Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Laugardagur, 22. mars 2008
Snobbaður krakki - svo skömm er að
Ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að breyta nafninu mínu. Sko, þá meina ég að skella mömmunafni með og þá yrði ég (það sem ég hef alltaf verið) Jenný Anna Önnu og Baldursdóttir. Hipp og kúl, verð ég að segja. Þetta er nefnilega í tísku.
Mér finnst þetta krúttleg nýjung. Enda engin ástæða til annars en að bera nöfn beggja höfunda. Það þurfti tvo til og þarf enn.
En..
ég er of íhaldssöm til að fara að breyta nafninu mínu.
Þegar ég var lítil langaði mig til að heita Rósalín (OMG). Ég átti nefnilega bók um prinsessu sem hét því frábæra nafni. Langaði líka til að heita einhverju einföldu nafni því heimurinn var ekki löðrandi í Jennýjum á bernskuárum mínum og það nánast snérust höfuð, þegar nafnið mitt var nefnt.
Mig langaði líka til að hafa eftirnafn (svona Andersen, Jensen, Ibenslusse eða Lejonhuvud), því það var yfirleitt fólk sem bjó í stórum húsum, hélt ég sko, en ég rannsakaði það aldrei nánar. Ég sé nú, þegar ég rifja þetta upp, hins vegar, að ég hef verið afskaplega snobbað barn. Ég sem er komin af frábæru alþýðufólki sem ég er að rifna úr stolti yfir að tilheyra. Hm.. maður breytist.
Ég er afskaplega fegin að ég lét nafnið mitt standa.
En mér finnst þessi siður svo dúllulegur.
Sara mín yngsta hefur gefið út þrjár ljóðabækur, þar kallar hún sig Söru Jennýjar.
Ætli ég geti dílað við dætur mínar um að kalla sig;
Helgu Jennýjar og Bjarkadóttur (hún þyrfti að droppa Laxdalsnafninu).
María Greta Jennýjar og Einarsdóttir og
Sara Hrund Jennýjar og Einarsdóttir???????????
Hm..
.eða láta það enda á Jennýjardóttir.
Kominn tími til að setja mig í fyrsta sætið, primus motor sem ég er.
Tala við stelpurnar.
Úje.
Miðvikudagur, 19. mars 2008
Krúttsería - allir í næsta vegg
Jæja, þær eru að koma í hús reglulega, myndir frá Londres og Leifsgötu af krúttbörnunum. Mig vantar hins vegar sárlega myndir af fermingabarni síðustu helgar, en þeim verður splatterað á bloggið um leið og ég hef þær með höndum.
Amma-Brynja og afi-Tóti voru í London s.l. helgi og hér kemur sýnishorn
Maysa, Brynja og Oliver að tjilla á sýningu í Londres
og Oliver fór í heimsókn til mömmu í vinnuna
arg í vegg, svo sætastur!!!
Hrafn Óli er eins og dúkka þessi dúlla
og Jenný Una horfir á sjónvarp af alefli.
Nú er ég í bili búin að uppfylla þá skyldu mína, að veita vinum og kunningjum sýn inn í krúttheim Jennýjar Önnu. Meira seinna gullin mín.
Ég er í kr....i
Jámmogjæja.
Þriðjudagur, 18. mars 2008
Föstudagurinn langi - Tékklisti
Í fyrra, á lengsta degi ársins, hef ég skrifað bömmerfærslu út af eintómum leiðindum.
Í ár, á mínum 57. föstudeginum langa, ætla ég að hjala og skoppa eins og lítið vorlamb.
Einlægur ásetningur minn er múr- og naglfastur að þessu sinni, ég ætla ekki að verða blúsuð af því almanakið segir til um að nú sé sorgardagur.
Ég ætla..
..að fá skemmtilegt fólk í heimsókn..
..borða góðan mat..
..hitta stelpurnar mínar og barnabörnin (þar sem það er landfræðilega mögulegt)..
.og ég ætla á hátíðarfundinn í Laugardagshöllinni en AA-samtökin voru stofnuð á föstudaginn langa 16. apríl 1954. Hvergi verður samkenndin meiri, vonin sterkari og viljinn einbeittari en á þessum degi.
Þannig að í ár ætla ég að leggja hugsuninni um gömlu helgislepjuna og gleðisnauðu föstudagana löngu og láta hugafarið koma mér í reglulegt hátíðarskap.
Jesús myndi fíla það og pabbi hans líka.
Farin í meðferðina mína.
Tékklisti gerður; tékk, tékk, tékk!
Later!
Úje
Laugardagur, 15. mars 2008
Krúttköst í samlede verker
Ég er að kafna úr ríkidæmi og hér getið barið fjársjóðinn augum.
Jökull minn, flottasta ungmenni ársins, fermist á morgun. Hér er hann í "heimsókn" í leikeldhúsinu hennar Jennýjar Unu. Tíminn hefur flogið. Það er svo stutt síðan hann kom í heiminn þessi elska.
Amma-Brynja og Tóti afi eru í heimsókn í London og þessi mynd var tekin í fyrradag af Oliver megadúllu. Krúttkast!
Hér eru svo systikinin Jenný Una og Hrafn Óli, svo sæt saman. Jenný er afskaplega góð við litla bróður og passar hann vel.
Að þessu sögðu (sýndu) má sjá að ég er afskaplega auðug manneskja. Er það nema von að ég þjáist af krúttköstum 24/7?
Og á morgun er dagurinn hans Jökuls Bjarka.
Allir í næsta vegg.
Later!
Föstudagur, 14. mars 2008
Fórnarlambspistill - Búhú
Frá því um áramót hef ég fengið þrjú stykki flensur. Gott ef tvær þeirra voru ekki samanhangandi. Þ.e. önnur kom áður en hin fór. Ég veit það ekki, veit bara að ég þjáðist. Það var ekkert vægt við þessar árásir á líkama minn. Ekkert. Ég fékk hita, hósta, höfuðverk, það rann úr augunum á mér, beinverkirnir voru ekki af þessum heimi og ég hélt að dagar mínir væru brátt taldir. Kannski eru þeir það, sko dagarnir. Ég veit ekkert um hvenær ég drepst.
Ég eins og fjöldi annarra manna og kvenna, rýk ekki á Læknavaktina þó ég fái pest. Kannski væri það skynsamlegt til að ná sér í pensillín eða annað myglulyf, en ég er alin upp við að stökkva ekki til læknis um leið og eitthvað bjátar á. Enda er ég þeirrar gerðar (því miður) að halda að veikindi hverfi af sjálfu sér, bara ef maður gefur þeim langt nef.
Vegna þess að margir eru sömu skoðunar og ég, þá held ég að þetta bókhald þeirra á Læknavaktinni gefi ekki áreiðanlega mynd af veiruárásum þessa vetrar sem bráðum er liðinn. Við hetjurnar () sitjum heima og þjáumst. Sko við sem teljum okkur alvarlega veik en förum samt ekki fet. Við komumst aldrei í statistíkina hjá Landlæknisembættinu.
Ég mæli reyndar ekki með því að fólk láti eiga sig að fara til læknis ef það veikist. Það gefur alls ekki góða raun.
Þegar ég var yngri gat ég gefið skít í veikindi mín og þau hurfu, vúps, eins og hendi væri veifað, en núna, og þetta hef ég margprófað, eru þau eins og óvelkomnir boðsgestir sem fara ekki, þrátt fyrir að maður sé búin að sýna þeim fullkomna fyrirlitningu og nánast reka þá á dyr.
Það er setið sem fastast.
Hóst!
P.s. Er fólk búið að ná því að ég á rosalega bágt? Eða átti það. Sko á meðan ég lá í flensUNUM.
Sippohoj!
Úje
Inflúensan væg í ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Miðvikudagur, 12. mars 2008
Algjör lúser
Í dag tókst mér að læsa mig úti.
Ég var ein heima, húsband hjá lækni og ég var að henda rusli. Ég bograðist með ruslið fram á gang og skellti kyrfilega í lás á eftir mér. Fannst einhvernvegin að ég væri að fara eitthvað.
Klæðnaðurinn var geggjaður. Hippakjóll, sandalar og hárið í hnút og allar áttir. Ómáluð, nýkomin úr baði. Jess.
Ég hringdi hjá nágrönnunum, hvergi svar, fyrr en á síðustu hurð. Fékk að hringja og húsband inni hjá lækni lofaði að koma eins fljótt og hann gæti.
Nú kom í bakið á mér þessi regla, að mingla ekki við nágranna mína, en í denn var ég í heví sambandi við þá og ég er enn með köfnunartilfinningu. En nú eru breyttir tímar og fólk löngu hætt að hanga inni hjá hvort öðru. Ég gat engan veginn sest upp hjá ókunnugu fólki, brosti því blíðlega og reyndi að láta sem ég sæi ekki undrunarsvipinn á andliti mannsins sem leyfði mér að hringja, vegna útgangsins á mér.
Mér leið eins og hálfvita.
Ég fór niður í neðstu kjallaratröppu og sat þar í ca. 45 mínútur og mig langaði ógeðslega í sígarettu. Það er varla hægt að vera meiri lúser. Jú annars, ef ég hefði verið í baðsloppnum, sem ég oftar en ekki hendi mér í eftir bað.
Svo kom minn heittelskandi og hann var glottandi. Ég sá það og veit það en hann neitaði að staðfesta viðkomandi munngeiflu. Ég hellti mér yfir hann þegar við komum inn. Hann lagaði kaffi og glotti. Ég beið eftir hinni fleygu setningu sem kemur alltaf þegar ég læsi mig úti eða týni lyklum (gerist nokkrum sinnum á ári) og hún kom fyrr en varði:
"Jenný mín, hefurðu eitthvað pælt í að hengja útidyralyklana um hálsinn á þér?".
Arg og ég hendi mér í vegg.
Súmítúðebón
Úje
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
Þriðjudagur, 11. mars 2008
Bálillar bloggfærslur
Hvað er það með mig og jólagardínuna í eldhúsinu mínu?
Ár eftir ár tek ég hana niður með hljóðum, en þó ekki fyrr en páskarnir eru að detta í hús.
Þetta skrifast ekki á reikning frestunaráráttunnar frægu sem ég er að taka á nánast á hverjum degi, nei hér er eitthvað annað og meira undirliggjandi.
Ég var að velta fyrir mér hvers vegna ég væri haldin þessum perrahætti, að hafa jólagardínur í eldhúsinu fram á vor. Kommon, þær eru orðnar frekar dræsulegar í lokin. Eins og liðið sem verður eftir í partíinu og vaknar einhversstaðar, rýkur út í sólina, svo sjoppulegt að höfuð snúast. Þannig eru jólagardínurnar á hverju ári hjá mér. Algjört stílbrot.
Fyrir meðferð 2006 náði þó tímabil jólagardínunnar sögulegu hámarki. Í nóvember kom Ibba vinkona mín í heimsókn og sagði: "Ji en þú dugleg, búin að setja upp jólagardínur!" Ibba meinti þetta sko. Þá skammaðist ég mín smá en greinilega ekki nóg.
Nú í þessum töluðu orðum hanga þessar fínu jólagardínur fyrir eldhúsglugganum. Þær eru hvítar með krúttlegum jólafuglum og rauðu silkibandi. Enda snjórinn fyrir utan gluggann og stemmingin svona frekar jólaleg.
Vorgardínurnar liggja hér á stofuborðinu og grjóthalda munni, en ég á eftir að strauja þær.
Nú opnast hreinlega augu mín upp á mitt enni. Ég veit hvers vegna ég drolla með þetta ævinlega. Ég vil ekki strauja, hef hreina andstyggð á því húsverki.
Svo er ég að þjást af dasssi af leti og innbyggðri andstyggð á húsmóðurhlutverkinu, sem eru leifar frá því í denn og þess vegna algjör tímaskekkja. Það er gaman að stússast heima hjá sér.
En nú er ég búin að kryfja gardínuvandann til mergjar.
Farin að skipta um. Straujárnskrúttið sem mamma og pabbi gáfu mér hérna um árið, er um það bil að fara í noktun!
Lífið er unaður.
Úje
P.s. Ég er ansi hrædd um að þetta sé dagur hinna bálillu bloggfærslna. Ég er að springa á limminu, með ásetninginn um að blogga ekki um þjóðmál af alvöru. Ég finn að það er að hefjast gos í Vulkaníu Jenný Önnu.
Omægodd!
Jólaljósin á Austurvelli að víkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 10. mars 2008
Lyktandi minningar
Vorið kemur með grásleppunni og rauðmaganum sem karlarnir selja við Ægisíðuna.
Það er eins víst og það kemur nýr dagur á morgun.
Ég man eftir að hafa verið í fylgd með fullorðnum við kaup á umræddum fiski og ég skildi aldrei af hverju grásleppan var svona "bitótt" þar sem hún hékk og beinlínis blakti í vorvindunum, sem voru auðvitað skítkaldir.
Það var hryllileg lykt af grásleppunni og rauðmaginn var ekki mikið skárri. Mikið sem ég hata sjávarfang af ýmsu tagi.
Spikfeitar fiskiflugur héldu heilu ráðstefnurnar á grásleppunni og ég gat ekki skilið hvernig nokkur maður gat látið þennan óþverra ofan í sig.
Mig langaði hins vegar mikið til að smakka fasana og lynghænu.
