Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Föstudagur, 7. mars 2008
Rebellar og skortur á frjórri hugsun
Hvað foreldrar geta beinlínis verið illa innrættir þegar kemur að nafngiftum á afkomendurna. Sumir kannski, vita ekki betur, en að skíra/nefna börnin sín augljósum "stríðnisnöfnum", sjá hreinlega ekki fyrir sér að viðkomandi reifastrangi verði einhvertímann að gangandi manneskju með félagsþörf. og einstaklingsþarfir.
Auðvitað gerir fólk þetta ekki að gamni sínu.
Svo eru nöfnin í ættunum, verið að afbaka nöfn til að hægt sé að skíra í hausinn á hinum og þessum.
Svo eru það foreldrarnir sem koma með nöfn sem þykja skrýtin, en venjast svo fallega með tímanum.
Og ekki má gleyma foreldrunum sem ætla að láta barnið sitt verða einstakt meðal jafningja og fara illilega út fyrir væntanlegan þægindaramma barnsins, að því forspurðu. Jesús minn.
Auðvitað væri best að leyfa börnunum sjálfum að velja á sig nafn, en það getur reynst erfitt þar sem viðkomandi korn hefur ekki áhuga út fyrir móðurbrjóstið.
Þegar ég var 10 ára eignaðist ég systur nr. 5. Hún var skírð Hilma Ösp. Þetta var á tíma Guðrúnar, Þorgerðar, Margrétar, Sigríðar og þeirra stelpnanna. Ég hélt ég myndi deyja. Einkum vegna Hilmunafnsins. Mér fannst það svo skelfilegt. Þetta var staðfest af móður vinkonu minnar, hennar Guðrúnar, sem sagði milli samanbitinna tanna; Hilma Ösp!! Ekki nema það þó!! Hvað er fólk að hugsa, sem treður svona ónöfnum á börnin sín?
Hilma Ösp er með fallegri nöfnum sem ég veit um, þó ég gæti ekki sagt það upphátt til að byrja með.
Annars voru foreldrar mínir rebellar í nafngiftum miðað við mikinn skort á frjórri hugsun, svona almennt, í nafngilftadeildinni hjá íbúum Reykjavíkurborgar þess tíma.
Fóru ekki alltaf troðnar slóðir þar. En þau nöfn eru öll frábær og þá er ég ekki að grínast.
En að máli dagsins...
...að skíra barnið sitt Brooklyn vegna þess að það er nafn þess borgarhluta í New York, þar sem barnið var getið?
Halló!! Það er hægt að halda dagbók til að leggja getnaði á minnið, það þarf ekki að klína adressunni á saklaust barnið.
En hann breikaði í afmælinu sínu hann Brooklyn.
Voða gaman.
Jájá!
Á að ræða þetta eitthvað nánar?
Brooklyn breikaði í eigin afmælisveislu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Fimmtudagur, 6. mars 2008
La´det svinge
Ég rankaði við mér áðan fyrir framan sjónkann og mér varð ljóst að þar hafði ég setið nánast hreyfingarlaus í rúman klukkutíma og horft á sænska ríkissjónvarpið.
Halló Jenný!!
Hvað ertu að gera þér??
Ekki nóg með að ég sæti í hroðalega öflugri nostalgíu, sem náði til Svíþjóðaráranna, ónei.
Ég var farin að hugsa stíft um Olof Palme og skelfileg örlög hans.
Þrátt fyrir að ekki væri minnst á Olaf né nokkuð annað sem gæti komið mér á fortíðarflipp út af löngu liðnum tíma.
Ekki var það sænskunnar vegna. Hana tala ég reglulega. Pabbi hennar Jennýjar er Svíi. Ég á eðalvinkonur sem eru sænskar og ég er í heitu sambandi við, þannig að tungumálið triggeraði ekki þessum heiftarlega afturkipp í heilanum á mér.
Ég hef þess vegna verið að hugsa... hm.. alveg af alefli..
...eru þetta fyrstu mörkin um elliglöp?
Að maður bara smellist aftur á bak í tíma og gleymi sér þegar minnst varir?
Ég fer ekki vestur í bæ á næstunni.
Ég gæti frosið við Hringbrautarróló. Það má ekki gerast.
Nei, nei, nei, nei, nei,
La´det svinge!
Og Péess næturinnar kemur frá Jenný Unu Eriksdóttur sem í dag sagði við mömmu sína, þegar þær voru á leið heim: Mamma hér hefur verið sóði, það er "blerblot" á götunni.
Krúttkast og góða nótt.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Miðvikudagur, 5. mars 2008
Tveggjalúserabandalagið með blönduðum kór
Ég trúi því varla að Ólafur F. sé raunverulegur í nútímanum.
Ekki skrýtið, þar sem mér finnst ekki raunverulegt þetta ástand í borgarmálum og samsuðan milli hans og Villa Vill. Tveggjalúserabandalagið með blönduðum kór. Jesús!!
Nú á að draga konurnar heim að eldhúsvaskinum og hlekkja þær þar niður með börnin í pilsfaldinum og til þess að fá þær heim er boðið upp á "heimgreiðslu" til foreldra meðan beðið er eftir leikskólaplássi. Íhaldsmenn hafa alltaf verið hrifnir af þessari hugmynd. Að láta kjéddlingarnar vera heima með börnin, einkum og sér í lagi, þegar samdráttur verður á vinnumarkaði.
Nú á sum sé að hoppa aftur til fortíðar og stinga dúsu upp í fólk, í staðinn fyrir að byggja með hraði þá leikskóla sem þarf.
Hvað verður það næst?
Verður boðið upp á "heimgreiðslu" til foreldris þegar kennaraskorturinn fer að verða óviðráðanlegri?
Kva!
Vér foreldrar erum öll fæddir kennarar.
Á öllum grunnskólastigum, hvorki meira né minna.
Og þegiðu svo kérling og vaskaðu upp.
Arg.
„Konurnar heim“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 4. mars 2008
Bland
Einhverjir hafa verið að hvetja mig til þess að fara að skrifa heitu bloggin um samfélagsmál, en það verður að segjast, að ég hef algjörlega látið það eiga sig undanfarið. (Sumir fá kikk út úr því að láta aðra þjástvilja sjá mann engjast.)
Ástæða?
Jabb, ég þarf á orkunni minni að halda í sjálfa mig þessa dagana. Þess vegna sneiði ég hjá því sem gerir mig brjálaða úr reiði.
Þar má nefna þetta t.d.
Ég verð nefnilega í alvörunni reið og langar að fremja eitthvað.
En hvað um það..
Það er líka hægt að verða alveg stjörnuvitlaus af vonsku yfir að 16 ára krakki skuli sitja í hegningarhúsinu. En... ég tel upp að 10 og tek það seinna.
Að öðrum og skemmtilegri hlutum
Stóra barnabarnið mitt hann Jökull Bjarki (sem er í eðlilegri stærð sko, bara sá elsti af hópnum), er að fara að fermast á pálmasunnudag, í Dómkirkjunni. Allir velkomnir (djók). Vá hvað tíminn líður, barnið fæddist á byltingarári ömmu sinnar, einn af fáum ljósum punktum í tilverunni á því herrans ári 1994. Knús Jökli minn.
Hér eru myndir af ungviðinu mínu.
Jenný Una fær bara hrískökur í stað nammis. Amman kippir því í liðinn fljótlega.
Hrafn Óli fær ekkert nammi en er alltaf svakalega glaður
Og hann Oliver bjó til þetta fína kort handa ömmu-Brynju þegar hún var í London í síðustu viku.
Hér með er krúttkast dagsins tekið. Allir í næsta vegg!
Ég er auðvitað bara góð.
Hóst, hóst og allt það..
..en samt góð.
Síjúgæs!
Sunnudagur, 2. mars 2008
Klár í bátana!
Stundum getur maður þakkað almættinu fyrir flensur og aðra óáran. Ég hef nefnilega verið "gránduð" heima alla helgina með hita og ekki getað hamast um allt eins og ég hafði ætlað mér. Þess vegna hef ég getað lent og áttað mig.
Á 500 km. hraða hafa hlutirnir gerst á nýju ári og að vandlega athuguðu máli hafa þeir allir verið til góðs.
Læknirinn minn á Vogi sagði mér að ég væri töffari sem væri sjálfri mér harður húsbóndi og vissulega er það rétt eins og allt annað, sem þeir sem vita í alvörunni betur, hafa gaukað að mér í gegnum tíðina. Mér hefði verið vísast að hlusta betur, en það er aldrei of seint að byrja.
Nú hef ég verkefni að vinna. Það fyrsta er að þvo þvott og dúlla í kringum mig.
Svo tekur við skemmtilega erfið vika í göngudeildarmeðferðinni minni. Þar sem ég þarf að nýta alla mína orku.
Þess vegna þakka ég mínum sæla fyrir kyrrsetninguna.
Ég er enn með hita og hósta. Kva! Íslensk kona, tek það með vinstri.
Nú er ég nefnilega klár í bátana.
Ójá og njótið sunnudagsins elskurnar mínar.
Það ætla ég að gera.
Laugardagur, 1. mars 2008
Pirrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr
Rosalega sem ég er pirruð og full sjálfsvorkunnar. Ég er með flensu (hita, beinverki, höfuðverk og lélegan balans í skapi), ég hósta og hósta og það suðar fyrir eyrunum á mér.
Í allan dag hef ég leyft sjálfri mér að gervonskast út í smáatriði.
Mig langar að þvo eldhúsgólfið. Hvern LANGAR að þvo gólf? Mig, af því ég get það ekki og auðvitað þeim fjölmörgu sem skúra gólffleti fyrir feit laun.
Mið langar að henda mér í vegg út af PR-leikritinu með prinslufsuna í Bretlandi. Líklegt að hann hefði einhvertímann verið settur í hættu! Jeræt. Trúir einhver þessari fáránlegu uppfærslu?
Nei, ég ætla ekki að búa til lista, ég á ekki vitund bágt, smá flensa rýkur úr manni fyrr en varir.
En mig langar samt að ulla feitt á breska kóngaliðið.
Búin að því.
Unaðsleg líðan.
Æloflæf.
Later
Úje
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Fimmtudagur, 28. febrúar 2008
Frá Londres og Köben
Fyrir vini og kunningja fjölskyldu og aðra áhugasama.
Foreldrar hans Olivers, míns kæra dóttursonar í London, eru ekki iðin við að setja nýjar myndir á síðuna hans, þrátt fyrir að hafa fengið nýja myndavél frá Ömmu-Brynju í jólagjöf, því sú hin fyrri týndist í sumar. Hef ég sagt ykkur að dóttir mín hún María, stefnir í heimsmet í að týna hlutum? Ók þá vitið þið það. Foreldrar barns eru ansi bissí, þannig að ég er ekkert að skamma þau.
Nú er amma-Brynja í London og var ekki lengi að skella inn myndum af þessum yndislega dreng sem við eigum sameiginlega hlutdeild í. Það má sjá á barninu að hann er að rifna úr hamingju eftir að hafa vaknað við að hans elskaða amma-Brynja Nokkist var komin í hús.
Svo fór amman með hann á leikskólann og það var mikil hamingja.
Svo nældi hér í eina mynd af henni Maysu minni, en hún var í Köben nýlega á vegum vinnunnar og fór til Andreu bestuvinkonu sem er ötull ljósmyndari og á síðunni hennar er ég eins og grár köttur að fylgjast með.
Hér eru þær vinkonurnar á leiðinni á tískuvikuna í Köben.
Já, já, þetta týnist til í rólegheitunum.
Allir í góðum gír, þám ég sem er á leiðinni í "erindagjörð" kl. 13,00.
Later!
Arg, ég er í krúttkasti vegna hans Olivers!!
Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Fremínisti og morgunpælingar
Var að vakna eftir að hafa sofið frá kl. 22,00 í gærkvöldi. Úff hvað það er gott að vera komin heim, þó farangurinn af Vogi sé hér í pokum og töskum út um alla íbúð. Hvernig getur kona farið inn á meðferðarheimili þar sem maður er á slopp, með fulla ferðartösku af fötum og finnast hún samt hafa gleymt helmingnum heima? Það kemur seint sá dagur að það verði allt í lagi með mig. En nú verður þvegið.
Ég er búin að lesa AA-bókina og er tilbúin inn í daginn.
Jenný Una og Hrafn Óli komu í heimsókn í gær og það urðu miklir fagnaðarfundir hjá okkur nöfnunum, en hún sagði í ásökunartón við ömmu sína: Amma þú ert búin að vera mjög, mjög lengi á spítalann, alveg þrjá daga (með áherslu á þrjá), það er það lengsta sem hún veit varðandi framtíðina.
Hrafn Óli agúaði bara og brosti framan í mig og þurfti enga áfallahjálp vegna fjarveru ömmunnar, enda bara tveggja mánaði og í þrusu góðum gír. Jössses hvað hann er fallegur.
Í gærmorgun átti eftirfarandi samtal sér stað á milli Jennýjar og mömmu hennar, þegar þær voru í bílnum á leið í leikskólann. Þær voru að keyra fram hjá Hallgrímskirkju hvar iðnaðarmenn voru við vinnu uppi í kirkjunni.
Mamman: Jenný sjáðu mennina sem eru að vinna svona hátt uppi í kirkjunni.
Jenný: Þa er líka kona þaddna.
Mamman: Já auðvitað, það segirðu satt elskan það getur líka verið kona að vinna þarna. Ertu femínisti Jenný?
Jenný: Nei ég er Jenný Una Eriksdóttir. Ka err fremínisti?
Mamman: Það er þegar strákar og stelpur fá að leika með sama dótið eins og bíla og dúkkur. Og allir fá að gera jafn mikið. Mamma er femínisti, pabbi, Helga frænka og amma líka. Og eiginlega allir sem við þekkjum.
Jenný: Ég leik með bleikan bíl og strákarnir með brúnan. Það er gaman. (Barn á prinsessuflippinu).
Mamman: Já eða strákarnir með bleikan og þú brúnan ef þið viljið.
Jenný: (löng þögn). Ég er FREMÍNISTI.
Auðvitað er dótturdóttir mín fremínisti, þó það nú væri.
Sé ykkur á eftir ódámarnir ykkar. Farin að lesa færslurnar ykkar.
Dóntcræmíariver.
Úje
Þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Jenný komin heim - Snúra - Úje - Úje
Viðkomandi alkóhólisti var að detta inn úr dyrunum, og þar sem ég sit hér í kápunni (djók), með sígó innandyra, eftir að vera búin að reykja úti í kuldanum í 11 daga og komin með króníska lungnabólgu eða þið vitið hvað ég meina (hóst, hóst), er auðvitað það fyrsta sem ég geri að henda mér á bloggið. Ekki séð sjónvarp, ekki heyrt í útvarpi, ekki litið í blöðin (þrátt fyrir að þau hafi verið í boði) í allan þennan tíma.
Ég er afvötnuð og yndisleg, og á leiðinni í göngudeildarmeðferð 4 kvöld í viku og sollis næstu misserin.
Ójá.
Ég veit ég á ekki að segja það, en það er mannbætandi að hafa komist í meðferð, þó auðvitað sé það ekki á óskalistanum að hrapa í batanum.
Mikið andskoti sem ég er ánægð með mig þótt minn nýráðni afleysingaritstjóri sé hér með rekin úr djobbinu. Jóna mín ég tek þig á teppið á eftir.
Ég hef svo margt að segja ykkur óþekktarangarnir ykkar, að nú verður bloggað í maníu. (Já Jón Steinar, þakka þér fyrir að klína á mig þessum geðsjúkdómi. Það er dásamlegt að það skuli vera hægt að greina mann óséðan yfir netheima og það án þess að hafa til þess tiltekna menntun. Þakka þér kærlega fyrir, en ég held að ég láti lækna um að sinna heilsu minni og sjúkdómsgreina mig í framtíðinni. Ég er svo höll undir lækna. Ég er líka höll undir rafvirkja þegar það klikkar og hef ofurtrú á pípulagningarmönnum á meðan þær fara ekki í mínar pípur).
Ég hreinlega kemst við, vegna allra fallegu kveðjanna frá ykkur. Það er ekki að ástæðulausu að mér þykir vænt um bloggsamfélagið. En að láta mig hrapa niður í 20. sæti á vinsældarlistanum er leim, svo ekki sé meira sagt. Hvar er tryggðin? Ég rétt brá mér frá. Búhú.
Nú verður batinn tekinn traustataki, enda um líf og dauða að tefla.
Ég get ekki bloggað úr kirkjugarðinum. Tækninni fleygir einfaldlega ekki nógu hratt fram.
Nú ætla ég að anda. Hringja nokkur símtöl og knúsa og kyssa mitt kæra fólk fram eftir degi.
I´m back and sober like mo-fo.
Úúújeeeee!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (69)
Fimmtudagur, 21. febrúar 2008
Jenfo and the Alcoholic's
Hún Jenný Anna áfengisfrömuður sendir trylltar stuðkveðjur frá Vogi.
Kella í svo góðum gír að hún hefur stofnað blandaðan kór á staðnum og fer þar fyrir fríðum flokki. Sjálfur Tyrfingsson er stjórnandi og sérlegur lagavals-ráðgjafi. Heyrst hefur að Bubbi ætli að troða upp með kórnum á planinu fyrir framan Vog á morgun kl. 13:30
Kórinn hefur fengið nafnið Jenfo and the Alcoholic´s. Eru mest í svona rokkuðum blús.
Jenný sagði mér í dag að hún situr á skólabekk. Endurmenntun í fíkn-málum og stefnir hún á BA próf í faginu.
Ég er auðvitað að fokka soldið í ykkur. En staðreyndin er sú að dísin er hress og líður vel og bað mig að senda ykkur knús, kossa og faðmlög fyrir fallegar hugsanir og góðar kveðjur.
Mun mæta öflugri en nokkru sinni áður, til leiks í bloggheimum sem og annars staðar í næstu viku.
Jóna Á. Gísladóttir, sérlegur upplýsingafulltrúi Jennýjar Önnu Baldursdóttur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr