Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

DAUÐI OG DUSILMENNI

1

ARG, ég hendi mér í vegg, loft, gólf og brýt niður brýr.  Ætlaði að setjast niður með mínum verri helmingi og horfa á bíómynd og hvað...............

BORMAÐURINN FÓR Á KREIK, einn ganginn enn.  Nú leikur allt á reiðiskjálfi.  Viljið þið bloggvinir mínar koma hérna upp í Sóandsógötu númer sóandsó?  Þið getið hjálpað mér að flytja manninn á brott, með borinn, í annað bæjarfélag, fyrir norðan eða vestan.  Ha?

Æmgonnasúðefokker!

Úje

P.s. Þessi mynd var tekin af mér í gærkvöldi, reyndar, þegar ég var að lesa einn trúarbloggarann, ég greip til vopna, ég get svarið það.


DAGURINN Í DAG..

..fram að þessu hefur liðið undir merkjum leti og aðgerðarleysis.   Það hlýtur að vera lægð yfir landinu, ég sem er alltaf svo "gerin". Fellur aldrei verk úr hendi. Jeræt.  Sumir dagar eru uppáþrengjandi, þær mæta fyrir allar aldir (merkilegt) hlussa sér á herðarnar á manni og eru komnir til að hanga, vera, og láta mann finna fyrir sér.

Annars er ég að fara að elda kjúkling. Með hrísgrjónum og grænmeti.  Ég toppa stöðugt, spennuþrungið líf mitt.  Hvar endar þetta?  Ég finn samt ekki svuntuna mína og kappann.  Elda aldrei án þessara fylgihluta, algjört prinsipp.  Fólk sveltur frekar.

Jenny Una Eriksdóttir var hér í gær og af vörum hennar hraut eftirfarandi:

"Ekki trubbla mér, amma, ég greiða mér fínt." Barn með spegil, meiköppkitt og fleira tilheyrandi undirritaðri, alveg dead á því að gera sig "georgeus".

"Ertu að fara í búðina Einarrrr, é koma með é á péninga, marga".  Jenny stingur á sig hverri krónu sem hún finnur liggjandi á lausu.  Hva!  Barnið er af sænskum ættum í aðra.

"Emma öfugsnúna er vond,  amma er vond, mamma mín góð og Jenny er góð".  Barn farið að gera sér mannamun.  Getur verið að hún hafi það frá ömmunni? Nebb.  Ekki séns.

"Farru mamma, í skóna og bless, ég sofa mínu rúmi, ömmumín og Einarrr".  Hún togar í móður sína og dregur að útidyrum.  Barn veit af ís inni í frysti sem líklega verður hennar ef móðirin er ekki á svæðinu.

Þetta blogg er bannað foreldrum viðkomandi barns.

Úje


GLEÐIFRÉTTIR...

2

..fyrir mig, fjölskylduna, vini og kunningja til sjávar og sveita.  Hm.. (þekkjum varla kjaft utan borgarmarka, en samt).

Maya, Oliver og Robbi koma á þriðjudaginn og verða í níu daga á landinu.  Ég fékk kökk í hálsinn af gleði, þegar Maysan mín hringdi áðan og lét mig vita.

Það spillir ekki gleðinni að hún ætlar að kaupa fyrir mömmu sína forláta GSM síma, sem er svo þróaður að hann gerir allt nema að taka upp kartöflur.

Vó hvað ég á eftir að bombardera bloggið mitt með myndum (af sjálfri mér).

1

Takk Amma-Brynja fyrir að gera þetta mögulegt.Heart

Nóbodíhastúkræmíarivertúdei!

Újejejejeje


AFMÆLISSNÚRA

1

Jæja, enn eitt edrúafmælið orðið að raunveruleika.  Nú er 20. dagur mánaðar í 10. skipti frá því ég kom af Vogi.  Tíu mánaða snúruafmælið er staðreynd.

Merkilegt hvað tíminn hefur flogið áfram.  Og ég man afturábak, í stórum dráttum allt sem gerst hefur frá því af mér rann.  Það er ekki lítil breyting.  Reyndar er minnið að styrkjast dag frá degi, en áður en ég varð fyllibytta, gat ég státað af minni fílsins.  Um það leyti sem ég fór svo helsjúk inn á Vog, gat ég ekki munað símanúmer, og ekki einu sinni hvert ég hafði hringt.  Áfengi og lyf í of stórum skömmtum lama algjörlega allt sem er á milli eyrnanna á manni.

Ég hef fengið svo margt til baka.  Samskipti mín við mína nánustu eru betri en nokkru sinni.  Merkilegt hvað fólkið mans er fljótt að jafna sig, gefa manni séns, þrátt fyrir að það hafi verið búið að stimpla mann nánast út enda ég amk. orðin eins og innsetning í stól fyrir framan sjónvarpið.

Nú er ég reyndar eins og innsetning fyrir framan tölvuna (hehe), amk. þessa dagana þegar blóðskortur og önnur vanheilsa herjar á.  En ég tek þetta með vinstri og ég er í raun þakklát fyrir að muna nafnið mitt, kennitölu, skóstærð og föðurnafn, ásamt öllu hinu sem hefur hlotnast mér á þessum 10 mánuðum.  Ég er heppin kona sem fer edrú að sofa í kvöld.

Útsýnið af snúrunni er alveg frábært, þakka ykkur fyrir.

Úje...

 

 

 


MÓÐIR Í VANDRÆÐUM

Það talaði við mig kona í dag, sem ég þekki ekki mikið reyndar, en hún var að ræða við mig um dóttur sína, 13 ára, sem hún þurfti að sækja ofan í miðbæ í gær, nær dauða en lífi úr drykkju.  Móðirin telur að stúlkan hafi ekki drukkið áður, enda ekki fengið að fara mikið út á lífið, af skiljanlegum ástæðum, en hún varð 13 ára í vor. 

Konan sagðist hafa þurft að taka á honum stóra sínum í allt sumar, því dóttirin vildi og ætlaði á Þjóðhátíð.  Það endaði með að hún gerði málamiðlun við dóttur sína um að hún fengi að fara í bæinn á Menningarnótt, en færi með fjölskyldunni í sumarbústað um verslunarmannahelgina.

Til að gera langa sögu stutta þá þurftu foreldrar stúlkunnar að ná í hana niður í bæ.  Hún var búin að æla lifur og lungum, pissa á sig, var skjálfandi úr kulda og ekki hægt að ræða við hana fyrr en í morgun.  Hún man ekkert frá kvöldinu sem hún var búin að bíða svo spennt eftir.  Stúlkan drakk bjór og landa.

Mamman er hrædd við að setja mörk.  Hún reynir að gera málamiðlanir í staðinn.  Við urðum sammála um að í svona málum yrði að vera á hreinu, hver væri barnið og hver bæri ábyrgðina.

Eru foreldrar alltaf jafn hræddir við að segja nei?  Ég man að ég átti erfitt með mig oft á tíðum þegar stelpurnar mínar voru unglingar.  En mig minnir að það hafi oftar en ekki tekist hjá okkur að standa föst á okkar.  En það var erfitt.   Hver kannast, t.d., ekki við frasann; af hverju má ég aldrei neitt, allir hinir fá?

 Ég hrósa allavega happi yfir því að stelpurnar mínar eru komnar til manns og vel það.

Ég var beðin um að koma þessu á framfæri á blogginu.

Það er hér með gert.


TIL GISTINGAR...

 

..hér hefur verið mikið og menningarlegt fjör í kvöld.  Hjá mér og Jenny.  Við gripum niður í Draum á Jónsmessunótt, á frummálinu auðvitað.  Jenny las og túlkaði verkið fyrir mig.  Okokok smá ýkjur en bara smá. 

Nokkur gullkorn kvöldsins:

É þarr ekki að baðast, é´r búin að því í fyrramálið.

Ég vil svona gubbaber (skýring smá rugl á sænsku og íslensku, jordgubbar og jarðaber).

Ekki þo hárin mín, alleg óvarfi.

Hættu tala mér amma, skrass.

É kaupa kjúkling og náttkól í Lababæ.

Og eitthvað fleira hefur fallið í leikjum kvöldsins, sem eins og áður greinir, hafa verið afskaplega menningarlegir.

Nú sefur Jenny Una Eriksdóttir, svo rótt.

 


15 ÁRA BÖRN DÆMD TIL FANGELSISVISTAR..

 

..en að afgreiða sígarettur yfir disk má ekki fyrr en börn hafa náð 18 ára aldri.  Ég hef svo sem ekkert á móti því að börn fái ekki að höndla með sígarettur, þó ekki missi ég svefn yfir því.  Mér finnst hinsvegar glæpsamlegt athæfi að dæma ólögráða börn til fangelsisvistar.  Það er bæði grimmilegt og sýnir ekki mikla virðingu fyrir ungum og óhörnuðum manneskjum.

Er ekki eitthvað að þessari forgangsröðun?

Spyr sá sem ekki skilur upp né niður í svona barna"vernd".

ARG


mbl.is 14 ára fá undanþágu til að afgreiða tóbak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á MORGUN ER ÞAÐ JÓMFRÚIN

1

Á morgun ætla ég að fara á Jómfrúna og hlusta á djass.  Ég ætla líka að hitta vinkonu mína (eða binkonu eins og Jenny Una segir).  Mér er sagt að það verði gott veður á morgun, eins gott því ég ætla ekki að sitja með hárið út í allar áttir eltandi sígarettuna mína í kulda og trekk. 

Pabbi hennar Jenny Unu, hann Erik Quick er að spila og auðvitað fer maður og hlustar á sitt fólk.  Jenny kemur líka og hún ætlar svo að koma heim með ömmunni og gista.  Foreldrarnir eru nefnilega að fara út að borða annað kvöld.

Í gær þrykkti Jenny bókinni sem hún hélt á í gólfið (ekkert frek sko, bara með smá skap svona) og pabbi hennar sagði við mömmu hennar lágum rómi: "Sjáðu svipinn á þeirri stuttu, hún er með samviskubit" (yfir að hafa hent bókinni sko).  Þá gall við í hinu ofurskýra og ákveðna barni sem er greinilega með eyrun í fínu standi: "É´r ekki samiskubit, ég er Jenny Una Eriksdóttir!!

En segið mér eitt. er nokkuð búið að banna reykingar utanhúss í miðbænum?

I´m just wondering!

Úje

 


AFMÆLSBARN DAGSINS.....

6            

..er miðstelpan mín hún Maysa eða María Greta Einarsdóttir, eins og hún heitir fullu nafni.  Mér finnst eins og það hafi verið í gær sem ég hélt á henni í fyrsta sinni, en hún kom í heiminn á ofsahraða og hefur verið snögg að öllu sem hún hefur tekið sér fyrir hendur, dugleg og snögg.  Maysan er falleg að utan og innan og (áður en ég verð væmin) á svona dögum óska ég þess að hún væri landfræðilega nær mér, stelpan mín, svo ég gæti knúsað hana.  Maysan er sem sagt 29 ára í dag (OMG).

Knús til þín Mays og sendu sama á Oliver, Robba og Brynju frá okkur og njóttu dagsins4.

 

Elska þig snúlla!

Smjúts.

Úje


BÆTIÐ KJÖR LEIKSKÓLASTARFSFÓLS, ARG

Ég er orðin svo þreytt á þessu þjóðfélagi sem sýnir börnum sínum stöðuga vanvirðingu.  Það dýrmætasta sem hvert þjóðfélag á eru börnin og samt er ekki vandað til verka þegar komið er að því að þau byrji menntun sína og þroska úti í leikskólum og frístundaheimilum.  Starfsfólk helst illa í vinnu, launin eru svo léleg að fólk hleypur um leið og því býðst eitthvað betra.  Á leiksóla barns sem teng er mér, er stöðugt að koma inn nýtt fólk.  Halló!  Vita ekki allir árið 2007 að leikskólar eru ekki geymslustaðir, heldur uppeldis- og skólastofnanir þar sem börnin taka út stóran hluta þroska síns?

Fólk sem vinnur við að höndla með peninga er metið að verðleikum svo ég taki dæmi.  Þar eru launin í einhverju hlutfalli við ábyrgð hefur mér skilist og oft vel umfram það.  Þegar kemur að umönnunarstörfum eldri borgara og leikskólastarfi, er eitthvað annað uppi á teningnum.  Er ekki kominn tími til að forgangsraða?  Ef þetta þjóðfélag hefur ekki efni á að búa börnum sínum eðlileg uppeldisskilyrði, þá held ég að við ættum að hætta að lofsyngja okkur sjálf, lúta höfði og skammast okkar.

I´m so damn mad!

ARG

 


mbl.is Mannaekla á leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 2987762

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.