Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Tónlist

Tími reykingamanna er að renna upp - úje

Ég er í aðgerðum.  Hér á Leifsgötunni sko.  En það er leyndarmál, því ef það klikkar hjá okkur rokkhjónunum þá nennum við ekki að láta rukka okkur um það.  Þið farið með þessa færslu í gröfina - eðaeggi?

Við erum að trappa niður sígóið.  Kannski að hætta bara.  Það væri þá saga til næsta bæjar.

Tilvalið að gera á meðan við erum í húsapössun.  Út í garð að reykja og svona, ekki alltaf nenna fyrir því á kærleiksheimilinu.

Og ég keypti nikótínúða (þennan sem slengir manni í vegg) og munnstykki.

Ég segi ykkur að þetta gengur bara ljómandi vel.  Verð komin niður í karton á dag áður en grísinn nær að blikka.  Eða þannig.

Svo sá ég þessa frétt af honum Damien Rice sem reykti á sviðinu á Nasa í gær.

Er ég tímaskekkja?  Er ég að gefast upp í nikótínstríðinu á kolröngum tímapunkti þegar sigur mökkaranna er að ná landi?

Damien smókaði sig á sviðinu og reykingalöggan var ekki kölluð til.  Ha?

Það þýðir bara eitt, tími reykingamannanna er að renna upp.

Eða getur verið að maðurinn hafi fengið einhverja sérmeðferð af því hann er frægur, hipp og kúl?

Neh það getur ekki verið.  Við erum svo laus við snobb vér Íslendingar.Devil

Æi,ég held áfram niðurskurðaraðgerðum.

Það er ekki á vísan að róa með neitt.

Farin út í garð í morgunsígóið.

En ég mæli með úðanum.  Djöfuls kikk.


mbl.is Damien Rice lék á als oddi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blankur Bubbi?

 bubbinn

Stundum er ég ógeðslega fyrirsjáanleg.  Það er svo dæmigerð Jenný Anna að láta Bubba pirra sig.

Ég var búin að lofa mér að hætta að blogga um Bubba þegar hann fer í taugarnar á mér, það er svo vont fyrir þrýstinginn, en get ég staðið við það?  Nei, að þessu sinni verð ég að gera eins og allir hinir og pirra mig á prenti.

En ég ætla að byrja á jákvæða hlutanum.  Bubbinn er ágætur í viðtalinu.  Ekki óbærilega montinn (en montinn samt), ekki mjög yfirlýsingaglaður og bara svona í skárri kantinum.  Svo er hann hamingjusamur og það gleður mig alltaf þegar fólki líður vel.

Og þá er það frá eins og skáldið sagði.

Bubbi hefur talað gegn öllum andskotanum.  Hvölum, fátækt, græðgi og  með serbnesku blómi.

Og nú telur hann sig þess umkominn að segja Björk og Sigur Rós fyrir hvaða málefni þau eigi að halda tónleika.  Hann segir orðrétt:

"Sá sem býr á Íslandi í íslenskum raunveruleika á að gera sér grein fyrir því að það eru alvarlegri hlutir að gerast en álversframkvæmdir."

Ásbjörn, "wake up and smell the fucking coffie".  Álversframkvæmdir og virkjanir, umhverfisspjöll og allur sá pakki er varanlegt vandamál fyrir komandi kynslóðir ef stjórnmála- og peningamenn fá vilja sínum framgengt.

Bubbi hefði verið maður að meiri hefði hann sleppt þessu skítkasti í garð Bjarkar og Sigur Rósar.

En ég skil vel að fátæktin sé Bubbanum áhyggjuefni.  Í viðtalinu kemur fram að hann tapaði stórfé í hlutabréfaviðskiptum.  Í ljósi þess skil ég röflið í honum.

Fátæktin er eilíft baráttuefni.  Stjóriðjumartröðin er mál dagsins í dag.  Ef við reynum ekki að koma í veg fyrir stórslysin þá sitjum við uppi með álver út um allt, eiturspúandi náttúruspilla sem jafnvel verða ekki aftur tekin.

Ég hef áhyggjur að því.

En ég hef ekki tapað krónu í hlutabréfaviðskiptum.  Einfaldlega vegna þess að ég kaupi ekki hlutabréf.  Amma mín talaði úr mér græðgina í frumbernsku.

Så det så.

Kem að vörmuDevil


mbl.is Björk ætti frekar að syngja gegn fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skúbb hjá Svani

 RWCG_VRW

Krúttið og hrukkudýrið hann Ronnie Wood hunskaðist í meðferð í gær.  Gremlingurinn er búinn að vera á fylleríi síðan á frumsýningu myndarinnar um bandið "Shine a light".

Við alkarnir eigum ekkert að vera að tuða um hver er verstur en það fara ekki margir í sporin hans Ronnie nema ef vera skyldi glæsilegasta mannflak í heimi; Keith Richard.

Ég var að ræða Ronnie við húsband í gærkvöldi en bæði erum við heitir aðdáendur Stones. 

Ég sagði við húsband að það ættu að vera lög sem bönnuðu tjásugreiðsluna hans Ronnie style 197ogeitthvað.  Hann og Roddinn (Stewart) fóru á sömu hárgreiðslustofuna í London og Ronnie hefur ekki enn látið breyta um stíl.

Húsband: Hvaða máli skiptir það þó hárið á honum sé túperað er það ekki músíkin sem gildir?

Ég: Nehei, ekki bara músíkin, lúkkið dregur þessa menn hálfa leið.  Sjáðu mannflakið, Keith sem er að gera sig þrátt fyrir að nályktin finnstist langar leiðir og hann hafi tekið pabba sinn í nefið. 

Og við eyddum dágóðum tíma í að ræða útlit og klæðaburð tónslistarmanna fyrr og síðar.  Beethoven kom við sögu og Franz List.  Jájá. Og svo mundi ég eftir því að Keith barði Ronnie til edrúmennsku, mannflakið svo milt eitthvað.

En einn af mínum uppáhalds bloggurum er hann Svanur sem bloggar frá Englandi.  Í gær skrifaði hann færslu um Ronnie, hann hafði nefnilega hitt manninn á kaffihúsi í fyrradag.  Þetta er skúbb.  Ég held að það hafi ekki margir séð þessa færslu og þið sem viljið vita hvað Ronnie var að segja í fyrradag farið hingað og lesið.

En annars er ég góð bara.

Farin að dansa.


mbl.is Ron Wood í meðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún rakar ekki á sér júnóvott

Ég er áskrifandi að netmogganum, og svo les ég visi.is og dv.is, hangi yfir fréttum á báðum stöðvum og svona.  Ekkert má fara fram hjá mér.  Mér líður eins og heimurinn yrði ekki samur aftur ef ég væri ekki ofan í hverjum koppi og kirnu.  Ergó: Það er eitthvað að mér.

En þessa dagana (jafnvel mánuðina) get ég gengið að tvennu vísu. 

Að Iceland Express er í seinkun, bilun, töfum og öðrum neikvæðum uppákomum.  Ekki fréttir fyrir mig því ég flaug með þeim til London fyrr á árinu og þá tóku þeir sig til og seinkuðu flugvélinni, sendu sms og tilkynntu það, flýttu henni svo aftur en tilkynntu það ekki.  Munaði ekki miklu að við misstum af vélinni.

Ég myndi segja að IE eigi í ímyndakreppu alveg biggtæm.  Þeir verða að kippa þessu í liðinn.  Svo eru samlokurnar um borð á sama verði grammið og gullið.

Og svo er það hinn fasti liðurinn á netmiðlunum.  Amy friggings Winehouse.

Ég elska tónlistina hennar og röddina.  Held að hún sé með betri söngkonum sem komið hafa fram lengi.

En konan er að deyja úr fíknisjúkdómi.  Sjálfseyðingin er slík og þvílík að mig langar ekkert til að lesa um það á hverjum degi.  Svo er hún hundelt og konan er vart af barnsaldri.  Sem alki og manneskja þá finn ég innilega til með þessari stelpu.

Það eru myndir af henni með kókakín í nös.  Klósettferðir hennar á klúbbunum eru taldar.  Ég veit að það er langt síðan að hún hefur rakað á sér þið vitið, af því það náðust myndir af því líka.

Give it a fucking rest good people.

Það er aðallega visir.is sem er með Winehouse þráhyggju.

En þetta er tuðpistill dagsins.

Frá mér til ykkar: Amy að harðneita að fara í meðferð.


mbl.is Tafir hjá Iceland Express
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gítarar með fyrirkomulagi

 Gretsch_072607036

Hver er fréttin?

Að Björn Jörundur hafi gleymt gítarnum sínum, atvinnutækinu, sjálfri gígjunni?  Að það sé eitthvað sem ég og aðrir þurfi að henda reiður á?

Ég skiletteggi.

Sumir hafa farið með ruslapoka heimilisins með sér í vinnuna og skilið vinnupappírana eftir heima, jájá og það þótti ekki fréttnæmt þrátt fyrir að það hafi orðið heljarinnar uppnám á vinnustað vegna lyktar úr pokahelvíti.

Sumir tónlistarmenn sem ég þekki, og ég nefni ekki nöfn, hafa farið til Köben í staðinn fyrir út á Umferðarmiðstöð til að ná sér í kjamma eftir djamm, óvart, en með gítarinn og það kom ekki stafur um það í blöðunum, enda dálítið langt síðan.

"Fréttirnar" á sumrin geta verið svo hryllilega mikið uppfyllingarefni að það er nánast ekki fyndið.

Er verið að segja manni eitthvað hérna?  Er verið að læða að manni kjaftasögu um ástand gítareigandans  Hvert er markmiðið með þessari frásögn?

Burtséð frá því þá er ég ekkert viss um að það sé algengt að menn gleymi hljóðfærunum sínum hér og þar.

Á þessu heimili eru þeir hafðir í sérstöku herbergi, þeir eru teknir út að ganga (ok ekki alveg) og það er farið með þá eins og gull og þeir heita framandi nöfnum eins og t.d. The Mitchigan og Gretch New Yorker. Eða eitthvað sollis.

Hvernig getur maður gleymt þannig fyrirkomulagi?

En að gleyma sjálfum sér er allt annað mál.

Það skiljum við hér á kærleiksheimilinu.

Lalalala, haldið ykkur á mottunni addna.

P.s. Myndin er af New Yorkernum gott fólk. 

Björn Jörundur snæddu hjarta.

 


mbl.is Björn Jörundur gleymdi gítarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heima hjá Hamlet

hippie-girl

Ég finn til samkenndar með þessum aldraða Svenson sem fannst svo stutt á milli Helsingör og Helsingborg að hann stal litlum árabát og ætlaði að róa yfir þessa 5 km. sem eru þarna á milli.

Ég var nefnilega einu sinni að flippa í Helsingör - þegar ég var hippi.  Reyndar svona helgarhippi í flottum hippafötum sem ég keypti á Strikinu og þegar ég gekk um þá hringlaði í mér vegna allra bjallnanna og hins glingursins sem ég hafði hengt utan á mig.  Ég var bæði hipp og kúl.

Og ég sagði við vinkonur mínar að við ættum að reyna synda yfir til Svíþjóðar, þetta væri svo stuttur spölur.  Mér fannst það ekki vitlaus hugmynd enda var ég 17 og hélt að ég gæti nánast flogið og það án þess að vera á hugbreytandi efnum.

En eitthvað voru undirtektirnar dræmar þannig að við fórum í sólinni upp í Krónborgarkastala, þar sem Hamlet átti að eiga heima og lágum þar og hlustuðum á "Here Comes the Sun" með Bítlunum.

4937-2

Ég man eftir tilfinningunni þar sem ég lá í sólinni og allt var svo nýtt og rétt að byrja.  Skrýtið að sum augnablik sem eru ekkert sérstakt í hinu stóra samhengi sitja samt eftir í minningunni, svo sterk og lifandi að maður getur nánast teyg sig í þau.

En hvað um það.

Það er svo önnur saga að seinna átti ég eftir að koma til Helsingjaborgar, frá Gautaborg og þá var ískuldi og snjór. 

Og mig langaði ekkert að synda yfir til Danmerkur.

Jafnvel þó Hamlet ætti heima þar.

Ég var í dragt og háum hælum, það hringlaði ekki í mér og ég var löngu hætt að vera hipp og kúl.

Sjitt hvað ég er orðin gömul.


mbl.is Reyndi að róa Eyrarsundið eftir sumbl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að bresta í söng, faðmlög og sleik

Ég sat með margfalda gæsahúð og horfði á Björk.  Gæsahúðin var tilkomin af hrifningu.  Stundum var ég beinlínis hrærð.  Hún er svo töfrandi listamaður þessi kona.

Og Sigur Rós voru líka flottir.

Ég persónulega er afskaplega þakklát þessu fólki fyrir að bjóða þjóðinni og öllum öðrum ef út í það er farið, á fríkonsert.  Ekki margir í því.  Og þá ekki listamenn af stærri gráðunni.

Og svo eru það bloggin.  Nú ætla ég að leyfa mér að röfla.

Einhverjum snillingi fannst Björk ekki flytja þau lög sem hann hefði kosið. Þar af leiðandi var hún ekkert minna en léleg, fannst manninum.  Búhú.  Hún átti að taka eitthvað af gömlum lögum.  Þetta er hið hryllilega Bláhiminsheilkenni sem ég kalla, eða "spilaðueitthvaðíslensktheilkennið" og þýðir einfaldlega að fólk vill heyra sama gamla stöffið aftur og aftur.  Guði sé lof fyrir listamenn sem þróa sig áfram. 

Merkilegt annars með ást íslendinga á Hawai-laginu "Bláhiminn".  Það fara allir í trans og fár þegar það er spilað.  Bresta í fjöldasöng, faðmlög og sleik.  Ég skiletteggi.  Ég hins vegar garga mig hása, inni í mér sko.   En það má einu gilda.  Þetta var útúrdúr.

Og þeir sem blogga um að það hafi verið áll í sviðinu.  Og hversu mörgum wöttum var verið að eyða á tónleikunum.  Halló, er einhver að berjast á móti notkun á rafmagni og áli?  Áll er fínn í pönnur og potta er mér sagt.

Hefur ekkert með álver í samlede verker hér uppi á Íslandi að gera.

Andskotans tuð um ekki neitt.

Ég er að minnsta kosti afskaplega þakklát þeim listamönnum sem buðu öllum upp á frábæra tónleika og vöktu í leiðinni athygli á málstað sem snertir okkur öll.

Við þurfum að rífa okkur upp á rassinum gott fólk áður en hver lækjarspræna verður virkjuð í þessum vægast sagt vafasama tilgangi.

Újebbogladídei.


mbl.is Óður til náttúrunnar í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magra Ísland

Ég vona að allir sem vettlingi geta valdið drífi sig á tónleikana á eftir.

Nú eða horfi á þá á Mbl.is.

Alveg er ég viss um að þetta verður frábær uppákoma.  Flottir listamenn, veðrið ok og staðurinn fallegur.

Málefnið, náttúran,  hefur aldrei verið mikilvægara nú þegar "sumir" ráðherrar Samfylkingarinnar hafa bæst í hóp náttúrusóðanna. 

Lesið Láru Hönnu (og skoðið frábært myndband sem hún hefur sett saman)

og Gumma Steingríms

Need I say more?

Held ekki.

Nú sem aldrei fyrr þarf fólkið í þessu landi að nota samtakamáttinn til verndunar íslenskri náttúru.  Það er ekki eins og þetta sé okkar einkamál.

Góða skemmtun.


mbl.is Björk síðust á svið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannstu?

 seb

Mér finnst svo krúttlegt eitthvað þegar auglýsingar eru skrifaðar eins og fréttir og svindlað inn með alvöru stöffinu, þ.e. fréttum sem standa undir nafni.

Eins og t.d. þessi "frétt" um að miðasala á tónleika franska tónlistarmannsins Sebastien Tellier sé hafin, hvar megi kaupa miðana og hvar tónleikarnir verða haldnir.

Og þá kem ég að því sem ég ætla að blogga um.  Þegar ég sá þessa "frétt" var ég alveg: Hm, bíðið nú aðeins, hver er þessi Tellier? Algjörlega blankó sko.  Svo gúgglaði ég manninn og þá sá ég að þetta var franski júrósöngvarinn.  Það er ekki langt síðan Júróvisjón var haldin og ég gjörsamlega búin að blokkera þá skelfingu og grafa í óminnisdýpinu.

Ég er nefnilega ótrúlega minnug þegar það hentar.  Mínus þessi ár sem ég var í áfengi og pillum auðvitað, þá mundi ég ekkert stundinni lengur.  Algjörlega tóm á milli augna og eyrna.

Ég man auðvitað hvar ég var þegar Kennedy var myrtur eins og allir aðrir sem á annað borð voru farnir að skríða þegar það gerðist.

Ég man ótrúlega langt aftur, man hvað ég var að hugsa þegar ég var 4 ára og svona.  Ekki eðlilegt.

Munið þið hvað þið gerðuð daginn fyrir fermingardaginn ykkar? En daginn eftir?  Þetta er skítlétt, auðvitað munið þið það.

Munið þið hvað þið gerðuð á Þorláksmessu þegar þið voruð 8 ára?

Eða daginn fyrir Skírdag þegar þið voruð 9?

Eða fyrsta daginn í skólanum þegar þið voruð 6?  Ég man það og ég man í hverju kennarinn minn var og hverjir komu í fylgd mömmu sinnar og ég var ein af þeim.

Og áfram, fullt af undarlegum smáatriðum sem ég man. 

Ég hef líka ágætis hæfileika í pylsutroðningaraðferðinni við próflestur.  En þið?

Ok, segja Nennu sinni.

Og svo ætlaði ég skrifa eitthvað annað hérna en ég man ekki hvað!

Sjitt, mér er að förlast.


mbl.is Miðasala hafin á Tellier
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert ísbjarnarblogg - ónei

Ég er með tvö prinsipp þessa dagana.

Annað er að láta fólk ekki komast upp með múður þar sem því verður við komið.

Og hitt er að blogga ekki um ísbirni.

Og þess vegna er þetta ekki ísbjarnarblogg.

En... Ég held að þetta sumar verði lengi í minnum haft.  Sem skjálftasumarið mikla í tvennum skilningi.

Sko, það er svo mikil taugaveiklun í gangi gagnvart hvítum loðnum dýrum í útrýmingarhættu að nú má ekki sjást rolla, snjóleifar í hlíðum, eða meðalstórir hundar á stjái öðruvísi en að það sé send út leitarsveit.

Og í gær horfði ég á frábæra spennumynd og ég mæli með henni.  Hún heitir "No contry for old men" og er brilljant.

Og að því loknu fór ég að hlusta á Julian Lennon.  Hann er flottur strákurinn en líður sennilega fyrir það að vera of líkur pabba sínum og það er ekki samanburður sem er einhverjum í hag.

En á meðan ég brugga seið dagsins, legg álög á nokkur kvikindi og sollis.  Þá megið þið staldra við og hlusta á þetta.


mbl.is Björninn væntanlega rolla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.