Þetta stílbrot í matarsmekk gerði vart við sig þegar ég var smábarn og dreymdi um að smakka konunglegar steikur og villta sveppi á meðan öll vesturbæjarelítan át ýlduna úr fjörunni.
Ég hef verið af konunglegum ættum í fyrra lífi.
Í raun þarf ekki fyrra líf til, ég er konungborin. Í alvöru sko, langa, langa afi minn var danskur konungur sem flekaði þessa ömmu mína. Hann var reyndar mesti sukkari allra konunga í Danmörku og fannst að lokum dauður í ræsi í miðborg Kaupmannahafnar eftir næturslark.
Þeir segja að alkahólismi gangi í erfðir
..líka sá konunglegi.
Hm..
Hér við hirðina erum vér á leið til rekkju,
en fyrst kíki ég á bloggið.
Vorið kemur svo sannarlega með grásleppunni.
Allir edrú að lúlla.
Æmsóexætid!
Úje
Græjað á grásleppuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 9. mars 2008
Sunnudagsblogg - zzzzzzzz
Klukkan í kirkjunni, hérna neðar í götunni er að gera mig hálfgalna. Hún hringir og hringir og mér finnst nánast eins og hún sé að rukka mig um kirkjuferð. Sem er auðvitað út úr kortinu. Ég hef aldrei hitt þessa klukku og er alls ekki tíður gestur við messur.
En..
Ég er búin að vera á fullu alla helgina. Tæpast getað kíkt á bloggið í önnum mínum.
Hef unnið sem sjálfboðaliði um helgina við að hjúkra mínum heittelskaða, sem kom sér upp lungnabólgu. Greyið.
Hjúkrunin fólst í að bera í hann sítrónute og sýklalyf. Tók ekki tímann sinn, er bara að reyna að gera mig merkilega.
Ég hef ekki séð sjónvarp og missti af að jafnvægismæla mig með því að horfa á "Bandið hans Bubba". Sennilega er það þroskamerki og sönnun þess að ég er í fínu jafnvægi. Það er, að nenna ekki að tékka á því hvort ég fengi pirringskast yfir þessum fáránlega þætti.
En ég hef áorkað ýmsu.
Verið með hana Jenný Unu sem fór í bíó með mömmu sinni að sjá merkilegan hund, núna áðan.
Ég hef bakað..
..og eldað..
..og sofið helling..
..og leiðbeint Maysu minni í eldamennskunni yfir hafið til London.
Maturinn heppnaðist frábærlega og auðvitað tók hún sínar varíasjónir á uppskriftina.
.. og þess utan hef ég dinglað mér og verið.
Það tekur á.
En mikið svakalega létti mér að Diri er fundinn.
Ég hélt að henni hefði verið rænt.
Farin í hjúkrunarkirtilinn.
Ójá.
Laugardagur, 8. mars 2008
Tvímælalaust undarlegur
Hér er mikið fjör.
Jenný Una hefur stikað hér um íbúðina með tusku og þurrkað af (er þetta genískt, ég trúi því ekki?). Taktar mömmu hennar við húsverkin eru sjáanleg í barninu.
Á meðan spjallar hún og þessa dagana er hún stödd í þeim ævintýraheimi sem þriggja ára barn býr í. Hér verða til heilu sagnabálkarnir sem hún réttir að ömmunni, og ekki allir jafn fallegir.
Það er mikið um týnda krakka sem hafa verið óþekk og undarleg og "hlaupt" burtu frá mömmu og pabba út í buskann.
Og í "dýrahöllinni" sem er hérna á Íslandi á bak við skóginn, eru dýrin stundum að hræða fólk en þau eru undarleg en samt góð.
Svo leitaði hún ákveðin að dúkkunum sínum sem hún þurfti aðððeins að baða, því þær voru óhreinar og mjög undarlegar.
Og ekki má gleyma kettinum Núll (skírður á staðnum um leið og höfundur skáldaði upp söguna) sem er alltaf svangur og mjög undarlegur.
Nú bíð ég eftir sögu um Ömmu Rúrí (skáldsagnapersóna barns) sem gengur um "í nóttinni" og er mjög undarleg. "Alleg satt amma".
Það er óhætt að fullyrða að orðið undarlegur er orð dagsins, vikunnar og mánaðarins.
Ja.. nema að barn komi með annað og nýtt orð.
Vondandi ekki draugalegur því mér er hætt að standa á sama.
Allt svo annarlegt eitthvað.
Krúttk.... þið vitið hvað.
Það fer að bresta á með því.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 2986911
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr