Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Takk fyrir mig frá edrúafmælisbarninu - Aukasnúra

61

Ég hef fengið yfir fimmtíu komment við afmælissnúruna hérna fyrir neðan.  Ég er hálf klökk og feimin, vegna allra fallegu kveðjanna, sumar frá fólki sem ég þekki ekki neitt.  Ég þakka ykkur öllum alveg kærlega fyrir mig.  Þetta gefur mér svo mikið og hvetur mig áfram.

Ég er búin að eiga góðan dag fram að þessu og ég efast ekki um að þannig muni dagurinn líða.  Sólin skín, það er ekki verra, en ég hefði ekki haft á móti rigningu og roki enda með sjúklegar hvatir þegar veður er annars vegar.  Þess meiri læti og hamagangur, því betra, finnst mér.

Þegar ég byrjaði að blogga, tók ég þá ákvörðun að blogga um batann minn og draga ekkert undan.  Ég gerði það vegna þess að ég var að baktryggja mig.  Leyndarmál og feluleikur hafa reynst mér hættulegir. Fyrir mig er þetta spurningin um að lifa af, ég á ekki neinn kvóta af endurkomum inni, í mínu tilfelli er þetta einfaldlega "do or die" dæmi.  Þessi ákvörðun hefur hjálpað mér fram að þessu.  Það eitt skiptir máli.  Öðrum henta aðrar aðferðir.  Ég er svo milljón prósent sátt við að leiðirnar að markmiðinu eru misjafnar og það sem meira er, mér gæti ekki staðið meira á sama, þó sumum finnist e.t.v. mín leið ekki vera hin rétta.

Nú á ég mánuð í eins árs edrúafmæli.  Það er heilmikill áfangi fyrir mig. 

Ég held að ég bjóði mér og familíu út að borða, þann 20. október, svei mér þá.  Hana, þá er það orðið skriflegt og löglegt.  Eins gott að standa sig.

Með hægðinni hefst það, einn dag í einu.

Takk aftur svo innilega fyrir mig. 

 

 

 


Jenný trommar.

Jenný Una Eriksdóttir ætlar að feta í fótspor föður síns.  Hún trommar, en hún æltar líka að verða leikari og að spila á gítar eins og Einarrr.

Verð að deila þessari seríu með ykkur, en þetta trommusett keypti pabbi hennar þegar hún var bara rúmlega ársgömul.

Göriðisvovel!

31

25

67

Hún er ansi vígaleg sú stutta.  Myndirnar stækka þegar smellt er á þær.

Tammtatata!


Krúttblogg!

Nýjustu myndir af Jenný Unu, Oliver í London með Helgu frænkusín (Helga er frumburðurinn) og Jökull Bjarki elsta barnabarnið sem vill stundum ekki vera með á mynd.  Í þessari röð og ekki öðruvísi.

Jenný í flotta kjólnum sem pabbi hennar keypti í sjálfri höfuðborg Kínaveldis þegar hann var að spila þar í fyrra.

Oliver og Helga frænka voru í góðum fíling í London í síðustu viku.  Ekki amalegt að láta spilla sér smá.

 

Klakinn ekki alltaf í stuði til að vera með á mynd.  Verst hvað ég á fáar nýjar myndir af elsta barnabarninu, hann hefur stækkað svo breyst á stuttum tíma.  Drengurinn er óguðlega sætur.  Þið verðið að taka mín orð fyrir því.

Ég held nú það.

 


Lítill drengur hefði átt afmæli í dag!

1

Eitt barnabarna minna, hann Aron Örn Jóhannsson, hefði orðið 10 ára í dag, þ. 17. september, hefði hann lifað.

Hann dó ungur, og við sem eftir lifum höfum reynt að muna hverja stund, hvert augnablik sem við fengum að vera með þessum yndislega dreng.

Maysan mín er mamma hans Arons og hún er líka mamma hans Olivers, sem er gleðigjafinn okkar allra.

Amma gleymir aldrei litla drengnum sem brosti og hjalaði svo fallega.

Í dag kveiki ég á kerti og hugsa til hans.

Maysa mín, knús á þig duglega og hugrakka stelpan mín.Heart


Jenný er í helgargistingu..

1

..hjá ömmu sinni og Einarrrri.  Í gær fór hún í bíó í fyrsta skipti og sá mörrrgæsina.  Það var skemmtilett.  Jenný hefur frá mörgu að segja eins og vanalega. Dæmi:

Strákurinn á leiksskóla mín bítti mér fast amma.  Ég grátti mikið í gær.  Það má ekki bíta hana Jenný, aleg bannað.  En ég bítti hana Söru (Undecided) og hún grátti og grátti.  Ég bítti bara pínulítið.   (Barn forstokkað í framan).

Amma, Jenný ekki borða matinn sín, é borða mikið, mikið á leikskólann minn.... í gær!

Og að lokum..

Emma bara stundum glöð en Jenný er alltaf glöð, alltaf góð og alltaf að skiptast á!!

Og með þessa hugmyndafræði höldum við nöfnurnar inn í daginn.

 

 


Furðufugl með hegðunarvandamál!

 1

Við fórum í vikunni, með hana Jenný Unu Eriksdóttur, til að velja páfagaukinn sem staðið hefur til í allt sumar að kaupa, en ekki orðið af.  Jenný var svakalega spennt að fá "Bördísín" en fuglinn fékk nafngiftina Bördí vegna forvera síns á þessu heimili, sem einn daginn hné niður í miðri aríu og dó, okkur húsbandi til mikillar sorgar.  

Hvað um það, við fórum í Dýraríkið og keyptum Bördí með fylgihlutum (búr, rólu, leikföng, matur og sollis) og það kostaði hvítuna úr augum okkar allra.  Jenný valdi Bördí, en Einarrr varð að halda "roslalega fast" utan um hana, því hún var svo hrædd við "lætin" í fuglunum.  Fyrir valinu varð gári,  blár, gulur og svartur að lit.  Jenný var svolítið sár því hún hafði tilkynnt öllum að hún ætlaði að fá bleikan bördí.  En stundum verður maður að slá af kröfunum. 

Svo gisti Jenný hér um nóttina en auðvitað vildi hún fylgjast með sínum fugli.

Bördí sem leit svo sakleysislega út í búðinni, er ekki allur sem hann er séður.  Við erum búin að hleypa honum út nokkrum sinnum og OMG þvílíkt ves, að koma honum inn í búrið aftur.  Hann hendist um allt. Í gærkvöldi slapp hann inn í eldhús (fíflið ég gleymdi að loka hurð).  Eftirköst: kryddvörur á gólfi, ónýtt loftljós, pappírar úr hillu á víð og dreif um eldhús og húsmóðir með taugaáfall.  Fuglinn er ofvirkur með hegðunarvandamál.  Þegar svo loksins tókst að koma viðkomandi vænghafa í búrið, fór hann í fýlu og þegar þetta er skrifað lætur hann enn eins og hann sé tré.  Hreyfir hvorki legg né lið (æi þið vitið).

Það stefnir í þjálfun á Bördí.  Hvernig þjálfar maður páfagauk með attitjúd?

Er farin að kenna honum að flauta "Free as a bird".

Later! 

 


DÝRT AÐ VERA ERTANDI

Ef ég er ertandi (hvað sem það nú þýðir) eða með attitjúd úti í Hagkaup þegar ég kaupi í matinn, einhver slær mig "nokkur" (alls ekki mörg) hnefahögg í andlitið og sparkar svo í mig þar sem ég ligg, get ég sjálfri mér um kennt.

Þetta hef ég staðfest af Héraðsdómi Austurlands sem dæmdi mann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir lítilræðið.  Í fréttinni stendur orðrétt " að konan hafi átt, samkvæmt gögnum málsins, upptök að árásinni með ertingum."

Ég velti fyrir mér hvað teljist ertinga.  Gæti verið að það teldist erting ef ég segi við einhvern í búðinni; "heyrðu ég var á undan þér", eða "ekki troðast" og sollis?  Ég meina að fólk er með misháan þröskuld fyrir böggi. 

Ég held að ég hætti að fara út í búð.

Yfir og út.

Við erum dauðar stelpur, fyrir Héraðsdómi Austurlands.

Úje


mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GOTT SEM ENDAR VEL

1

Þessi dagur hefur verið erfiður.  Sara mín (sú yngsta mamma Jennýjar Unu, sú sem gengur með strákinn) var lögð inn á Lansann í dag, vegna ákveðinna vandamála sem upp komu í meðgöngunni.  Hún mun liggja inni til morguns en allt er í lagi núna.  Á meðan það var ekki á hreinu hélt ég í mér andanum og beið frétta. 

Mikið rosalega verður maður aumur þegar eitthvað hendir börnin manns, ekki síður þó þau eigi að heita fullorðin.  Ég fór á tauginni, ég sver það og ég sem hélt að ég væri orðin vonkúlmama.

Jenny Una er hér hjá okkur í nótt, en pabbinn er búinn að vera uppi á spítala í dag.  Jenny bjargaði auðvitað deginum og kvöldinu og nú er hún sofnuð þessi elska.  Hún var svo þreytt að við komust bara í gegnum hálfa Emmu ógurlegu, nei djók, Emmu sem eignast litla bróður, en það er reynsla sem sú stutta er að ganga í gegnum þó hún skilji ekki alveg hvað er í gangi.

Jenny ætlar að passa bróður sinn stundum og svo á amma að geyma hann líka smá.  Hún ætlar að lána honum dótið sitt, stundum (uppáhalds orðið þessa dagana) en bara stundum og þá má hann fara að grenja eins og bróðir hennar Emmu og fá snuddan sín bara, amma.  Svo borðaði hún á sig gat í kvöldmatnum daman þangað til hún var "alleg svöng" en hún ruglast á að vera saddur og svangur, sem er svo krúttlegt að ég vona að sá misskilningur endist sem lengst.

Jæja, hlutirnir redduðust fyrir horn og ég anda léttar.

 


VONDUR DAGUR?

 Geta dagar verið vondir dagar?  Ég hallast eiginlega að því að dagar geti verið misgóðir en sjaldnast vondir. 

Þessi dagur hefur verið alveg svakalega lítið góður, en fyrsta klukkutímann sem ég var vakandi, var hann að koma sterkur inn.

Stundum get ég ekki beðið eftir að deginum ljúki. 

Frasinn  "Allt að gerast" sem er óhemju vinsæll í bloggheimum, fer ógeðslega í mig núna.

Áður en lausamunir fjúka ætla ég að lesa AA-bókina og ná mér á level.

Það er heilsusamlega spillandi að vera í vondu skapi en þetta er þannig dagur, hjá mér sko.

Alveg er ég viss um að ég hef ekki unnið í lottóinu.  Ó ég lottaði ekki, en samt.  Ég hefði ekki unnið hvort sem er.

Guð gefi mér æðruleysi....

Svei mér þá ef það er ekki að rofa til.

Það er gott að blogga, gott ef það er ekki "bara allt að gerast hjá mér".

Úje

 


EF HEILASKAÐI - HVAÐ ÞÁ?

Héraðsdómur hefur úrskurðað að tveir kunnáttumenn skuli dómkvaddir til að meta, hvort maðurinn sem ítrekað hefur verið dæmdur fyrir hrottalegar líkamsárásir á konur, hafi orðið fyrir framheilaskaða í slysi árið 1999 og hvort sá áverki hafi haft áhrif á sakhæfi hans og hvort refsing geti borið árangur.

Kannski er manninum ekki sjálfrátt.  Hvað veit ég um leyndardóma heilans?  Minna en ekki neitt.  En þetta var ofbeldi sem stóð yfir mánuðum og jafnvel árum saman.  Marg endurtekið sem sagt og að því er best veit, beindist það eingöngu að konum.  Bráði aldrei af manninum?

Ef maðurinn telst ekki sakhæfur vegna heilaskaða en það er jafnframt vitað að hann er stórhættulegur þeim konum sem hann kemur nálægt, þá verður væntanlega að vista manninn á stofnun til að vernda hann fyrir sjálfum sér og öðrum.

Er það ekki annars?


mbl.is Metið hvort heilaskaði hafi haft áhrif á sakhæfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2987761

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband