Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Flippaður dagur í margmenni, án einnar einustu kjötbollu en mörgum uppákomum!

 

Vúff, ég er á innsoginu eftir fyrirsögnina. ´

Annars er ég dauðþreytt og sæl eftir daginn.  Við stormuðum í IKEA og eyddum þar miklum peningum, þ.e. ég og frumburðurinn.  Sara og Erik voru nokkuð sparsöm, gott ef ekki samansaumuð (djók) og Dúa Dásó, keypti pönnu og gúkkulaði.

Hér kom hópur af skemmtilegu fólki og drakk kaffi.  Fengu ekki ögn með því, enda ég ekki neitt fokkings kaffihús (lalalala).  Jóna kom með Lindubuff sem Dúa gúffaði í sig um leið og Jóna var farin.  Nei, ég er hætt að láta eins og fífl, dagurinn var góður, en maður þarf að vera arfastilltur á tauginni í svona Ikea ferð, það tekur verulega á taugarnar og mér fannst ég aldrei ætla að komast hringinn.  Svo eru tuttugu þúsund krónur ansi mikið fyrir kíló af kjötbollum, en það var sú upphæð sem ég spanderaði, enda að kaupa bæði gardínur og mottu, munið þið.

Jenný Una er búin að skemmta okkur vel í kvöld.  Hún hefur sungið og dansað hástöfum og leikið við hvern sinn fingur og fengið hverja "humyndina" á fætur annarri.  Hún sefur nú eins og engill í prinsessurúminu sínu.

Ég sá laugardagslögin.  Ég var nokkuð glöð með Svölu, en sem gamall blúshundur var ekki spurning, að mér fannst lagið um fyllibytturnar best.  Kannski af því ég er fyrrverandi fyllibytta sjálf, en ég held ekki, textinn er brilljant, lagið líka og Pálmi alltaf jafn flottur.  Konan hans hún Anna reyndar líka.  Aldrei þessu vant, þá voru margir sammála mér um valið.

Við keyptum leiktjald handa Jenný og þar hefur hún eytt deginum, að mestu leyti síðan við komum heim.  Ég man að það var eitt það skemmtilegasta sem ég gerði sem krakki að "búa til hús", núna fær maður "húsin" tilbúin í IKEA.

Ójá, ég er að drepast úr þreytu. 

Takk fyrir daginn.

Síjúgæs.

Úje


Af sætaferðum í Ikea og fleira "laufardagslegu" athæfi

Héðan frá kærleiksheimilinu verður farin sætaferð í IKEA og nú mun hver sótraftur á sjó dreginn.  Híhí og góðan daginn "kids".  Ég er á leiðinni í IKEA ásamt Söru, Jennýju Unu Eriksdóttur, Erik pabbanum,Helgu frumburði, og ef um semst Jökli gelgjubarni, Dúu-Dásó-Dúsk og Völuskottinu hennar.  Húsband neitar að fylgja með, í þessari plebbalegu fjöldaferð og ætlar til gítarsmiðs í staðinn.  Svona geta karlmenn verið ógeðslega ömurlegirWhistling.

Þar sem líf mitt er bæði spennuhlaðið, örlagaríkt og fullt af ótrúlegum ævintýrum, finnst mér að þið verðið að vera með í geiminu.  Ég geri mér grein fyrir að það eru ekki allir sem njóta þeirra forréttinda að lifa svona lífi "on the fast lane".  Úje.  Ég er að hugsa um að hringja í hana Jónu vinkonu mína og bjóða henni með, vona að það sé ekki búið að læsa hana inni í skáp einn ganginn ennW00t.

Mig vantar þrennt, bráðnauðsynlega úr IKEA.  Styttu, blóm og ausu.  Segi svona.  Mig vantar gardínur, gólfmottu (enginn boðið sig fram í það hérDevil) og kjötbollur.  Nú má spyrja, hvernig hægt sé að vanta, bráðnauðsynlega, kjötbollur, og því er auðsvarað.  Mig vantar þær bráðnauðsynlega, því litli matargikkurinn hún Jenný Una, elskar kjötbollur og hún ætlar að vera hjá okkur í nótt.  Sara dóttir mín lætur yfirleitt undan vælinu í okkur, um að fá barnið og pabbi hennar Jennýjar gefur leyfi sitt líka, af því hann er góður maður, en ég held að þeim þyki nóg um stundum.  Ég legg þá sektarflipp á Söruna og bendi henni á að Jökullinn er orðinn gelgja og fer sínar eigin leiðir auðvitað og Óliver prins, er í London og fjarri Granny-J.  Annars er amma-Brynja að fara til þeirra á mánudaginn (þessar fluffur, aldrei heima, hehe)og mun taka myndir og segja mér frá öllu í smáatriðum.  Svei mér þá ef hún Brynja er ekki jafn flott amma og ég og þá er nú mikið sagt.  Hef ég nefnt það við ykkur áður, hvað ég er hógvær að eðlisfari?

Hm. Nú má ég ekki vera að þessu lengur, í bili að minnsta kosti.  Skyldan kallar (Sick).  Er að þvo, baka, sulta og strauja.  Okok dragið frá 75% og fáið út þvottahús.

Held áfram að uppfæra, eftir IKEA-ferð og þið krakkar mínir sem viljið fara í orgíu til hinnar sænsku verslunarhallar, látið vita, enn eru nokkur sæti laus.

Á "laufardögum" fáum við "pínulítið" nammi, "pínulítið" ömmukók og horfum á "Grekamyndir" út í eitt.  Jenný Una sem þessa dagana fær "HUMYNDIR" alveg stöðugt, bað mig að koma þessu á framfæri.

Á morgun plana ég að hitta frumburðin og gelgjuna og kíkja á þeirra nýja ættarsetur í Vesturbænum, hvar þau hafa nýlega hreiðrað um sig.

Síjúgæs!

Úje.


Ofbeldisdómur VI - Skilorðsbundinn!

Eins og okkur grunaði þá er nóg að gera á dómaravaktinni.  Nú leggur Héraðsdómur Austurlands til efni þessa pistils og sendir okkur skilaboð um að ofbeldi sé ekki svo alvarlegt mál þegar allt kemur til alls.  Það hækkar og hækkar í skilorðsbundna dómapottinum.  Hver skyldi eiga vinninginn þegar upp verður staðið?   Hvaða Héraðsdómur gefur mestan skít í þolendur ofbeldis á þessu landi?

Hér má berja innihald fréttarinnar augum, í heilu lagi:

"Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt tvo karlmenn í 45 daga skilorðsbundið fangelsi hvorn fyrir að slá þriðja manninn í gangstétti á Eskifirði í apríl sl. Mennirnir spörkuðu síðan í liggjandi manninn með þeim afleiðingum m.a. að framtönn í efri góm brotnaði og önnur losnaði.

Mennirnir, sem játuðu brotið, voru einnig dæmdir til að greiða þeim sem þeir réðust á 471 þúsund krónur í bætur.

Þá var 18 ára gamall piltur dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá annan mann margoft með krepptum hnefa í höfuð og andlit bæði utan við samkomuhús í Fellabæ í mars. Einnig veitti pilturinn manninum fleiri áverka. Hann játaði brotið."

Need I say more?

ARG


mbl.is Dæmdir fyrir líkamsárásir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af þúsundum stórkostlegra sóla, óléttu, Bördí Jennýjarsyni og skoðanakönnun!

Saran mín, sú yngsta, kom hér í gær með gjöf handa mömmu sinni, alveg að tilefnislausu.  Hún færði mér nýju bókina hans Khaled Hossini (höfundur Flugdrekahlauparans) "A thousand splendid suns" og ég hef varla getað litið upp úr henni.  Ég hafði lesið neikvæða gagnrýni um bókina, en þar sem það er yfirlýst stefna hér á bæ, að láta ekki segja mér, hvað mér eigi að finnast um listrænar upplifanir, þá er ég nú á kafi í stórkostlegri sögu, grípandi og skelfilegri en samt svo fallegri.  Dætur mínar vita allar hvernig þær geta glatt mömmu sína, mest og best.

Saran á að eiga á jóladag.  Við vorum að ræða fæðingar og óléttu og henni finnst að um leið og fór að sjá á henni, þá telji fólk sig í fullum rétti til að kommentera á þyngd, stærð kúlu, þrota í andliti og svo finnst henni eins og önnur hver manneskja skelli lúkunum á kúluna.  Hún hló mikið þegar hún ræddi þetta en sagði jafnfram að hún hafi stökkbreyst í útungunarvél, sem mætti pota í, skoða og gagnrýna, að vild.  Ég man reyndar eftir þessu líka og mér er sem ég sæi einhvern klappa manni á magann, undir öðrum kringumstæðum, bara sí svona.  Að tala um nánd og káf.  Ópal auglýsingin hvað?

Bördí Jennýarson, er með alvarleg hegðunarvandamál.  Það er að segja, hann lifir sínu prívatlífi hér á bæ, án nokkurs tillit til annarra íbúa hússins.  Nú liggur hann á bókastaflanum uppi á bókahillunni, en bókin sem hann valdi sér fyrst til álegu, var sjálfur Brekkukotsannáll Nóbelskáldsins og mér fannst ég ekki geta verið þekkt fyrir að nota þá dásamlegu bók, fyrir fuglsbæli, þannig að nú hefur verið skipt um skruddu í hlaðanum og Bítlaávarpið varð fyrir valinu.  Voða Bítlalegt allt þessa dagana.  Fyrirgefðu Einar Már.

81,1% aðspurðra í skoðanakönnun á visi.is vilja að Vilhjálmur, borgarstjóri segi af sér.  Ég er ekki hissa.  En hvarflar að mér að hann geri það, ónei.  Það er aldrei við hæfi að segja af sér í íslenskri pólitík.

Þetta er ég fyrir svefn,

Kem í miklu stuði og sterk inn í fyrramálið.

Ég er nú hrædd um það börnin góð.

Úje 


Þar fór það fjandans til..

1

..að ég geti boðið sjálfri mér, og mínum heittelskuðu, upp á kjúlla frá KFC eða hammara frá Tomma, aftur.  Þar erekki allt eins og á að vera skilst mér á þessari frétt.

 Þeir sem þekkja mig, vita að ég er ekki lítið klígjugjörn.

Ég hugsa oft:

Hafa þeir þvegið á sér hendurnar?

Fer starfsfólkið á KLÓSETT í vinnunni (já ég veit, ég er biluð)?

Eru þeir kvefaðir við pottana og pönnurnar og fá kannski hnerrukast á matinn minn?

Er einhver illa pirraður út í geðvonda kúnna og hreinlega HRÆKIR í matinn.

Og svo framvegis.

Eftir að ég varð edrú, get ég talið skiptin á fingrum annarar handar, sem við höfum keypt inn sjoppufæði á þessu kærleiksheimili.  Ég er með sykursýki og verð að gæta vel að því, hvað ofan í mig fer.  Svo er ekki eins og ég hafi mikið annað og betra að gera, nú þegar ég vegna veikinda, er heima alla daga. 

Og ég elda og elda. Með tandurhreinar hendur, munnskýlu og höfuðklút og í mínu eldhúsi er bannað að anda á meðan matreiðsla fer fram.  Okokok, muna að draga frá í eðlilegum hlutföllum.

En hér með kveð ég skyndibitakeðjur og aðrar sjoppur, enda ekki við hæfi að halda því áfram, þegar svona er komið fyrir eldhúsum þessa heims.

Dem, eins og mér finnst gott að fá mér kjúkling og franskar, þá sjaldan ég lyfti mér upp.

Túddelí - Túddelú!

Úje

 


mbl.is Stórar skyndibitakeðjur í hópi slóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Missir starfsleyfis er lágmarkskrafa..

..alls sómakærs fólks á Íslandi.  GT verktakar/Nordic Construction virðast haga sér eins og ótýndir glæpamenn, sem hagnast á starfsmönnum sínum, misnota aðstöðumuninn og hafa í hótunum og ástunda skjalafals og mannréttindabrot.

Þeir hafa ekkert að gera með mannaforráð og eiga ekki að fá að halda úti starfsmönnum, með þeim vinnubrögðum sem þeir ástunda.

En þeir eru ekki einir í þessum óþverrahætti.  Nú er að leita uppi þessi fyrirtæki, sem misnota aðstöðu sína gegn erlendu vinnuafli og brjóta íslenska vinnulöggjöf, nánast uppi í andlitinu á yfirvöldum.

Sviptum þá starfsleyfi, þessa menn sem sýna svo einbeittan brotavilja.

Það verður þá kannski til þess að aðrir hika við að feta í fótspor þeirra.

Stundum skammast ég mín niður í tær að vera Íslendingur.

Fussogsvei!


mbl.is Fleiri starfsmenn GT verktaka leita eftir aðstoð hjá AFLi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saran á afmæli í dag!

Sara Hrund Einarsdóttir

Sara Hrund, yngsta stelpan mín, er 27 ára í dag.  Hún fæddist á Östra-Sjukhuset í Gautaborg og nóttina sem hún kom í heiminn, ríkti fárviðri og spítalinn varð rafmagnslaus og allar klukkur stoppuðu.  Saran er auðvitað mögnuð í beinu framhaldi af hingaðkomunni.

Sara er mamma hennar Jennýjar Unu, og hún er með litla bróður Jennýjar í maganum.  Þessi dóttir mín kemur mér alltaf á óvart, en hún er með fordómalausari manneskjum sem ég hef enn rekist á, að öllum öðrum ólöstuðum.  Sara vill bjarga heiminum, eins og flestir, en hún gerir líka eitthvað í því.  Fyrir utan að vera í FÁ, er hún á kafi í sjálfboðavinnu við verkefni í skólanum, þar sem verið er að safna fyrir skóla í Pakistan, á vegum ABC barnahjálpar.  Þetta verkefni varð kveikjan að stofnun sérstaks hjálparstarfsáfanga við skólann. 

Elsku Sara, til hamingju með daginn þinn og njóttu hans nú alveg í botn, með Jennslunni, Erik og okkur hinum.

Maysa, okkur vantar ykkur, hann Oliver á að vera hérna og þið Robbi líka.  Arg.  María Greta Einarsdóttir, þetta er tilfinningaleg kúgun.  Komdu heim.

Þúsund kossar til þín frá okkur, elsku Saran mín.

Esska þig!


Rapport á hlaupum

Jenný Una Eriksdóttir, kom hér eftir skóla, hlaðin farangri og tilbúin í helgarævintýrið.

Amman spurði: Var gaman í leikskólanum í dag Jenný mín?

Jenný: Nei, það var leiðilett.

Amman: Af hverju var leiðinglegt?

Jenný: Franklín Máni Addnarson.

Nú bíð ég eftir skóstærð og kennitölu á Franklín Mána Addnarsyni. 

Ég á von á að þær upplýsingar berist með kvöldinu.

 Á meðan Jenný úthrópaði Franklín á þenna snöfurmannlega máta, hallaði Bördí Jennýjarson undir flatt og hlustaði með athygli.

Ég sver það, að fuglinn var stórhneykslaður á svipinn.

Það er nú það.

Later!

 


Besti afmælispakki í heimi!

Nú þegar ég hef verið edrú í ár, upp á dag, vill kona auðvitað fá afmælisgjöf.  Og hana hef ég nú þegar grenjað út.  Segi svona en í dag fæ ég hana Jennýju Unu Eriksdóttur í gistingu, sem er ekki pakki af lélegri gerðinni get ég sagt ykkur. 

Hérna er viðkomandi gjöf fyrir klippingu á toppi og við höfum gleymt að greiða "okkur" en auðvitað er barnið alltaf jafn yndisfrítt.  Jenný Una á fluffutösku, svona á hjólum, og taskan er bleik og með fígúrum.  Þessi ferðakista er fyllt með gersemum þegar barn kemur til dvalar til ömmu og Einarrrrs, og upp úr henni drögum við ævintýralega hluti til að leika með.

Jenný tók ákvörðun um það fyrir stuttu að nú væri prinsessutíminn runnin upp.  Barn er í kjól alla daga og í prinsessuskóm og það er ákaflega heppilegt að það er til hópur af kjólum til að klæða sig í.  Buxur eru núna algjörlega úti.  Jenný Unu finnst gaman að skoða sig í speglinum og henni finnst það ekki feimnismál.  Hún skoðar sig vandlega frá öllum hliðum og svo á hún það til að segja stundarhátt: Ég er prinsesssssa.  Alveg fullviss um það daman.

Stundum verður samt að gera málamiðlanir þegar veður eru vond og klæða sig í útigallann og svo verða ungar manneskjur ansi þreyttar á að berjast um með storminn í fangið og sofna bara þar sem þær eru staddar hverju sinni.

Nú kemur Jenný Una sem sagt í dag, með sitt úttroðna ferðakoffort og hún ætlar að líta til með syni sínum, honum Bördí Jennýjarsyni, baka köku fyrir afmæli mömmu sinnar sem er á sunnudaginn,segja ömmu sinni að það sé "ekki í boði" að fara að sofa fyrir allar aldir og ef vindar eru hagstæðir, gæða sér á smá "laufardagsnammi".

Ekki lélegt það.

Ég vil fá barn með bleikum borða, eins og alvöru afmælisgjöf fyrir stelpur.

Við munum síðan horfa á magnaða spennumynd um örlög og ævintýri "Jákarlsins og Grekans óvurlega".

Ójá.


GMG, bara Baldursbörn

 

Skrýtið.  Ég, Greta, Ingibjörg Jóna, Guðlaug Björk, Ingunn, Hilma Ösp, Guðmundur og Steinunn,  erum öll Baldursbörn.  Við eigum það sameiginlegt, en við erum sko systkini.  Ætli þetta sé svona í mörgum fjölskyldum?  Kannski helber tilviljun? Ævonder.

Ég á hinsvegar ekki sameiginlegt með Hilmu og Gumma, að eiga afmæli í dag.

Til hamingju bæði tvö og Hilma mín, það var EKKI leiðinlegt að druslast með þig í vagninum út um allt.  Ungabörn með viskýrödd eru dásamleg krútt.

Lalalalala,

Ja må dem leva, ut i hundrade år.

Jajamensan.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2987761

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.