Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

BESTA OG SKEMMTILEGASTA DJOBB Í HEIMI..

..stynur Reykjavíkurborg upp úr sér í  þeirri viðleitni sinni að sefja fólk (aðallega konur) til að sækja um á leikskólum borgarinnar.  Málið er að það trúir þeim ekki nokkur maður, þar sem launin sem þeir greiða eru rétt fyrir strætókorti fram og til baka í vinnuna (eða þannig sko).

Að vera með börnum eru forréttindi og að vinna með þeim held ég að hljóti að vera alveg afskaplega gefandi, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Launin eiga að vera í samræmi við þá ábyrgð sem felst í uppfræðslu ungra sálna, sem er auðvitað eitt merkilegasta starfið í þjóðfélaginu, sem hægt er að takast á hendur.

Það er eitthvað stórkostlega bogið við það, að fólk sem kemur að uppeldi barnanna okkar, þess dýrmætasta sem hvert þjóðfélag á, skuli ekki vera hálfdrættingar í launum miðað við þá sem t.d. telja peninga í bönkum landsins.

Reykjavíkurborg auglýsir eftir fólki í skemmtilegasta starf heimsins, þar sem "ég er alltaf að leika mér í vinnunni"  og er bara hallærislegt og lýsir vanþekkingu á starfi leiksólakennara.  Er það brandari að vinna með börnum?  Allt tómur leikur og fíflagangur? Ef það er álit þeirra sem völdin hafa, þá skýrast launatekjur starfsfólksins auðvitað af sjálfu sér.

Ég sæi Glitni í anda, auglýsa svona eftir fólki.  "Koddu að vinna hjá okkur.  Þar erum við í Matador allan daginn.  Allesatt.  Agú, gerrakoddu." 

  Plís eruð þið ekki að djóka í mér gott fólk?

 Nú eiga starfsmenn leikskóla landsins að taka á honum stóra sínum.  Ekki bara leikskólakennararnir heldur allir hinir bráðnauðsynlegu starfsmenn hvers leikskóla (SKÓLA já þetta eru skólar) og fá leiðréttingu sinna mála.  Þetta er ekkert frístundadjobb og fíflagangur.  Þetta eru ábyrgðarmestu störf samfélagins, í raun og sann, ekki bara í ræðum og riti. 

Komasho gott fólk í uppeldisstéttum.  Ég held að allir foreldrar (og ömmur og afar) standi með ykkur alla leið.  Amk. hún ég.

Ójá

 


TIL RAGNHEIÐAR

1

Ragnheiður vinkona mín jarðsetur son sinn í dag.  Mig langar til að senda henni og fjölskyldu hennar mínar dýpstu samúðarkveðjur.

Engin orð fá huggað þegar móðir sér á baki barni sínu í dauðann.

Engin móðir ætti að þurfa að lifa barn sitt og þurfa að jarðsyngja það.

Dauði ungmenna og barna er það óréttlátasta og versta í lífinu.  Börn eru byrjun alls, lífið í sinni fegurstu mynd.

En lífið er ekki réttlátt og það er enginn áfrýjunardómstóll til þegar óréttlæti eins og dauði ungmennis,  keyrir um þverbak.

Elsku Ragnheiður; þú hefur fengið þinn skerf af áföllum fyrir svo löngu síðan, það ætti að hafa verið meira en nóg fyrir eina manneskju, fyrir lífstíð.  En svo bætist þessi hörmungaratburður við.

Ég sendi þér mínar fallegustu og bestu hugsanir á þessum erfiðasta degi lífs þíns.

Megi almættið styðja þig í dag og alla þína ævidaga.

Kærleikskveðjur frá vinkonu þinni.Heart

(www.hross.blog.is)

 


FRUSSSSSSSSSS

Í Lala-landi segir fólk ekki "ég elska þig" nema í vinnunni.  Brad og Angelina hafa aldrei sagt þessa klisjukenndu en bráðfallegu setningu við hvort annað.  Sennilega er þeim illa við að taka vinnuna með sér heim.  Ég hef líka heyrt að þau segi aldrei eftirfarandi, við hvort annað:

Réttu mér kaffið/vatnið/kjötið/klósettpappírinn/bíllyklana/rauðu kuldahúfuna/asperínið né nokkuð annað.  Þau biðja ekki, hvort annað,  um hversdaglega hluti.  Þau segja þetta hinsvegar all-oft við þjónustustúlkuna sem er mjög glöð með hvað þau eru ræðin í þessu samhengi.

Það er ekki margt sem ég hef aldrei sagt við mitt húsband.

Nema auðvitað óprenthæfa hluti, ég tala eins og ritskoðuð bók.

Ég ætlaði að hafa þetta svona "Who cares færslu" en ég get það ekki.  Ég er að blogga um þetta, fjárinn hafi það.  Svona fellur maður fyrir "fólki í fréttum".

Ég held að ég leggi mig.

Woman is the nigger of the world.

Úje

 


mbl.is Brad og Angelina hafa aldrei sagt „ég elska þig“ við hvort annað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SUNNUDAGSHEIMSÓKN

1

..hér var hluti af fjölskyldunni í heimsókn í dag.  Oliver og Jenný Una léku sér vel saman og þegar Oliver var farinn í matarboð til afa síns, steinsofanaði Jenný og svaf í heila tvo tíma - á versta tíma.  Hm.. nú er frökenin vöknuð, eiturhress og endurnærð og hefur haft mikið að spjalla um.

Dæmi:

 Bróður minn, í bumbunni á mömmu hann kann ekki tala en hann getur talað sænsku - allan daginn. (Gasp)

Ég ætla að kaupa bláa systur og hún má ekki týnast í herbergi mín. (Ég eitt spurningamerki)

Ég get ekki brotið puttan mín, en putti getur losnað (vá, alltaf er maður að heyra eitthvað nýtt)

Amma við kaupum grænan Birdí sem  má ekki fljúga út um gluggann.  Bara bláan má það.

Ég ætla að fara út að vinna í nóttinni.  Það er ekki skemmtilett.

Og að lokum þegar amman ætlaði að knúsa hana þá sagði sú stutta: Amma hættu fikta í mér, érað hussa.

Okok, ég læt hana í friði.

 Ég er auðvitað í trylltu krúttukasti.  Það bætir upp skelfingarástandið sem ég er í vegna þess að á morgun fer Oliver og fjölskylda aftur til London.

Oliver söng "Falling down", ABCD, Allir krakkar, bað Einar að "dansa" á gítarinn og fleira og fleira þar líka.  Ég þarf að fara að ganga um með diktafón.  Gullkornin hrynja af vörum barnanna. 

2

 


VANTAR HUGMYNDIR - HJÁLP

 

Í dag hef ég hlegið óvanalega mikið, og nú er ég komin með hlaupasting af hlátri.  Það er vegna þess að ég þekki svo skemmtilegt fólk, sem er hreinlega að ganga frá mér.  Ég verð að hætta að vera í sambandi við þetta lið, ef ég á að sleppa lifandi frá þessu svei mér þá. 

Ég þurfti að róa mig niður og fór á youtube.  Ég skellti mér í David Bowie og fór í nostalgínuna, alveg hreint.  Ég var auðvitað löngu hætt að hlægja og var nærri farin að grenja.

Ég set einn Bowie hérna inn og þið skuluð hlusta damn it.

http://www.youtube.com/watch?v=QSTfaQytLEU

Ég verð með brunch á sunnudaginn fyrir stelpurnar mínar og fjölskyldur þeirra en Maysa og fjöslkylda fara heim til London á mánudaginn.

Nú fer ég fram á uppástungur á matseðil.

Brunch og ég vil hafa hann flottan.

Komasho.

Úje


MORGUNBLOGG

1

Hm.. góðan daginn, ég er vöknuð og er ófyrirgefanlega hress.  Það er af því ég er svo ánægð með veðrið.  Það er votveður.  Geitungar eru ekki á sveimi í rigningu, er það nokkuð? 

Ég ætla að blogga þvagleggsframhald á eftir.  Þrátt fyrir að þetta sé að verða löng framhaldssaga.  Ég hef ákveðið að fylgjast með þessu ljóta máli.

Í dag hitti ég litlu fjölskylduna frá London.  Oliver verður knúsaður í kremju, það er á hreinu.

Samkvæmt teljara eru nú 117 dagar til jóla, ekki seinna vænna en að fara að undirbúa jólin.  Tíminn er svo fljótur að líða (okokok smá djók).

Allt er á sínum stað.  Trúboðsbloggarinn Jón Valur er á heiðingjavaktinni og hundskammar þá trúlausu eins og venjulega. 

Castró skrifar grein í málgagnið sitt.  Hann veðjar á Clinton eða Obama.  Nokkuð sprækur karlinn miðað við að hann mun vera dauður. 

Ég er farin í kaffi, kem að vörmu.

Læfissógúdd.

Újehehehe


NÚ ER MÉR Í ALVÖRUNNI LÉTT..

1A-Brynja og Oliver í hörku tölvudjobbi. 

..og það er ekki vottur af kaldhæðni í þessari fyrirsögn.  Maysan, Oliver og Robbi eru lent, komu frá London núna rétt áðan.  Amma-Brynja skráði sig í vinnu á flugið og fór að ná í þau, svona tæknilega séð.  Þannig að hún er lent líka.  Mér er aldrei rótt, þegar börn mín eru í einhverjum rassaköstum um háloftin og mér er meinilla við að fleiri en einn úr fjölskyldunni fari saman í flug.  Svona hef ég orðið morbid með aldrinum. 

Síminn minn flotti (þessi sem EKKI tekur upp kartöflur) er lentur líka ásamt Londres familíu.  Nú mun ég hefja myndatökur í gríð og erg, af öllu sem að fyrir augu ber og ég verð enn meira óþolandi á blogginu.  Þetta er í boði hússins til þeirra sem láta mig fara mikið í taugarnar á sér.  Svona er ég góð, hugsa alltaf um annað fólk.  Reyni að gleðja alla.  Líka asnana, fíbblin og aulana þarna úti.

Nú verður stelpan mín á landinu næstu sex dagana og þá er að slíta til sín þær stundir sem hægt er að ná út úr þessum skamma tíma, knúsa og ofdekra Oliver og hafa skemmtilegt með Maysu.

Ég er a.m.k. Guðslifandi yfir að strollan skuli hafa komist á jörðina aftur heilu og höldnu.

Ójessssss


DÚA - DÚA -DÚA

 1

..eða Sigþrúður Þorfinnsdóttir, vinkona mín, er fertug í dag.  Ég óska henni til hamingju og ég veit að hún er ákaflega glöð yfir að vera loksins orðin þroskuð kona, a.m.k. að nafninu til.

Dúa dásamlega, Dúa dásó eða Dúa athugasemd (www.dua-athugasemd.blog.is) er nokkuð skemmtileg kona, bráðfyndin, djúp og yfirborðskennd og hundleiðinleg þegar hún vill það við hafa.  Hún er líka viðurstyggilega hreinskilin sem gerir það að verkum að það getur tekið verulega á að vera vinkona hennar. 

Hún er konan sem raðar eftir stafrófsröð í eldhússkápana, kallar það umhverfisslys ef það skvettist vatn á gólfið, fer í ham ef svarta peysan er lögð í rauðupeysudeildina og þess háttar.  Enda er konan meyja af Guðs náð. 

Hún er líka sú sem hægt er að leita til ef eitthvað kemur uppá, þ.e. ef hún er í stuði til þess að svara í símann.  Það næst þó alltaf í hana á endanum.

Hún er konan sem kemur mér oft til að gráta úr hlátri, vegna þess að hún er svo meinfyndin og skemmtileg.

Svo er hún sæmilega gefin kjéddlan og hægt að ræða við hana um allt milli himins og jarðar.

Hún er Sjálfstæðismaður en það er auðvitað engin manneskja fullkomin.

Til hamingju villingurinn þinn!

Æamvottæam (syngur hún sko)

Újejejeje


KRÚTTSERÍA OG ÉG Í KRÚTTKASTI

Hér koma glænýjar myndir af Jenny Unu Eriksdóttur, sem gisti hér í nótt, við mikinn fögnuð heimilisfólks.

45

 Í fína kjólnum sem mamman keypti í London með sinn "eigins" safa, nottla.             

76

 31

Alltaf glöð og alltaf góð eins og Emma og svo bakar hún brauð, bráðnauðsynleg á hvert heimili.

Ójá.


PÖNKAÐ EN SNYRTILEGT.. HM

1

Ég er hlynnt skólabúningum.  Sko hugmyndafræðinni á bak við þá.  En persónulega held ég að þrátt fyrir að skólabúningar hefðu verið til staðar á uppreisnarárum mínum í Hagaskóla, hefði ég fundið leið til að skera mig úr hópnum.  Unglingsárin eru ein sjálfstæðisbarátta frá upphafi til enda og ég persónulega, lagði töluvert á mig til að sýna fram á sjálfstæði mitt og sérstöðu.

Ég hefði tekið aðra ermina af jakkanum, spreijað annan skóinn rauðann, klippt pilsið upp í hliðunum og það hefði bara verið byrjunin.  Ég gerði svona hluti við fötin mín, hvort sem var, ef mér fannst þau of venjuleg.

Burtséð frá þessu, held ég að skólabúningar leysi margan vanda.  Þeir eiga að vera þægilegir, fallegir og auðveldir að þvo og meðhöndla, fyrir vinnulúna foreldra.

Einkum og sér í lagi líst mér vel á að klæðnaður verði ekki til að afmarka stöðu nemenda sem ríkra eða fátæka, en við búum í þjóðfélagi þar sem himinn og haf er á milli fólks.  Ég er ekki að mæla með að við sættum okkur við það, vill byltingu hið snarasta og hana til vinstri, en ég er að hugsa um börnin sem finna fyrir því að geta ekki fylgst með "barnatískunni", svo hörmulega sem það hljómar.

Einn bloggari mælir með skólabúningum sem sérstaklega sniðugri hugmynd fyrir dætur efnamanna.  Þetta fannst mér svo vitlaust fyrirsögn, að ég kynnti mér ekki einu sinni innihald færslunnar.  Ég hef ekki áhyggjur af börnum stórefnafólks, p.c.,  Ég held bara að svona fyrirkomulag sé praktískara fyrir alla aðila.

Hjallastefnuskólarnir eru að því er ég best veit, allir með skólabúninga. 

Auðvitað.

Margrét Pála Ólafsdóttir veit nefnilega hvað hún syngur.

Ekki falstónn þar.

Újejeje


mbl.is Flestir vilja vera í skólabúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 2987762

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.