Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Tónlist

Búhú aumingja ég

 boltaires

Það rignir og þá verð ég öll svo mössímössí að það er tæpast eðlilegt.

Ég verð væmin og kveiki á kertum.  Kveiki á reykelsi - eða myndi örugglega gera ef ég myndi eftir því.

Ég vil troða mér í sófann í stofunni með eiturgræna flísteppið mitt, sódavatn og hvíta stauta sem rýkur úr (uss) og bara njóta lífsins með bókina mína.

Og þar sem ég er búin að ala upp börn og gifta mig fjölda manna, bý með einungis með mér plús manni, þá leyfi ég mér að gera eins og ég vil.  Ekkert kjaftæði og gerðu þetta gerðu hitt, ég ræð mér sjálf.

Og nú er ég að lesa alveg stór merkilega bók.  Hún heitir "Hjarta Voltaires" og ég er alveg heilluð.  Bókin er öðruvísi en flestar bækur sem ég hef lesið, sko stíllinn, hún er skrifuð í ímeilum.  Ég held að ég mæli með henni hér með. 

caricature-woman-drunk-by-h

En.. að listinni að skrifa, lifa, spila og mála .....

Einu sinni ætlaði ég að verða gítarsnillingur, ji hvað það er eitthvað lítið rokkað að vera að læra á kassagítar þegar maður er 10 ára og það er ekki únsa af töffara búinn að koma sér fyrir í manni.

Og kennarafjandinn, kerling á Bárugötunni var full og barði á fingurna á mér ef ég spilaði vitlaust.  Svo lét hún míg æfa "det var en lördag aften" út í eitt í heimaæfingum og ég varð að atlægi í hverfinu.  Allir görguðu upp í gluggann alveg: Ertu ekki að verða búin að ná þessu?  Verður þetta klárt fyrir FERMINGUNA þína?  Svo lág pöbullinn í verkó sem auðvitað var gjörsneyddur hæfileikanum til listrænna upplifana, í hlátri milli þess sem þau tróðu upp í sig verkamannasnakki eins og hundasúrum, slátri eða öðru álíka spennandi.  En hvað veit ég um pöbul, þræl eðalborin og með langa-langa-langa- danakonungsafa.

Ég hugsaði með mér þegar ég fór skíthrædd í tíma til kerlingarinnar að maður yrði að þjást fyrir listina.

Koníakslyktin af konunni læðir sér af fullum þunga í vitin á mér þegar ég hugsa um hana.

Þegar ég hóstaði því út úr mér heima að konan væri bæði full og ósjarmerandi, kannski ekki með þessum orðum, var mér kippt snarlega úr tónlistarnáminu.

Og auðvitað spila ég ekkert á gígju.  Allt þessari alkóhóliseruðu kerlingu að kenna.

Alveg er ég viss um að allar mínar raunir í lífinu orsakast af þessu ofbeldi í gítartímunum.

Ég er amk. saklaus eins og nýfallin mjöll.

Alltaf glöð - alltaf góð.Halo

Jeræt og ég er farin að sofa.

Búhú

 


Innanhúsleyndarmál

 

Í morgun, óguðlega snemma í eldhúsinu.

Ég: Villtu syngja fyrir mig.

Húsband: Ertu að reyna að koma mér til að hlægja, ég var að opna augun?

Ég: Já en þú ert hættur að syngja fyrir mig, syngdu fyrir mig, mig langar í morgunsöng. Gerðuða Ha!

Hb: Hahahaha, það sem þér dettur í hug. 

Ég: Mér er fyllsta alvara, einu sinni söngstu fyrir mig.  Þegar við vorum í rómans.

Hb: Já ég gerði það og fyrir alla hina sem voru á staðnum, það var vinnan mín.

Ég: Ég skil ekki af hverju þú getur ekki lyft geði mínu og tekið einhverja tóna, bara svona til að fíflast, eða þá að við gætum dansað á eldhúsgólfinu.

Hb (Ennþá skellihlæjandi, vanur ýmsu maðurinn): Þú veist ég dansa ekki, töff gæs dónt dans,eins og þú veist.

Ég: Ókei, ók, ók, ég gefst upp.  Ég syng þá fyrir þig elskan.Devil

Hb: Hvaða lag ætlarðu að taka?

Og áður en ég gat sagt dammdirridammdiraddídammdíddílú, sást undir iljarnar á manninum.

Ég er stórlega vanmetinn söngvari.

Hann var farinn í vinnuna.

Svona er lífið, án söngva og víkivaka.


Listinn minn og Ljósið sem skín

 woman-computer-heart

Við húsband horfðum á Stones myndina "Shine a light" og hún er frábær.

Hvað um það, við fórum að ræða það í gamni hvaða þekktu persónur okkur langaði til að hitta og hvers vegna, af því húsband langar til að hitta Keith Richards og spyrja hann út í opin  grip (held ég að hann hafi sagt).  Ég myndi vilja hitta Keith líka en það væri þá til að pína hann til sagna um hvað kom raunverulega fyrir Brian Jones.

Stór hluti þeirra sem mig langaði að hitta eru ekki á jörðinni lengur þannig að það taldist ekki með í þessum samkvæmisleik okkar hjóna. Þá er ég að tala um Jesú Krist, Olov Palme, John Lennon, Ghandi,  Ernest Hemingway og Helen Keller,  ekki endilega í þessari röð.

En bíðum nú við.

1. Nelson Mandela er ofarlega á blaði.  Mig langar til að biðja hann um að kenna mér allt um æðruleysi sem hann virðist hafa fengið ótrúlega mikið af.  Hm.. sérfræðingur maðurinn.

2. Hillary Clinton, af því hún er svo merkileg í nútímanum. 

3. Margréti Danadrottningu af því við erum frænkur.  Langar til að sitja og reykja með henni og drekka kaffi og hlægja tryllingslega.

4. Mörtu Stewart, ég er að ljúga, bara að fá viðbrögð.

5. Jamie Oliver.  Ég verð að komast að því hvort hann er svona ofvirkt eldhúskrútt í raunveruleikanum.

6. Yoko Ono, mig langar til að taka konuna út, það fer svo mörgum sögum af henni.  Er hún sjarmerandi eða fráhrindandi?

Og svo alla Nóbelsverðlaunahafana í bókmenntum sem eru á lífi.  Vantar tips frá þeim.  Hvert er leyndarmálið?

Muhahaha.

Og fullt að öðru fólki.  Mugabve er ekki einn af þeim og heldur ekki Hannes Hólmsteinn eða Óskar Bergsson.

Og koma svo, hverjir eru efstir á ykkar lista?

Ég bíð spennt.

 


..dansað á línunni?

 linudans

Ég hef orðið svo fræg að fara á Kántríhátíðina á Skagaströnd sem nú heitir Kántrídagar.  Hvaða dagaæði hefur gripið um sig um allt land?  Enginn frumleiki til í jöfnunni?

En hvað um það, rétt fyrir aldamótin fór ég með hljómsveit húsbandsins sem hafði ráðið sig til að spila þarna vegna þess að díllinn var góður.  Þeir spiluðu blús og rokk strákarnir en engu að síður voru þeir beðnir um að koma.  Og við héldum á svæðið.

Við sváfum í Félagsheimilinu.  Það verður ekki á gestrisni Íslendinga logið.  Mig minnir að þetta hafi verið dýnufyrirkomulag í fyrrverandi sturtuklefa.  Okkur leið ágætlega samt, enda ýmsu vön.

Á föstudagskvöldinu var bandið á einhverjum pöbb (Kántríbær?) og þar var hið undarlegasta samansafn af fólki aðallega mönnum sem langaði í slag.  Merkilegur fjandi og fyrirgefið Skagaströnd, þetta voru tvímælalaust utanbæjarmenn.Halo

Gömul vinkona var á staðnum að kenna dans (línudans nema hvað) og hún hélt mér selskap.  Ég man ekkert sérstaklega eftir þessari hátíð að öðru leyti en því að þarna var enginn, ekki kjaftur sem var ekki sérfræðingur í línudansi.

Og það var stöðugt verið að gera tilraunir til að draga mig út á gólf.  Fyrirgefið en ég mun aldrei dansa línudans og það sagði ég þessum dansandi, kábojklæddu konum.

Þær alveg: En maðurinn þinn spilar kántrí og þú kannt ekki að dansa línudans????

Ég: Hann spilar ekkert kántrí og þó hann gerði það þá myndi ég aldrei fara út í þá fótamennt.

Þær litu á mig undrandi og sögðu í línudanskór; hann spilar víst kántrí. Okokok.

En ástæðan fyrir færslunni er einfaldlega sú að þarna þurfti ég að horfast í augu við fordóma mína og heimóttaskap.  Mér finnst kántrí svo plebbalegt og það er tengt við svona frekar undarlegt fólk í Ameríku.  Ég skammaðist mín fyrir að einhver gæti mögulega haldið að ég væri áhugamaður um tónlistina, lífernið, móralinn og dansinn.  Ég gæti ýtt mér í vegg af pirringi út í heimsku mína.

Þess vegna sat ég þarna og með nefið upp í loft, með ískaldan fyrirlitningarsvip á andlitinu og taldi mínúturnar þar til ég kæmist í sturtuklefann.

Ég var lúðinn, ekki spurning, því ég held svei mér þá að ég hafi verið eina kvikindið á staðnum sem EKKI skemmti mér.

Allir hinir voru í geðveiku fjöri og það sást langar leiðir.

Fruss hvað ég sé eftir þessu, ég hefði átt að henda mér í dansinn og hafa gaman af.  Það var held ég enginn sem þekkti mig þarna.

En síðan hef ég ekki komið nálægt Skagaströnd.

Húsband talar enn um hvað þetta hafi verið undarleg en skemmtileg lífsreynsla.

Og þá grjótheld ég kja...

Já ég er ekki í lagi en ég hef þroskast smá síðan þá. 

Hér er svo lagið sem húsbandið lagði á sig að læra til að geta skemmt á kántríhátíðinni (ásamt fleirum auðvitað).


mbl.is Góð stemning á Kántrýdögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í morgun gerðist það

hælaskór

Ég vaknaði í morgun, teygði úr mér, svipti gluggatjöldunum frá, söng óðinn til gleðinnar (fyrsta vers) og sveif fram í eldhús berfætt og unaðsleg.

Og það hafði gerst.  Mér var kippt niður úr teiknimyndasettöppinu sem ég hafði komið mér í og  sjá - mér var ógeðslega kalt á tánum. 

Það var þá sem ég brosti allan hringinn (blíðlega ekki illyrmislega) og ég vissi að sumarið er um það bil að víkja fyrir haustinu.  Auðvitað eru vikur í það en þetta var fyrsta áminningin og hún var sláandi fyrir fæturna á mér.

Jenný hundskastu í innskó þegar þú vaknar á morgnanna.  Naktir fætur eru nónó. 

Og að Eric Clapton.  Sem er heitur í alla staði og ekki orð um það meir.  Þessum manni tókst án þess að hafa fyrir því að safna 99% allra sem ég þekki á einn stað í gærkvöldi og það var ekki hægt að ná í kjaft.  Ef ég hefði nú dáið!!!

Miðað við þann sundurleita hóp fólks sem ég þekki og elska er það kraftaverk að hafa holað liðinu á einn og sama staðinn á sama tíma.  Friggings kraftaverk.

Ég, fumburðurinn (sem var að passa Oliver), Jökull og Leifsgötufólkið voru þau einu sem ég veit til að hafi verið heima hjá sér.  Jú og mamma og pabbi en þau eru pre-Clapton.

En Clapton getur gert fólki hluti þannig að ég næ þessu.

En Grímur Atlason er í vondum málum ef hann ætlar að reyna að toppa sjálfan sig.

Nú dugir ekkert minna en Stones og þá skal ekki standa á mér að mæta.

Jafnvel þó ég verði að kaupa miðana á strjálgreiðslum.

Og já, meðan ég man.  Góðan daginn aularnir ykkar.

Úje.

P.s. Eins og sjá má af mynd er ég stax komin í hlýjan fótabúnað.


mbl.is Um 12.000 hlýða á Clapton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raddir okkar Áddna

3

Ég blogga stundum um söngröddina sem guð gaf mér, nú eða forfeður mínir, mér er sama hvaðan hún kemur, en hún er voooond.

Réttara væri að segja að ég hafi enga söngrödd hlotið, merkilegt því nú er ég andskotanum næmari á músík og algjörlega tilvalinn kandídat fyrir hljóðnema fyrir utan þessa örlitlu tæknilegu örðugleika sem ónýt rödd hefur í för með sér.

Reyndar vill húsband fá mig á plötu, honum finnst að röddin mín verði að varðveitast.  Meiri aulinn.

Stundum man ég eftir lagi sem mig langar til að hann muni eftir líka og svo tek ég nokkrar laglínur og spyr hvort hann muni ekki eftir laginu.

Hann alveg: Hvaða lagi?

Ég: Once upon a time in nowhereland where we blablabla...

Hann: Með hverjum ég kannast ekki við lagið?  Ha?????  Syngdu það aftur.

Ég:  My darling is over the ocean wiiiiithhhhhhhhhhh youSmile (vongóð)

Hann: Einu sinni enn þá næ ég þessu!Devil

Ég: Æi farðu og gleymdu þér addna.

Og af hverju er ég að hugsa um þetta núna?

Júbb, ég sá þetta í visi.is

Ég finn til sterkrar samkenndar með Árna Johnsen vegna söngraddanna okkar.

Munurinn á mér og honum er sá að hann er hamingjusamlega ómeðvitaður um að röddin hans er ekki til að hengja út á snúru en ég syng bara í huganum, það gæti einhver heyrt í mér you see. 

Og því bið ég guð um að láta mig aldrei, eitt andartak gleyma því að ég syng hræðilega.

Svo ég fari ekki að vaða um í brekkum landsins eða grillpartíum misþyrmandi eyrunum á fólki, handviss um að ég hafi það sem til þarf.

Ég vil ekki verða svoleiðis.

Lalalalalala og ég blogga til að gleyma.


Tónleikasalur öreiganna

Ég er ekkert svakalega hrifin af Clapton en hann er auðvitað gítarsnillingur.

Ég get ekki fyrirgefið honum að hafa stungið undan Harrison (jeræt).

En það er að koma út ævisaga kappans á íslensku, þýdd af vini mínum Orra Harðarsyni, snillingi.  Ég les allt um rokk sem kemur út og bíð spennt.

Og svo las ég að karlinn hafi valið Ellen Kristjánsdóttur til að hita upp fyrir sig.  Fyrirgefðu Clapton en ég er hrifnari af Ellen en ég er af þér.  Þú kannski hitar upp fyrir hana?

Að öllu gríni slepptu þá finnst mér Clapton hafa valið eina af flottustu söngkonunum okkar hana Ellen. 1-0 fyrir karli.

En svo að tuðinu.

Ég var að lesa í DV að OR mitt og þitt fyrirtæki væri búið að bjóða 50 útvöldum viðskiptavinum á tónleikana.  Til að styrkja viðskiptasambönd.  Halló.

Ég er búin að fá hundleið á þessu andskotans brölti stjórnenda hjá opinberum fyrirtækjum með peninga almennings í allskyns uppákomur frá laxveiðum til tónleika.

Þetta lið getur borgað fyrir sig sjálft.

Ég sit heima.  Jájá og er sátt við það.

Miðinn kostar litlar 8.400 krónur. 

Ég er ekki búin til úr peningum. 

En ég græt það ekki, ég fer á Youtube.

Tónleikasal öreiganna.

Dásamlegt lag og söngur.

 


mbl.is Þeir sem ætla á Claptontónleika gefi sér tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauðastríð???

Amy, Amy, Amy, hvar endar þetta með þig stúlka?

amy-winehouse-new-3

svo ung...

amy_winehouse11208

Svo flott, svo hæfileikarík ...

tvöföld amy

..svo breytt

amy-winehouse-troubled-singer

svo sorgmædd

amy-winehouse_arrested-again

 

svo mikið meira dauð en lifandi.

Ef Amy Winehouse getur ekki bjargað sjálfri sér þá ætti hún að minnsta kosti að geta verið gangandi aðvörun til fólks um að fara ekki í ruglið.

Ömurlegt að horfa upp á þessa stúlku nánast deyja í beinni í fjölmiðlum á hverjum degi.

Úff

Frábært lag með stelpunni.


mbl.is Amy syngur um matinn sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru það sokkarnir - eða jakkinn?

 rbv0110077

Einhver spurði mig um daginn hvað ég hefði á móti Sound of Music bíómyndinni, en ég hafði gefið blankan skít í þá ræmu í bloggfærslu.

Ég þurfti alveg að hugsa mig um, búin að liggja undir feld í marga daga.  Hvað er að "Tónaflóði" hvað er að söngvamyndum svona yfirleitt??

Og loksins datt ég niður á svarið.  (Döh veit nákvæmlega hvers vegna, bara að byggja upp spennu).

Ef mig langar að hlusta á músík, þá skelli ég disk á spilarann eða fer á tónleika.

Ef ég fer í bíó og leikhús vil ég horfa á fólk gera og skera, ég vil alls ekki að það bresti út í söng við allar mögulegar og ómögulegar aðstæður.  Hér eru auðvitað undantekningar, en ekki margar.

Ég og minn heittelskaði ætluðum að horfa á mynd með Johnny Depp um daginn (húsbandi finnst hann góður leikari mér líka plús fullt af öðru sem ekki verður rætt hér) og haldiði ekki að dúllurassinn, sjarmörinn og töffarinn hafi brostið í söng?  Aaaaalgjört törnoff.  Ég fyrirgef ekki manninum, alveg hár og hand.

Varðandi Sound of Music þá tilkynnist það að ég óð í Háskólabíó með systragerið mitt (þær dauðskömmuðust sín fyrir síðu kápuna, lennongleraugun og hnéháu stígvélin) og ástarviðfang mitt þá stundina var með í för. 

Og svo hófst myndin.  Skotmark gelgjuástar minnar söng með helvítis myndinni, hann grét og hann snökkti, hann hló og svo blikkaði hann mig í myrkrinu og sagði; er þetta ekki unaðsleg mynd?  Ef kynhvötin hefði verið farin að kræla á sér fyrir alvöru, hefði hún horfið og aldrei átt afturkvæmt.W00t

Ég labbaði út úr bíóinu 100% minna ástfangin en þegar ég kom inn, með krakkagrislingana, Gretu, Jónu, Guslu og Ingunni á eftir mér, blóðrauðar af skömm.

Ég sagði söngfuglinum upp fyrir utan bíóið.  Hann skildi ekki hvað hafði gerst, voru það sokkarnir?  Jakkinn?

Og síðan þá krullast ég upp yfir söngvamyndum.

Lái mér það hver sem vill.


Selbitarnir í lífi mínu

markí

Ég hefði gjarnan viljað að lundinn sem beit leiðindaeiturbrasarann Ramsey í nefið, hefði bitið hann fast í rassinn og fengið til liðs við sig alla fjölskylduna.

Þar fyrir utan er mér slétt sama um þennan karl.  Mér er slétt sama um Mel Gibson og alla aðra Íslandsvini, nema hvað ég vona að þeim líði vel hérna, eins og öllum öðrum ferðamönnum.

En ég fékk alveg í magann í fyrra þegar ég keyrði fram á Jodie Foster í miðbænum.  Hún er ein af mínum uppáhalds.

Ég fór í öreindir mínar í framsætinu (ók, ég tók þessu með stóískri ró),  en ég sá konuna áður en blöðin vissu að hún var hér.  Nananabúbú.

Og við höldum áfram.  Ég hitti Freddy Mercury í Oxfordstreet og bókstaflega hnééé að fótum hans.  En ég lét samt eins og ég hefði dottið heiðarlega, af því að ég myndi aldrei, aldrei, vilja sýna einhverjum selbitum að ég væri svag fyrir þeim.  Það skal tekið fram að þetta var áður en ég vissi að hann væri hommi, maður bar enn vonir í brjósti.  Muhahahaha.

Annars hef ég áður bloggað um hittinga mína við hetjurnar í lífi mínu, en aldrei er góð vísa of oft kveðin.  David Bowie á Marquee klúbbnum og á Speek Easy.  Ómæfokkinggodd hvað hann var bjútífúl.

Ég hékk inni á Vanilla Park í heilt kvöld til að bíða eftir Bítlum, þeir komu ekki en mér leið eins og þeir hefðu gert það.  Jájá, þurfti ekki mikið til að gleðja mann í þá daga.

Og ég sá Gilbert O´Sullivan (leim) spila á hvítan flygil á efstu hæð í Biba í Londres hérna um árið.

Dubie Brothers voru á Speak Eeasy og ég horfði á þá með fyrirlitningu.  Til að hemja aðdáunina.  Alltaf kúl, sko alltaf í öllum aðstæðum hún Jenný Anna.

Svo leið bara yfir mig uppi á herberginu mínu á Regent Palace þegar engin vitni voru til staðar.

Ó mín elskaða "Swinging London" hvernig er komið fyrir yður?

Meira seinna,

Farin að leita að stórstjörnum á Laugaveginum.

I´m so excited.

Úje


mbl.is Óblíð náttúra og lundar hrelldu Ramsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband