Leita í fréttum mbl.is

"FEITAR" FLUFFUR Í FARBANNI

Indverskur dómstóll hefur dæmt Indian Airlines í hag en flugfélagið setti flugfreyjur í farbann af því að þær voru of þungar að mati félagsins.  Dómstóllinn taldi að flugfélagið hefði rétt á að grípa til slíkra aðgerða með tilliti til öryggis og hertrar samkeppni á flugmarkaðnum.

Alls staðar í heiminum er stöðugt verið að lítilsvirða konur.  Birtingarmyndir kvennakúgunarinnar eru misjafnar, sumar grímulausari en aðrar, en það er ekki til það land í heiminum þar sem kvenfyrirlitningin grasserar ekki meira og minna dulin að sjálfsögu.  Ein af flugfreyjunum sem sett var í farbann var 2 kg. þyngri en "reglur" flugfélagsins sögðu til um.  Það er víða í heimi litið á konuna sem "æskilegasta" þegar hún er lítil, grönn og máttlaus og borðar eins og fugl.  Kona sem er í slíku ástandi er minna ógnandi.  Hún vekur líka verndartilfinningu hjá karlrembusvínum sem stöðugt óttast að þurfa að mæta konu á jafnréttisgrundvelli.

Ég ætla að vona að íslensku flugfélögin taki ekki upp þennan ósið nógu lengi hafa íslenskar flugfreyjur þurft að berjast við steríótýpuna af hinni "dæmigerðu" flugfreyju.  OMG hvað lífið getur verið erfitt stundum.

SíjúgæsInLove


mbl.is Deilt um þungar flugfreyjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

... flugvélin hlýtur að hrapa með svona hlussur innanborðs eins og eru á myndinni .

Guðríður Haraldsdóttir, 1.6.2007 kl. 12:12

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég í flugfreyjuna 75 kg!

Edda Agnarsdóttir, 1.6.2007 kl. 12:17

3 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Alltaf er verið að reyna að koma konum í megranir......oj bara

Eva Þorsteinsdóttir, 1.6.2007 kl. 13:10

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vá heil 2 kíló, ég kæmist bara ekki í sömu buxur og síðast, not. Þvílíkir álfakálfar. 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2007 kl. 13:25

5 identicon

Tja... flugfreyjur mega ekki vera of þungar. Það er bæði dýrt fyrir flugfélagið og þær. Einnig myndi ég ekki vilja reyna komast framhjá einni feitri í flugvélinni. Frekar þröngt þarna.

Gunni (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 13:43

6 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Þetta er kannski ekki svo slæmt bann, ég er að fara í flug á miðvikudaginn með mikinn farangur og er frekar flughrædd...... væri alveg til í að aukakílóin yrðu ekki of mörg hjá fluffunum í þeirri ferð..... bara svona upp á yfirvigt og flughrap ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 1.6.2007 kl. 14:06

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Vá ég er bara 50 kg kannski get ég verið Flugfreyja.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.6.2007 kl. 14:22

8 identicon

Ég veit ekki hvort fólk taki eftir því hérna hjá íslenskum flugfélögum að stelpur eru ekki ráðnar nema vera þessi þessi flugfreyju "steriotýpa". Bara pæliði í því hafiði einhverntíma á síðustu árum séð flugfreyju sem er með eitthvað meira á sér en örfá aukakíló. Núna flýg ég mikið með IcelandAir og vann við að keyra þessu liði milli RVK og Keflavíkur og það eru allar flugfreyjur félagsins í góðu líkamlegu ástandi. Sama er með Iceland Express. Þannig svona mál mun ekki koma upp hérna á landi því flugfélögin gefa bara ekki kost á því, s.s. ráða bara konur sem eru fit.

Svona persónulega fynnst mér þetta bara í lagi einfaldlega vegna þess að flugvélar eru þröngar og áhafnirnar verða hreinlega að geta hlaupið um þessa þröngu ganga til að geta brugðist við þeim verkefnum sem reyna á þær í flugi.

Aron Smári (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 15:20

9 identicon

Erla Þorsteinsdóttir.. :)

Bara svona smá upplýsingar fyrir þig. Það er ótrúlega algengt að flughrætt fólk sé að spá í svona hlutum eins og hvort vélin sé ekki of þung og allt það. Systemið virkar þannig að allar þyngdir á farþegum og áhöfn er stöðluð, þyngd áhafnar er alltaf áætluð sú sama en mismunandi eftir farþegum eftir því hvernig flug er um að ræða s.s. áætlunarflug, leiguflug eða sólarlandaflug. Þessir staðlar voru búnir til fyrir mörgum árum og hafa svín virkað í gegnum tíðina. Menn geta aldrei vitað nákvæmlega uppá kíló hvað vélin er þung með þessari aðferð en vélin fer aldrei útfyrir mörkin. Flugstjóri vélarinnar er ábyrgur fyrir því að hleðsluskráin sé rétt og allt það. Það eru til dæmi um að menn sem eru að fljúga frekar litlum vélum (flugfélag íslands) hafa þurft að vigta alla farþegana einmitt útaf þessu, ég ætla ekki að nefna nöfn eða stað en flugmenn vélarinnar sáu farþegana rétt áður en þeir gengu um borð og þetta var hópur sem var allur vel yfir þessum standard vigt, og eftir að farþegarnir voru vigtaðir kom í ljós að vélin væri of þung í loftið þar sem flugbrautin á þessum stað var frekar stutt. þetta varð til þess að það þurfti að dæla eldsneyti af vélinni og millilenda á öðrum stað til að taka fuel en þetta flug átti upphaflega að vera beint flug..

Svona er þetta í mjög grófum dráttum og það má hugsanlega vegja óþægilega tilfinningu að það sé notaður standard til að mæla út þyngd á farþegum að þá jafnast allt út á endanum og allt er í góðu. Nema auðvitað ef Gaui litli er í vélinni með fitubrennslu hópinn sinn "bumban af" gæti verið meiri skekkja í þessu, en því stærri sem vélin er því minni áhrif.

Aron Smári (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 15:49

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ja hérna hér!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2007 kl. 20:48

11 identicon

Aldrei fáum við farþegarnir að sjá flugmennina, hver veit nema þeir séu sjálfir með ístru og 5 undirhökur...

Maja Solla (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 20:52

12 identicon

Sko.. flugmenn eru yfirleitt í og við kjörþyngd en samt einhver hluti sem er aðeins yfir. Við þurfum að fara í læknisskoðun einu sinni á ári og fá heilbrigðisvottorð frá fluglæknum landsins í hvert skipti til að geta haldið áfram að fljúga. Ef menn eru orðnir mjög þungir og óheilbrigðir geta hlutir eins og of hár blóðþrýstingur og fleirra orðið til þess að menn missa heilbrigðisvottorðið og þar af leiðandi mega þeir ekki fljúga lengur atvinnuflug. að finna flugmann með svaka ístru og 5 undirhökur á ekki að vera hægt í dag...

Aron Smári (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 2985764

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.