Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Mánudagur, 6. október 2008
Ástandið á mér
Þegar ég heyrði að setja ætti upp þjónustumiðstöð sem m.a. myndi bjóða upp á áfallahjálp, varð ég skelfingu lostin og þurfti áfallahjálp.
Þegar stjórnvöld setja upp svoleiðis fyrirkomulag þá er eins gott að fá taugaáfall strax, það verður hvort sem er ekki undan því komist.
Ég er sem sagt í heví taugaáfalli.
Samt er ég ekki enn farin að skilja hvað það er sem er svona skelfilegt. En ég skil að það er eitthvað.
Þetta er svo loðið. Hjálp!
Áfallahjálp! Einhver?
Fall í gólf.
![]() |
Fjármálaþjónustumiðstöð undirbúin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Mánudagur, 6. október 2008
Kl. 16 - vér teljum niður
Jæja, þá fara fagnaðarlætin að bresta á. Nánar til tekið klukkan 16, en þá mun GHH flytja ávarp og strax á eftir verður þingfundur.
Ég er svona um það bil að springa og ég reyni að hugsa ekki um blóðþrýstinginn eftir stressbrjálæði dagsins.
Málið er að svona bið, endalausar yfirlýsingar um alvarleika, fólk að koma og fara, allir hryllilega ábúðarfullir á svipinn, getur fokkað upp annars ágætri geðheilsu.
Svo sést varla kona fara á þessa læstu fundi, þær eru hins vegar margar í blaðamannastétt bíðandi úti í kuldanum.
Mér væri rórra ef kvenlæg sjónarmið hefðu fengið að komast að í þessu akútástandi sem hér ríður yfir núna.
Kannski kynni ég betur við að hafa fulltrúa kvenþjóðarinnar með svona af því að við erum helmingur þjóðarinnar og svo er jakkafatakapítalisminn algjörlega gjaldþrota.
Ég ætlast til að þessir Armanífrömuðirnir skoði sjálfa sig og gjörðir sínar af miklu raunsæi nú þegar hægjast fer um eftir storminn sem hefur geisað í efnahagslegu tilliti. Þ.e. ef hann gengur niður bölvaður.
Hversu mikla bömmera þarf til þar til jakkafötin átta sig á að þeir eru ekki með þetta?
Nú er að telja niður. 1, 2, jájá, hætt að telja.
Hún er 15.13. þegar þetta er skrifað.
Verið þið mjúk, blíð, stillt og elskuleg.
Ekki mun af veita.
![]() |
Forsætisráðherra flytur ávarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 6. október 2008
Ég er enn að bíða - ekki frétt
Geir talað við Godda. Gott, ég var farin að halda að þeir töluðu bara við hvorn annan í krísunni.
Ég beið eftir fréttunum í ofvæni. Ekkert. Nada, að undanskyldu því að málið sé alvarlegt.
Geir sagðiða. Málið er enn mjög alvarlegt og veit hann hvenær hægt verður að segja frá aðgerðaráætlun? Nei hann veit það eigi.
Össur strunsaði út af fundinum með Geir og svaraði engu.
Guðjón Arnar, Steingrímur J. og Guðni Ágústsson voru hvítir í framan af skelfingu og sögðu; málið er alvarlegt, mjög alvarlegt.
Það var þá sem óttanum hjá mér sló inn í alvörunni. Mér fannst ég fá spark í magann. Úff hjartað nærri því stoppaði.
Hver andskotinn er í gangi. Endar ekki þjóðin öll upp á hjartadeild vegna álags sem hún ræður ekki við?
Ég ætla að reyna að gleðjast yfir litlu hlutunum.
Akkúrat núna man ég eftir tveim.
Ég er ekki með rósaroða né heldur þjáist ég af hemicrania continua, eða það held ég að minnsta kosti.
Ég vil svo í stíl við veðrið og ástandið svona almennt og yfirleitt bæta því við að ég er með gubbupest.
Ætli ég sé ekki að deyja bara. Ég verð að minnsta kosti ekki hissa ef minn tími kemur akkúrat núna. Svo ferlega viðeigandi eitthvað.
Farin að lúlla.
Vonandi seinna.
![]() |
Geir og Brown ræddust við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 5. október 2008
Ég bíð og bíð
Ofsalega er orðið þreytandi að bíða eftir að fá fréttir af ástandi mála úr Ráðherrabústaðnum.
En enginn segir orð.
Blaðamennirnir ættu að fara heim og bíða eftir að það verði hringt í þá, það verður gert um leið og jakkafötin hafa eitthvað að segja. Bílífjúmí.
Pétur Blöndal skammaðist yfir því í Silfri Egils að fólk væri með svartsýnisraus.
Halló karlugla, rólegur á kröfunum, það er líf okkar venjjulega fólksins í landinu sem er undir í þessum hildarleik kapítalismans.
Ágúst Ólafur og Pétur Blöndal voru eiginlega aumkunarverðir í tilraunum sínum til að vera landsföðurlegir og ábyrgir bjargvættir okkar múgsins.
Ekki einn einasti ráðamaður getur látið eins og hann sé frír frá ábyrgð af þessum ósköpum.
Og ég veit ekkert hvað mér finnst um að lífeyrissjóðirnir reddi málunum með því að færa peningana okkar til Íslands. Auðvitað er leitað til almennings þar líka þegar allt er komið í þrot.
Ég er alls ekki viss um hvort ég treysti landstjórninni fyrir okkar lífeyrissjóð.
En allir verða að standa saman og ladídadída og það er auðvitað rétt.
Þess vegna bíð ég spennt eftir að bankarnir fari að losa um eignir í útlöndum.
Ég myndi vilja sjá margramilljónkallana fara á venjuleg laun í takt við annað fólk í þessu landi.
Lárus Welding, skila 300 milljónunum takk, þetta er minn banki og nú eru breyttir tímar í bissniss.
Tími ykkar Þyrlupallanna er vonandi að líða undir lok.
Við erum öll á sama báti sagði Pétur Blöndal í Silfrinu en ég bendi honum og hinum jakkafötunum á að við almenningur erum ennþá lónandi í okkar hefðbundnu kænu en nú bregður svo við að snekkjufólkið vill stökkva yfir til okkar.
Þar kom að því. Undur og stórmerki.
Make room for the rich and fucking famous.
Já ég er reið. Er það nema von.
Sunnudagur, 5. október 2008
Pirringsfærsla
Þessa dagana eru fréttatímar sjónvarpsstöðvanna undirlagðir af fréttum um efnahagsmál. Auðvitað, það er allt að fara fjandans til, ef það er ekki þegar farið þangað.
En dagsskipunin er að brosa og hanga á jákvæðninni.
Það er því nauðsynlegt að pirra sig á því sem litlu skiptir, betra en að leggjast í þunglyndi út af stóru málunum.
Þess vegna ætla ég að tuða yfir myndefninu sem fylgir með peningafréttum og þá sérstaklega á Stöð 2.
Þessar hendur teljandi peninga, krónurnar sem hoppa og skoppa í talningarvélinni eru að gera mig brjálaða.
Ég er orðin leið á hinum teljandi fingrum. Hringarnir á fingrunum pirra mig. Seðlarnir pirra mig, krónurnar pirra mig.
Er til of mikils mælst að fara fram á smá fjölbreytni í myndskreytingum?
Mér finnst þetta eitthvað svo skólasjónvarpsleg lausn á myndefni. Svei mér ef kvenhendur sem telja peninga eru ekki á báðum sjónvarpsstöðvum.
Hendur og hringir. Endalaust flett, flett, flett.
Nú jæja, ég get farið glöð að sofa. Þetta er greinilega það vandamál í lífi mínu sem mest þrengir að sálarheill minni.
Þannig að ég hef varla ástæðu til að kvarta.
Er greinilega í góðum málum.
En þeir mættu alveg fara að skipta um hendur. Svona eins og peningarnir.
Góða nótt.
Megi Þór og Óðinn halda yfir yður verndarhendi í myrkrinu.
Ég.
![]() |
Blikkandi gemsar í þingsalnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 3. október 2008
Sóðakvöld - loksins - loksins
Ég óska Selfyssingum og nærsveitarmönnum innilega til hamingju með þessa viðbót í menningarlíf bæjarins.
Sóðakvöld er auðvitað eitthvað sem hvert bæjarfélag verður að hafa á dagskránni þegar dagar styttast og myrkur hellist yfir, bæði í beinharðri og grautlinri merkingu.
Það er svo ekki verra að sóðakjaftur og subbukarl skuli standa fyrir uppákomunni.
Það gerir þetta enn hámenningarlegra og meira notendavænt.
Sóðapésinn Eiður Birgisson hefur skemmtilegan subbuhúmor sem hæfir auðvitað vel í þessum frábæra bransa. Hann hefur boðið Sóleyju Tómasdóttur, varaborgarfulltrúa á skemmtikvöldið og segir í DV:
"Við erum með merktan miða í miðasölunni handa Sóleyju og ef hún treystir sér til skulum við bera á hana olíu og leyfa henni að taka snúning í búrinu, segir Eiður Birgisson, annar eigenda skemmtistaðarins 800-Bar á Selfossi, en á laugardaginn verður haldið svokallað Dirty-Night, eða sóðakvöld eins og það gæti kallast á íslensku."
Þegar konur sem vita ekki betur eru að gagnrýna svona menningarviðburði verður auðvitað að klámvæða þær. Sóley mun ábyggjalega vitkast til frambúðar ef hún gengur til liðs við mannvininn Eið Birgisson. Sér ljósið, lætur niðurlægja sig svolítið.
Ein aðalröksemdafærsla hámenningarsinna í þessum bransa er einmitt að halda því fram að konur sem sjá ekki listina í nektardansi og annarri klámvæðingu á kynsystrum sínum er einmitt sú að þær þurfi að fá að ríða, já að það þurfi jafnvel að nauðga þeim ef þær eru ekki að meðtaka boðskapinn. Það er semsagt skortur á klámtengdu kynlífi sem gerir konur að jafnréttissinum.
Nú er að bíða spenntur eftir að hin vaski lögreglustjóri Árborgar hreinsi upp í menningarsetrinu 800-Bar en það mun merkilegt nokk vera eitthvað ólögleg við þennan yfirvofandi listviðburð.
Svei mér þá ef Eiður Birgisson hefur ekki sannfært mig um að það sé beinlínis eftirsóknarvert fyrir konur að vera olíuborið barborð nú eða vera olíubornar í búri. Smokkar ókeypis við innganginn. Listahátíð snædd þú það sem úti frýs.
Aumingja fáráðlingarnir í klámbransanum.
Ætli þeir viti hvað þeir gera?
Fífl með lítið.......
hehemm
heilabú?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Fimmtudagur, 2. október 2008
Zero aðgerðaráætlun
Ég sat niðurnegld við sjónkann og horfði á Geir. Hélt niðri í mér andanum. Það mátti heyra saumnál detta þar sem ég og Hljómsveitin sátum stóreyg og bíðandi eftir lausnum.
Geir talaði og talaði og það komu engar aðgerðaráætlanir.
Bara ladídadída, (eru kosningar hugsaði ég auðvitað trúandi sjálfri mér til að hafa misst af einhverju).
Maðurinn talaði áfram og það kom ekkert.
Zero - Nada - Nothing - ingenting - intet -
Inte ett djävla skit.
Ekki að ég sé hissa, það er ekki eins og það hafi stafað öryggi og fumleysi frá fólkinu í brúnni undanfarið (nokkruntímann).
Látum þetta lið róa.
Strax á morgun.
![]() |
Glitnisaðgerð ekki endapunktur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 2. október 2008
Að vita ekkert um allt
Ég samgleðst yfirleitt konum sem fara fram í pólitík og í viðskiptalífinu þar sem hallar okkur stelpurnar.
Því brosti ég blíðlega til Söru Pallin í huganum þegar ég heyrði af framboði hennar til varaforseta Bandaríkjanna. Ég hugsaði líka, damn, damn, damn, nú hleypur á snærið hjá Rebbunum, kona í framboði og allt.
En ég hefði getað sparað mér áhyggjurnar. Sara Palin vinnur ötullega að því að reyta fylgið af rebúblíkanaflokknum eins og hún hafi verið ráðin til þess alveg sérstaklega.
Mér finnst ljótt að segja það en konan er eins og barn sem alist hefur upp meðal dýra í frumskóginum. Hún veit ekkert um allt.
Bandarísku fréttastofurnar draga konuna sundur og saman í háði.
Hún hefur verið glórulaus um málefni líðandi stundar.
Svo sá ég þetta frábæra myndband.
Sara Palin valdi að vera ekki lesbía.
Hún á hins vegar vinkonu sem valdi þennan lífsstíl, sennilega um leið og hún valdi sér Volvo og gluggjatjöld í íbúðina.
Alveg: Nú var ég að vakna hérna á þessum dásamlega morgni, sólin skín, fuglarnir syngja og ég er að drepast úr hamingju.
Hvað get ég gert í dag? Jú ég ætla að velja mér Volvobíl til frambúðar (silfraðan), grænar gardínur í eldhúsið og svo ætla ég að velja um hvort ég á að vera lessa eða ekki. Hugs, hugs, brak í heila, hm... ókei ég verð lessa!
Það er rosalega langur í mér fattarinn. Af hverju gerði ég aldrei þetta val?
Þá hefði ég sloppið við að giftast mínum fjölmörgu eiginmönnum.
Fjandinn fattlausi.
![]() |
Palin fellur í áliti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Miðvikudagur, 1. október 2008
Lífi mínu sem stuðningsmaður innflytjenda er hér með lokið
Nei sko, það voru maðkar í mysunni á meðal hælisleitenda í Njarðvík.
Frussss, ég sem hélt að þarna væru eingöngu vængjaðir englar.
Lífi mínu sem stuðningsmaður innflytjenda er hér með lokið.
Bölvað kjaftæði.
Ég held að enginn hafi efast um að lögreglan á Suðurnesjum með fyrrverandi lögreglustjóra í broddi fylkingar, hafi haft ástæðu til að gruna einhverja um græsku, enginn hélt að þeir væru bara að láta tímann líða í vinnunni, eða hvað?
Ónei, það var framkvæmd og fyrirkomulag þeirrar rannsóknar sem fól í sér lögregluárás á hýbýli fjölda manna, handjárnun og annað ofbeldi sem gerði það að verkum að fólk reis upp á afturlappirnar.
Og ég er enn sama sinnis. Svona kemur maður ekki fram.
Það eru til fleiri og mannúðlegri aðferðir við að handtaka fólk en þessi og flestar þeirra eru smekklegri en þessi fjöldaárás lögreglunnar og hefðu borið sama árangur.
En nú hafa stuðningsmenn þessara aðgerða heldur betur fengið réttlætingu fyrir gjörningnum.
Fyrir mér er hann hins vegar ennþá jafn fautalegur, ómannúðlegur og óþarfur.
Fólkið í Njarðvík á alla mína samúð.
Jájá.
![]() |
Drógu umsóknir til baka eftir húsleit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 1. október 2008
Nasdakk og Doddi Djóns
Það eru ákveðin forréttindi að vera bara jónajóns út í bæ.
Ég, til dæmis, er jónajóns út í bæ og hef þetta því frá fyrstu hendi.
Stundum hef ég velt því fyrir mér hvort það myndi ekki vera dásamlegt að eiga hauga af peningum og geta lifað áhyggjulaust í vellystingum.
Jú takk, vildi alveg prófa það ef einverjum björgúlfinum dytti í hug að gera á mér góðverk aldarinnar sem ég er ekki svo viss um að eigi eftir að gerast. En lengi er von á einum.
Og þá kem ég að forréttindum "litla fólksins" (aumkunarvert hugtak um venjulegt fólk af öllum stærðum og gerðum).
Þar er ég á heimavelli. Ég á ekki hlutabréf, ekki sparnað, ekki peninga á bókum sem bíða eftir því að verða notaðir í skelfilega merkilegum fjárfestingum, ó nei.
Eins og ég hef skrifað um áður þá var ég ekki í uppsveiflu né heldur finn ég neitt rosalega mikið fyrir niðursveiflunni, eða það hélt ég.
Umræðan er nefnilega farin að ná mér. Neikvæðniboðskapurinn um að allt sé að fara til helvítis síast inn í hausinn á okkur "litla fólkinu" og við verðum þunglynd, stressuð og svefnvana.
Ég vaknaði upp á mánudagsmorguninn sem vellríkur hluthafi í banka.
Mér skilst að ég sé búin að græða milljarða á þessum kaupum.
Líf mitt eins og ég þekki það er hins vegar óbreytt.
Ég reyni að láta peningana mína duga fyrir skuldum eins og ævinlega.
Það tekur daginn að tæma reikninga heimilisins og dreifa peningunum á rétta staði og svo heldur lífið áfram sinn vanagang. Afskaplega lítið dramatískt við bankaviðskipti kærleiksheimilisins. Eiginlega alveg hryllilega döll, því miður.
Nasdakk og Doddi Djóns eru ekki heimilisvinir hér. Veit ekki einu sinni hvernig þeir líta út félagarnir.
Svo held ég áfram að berjast við að sníða af mér skapgerðargallana sem eru nokkuð margir og svo áset ég mér að vera góð við þá sem mér þykir vænt um og þeir eru líka margir.
Þegar upp er staðið þá er niðurstaðan í raun klisjukennd.
Ég er heppin og ágætlega sett.
Mér líður bara nokkuð vel miðað við allt þetta fólk sem nú er að tapa sparnaðinum sínum. Venjulegt heiðarlegt fólk sem leggur fyrir hefur verið rænt með einu eða tveimur pennastrikum.
Mér finnst það sárt.
Fyrir nú utan það að mig langar ekkert til að eiga banka eða í banka.
Það á að vera fólk í því sem kann til verka.
Í dag einset ég mér að lesa ekki fleiri bömmerfréttir um fjármálaástandið.
Óke, ég get ekki staðið við það en ég ætla svo sannarlega að leggja mikið á mig til að láta þetta ekki ná mér enn frekar.
Farin út að reykja - í helvítis úlpunni.
![]() |
Sjóðir Glitnis opnaðir á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 2988612
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr