði, "edo, edo, edo og var enn að þegar hann var kominn út að bíl.
Ég var í heví krúttkrampa lengi á eftir.
Lífið er dásamlegt.
Ójá.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr