Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Miðvikudagur, 31. október 2007
Allah úthýst í Reykjavík
Ég er svo hrifin af listum.
Hér er einn til glöggvunar fyrir mig.
Töluverður hluti fólks sér ekkert athugavert við endurútgáfuna á "Ten Little Niggers".
Yfirgnæfandi meirihluti þáttakenda í skoðanakönnun á útvarpi Sögu vill ekki leyfa byggingu mosku í Reykjavík. (Krakkar það er trúfrelsi í landinu. Hvernig getur einhver verið á móti byggingu á mosku?)
Aragrúi fólks telur að orðið kynvillingur eigi að standa áfram í Biblíunni.
Og dass af fólki vill ekki að samkynhneigðir hafi sömu réttindi til hjónabands innan íslensku þjóðkirkjunnar.
Hmm.
Einu sinni las ég í nýaldarbók að Íslendingar væru þroskaðar og gamlar sálir. Það þýddi þá að við værum umburðarlynd og víðsýn.
Bölvaðekkisens nýaldarkjaftæði.
Ójá.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (48)
Föstudagur, 26. október 2007
Nerðir vikunnar..
..eru tímaskekkjurnar í Þjóðkirkjunni, sem geta ekki á heilum sér tekið vegna niðurstöðu kirkjuþings um staðfesta samvist (sem er það ópersónulegasta orðalag um kærleiksbandalag, sem hægt hefði verið að finna).
Jón Valur og stuðningsmenn hans eru þar efstir á lista.
Steinunni Jóhannesdóttur hlýtur að vera stórlega létt, því kirkjan "hennar" ætlar ekki að rífa af henni konustimpilinn og af manninum hennar karlastimpillinn. Voðalegur harmur og örlög hlýtur það að vera, að eiga sjálfsmynd sína undir skilgreiningu Þjóðkirkjunnar á hjónabandi.
Fyrir mér er það ljóst að íslensk kirkja er bara fyrri hluta þjóðarinnar. Ég sannfærist enn frekar um hversu mikil tímaskekkja og halloki hún er, eftir því sem fleiri talsmenn hennar birtast í fjölmiðlum og tala máli hennar og þá er fyrst frægan að telja, Hr. Geir Waage. Hver vill sækja sáluhjálp sína til manns með hans viðhorf og skoðanir? Ætli hann láti þéra sig?
Það er verið að fremja á okkur, þessu fólki, sem föllum ekki undir bókstafstrúna, klár mannréttindabrot, með því að neyða börnin okkar inn í þetta apparat sem Þjóðkirkjan er. Þangað förum við eins og í gagnagrunninn margfræga og þurfum að skrá okkur úr henni sérstaklega, ef við neitum að leika með.
Hvernig stendur á því að kirkja sem ekki gerir öllum mannanna börnum jafn hátt undir höfði, er ekki með sömu kröfur hvað varðar inngöngu í batteríið. Þá eru allir jafnir fyrir Guði, ég meina bókhaldi, því öll greiðum við skatt til kirkjunnar, hvort sem við erum nógu góð til að fá notið þjónustu hennar eður ei.
Jón Valur má eiga þessa þjóðkirkju, Geir Waage og biskupinn líka.
Ég legg til að breyskar manneskjur með skoðanir, segi sig úr þessari stofnun.
Ekki seinna en núna.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Föstudagur, 26. október 2007
Forstokkaðir trúarnördar, ég segi það satt
Samkvæmt frétt þá er annan hvor Norðmaður trúaður og 40 af hundraði segjast trúa því að Kristur hafi dáið á krossinum fyrir syndir mannanna. Gott og vel ef þeim líður vel með það, þá er bara að óska våra nordiska vänner til hamingju með það.
Ég hélt að þeir væru mun fleiri. Ég hef ekki hitt Norsara, að heitið geti sem ekki hefur verið að kafna úr trúarhita, samviskubiti yfir syndum sínum og löngunar til afláts.
Ég er á því að ég hafi þess vegna hitt annan hvorn Norðmann. Hinir hafa verið einhversstaðar á djamminu og í spillingunni bara. Þ.e.s. ef það hefur ekki verið búið að loka á djamminu um 23,30, því þeim Guði sem sér um Noreg er uppsigað við langan opnunartíma.
Til að vera ekki að ætla Norðmönnum meiri trúarhita en þeir eiga inni fyrir þá er orðið ansi langt síðan ég hef skondrast um með þeim frændum vorum, að einhverju ráði, amk.
Tack för mig och adjö.
Úje
![]() |
Annar hver Norðmaður trúir á Guð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 23. október 2007
Í nafni hvaða guðs?
Allir eru að tala um þýðinguna á nýju biblíunni, orðalag, hvort bókin sé orð guðs sem greypt hafi verið í stein, eða hvort bókin sé skrifuð af mönnum.
Ég hallast að því að biblían sé skrifuð af mönnum og í henni megi finna tíðaranda og viðhorf og þess vegna megi poppa ritið örlítið upp, færa það nær fólki, svo lesandinn upplifi ekki að drottinn alsherjar, sé að tala niður til hans.
Sr. Hjörtur Magni er ágætis talsmaður nýrra viðhorfa í kirkjunni. Ég tek fram að ég er ekki kirkjumanneskja, les sjaldan eða aldrei biblíuna og er eiginlega trúarlegur útigangsmaður. En trú og kirkja er mörgum mikilvæg, fólki sárna breytingar á bibbu, eins og t.d. Gunnari í Krossinum og þess vegna skil ég að það sé skeggrætt líflega um hina nýju þýðingu hinnar s.k. helgu bókar.
Ég ætla ekki að fokkast neitt að ráði, meira, í stóra biblíumálinu, en þegar ég horfði á Geir Waage í Kastjósinu í kvöld (sjá link að ofan), þá hugsaði ég með mér að þessi umboðmaður guðs væri ekki að flytja fjöll í málflutningi, ekki steinvölu í attitjúdi og ekki sandkorn í virðingu fyrir manneskjunni. Þegar hann fór að slá um sig með latneskri málfræði þá hugsaði ég með mér, að kannski ætti Geir Waage að vera með sína biblíu innan klausturveggja þar sem ekki sála lætur sjá sig nema upphafnir karakterar eins og hann sjálfur.
Ef svo ólíklega vill til að GW tali í nafni guðs almáttugs þá er guð ekki bara uppskrúfaður og fjarlægur venjulegu fólki, hann er húmorslaus líka.
Þá megiði eigann!
Guð sko og Geir í kaupbæti.
Bætmí.
Ójá.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Laugardagur, 20. október 2007
Dumbledore skutlað út úr skápnum!
Ætli J.K. Rawlings hafi verið að senda stuðningskveðjur til okkar Íslendinga vegna yfirstandandi kirkjuþings í gærkvöldi þegar hún upplýsti að Dumbledore væri samkynhneigður?
Annars er mér slétt sama um hvoru megin þetta krútt er í þeim skilningi.
Alveg eins og mér er alltaf slétt sama hvort fólk sem ég hitti, les um, heyri um, er sam- eða gagnkynhneigt. Ekki alveg rétt kannski. Ég hefði síður kosið að húsbandið væri hommi af skiljanlegum ástæðum.
Mér fannst biskupinn okkar einu sinni, jafn mikill dúllurass og Dombledore. Mér finnst Dumbledore enn vera megakrútt en biskupinn, hm.. eigum við ekki að segja að hann hafi verið settur út í kuldann hér á kærleiksheimilinu.
Brrrrrr
Sófrísingkóld,
Úje
P.s. Er farin að baka. Lagköku í öllum regnbogans litum.
Úje aftur!
![]() |
Rowling: "Dumbledore er samkynhneigður" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Miðvikudagur, 17. október 2007
Zero barnaníðingar..
eða hvað?
Ætli páfinn hafi tékkað ferilskrá þessara dúdda sem hann var að gera að kardínálum?
Annars má hann útnefna hvað sem er fyrir mér.
Þegar ég heyri af Vatíkani og embættismönnum innan þessarar kirkju, þá er því, því miður, svo farið að upp í hugann kemur sá hópur af börnum sem prestar kirkjunnar, hafa misnotað í gegnum aldirnar.
Svo geta þeir útnefnt hvorn annan til engla og dýrlinga fyrir mér.
Kaþólsk trú stendur fyrir kynferðislegt ofbeldi, kvennakúgun og ræktun sektarkenndarm, í mínum huga.
Amen.
Ójá
![]() |
Páfi útnefnir 23 nýja kardínála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 13. október 2007
Merkisberar mannkærleiks, umburðarlyndis og víðsýni!
Enn eru kaþólikkar að halda á lofti öllu því sem kristin trú stendur fyrir og nefnt er hér í fyrirsögn. Er það ekki dásamlegt að hafa þessar nútímasprengjur að fyrirmynd?
Það er auðvitað dauðasök að játa samkynhneigð sína og vera prestur.
En ekki svo mikið mál að misnota unga drengi sem kirkjunni hefur verið treyst fyrir, í gegnum aldir.
Svo er kvenfyrirlitningin söm við sig og telst ekki einu sinni fréttaefni. Fóstureyðingar bannaðar og skilnaðir líka.
Almáttugur að fólk skuli aðhyllast þennan miðaldaboðskap.
GMG
![]() |
Vatíkanið vísar samkynhneigðum presti á dyr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 27. september 2007
Við í dágóðum félagsskap - Grímulaus Bush
Hana þar höfum við það svart á hvítu. Búski í eigin safa. Samkvæmt útskrft af fundi sem Bush átti með Jose Maria Aznar, þáverandi forsætisráðherra Spánar árið 2003, þá vissi forsetinn af vilja Saddam Hussein til að fara í útlegð að uppfylltum skilyrðum.
Egyptar eiga í viðræðum við Saddam Hussein. "Hann virðist hafa gefið í skyn að hann sé tilbúinn til að fara í útlegð fái hann að taka með sér milljarð dollara og allar þær upplýsingar um gereyðingarvopn sem hann kýs að taka með sér, sagði Bush. Það yrði líka besta lausnin fyrir okkur og myndi auk þess spara okkur fimmtíu milljarða dala.
Við vitum hvernig fór. Við vitum líka hversu mörgum mannslífum saklausra borgara hefur verið fórnað í Írak frá innrásinni.
Við megum ekki gleyma að þarna erum við þátttakendur. Eða kannski ekki lengur? Mér skilst að það sé búið að taka okkur út af lista viljugu þjóðanna og það án þess að við höfum beðið um það.
Það væri kannski lag að fara að tékka á því hvort við séum með eða ekki. Íslensk stjórnvöld vita það ekki, kannski veit Búski það.
Later.
![]() |
Bush vissi af vilja Saddams til að fara í útlegð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 24. september 2007
Iransforseti er vitlausari en honum er hollt..
og minnir mig á talsmann Saddams Husseins, í innrás Bandaríkjanna í Írak. Þessi sem sagði að allt væri undir kontroll, þegar allt hrundi á bak við hann í mynd. Sorglega fyndið mitt í allri eymdinni og hörmungunum.
Ahmadinejad hélt því blákalt fram að samkynhneigðir séu ekki til í Íran. Ef ég tryði því að hann væri í afneitun, þá væri þetta í lagi, en gaurinn er svo vanur að komast upp með að segja allskonar vitleysu í fjölmiðlunum sem hann ræður yfir, að hann heldur örugglega að hinn vestræni heimur kaupi lygina úr honum.
Fyrir utan að afneita helförinni, ásamt ofannefndu, hvaða dellu ætli hann komi með næst?
Mér kæmi ekki á óvart ef hann héldi því fram að það væri fullt jafnrétti í landinu.
Later!
![]() |
Ahmadinejad segir samkynhneigð ekki þekkjast í Íran |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 25.9.2007 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mánudagur, 24. september 2007
Páfi dó og só????
Lina Pavanelli, læknir, hefur sakað Páfagarð um að brjóta gegn grundvallarstefnu sinni með því að leita ekki allra leiða til að lengja líf Jóhannesar Páls páfa, þegar hann lá banaleguna.
Páfagarður heldur því hins vegar fram að það hafi verið gert, þ.e. að halda páfa lifandi eins og hægt var.
Guð talaði og tók til sín páfann á hans efsta degi.
Kaþólikkar reisa ágreining við allan fjandann.
Páfinn dó og só???
Hann var hundraðogeitthvaðnæstumþvíára maðurinn. "In gods name people, give it a rest"
Ég meinaða!
Amen.
![]() |
Páfagarður sakaður um tvískinnungshátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2987751
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr