Leita í fréttum mbl.is

Halló, trúboðar óskast í miðbæinn um helgar!

 Í viðtali á sjónvarpsstöðinni Ómega, þar sem Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn, sat í fullum lögregluskrúða, þá er vænlegra til árangurs að róa miðbæinn með trúboðum fremur en lögreglumönnum.

Er það nema von að trú almennings á lögregluna sé á undanhaldi þegar einn af yfirmönnum hennar treystir fremur "stríðsmönnum" Guðs til að stilla til friðar en sínum eigin undirmönnum.

Geir Jón viðurkennir að vísu að hann hefði ekki átt að mæta í einkennisbúningi til viðtalsins. 

Svona til glöggvunar þá segir Geir Jón m.a. í viðtalinu.

"Það er verið að tala um að það þurfi að fjölga mikið í lögreglunni í miðborginni og annað til að taka á óeirðaseggjum, en það væri miklu betra að vinna það frá hinum endanum, að láta þá kynnast Drottni og breyta um líf og lífshætti og verða góðir og gegnir þegnar.  Það er líklega það eina sem myndi leysa þetta, að auka trúboð í miðbænum".. og áfram í sama dúr.

Það má auðvitað segja að það gæti verið sniðugt að trúboða fólk þar til af því rynni og hundskaðist heim.. úr leiðindum.

Kannski löggan prufi aðferðarfræði yfirlögregluþjónsins... í Jesú nafni.

Ég er með tillögu að trúboðum..Whistling

Hósíanna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Búin að lesa og kvitta fyrir innlitið..

Knús á þig Jenný.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 14:54

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

 Gott innlegg.

Baldur Fjölnisson, 12.9.2007 kl. 15:48

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hvað með að setja upp risaskjái á Lækjartorgi og Ingólfstorgi og sýna Benny Hinn, Gulla Laufdal og peningaplokk Eiríks 24/7? Jafnframt gæti Björn Bjarna í samráði við guð sett bráðabirgðalög um að sama efni væri á öllum öldurhúsum. Þetta virðist við fyrstu sýn vera alveg rakið dæmi.

Baldur Fjölnisson, 12.9.2007 kl. 15:59

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Baldur bærinn myndi tæmast á svipstundu og það hlýtur að vera markmið í sjálfu sér.  Nema að allir féllu á hné í hljóðlátri bæn

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2007 kl. 16:00

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"LÁTA þá kynnast drottni..." Kannski mætti líka í leiðinni segja ÞEIM hvar Davíð keypti ölið ókælt í stykkjatali.

Karlinn meinar víst vel en er ekki komið gott´af´"úrræðum" í þessa naglasúpu úrræða nú þegar?

Omega er alltaf með ´höndina á púlsinum... Við verðum að halda áfram að senda þeim peninga til að kosta milligönguna.

"Drottinn er minn hirðir. Hann hirðir hýruna af smælingjum og einfeldningum og gefur mér..."  er slogan þeirra.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.9.2007 kl. 16:01

6 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Engin af uppfinningum mannsins, ekkert vopn, engin stjórnmálastefna hefur valdið fleiri dauðsföllum í gegn um tíðina heldur en skipulögð trúarbrögð. Ég held að trúboðar séu það síðasta sem við þurfum, í miðbæinn um helgar eða bara svona yfirhöfuð hvar sem er.

Ingi Geir Hreinsson, 12.9.2007 kl. 16:11

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm ekki trúverðugt að mínu mati.  Ef til vill er þessi sérsveit sem nú er að ganga um miðbæinn hermenn Guðs úr hvítasunnusöfnuðinum, hver veit.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2007 kl. 16:54

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég skal fara með Biblíuna á hægri og vígt vatn í vinstri og tóna miskunnarbænina yfir þeim sem að fara að slást...!

Sunna Dóra Möller, 12.9.2007 kl. 17:07

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sunna Dóra þú ert svö öflug að ásamt hinn helgu bók og vígðu vatni munt þú eflaust tæma miðbæinn einhendis.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2007 kl. 17:45

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það verður bara eins og Móse við Rauðahafið......ég bara klýf miðbæinn í tvennt og skola öllum heim !

Sunna Dóra Möller, 12.9.2007 kl. 17:49

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Má ekki senda mormóna/hormónana í bæinn, alltaf svo fínt klæddir og brosmildir, heilsa manni alltaf í bænum.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.9.2007 kl. 19:58

12 identicon

Geir Jón er fínn kall en mér finnst löngu tímabært að hann fari að aðskilja djobbið sitt betur frá trúarsannfæringu sinni. Ég er að verða frekar pissed hvernig hann notar tækifærin þegar hann kemst í fjölmiðla til að koma þessu áhugamáli sínu á framfæri.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 20:42

13 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég er almennt í sjokki yfir að maðurinn hafi látið þetta út úr sér!

kynnast Drottni og breyta um líf og lífshætti og verða góðir og gegnir þegnar"!!!

Nei, hættiði nú alveg! Ég sé fyrir mér hóp af hempuklæddum manískum þrusutrúarmönnum ganga um og lemja fólk með risastórum trékrossum og biblíum með ofsaglampa í augum. ...annars er nær lagi að drepa fólk úr leiðindum! Góð Jenný! 

Laufey Ólafsdóttir, 13.9.2007 kl. 05:03

14 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Halló trúboðar? Geta þeir verið annað en hallærislegir?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 13.9.2007 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2985766

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.