Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Að gefnu tilefni..

..vil ég koma eftirfarandi á framfæri:

Ég vil ekki láta banna:

Bækur,

Presta,

Tölvur,

Bíla,

Skáta,

Þjóðsönginn,

Forsetann,

Bílabúðir,

Banka og Sparisjóði,

Saumnálar,

Föt úr Hagkaup,

Innflutta kjúklinga,

Sjálfstæðisflokkinn,

Kastljós,

Bónus,

Ljósleiðara,

Símann,

Græna lampaskerma,

Matarsóda og

gráfíkjur...

En ég hef skoðun á þessu öllu og meiru til.

Ég útiloka ekki að ég eigi eftir að blogga um eitthvað að ofannefndu og kannski ekki alltaf hrifin.

Geri þetta af tómum alrennilegheitum, svo fólk missi sig ekki í bannfárinu í athugasemdakerfinu, of fer að gera mér upp allskonar kenndir, þegar öldur rísa sem hæst.

Og já, ég elska ykkur öll, ormarnir ykkar.

Lalalala

Held áfram að baka.

Úje


Jólagjöfin í ár - Taka II

Jæja, þar sem ég hef tekið að mér, fyrir hönd okkar (ný)ríka og fallega fólksins að vera á jólagjafavaktinni (ekki er ráð nema í tíma sé tekið), stend auðvitað mína plikt í því.  Í gær benti ég á demantinn stóra sem tillaga að gjöf undir hvítagullsjólatréð og nú er komið að hinu nauðsynlega fjarskiptatæki.

Skv. Þorsteini Þorsteinssyni, vörustjóra hjá Hátækni, eiga margir tvo til þrjá síma og nota þá eftir verkefnum og klæðaburði og þessir lúxussímar seljast nú sem aldrei fyrr. 

Þessi Nokia sími er úr gulli og kostar um 170 þúsund krónur stykkið. "Sirocco-síminn er smíðaður úr 18 karata gulli og ryðfríu stáli. Skjárinn úr safírgleri og með honum fylgir gullitaður handfrjáls búnaður. Þá eru hringitónar í símanum eftir Brian Eno, en þeir eru að sjálfsögðu spilaðir á flygil."

Ég mæli sterklega með honum þessum, fyrir krakkana sko, einkum þau yngri, en auðvitað eru þeir hjá Nokia ekki að ætlast til að við fullorðna fólkið notum síma á útsöluverði, þar sem ekki einn einasta demant er að finna í appíratinu.

Svo má taka svona gullsíma og láta demantsskreyta hann þannig að hann fari yfir milljónina a.m.k. svo að hann sé nothæfur fyrir okkur, þau fögru og efnuðu.

En þarna er komin fram góð jólagjafahugmynd fyrir foreldrana til að gauka að afkomendunum, með öðrum og merkilegri gjöfum að sjálfsögðu.   Símar eru jú fylgihlutir, og nauðsynlegir sem slíkir, en fylgihlutir verða aldrei neitt aðalatriði, ef þið skiljið hvað ég meina.

Ég held áfram að fylgjast með fyrir okkur útvöldu.

Money makes the world go around!

Újejeje!


mbl.is Íslenskir auðmenn tala í 170 þúsund króna gullsíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Égvilekkisjáana!

Ég vil ekki sjá þessa nýju myndavél frá Sony, sem tekur mynd ef maður brosir.

Í henni er forrit sem þekkir bros.

Ég er viss um að þessi vél getur ekki gert greinarmun á skelfingarviprunni á munninum á mér þegar ég er hrædd og þegar ég set upp ljósmyndabros.

Hvorutveggja er jafn hræðilegt.

Ég vil láta taka af mér myndir, þar sem sést hvað ég er gáfuð og laus við alla tilgerð.

Alveg eins og munkur í nirvanasælu sem er löngu laus við hégómagirndina og starir vitru og djúpu augnaráði út í alheiminn.

Bara þannig vill ég sjást.

Þannig að þessi myndavél er dauð fyrir mér.

Later.


mbl.is Myndavélin stillt á bros
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SÍMABÖMMER

1

Ég er búin að ákveða að fara í stríð við símafyrirtækið mitt.  Eins og ég hef áður bloggað um þá hafa símaraunir hrjáð mig reglulega, en ég hef fyrirgefið þessu fyrirtæki vegna þess að þeir eru svo mikið ódýrari en síminn og bilanirnar hafa staðið stutt yfir.

En nú er ég sum sé búin að fá nóg.  Frá því um miðjan eftirmiðdag í gær og fram á morgun var síminn í ástandi.  Fyrst gat ég hringt úr honum, mikil ósköp, en sá sem hringt var í heyrði ekki í mér, alveg sama hvað ég býsnaðist.  Eftir kvöldmat var svo skipt um bilunartaktík og þá var hvert einasta númer hjá mér á tali.

Allir sem reyndu að hringja hingað á meðan á þessu ástandi stóð fengu meldingar um að síminn minn væri upptekinn.

Ég verð nú að játa að mér fellur þetta frekar illa.  Hvað ef eitthvað kæmi fyrir.  T.d. ef ég þyrfti að hringja á lögguna?  Eða sjúkrabíl? Þá er ég nú reyndar að taka þetta eins langt og hugsast getur í huganum.  Ég held að ég væri öruggari með Indíánahöfðinga og reykmerki.  Svei mér þá.

Síminn er öryggistæki.  ARG

Ég fer samt aldrei á Símann aftur.

Súmí.

Úje


ÉG ER MEÐ SENDIRÁÐSÓÞOL

Indverjar samþykktu í gær að opna sendiráð á Íslandi. Líka í Guatemala, Niger og Malí.  Ég er með óþol og ofnæmi fyrir sendiráðum núna á nýjum tímum.  Hafa þjóðir heims ekkert betra við peningana að gera en að stunda fasteignakaup út um allar trissur?

Á upplýsingaöld er ég viss um að það væri hægt að hafa "mobiliserandi" fulltrúa landa sem einfaldlega ferðuðust þangað sem á þarf að halda hverju sinni.  Svo er hægt að nota fjarskiptatækni í flestum tilfellum, er ég viss um. 

Þarf fólk að vera líkamlega á svæðinu, nú til dags?

Ég veit að ég hef örgla ekki skilning á mikilvægi sendiráða og það má vera rétt en er ekki nóg að hafa eins og eitt í hverri álfu?  Það er ekki eins og það séu ekki samgöngur til hægri og vinstri til allra átta.

Þetta sendiráðafyrirkomulag og allt í kringum það er tímaskekkja og óþarfa fjárútlát.

Annars er þorskurinn búinn að gera það fínt sem málsvari okkar í gegnum tíðina, svo maður nefni ekki Björk og fleiri henni líka.

Ég er nú hrædd um það.

Súmí!


mbl.is Indverjar samþykkja að opna sendiráð í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í BEINU FRAMHALDI SPYR ÉG..

 

..hafa ekki fullu geimfararnir, sem nefndir eru í færslunni hér fyrir neðan, komist í tölvubúnaðinn?

Mér kæmi það ekki á óvart.  Mennirnir dauðadrukknir á leiðinni út í geim.

Læfökks!


mbl.is Skemmdaverk unnin á tölvubúnaði NASA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OF MÖRG TÆKI OG TÓL...

1

..fylgja nútímanum.  Ég er í vandræðum með þessi tvö símtól heimilissímans.  Ég er sífellt að skilja þá eftir út um allt, gleymi að hlaða, báða í einu og er stöðugt lendandi í tómu tjóni út af þessu.  Þetta ætti auðvitað ekki að vera vandamál, en mér tekst afburðavel að klúðra öllu sem heitir tæki og tól.  Það má kannski virða mér það til vorkunnar að ég ólst upp á síðustu öld þar sem t.d. var einn sími á heimili (ef fólk var svo heppið og varð ekki að láta sér nægja s.k. millisamband) en heima hjá mér var einhver framúrstefna í gangi en þar var hægt að stinga símanum í samband í hverju herbergi.

Ég þurfti að leita dauðaleit að símtóli í morgun þegar síminn hringdi.  Hann hringdi út og hvorugt tækið fannst.  Ekki þótt ég reyndi að ganga á á hljóðið. Að lokum fann ég annað, á baðbrúninni (ég næ mér ekki) og hinn fannst úti á svölum við hliðina á grillinu og þeir voru báðir nánast rafmagnslausir. 

Ég er að hugsa um að fá mér síma sem ekki er hægt að vaða um allt með.  Best væri að hafa hann múr og naglfastan í vegg.  Svona eins og gömlu sveitasímarnir.  Ég held bara, svei mér þá, að ég höndli alveg afturhvarf til fortíðar en ég er ekki svo viss um þetta með framtíðartæknina, a.m.k. ekki hvað varðar síma.

Súmí.


ÉG TRYLLIST OG HENDI MÉR Í GÓLF

...út af þessu árans "stack overflow at line:0" Ég kemst hvorki lönd né strönd út af þessu.  Hvað er þetta?   Einhver????

Þetta er "eitthvað" því ég gúgglaði það og þetta kom upp.  Ég dey úr forvitni og leiða á þessu skilti.

 


ÉG ER EKKI BLOGGLÝÐUR..

1

..heldur er ég, ásamt mínum bloggvinum, eðalbloggarar.  Við förum ekki í sumarfrí eins og hinir arfavinsælu bloggarar sem skilja mann eftir í víðtæku fári yfir brotthvarfi sínu, með fráhvarfseinkenni á háu stigi.

Hafa þetta rétt strákar mínir, blogglýður,  fyrirfinnst ekki á Moggabloggi nema með örfáum undantekningum.  Og ekki segja mér að lýður sé gott orð.  Ég veit það.


mbl.is Bloggarar taka sér sumarfrí eins og aðrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"FEITAR" FLUFFUR Í FARBANNI

Indverskur dómstóll hefur dæmt Indian Airlines í hag en flugfélagið setti flugfreyjur í farbann af því að þær voru of þungar að mati félagsins.  Dómstóllinn taldi að flugfélagið hefði rétt á að grípa til slíkra aðgerða með tilliti til öryggis og hertrar samkeppni á flugmarkaðnum.

Alls staðar í heiminum er stöðugt verið að lítilsvirða konur.  Birtingarmyndir kvennakúgunarinnar eru misjafnar, sumar grímulausari en aðrar, en það er ekki til það land í heiminum þar sem kvenfyrirlitningin grasserar ekki meira og minna dulin að sjálfsögu.  Ein af flugfreyjunum sem sett var í farbann var 2 kg. þyngri en "reglur" flugfélagsins sögðu til um.  Það er víða í heimi litið á konuna sem "æskilegasta" þegar hún er lítil, grönn og máttlaus og borðar eins og fugl.  Kona sem er í slíku ástandi er minna ógnandi.  Hún vekur líka verndartilfinningu hjá karlrembusvínum sem stöðugt óttast að þurfa að mæta konu á jafnréttisgrundvelli.

Ég ætla að vona að íslensku flugfélögin taki ekki upp þennan ósið nógu lengi hafa íslenskar flugfreyjur þurft að berjast við steríótýpuna af hinni "dæmigerðu" flugfreyju.  OMG hvað lífið getur verið erfitt stundum.

SíjúgæsInLove


mbl.is Deilt um þungar flugfreyjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 11
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 2987142

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband