Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Sunnudagur, 23. september 2007
Nafnlaus aumingi!
Eitt af nýju bloggunum hér á Mogganum heitir "hvítur heimur". Það er ógeðslegt rasistablogg. Ég ætla rétt að vona að áður en dagur er liðinn, verð Mogginn búinn að loka á óþverrann. Ég birti hérna færslu af blogginu og hvet vini mína sem hingað koma, að heimsækja ekki síðuna. Ég vil ógjarnan kitla teljara þessarar mannleysu sem skreytir sig með hakakrossi, en mér finnst ég heldur ekki að ég geti látið þetta ónefnt.
Að svona fólk skuli vera til. Ganga, anda, borða og sofa.
Dæmi:
"Hitler var einn mesti foringi inní 21.öldina sem til var hann var snillingur í öllu sem hann gerði hann gerði okkur öll frjáls allt sem hann vildi var það að við Hvíta fólkið mundum lifa samhvæmt því að við værum efst í fæðukeðjunni því það er það sem Guð skapaði okkur til að vera.
Þeir sem eru tilbúnir til að berjast fyrir því að landið okkar verði ekki yfir tekið af útlendingum standið upp núna hættið að tala bara um það látið í ykkur heyra því rödd okkar þýðir meira en rödd manna sem opnuðu landið okkar í gróðaskyni."
Þetta er með því penna úr þessum þveimur færslun sem nafnlausi heigullinn hefur sett inn á síðuna.
Merkilegt að fólk með svona sterka trú á eigin yfirburðum, fólk sem telur sig eiga erindi, skuli fela sig bakvið nafnleynd, hakakrossa og annað glingur.
Út með helvítið og það strax í dag.
Miðvikudagur, 12. september 2007
Halló, trúboðar óskast í miðbæinn um helgar!
Í viðtali á sjónvarpsstöðinni Ómega, þar sem Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn, sat í fullum lögregluskrúða, þá er vænlegra til árangurs að róa miðbæinn með trúboðum fremur en lögreglumönnum.
Er það nema von að trú almennings á lögregluna sé á undanhaldi þegar einn af yfirmönnum hennar treystir fremur "stríðsmönnum" Guðs til að stilla til friðar en sínum eigin undirmönnum.
Geir Jón viðurkennir að vísu að hann hefði ekki átt að mæta í einkennisbúningi til viðtalsins.
Svona til glöggvunar þá segir Geir Jón m.a. í viðtalinu.
"Það er verið að tala um að það þurfi að fjölga mikið í lögreglunni í miðborginni og annað til að taka á óeirðaseggjum, en það væri miklu betra að vinna það frá hinum endanum, að láta þá kynnast Drottni og breyta um líf og lífshætti og verða góðir og gegnir þegnar. Það er líklega það eina sem myndi leysa þetta, að auka trúboð í miðbænum".. og áfram í sama dúr.
Það má auðvitað segja að það gæti verið sniðugt að trúboða fólk þar til af því rynni og hundskaðist heim.. úr leiðindum.
Kannski löggan prufi aðferðarfræði yfirlögregluþjónsins... í Jesú nafni.
Ég er með tillögu að trúboðum..
Hósíanna!
Fimmtudagur, 6. september 2007
KVENNABYLTINGIN Í 101
Mér stórbrá þegar ég las frétt á Mbl.is áðan sem fjallar um þá umsækjendur sem sóttu um prestsembætti við Dómkirkjuna. Af sjö umsækjendum voru 6 konur. Það er ábyggilega eitthvað sem ekki gerist reglulega hjá þeirri karllægu stofnun sem þjóðkirkjan er.
Ég er ekki í þjóðkirkjunni, er ein af þeim sem sagði mig úr henni í beinni á blogginu fyrr á árinu. Það var eftir kirkjuþingið margfræga þar semtekin var ákvörðun um að samkynhneigðir væru ekki Guði jafn þóknanlegir og aðrir. Þá langaði mig ekki að vera með lengur, enda trúarlegt viðrini í þjóðkirkjulegum skilningi.
Mér er nokk sama, þannig hver messar í Dómkanum, en samt ekki alveg. Ég er að orna mér við tilhugsunina um að ef fleiri konur komast að þá breytist kannski hið innsnjóaða viðhorf þessarar ríkisstofnunar sem þjóðkirkjan er.
Þess vegna fylgist ég með.
My own personal Jesus!
Úje
Þriðjudagur, 4. september 2007
OF SEINN Í MATINN
Vúps, nýja auglýsingin frá Símanum fer fyrir brjóstið á fólki. Ég veit ekki hvað mér finnst.
Biskup segir auglýsinguna smekklausa.
Fyrir milljón á mánuði myndi ég segja að Geir Haarde væri sexý.
Ójá
![]() |
Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 2. september 2007
FYRIRSAGNIR DAUÐANS
Ég veit ekki með ykkur en ég persónulega upplifi það sem andlegt ofbeldi af verstu tegund, þegar ég í sakleysi mínu (okokok, ekki sakleysi, köllum það bjartsýni) ráfa um forsíðu Moggabloggs, til að lesa ódauðlegar færslur sem þar eru innanborðs og þarf að reka augun í eftirfarandi:
Fósturvíg,
Fósturdeyðing,
Dauði og djöfull (segi svona), ladídadída.
Getur þetta Harmageddon fólk ekki verið í lokuðum klúbbum sem eru bannaðir fólki með heilbrigða skynsemi, svo að enginn ráfi inn á þessi ósköp alveg óvart eins og ég gerði í byrjun?
Við hin gætum þá haldið áfram að syndga í friði.
Ekki fyrir Guði heldur fyrir mönnum.
Nú sting ég höfðinu í sandinn.
Ég held nú það.
Úje
Laugardagur, 1. september 2007
HVAÐ ER ÞAÐ MEÐ...
..ofsatrúarmenn og húmor. Þessi tvö element ná aldrei saman. Það er sama lögmálið og með olíu og vatn. Ekki nokkur leið á fá fram samruna.
Það má ekki djóka með Múhammeð og það má ekki djóka með Jesú. Trúin er svo grafalvarleg að það kallar fram alvarlegt þunglyndi hjá venjulegu fólki.
Að tala um að taka sig alvarlega.
Sjáið trúarbloggarana hérna á Mogganum. Þeir eru að eigin mati "on a mission from god" og það er sko ekkert til að brosa að.
Ef Guð væri í alvörunni í samstarfi við þetta fólk, myndi ég segja við hann:
"Guð þú hefur ekki hundsvit á PR-málum, þú verður að ráða þér nýja talsmenn og það á nóinu"
Æmsóhólýmólý"
Újejeje
![]() |
Dönsk blöð birta Múhameðshundinn" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
Miðvikudagur, 29. ágúst 2007
ALDREI HEYRT AF KVENNABARÁTTU...
..né af sjálfsákvörðunarrétti kvenna hún Jennifer Lopez, en hún trúir því að hún verði barnshafandi þegar Guð vill að hún eignist barn. Ef ég hefði látið þetta í hendurnar á Guði, ætti ég heilt kvennahandboltalið á báða vallarhelminga.
Það er auðvitað ekki grín gerandi að þessu en kona eins og Jennifer er fyrirmynd svo margra ungra stúlkna og þær kaþólsku mega í raun ekki við meiri kreddum og afturhaldi en fyrir er, nóg er nú samt.
En Jennifer bíður sem sagt eftir að Guð geri hana ólétta. Þau segja það ekki þeirra að ákveða hvenær barnið verður til. Er þetta Jesúkomplex?
Ævonder!
Úhúbúhúje
![]() |
Barneignum stýrt af Guði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 27. ágúst 2007
BLOGG UM KOMMENT OG MIÐUR FAGRA PÓSTA
Suma daga er fólk (lesist karlar í þessu tilviki) meira pirrað en aðra daga. Undanfarnir dagar hafa verið í merki pirrings, í kommentakerfinu mínu. Ekkert alvarlegt þó, heldur eitthvað skítkast út í persónu mín, málfar og tæknilega notkun á lyklaborði. Sem sagt ekkert alvarlegt og mér gæti ekki staðið meira á sama.
Það er hægt að losa sig við þessa "nafnlausu", þe þessa óskráðu, sem geta skrifað undir hvaða nafni sem er, en af því ég er svo mikill lýðræðissinni og þar að auki bandrauður vinstri maður, þá hef ég ekki viljað loka á þetta fólk, og eyðileggja möguleikann á að fá komment frá venjulegum gestum og gangandi. Ég ætla að bíða enn um sinn.
En í dag fékk ég póst. Ímeil nánar tiltekið. Hálf nafnlaus var hann og frekar óhuggulegur. Ég sendi póstinn til Moggans. Það er eitthvað markaleysi í gangi á netinu sem tíðkast ekki í samskiptum milli manna í raunheimum. A.m.k. ekki síðast þegar ég gáði.
Sá sem sendi mér póstinn er greinilega stórbilaður trúarofstækismaður sem gefur auðvitað ekki upp nafn sitt. Þessi kjáni hræðir mig ekki en það er alltaf óhugnanlegt að fá nafnlaus bréf. Þetta segir mér þó , að eitthvað hef ég komið við kaunin á viðkomandi.
Þangað til næst,
ég er farin í þvottahúsið til að þvo bænamottuna!
Amen og Úje
Mánudagur, 27. ágúst 2007
KYNLÍF Á "GRÁU" SVÆÐI
Ég las í Mogganum um daginn, að þrátt fyrir að fólk verði gamalt, þýði það ekki að það hætti að stunda kynlíf. Það ku verða mega-fjörugt þegar fólk nær sjötugu. Hm.. ég veit ekki með ykkur, en ég er afskaplega lítið fyrir að myndgera kynlíf fólks í huga mér, og mér hugnast alls ekki að fá þessa vitneskju á heilann.
Í minni fjölskyldu er enginn svona saurlifnaður við líði. Hvorki meðal þeirra ungu né þeirra gömlu. Hjá okkur hefur kynlíf aðeins eina fúnksjón, og hún er að geta börn. Við tölum ekki um kynlíf, né heldur lesum við um það, að minnsta kosti myndum við aldrei viðurkenna það og okkur hugnast ekki fimleikaæfingar í bólinu. Bæði sveitt og klístrað, oj. Það er uppskrift í Biblíunni um hvernig á að bera sig að við að "geraða". Konan undir, karlinn ofaná, upp niður, fram og til baka, búið bless og góða nótt (minnir mig).
Ég hef gert þennan viðbjóð þrisvar en það var vel á sig leggjandi, vegna yndislegra dætra minna ÞRIGGJA.
Í minni fjölskyldu gerir það enginn á gamals aldri, það segir sig sjálft. Og mér er fyrirmunað að skilja af hverju þeir eru að rannsaka einhverja hruma úti í Bandaríkjunum. Fólk sem er örugglega trúlaust og siðlaust, og gott ef ekki múslímar bara. Svei mér þá.
Ækantgetnó!
Úje
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Laugardagur, 25. ágúst 2007
SAVING PRIVATE HUBBARD
Að þessu sinni er ekki um bíómynd að ræða heldur ískaldan raunveruleikann. "Hermaður Hubbard" fær að fara heim frá Írak vegna þess að stríðið hefur tekið báða bræður hans og engin systkini því eftir nema hann.
"Bandarískur hermaður fær að fara heim frá Írak í samræmi við reglu, sem gerir ráð fyrir að hermenn fái lausn frá herþjónustu ef systkini hans láta lífið og þeir eru einir eftir úr systkinahópnum. Tvær bræður mannsins hafa látið lífið í Írak."
Ég skil ekki stríð. Mun aldrei gera og það heldur svo sem ekki fyrir mér vöku. Hins vegar er hvert mannslíf svo dýrmætt og í stríði er bara sóun á þeim, og það gerir mig svo dapra.
Þeir hafa mikið á samviskunni stríðsherrar heimsins.
Hvort sem er í Whasington, Darfur eða Ísrael.
ARG
![]() |
Fær að fara heim frá Írak eftir að bræður hans féllu þar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2987751
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr