Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

"Stormasamt" samband fullorðins manns og 10 ára drengs! Hvað þýðir það?

Þvagleggsdómurinn hefur dæmt fertugan karlmann í mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá 10 ára gamlan stjúpson sinn í andlitið, í tjaldútilegu í fyrrasumar.  Drengurinn marðist á andliti og fékk blóðnasir.

Þetta er flott, þó dómurinn sé ekki merkilegur en þá finnst mér það vera töluverð tímamót að högg í andlit á barni, framkvæmdu af forráðamanni skuli dæmt refsivert.

Það hefur nefnilega lengi verið til siðs á Íslandi að líta á það sem einkamál foreldranna hvort þau slái (dangli í er það oft kallað) börn sín.

"Fram kemur í dómnum, að maðurinn var mjög ölvaður þegar þetta gerðist og sagðist ekki muna eftir að hafa slegið drenginn. Einnig kom fram að samband mannsins og drengsins hafði oft verið stormasamt en drengurin er greindur ofvirkur."

Af fenginni reynslu, bæði gegnum atvinnu mína og í kynnum við fólk, þá veit ég að það liggur sorgarsaga að baki þessari litlu frétt.  Stormasamt samband milli fullorðinnar manneskju og 10 ára drengs?  Hvað þýðir það nákvæmlega?  Það er talað um þá tvo eins og jafningja sem standa í erjum.  Hver er saga barnsins og hvað á að gera til að að kanna aðstæður hans og bæta úr þeim?

Hann á kröfu á því barnið, frá fullorðna fólkinu sem ber ábyrgðina.

Mikið djöfull verð ég reið.

ARG.

 


mbl.is Sló stjúpson sinn í andlitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vondi og asnalegi dagur

 Hefði með réttu átt að vera flottur dagur í mínu lífi, ný sjálfrennireið keypt til heimilisins, eitt og annað borgað, ég byrjuð að undirbúa allskyns framkvæmdir í mínu eigins eldhúsi og þá hviss bang.

Ömurlegur dagur tróð sér inn í líf mitt gjörsamlega óforvarandis. Róleg enginn veikur.

Ónýtur var hann,  fyrir mér að minnsta kosti.  Nei, þið fáið ekki að vita af hverju fyrr en allt er yfirstaðið, seinna sem sé, en takið orð mín fyrir því að hann var í verri kantinum.

Og hvað gerir maður eftir að hafa grenjað úr sér augun, rifist við alla sem maður nær til, gengið um með skeifu (þetta hljómar eins og sjálfsháð en mér er dauðans alvara).  Jú maður sast einhversstaðar með sjálfum sér og starir út í loftið.

Svo var loftið orðið þreytandi og þá fór ég að fletta Fréttablaðinu frá því í gær og í því stóð eiginlega bara :"Axla ábyrgð" og svo var eitthvað að smáorðum með til uppfyllingar. Nú í leiðindum mínum og sálarkvölum fór ég að telja öxluðu ábyrgðirnar og lausleg talning sýndi 45 stykki.

Ég komst að því að ég er með illvígt ofnæmi fyrir þessum frasa.

Tillögur að nýjum ábyrgðum án axla óskast.

Dæmi:

Ég ösla ábyrgð upp að brjóstvörtum.

Ég veð ábyrgð upp að eyrum.

Ég hoppa hæð mína í ábyrgð.

Ég legg æru mína að veði fyrir ábyrgð nei gleymum þessum.

Ég aulýsi sem sagt eftir tillögum.

Svo megið þið senda mér fallegar kveðjur, ef þið nennið. 

Getur aldrei skaðað.

Lovejúgæs


Smá krúttsería

Jenný er mjög flottur trúður

Á leið í gistingu yfir nótt til ömmu og Einars, mamman og pabbinn hafa hana grunaða um að vera að flytja að heiman svona smátt og smátt.

Mamma og pabbi eru heppin að eiga okkur Hrafn Óli, þvílíkt sko!

 

Hrafn Óli byrjaður að æfa sig á trommunum með pabba, ekki er ráð og allt það

Og hér erum við að horfa á fallegasta prinsinn í London, hann Oliver, kóngafólk, snæðið hjarta

Það er allt löðrandi í ömmum og öfum hjá Oliver.  Hér á gamló með Afa-Tóta og ömm-Brynju.

Já svona er nú það.  Jökul vamtar frummi senda nýjar.

Úje


Á kaffihúsi með attitjúd og smá Cassidy

 

Jenný Una sem er orðin 3. ára og það sem meira er, hún er kaffihúsabarn.  Hún var ekki gömul þegar hún fór að dvelja á kaffihúsum bæjarins með mömmu sinni og vinkonum hennar og öllum hinum smábörnunum.

Hvað um það, í gær skelltu þær sér á kaffihús mæðgurnar og kona kom að borðinu eins og vera ber til að taka pöntun.  Konan var fín með stóra eyrnalokka og hálsfesti.

Jenný Una: Amma mín segir það er bannað að vera með svona stórir eyddnalokkar og hásfesti.  Það ekki fallegt.

Sara (að deyja af skömm): Jenný mín amma segir það ekkert og konan er mjög fín.

Jenný Una: Nei amma mín segir það er harðbannað, má alls ekki og það er ljótt.

Reyndar hafði barnið nokkuð til síns máls því ég var að reyna að kenna henni að litlir og einfaldir hlutir eins og skartgripir gætu verið allt eins fallegir, ef ekki bara fallegri og sumt skraut væri allt of gorddaralegt.  Guð hvað ég er fegin að frk. límheili.is náði ekki því orði, því hún hefði skellt því framan í vesalings þjónustustúlkuna, sem var bara öll hin smekklegasta.

Hvað um það.

Eva Cassidy er talin vera með betri söngvurum í heimi, því miður sló hún ekki í gegn fyrr en eftir dauða sinn, en hún dó úr krabbameini 1996.

Bróðir Evu Dan Cassidy, tónlistarmaður, bjó hér lengi og gerir jafnvel enn.

Eva hélt helgartónleika á Blúsbarnum einu sinni og maðurinn minn fékk þann heiður að spila undir hjá henni.

Þetta verið þið að heyra

Eva


Banna, skemma, brenna og útrýma

 

Frá 10 ára aldri hef ég ekki í úlpu farið.  Ég veit ekki ljótari klæðnað og fram á þennan dag geysist fólk um í úlpum eins og það sé í Chaneldragt, algjörlega ánægt með sig.  Vonandi móðga ég engan en ég er í pirringsstuði af því mér er illt í löppinni og þar með er ég búin að réttlæta geðvonsku mína. Kapíss?

Mér er illa við úlpur.  Er ekki hægt að útrýma þeim, bara svo fegurðarskyn mitt liggi ekki undir stöðugum árásum?

Mér er illa við gerviefni.  Peysur sem hnökra, þannig að þær líta út fyrir að hafa verið perluprjónaðar í höndunum af gamalli töntu. Er í lagi að kveikja í þeim?  Ég fæ alltaf rafmagn þegar ég kem við fólk í sollis fyrirkomulagi.

Mér er illa við að rekast á fullorðið fólk með barnahúfur.  Veit aldrei hvort ég á að segja Góan dainn eða góðan daginn.  Hendum þeim á haugana, sko ekki húfunum (börnin verða að hafa höfuðföt) heldur þessum fullorðnu sem eru að brjóta húfualdurstakmarkið alveg grimmt og skammarlaust.

Borðtuskur, ég hef bloggað um þær áður.  Þessar sem hafa legið í mjólkurpolli í nokkra daga, dregið í sig sólina, einstaka brauðmylsnu, smá sultu og annað smátt og gott.  Ég held í alvörunni að þarna sé aðferðin við að auðga úran lifandi komin  Við erum friðsöm þjóð.  Banna.

Greiður í eldhúsi.  Halló, vitið þið hvaða drasl er í hárinu á ykkur eftir daginn?  Sumir standa og GREIÐA sér yfir pottunum.  Greiða, hár, lúsakambar og aðrar hárvörur eiga ekki að blandast saman við mat.  Þið takið til ykkar sem eigið og það er bannað að hósta í mínu eldhúsi meðan ég elda, bölvaðir smitberarnir ykkar.

Ég legg ekki meira á ykkur í bili.

Mér er sko verulega illt í löppinni og hafði þessa ríku tjáningarþörf um að koma út með sársauka minn gagnvart sumum hlutum í lífi mínu.  Maður verður að fá að tjá sig. 

Ertu að segja að ég sé biluð?

Ok þá segi ég 6547 og ekki orð um það meir.

Arg í boðinu.

Cry me a river

Úje

 


Af krúttkastastuðli 98

Hrafn Óli var lagður inn á barnaspítalann á mánaðarafmælisdaginn með lugnabólgu, en nú er hann kominn heim, en er enn lasinn.  Úff erfitt að vera svo lítill á spítalanum.

Það er ekki eins og maður sé eitthvað heljarmenni.  Almátt í bala.

Jenný Una passar bróður sinn og segir honum að "baddnaednið" sé byrjað í sjónvarpinu!

Og þarna er Lilleman farinn að hressast og kominn í fulla vinnu með pabba í tónlistinni.  Ætli það sé ekki verið að hlusta á jazz, kæmi mér ekki á óvart.

Og hér tekur stóra systir út bað litla bróðurs og svei mér þá, ef það er ekki í lagi,

Ójá, það er allt í lagi á þessum bæ.

 

 

 


Rómans í fulkominni stemmingu í Seljahverfinu...

 

..enda veðrið til þess. 

Ég er að elda dýrindissteik með fylgihlutum, eins og ferskum aspas, gulrótum, sveppum og rauðlaukssultu.  Ójá.  Meira fáið þið ekki að vita um það mál.

Svo er ég búin að kveikja á kertum, gera allt 100% fínt, draga gardínur frá svo það sjáist út í vetrarlandið og svo verður djúpsteiktur camenbert í eftirrétt.

Ljúfir tónar verða í spilaranum, að sjálfsögðu.

Ég þarf að fara að vekja húsband í herlegheitin, enda hefur hann ekki nema klukkutíma til að gúffa í sig og rómansast með mér, áður en hann rýkur út í vetrarnóttina til að vinna fyrir heimilinu.

þetta dásamlega lag er ég að spila á meðan ég undirbý. Emiliana

Nananabúbú,

Það verður seint skrifuð rómansfærsla á þessa síðu án bigtæm törnoffs í endann.

Þannig er ég bara.

P.s. Ekki fyrir viðkvæma, ég er að sjálfsögðu á nýja brjóllanum - undir vaðmálssekknumWhistling.

Úje

 


Oliver Einar Nokkquist talar tungum tveim

Eitt af því allra merkilegasta og skemmtilegasta við Londonferðina, var að hitta og vera með barnabarninu mínu honum Oliver.  Oliver Einar Nokkquist (eins og hann segir nafnið sitt) verður þriggja ára í maí og hann talar tungum tveim.  Honum hefur farið ótrúlega fram í íslensku á stuttum tíma og svo er hann auðvitað Breti í húð og hár á hinni tungunni.  Stundum blandar hann smá saman og það er svo kjúsulegt að það er krúttkast upp á 9 á krúttkastastuðli.

Oliver vaknar glaður á morgnanna og fer í leikskólann.  Hér er hann með sitt uppáhalds, sem er íslenskt pylsubrauð.  Hann minnir mann líka reglulega á að Oliver sé "good boy" og "big boy".

Á sunnudaginn (nánar tiltekið á afmælisdag ömmunnar) vorum við dætur mínar tvær ásamt Oliveh í bænum og hleyptum honum lausum (án þess auðvitað að víkja frá honum, hvað er þetta, ekkert kæruleysi hér) og hann fríkaði út í leikfangadeildinni í Harrods.  Honum vantaði ýmislegt.  Margt af því var stórt og mikið og þar sem pokar okkar þriggja fullorðinna, voru óteljandi þá var samið við barn, um pakka, sem var minni af umfangi.  Þar rakst hann á "pavvot" stóran og grænan fugl, ekki lifandi þó, sem hræddi nærri því úr barni líftóruna.  En Oliver er svakalega hræddur við fugla.

Annars var ég að pæla, ég fylgist ekki með öllum þessum "merkjum" í leikfangaheiminum.  Eins og Dora the explora (skrifað með framburði barns), Spidaman, Diego, Tommy the tvain og svo framvegis.  En maður getur ekki vitað allt.

Á leið heim í öndergrándi, var Oliver orðinn þreyttur.  Við fórum í leik öll saman.  Mamman spurði hvað við hétum, amman, frænkan, Oliver og hún sjálf.  Rétt svör upp á 10 auðvitað! En hvað heitir pabbi (kallaður Robbi) Voobbi sagði minn drengur á fagurri bretlönsku.  Síðan var ekkert tækifæri látið ónotað til að láta barnið segja nafn pabba síns og ég vildi að ég gæti gefið tóndæmi.  Algjörlega óborganlegt.

Það var stoltur drengur sem kvaddi ömmu sína og frænku á þriðjudagsmorgun því hann var að skipta um deild á leikskólanum.  Var að byrja í pre-school.  Hann er á efri hæð leikskólans.  Það vildi ekki betur til en svo að pre-school deildin var að leika sér á neðri hæðinni þegar barn bar að og hann þverneitaði að fara á þennan minniháttarstað fyrir smábörn, negldi sig fastan í hurðarkarminn þar til fóstra var fengin til að fylgja nemanda upp á efri hæðina, þar sem hans staður er, hin akademiska deild forskólans sjálfs. 

Arg..

Börn ættu að stjórna heiminum.


Ekki góðar fréttir

Ég ætlaði nú heldur betur að setjast niður og blogga um öll ævintýri mín í heimsborginni, en það verður að bíða um stund.

Nú er ég með hana Jenný Unu í pössun, því litli bróðir, hann Hrafn Óli er kominn inn á barnaspítala með lungnabólgu og það á mánaðar afmælisdaginn.

En hann er í góðum höndum og ég veit að honum heilsast vel og verður fljótt frískur.

En það dregur alltaf ský fyrir sólu þegar þessar litlu elskur veikjast.

Lofjúgæs.Heart


Frá ykkar konu í Londres sem hefur margt misjafnt fyrir stafni

Eftir annasamann dag í gær hafði ég ekki orku til að blogga, en nú er ég glaðvöknuð og til í slaginn og verð að leyfa ykkur að fylgjast með mér í ævintýraferðinni,
Í gær verslaði ég ásam frumburði, þannig að hver olíufursti hefði bliknað við hliðina á okkur, en ég tek fram að þetta var bara æfing.
4 peysur, þrír kjólar, tvennir skól, ein sgígvéli rúfffað ofan í körfuna án þess að hafa mikið fyrir því. London underground fór ekki varhluta af heimsókn okkar til borgarinnar.
Fór nokkrum sinnum á Starbucks og reynkti í þar til gerðum sætum fyrir utan kaffihús, sem kom ekki að sök, því það var léttur úði og 7 stiga hiti. Annars er reykingafasismi Englendinga af þeirri stærðargráðu að við Íslendingar erum reykingarhippar í samanaburði, Blogga um það seinna.
Fórum og hitttum Mayu eftir vinnu og borðuðum á Ping Pong sem er einn af betri kínverskum sem ég hef kynnst til þessa og töluvert óhefðbundin.
Oliver var sofnaður þegtar við komum heim, en í morgun vaknaði ég við litla rödd sem sagði: Amma Jenný lúlla og Helga líka.
Maya er að vinna og nú á að skreppa í matvörubúðina með prinsinn og kaupa eitthvað spennandi til heimilisins.
Í dag er það leikhús og búðir.
Hér er svo mikið af fólki að skoða og velta fyrir sér sögu þeirra að það væri ekki verra að festast hér í smá tíma.
Sakna ykkar mátulega ódámarnir ykkur.

Blogga í kvöld.
Bætmítoðtebónækenteikit
Smjúts á alla

Londonfarinnn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.