Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Miðvikudagur, 19. nóvember 2008
Játning
Ég hef verið að reyna að finna eitthvað í fari mínu sem má laga, en það er ekkert að hafa.
Þetta er ekki kjaftæði út í bláinn heldur bláköld staðreynd beint frá höfuðstöðvunum - moi.
Ég er alsaklaus og hef ekkert á samviskunni. Aðrir eru í þeirri deild.
En svona hefur þetta ekki alltaf verið - ónei.
Ég hef átt mín móment af ófullkomleika, ég viðurkenni það.
Ég var hyskin, löt, óheiðarleg, leiðinleg, illgjörn, andstyggileg, rætin, umtalsill og ofsafengin bredda.
Jájá.
En það gekk yfir á tíu mínútum sléttum.
Eretta íslenskur eiginleiki, þetta með fullkomnunina?
Éheldabarra.
Hvað get ég sagt?
Yðar heilagleiki sem þarf að þjóta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Miðvikudagur, 19. nóvember 2008
Þetta er ekki revía
Áfram heldur ríkisstjórnarfarsinn.
ISG vil hafa einn faglegan og öflugan stjórnanda yfir Seðló og Fjármálaeftirliti við sameiningu. Sá öflugi stjórnandi á ekki að heita Davíð Oddsson.
Og Geir syngur sinn venjulega söng: Alls ekki gefið að Davíð víki.
Við vitum að Geir er með ofverndunarþreifarana á lofti þegar Davíð er annars vegar.
Við vitum líka að Samfó vilja Davíð burt.
Hversu lengi ætla ríkisstjórnarflokkarnir að halda áfram að syngja þennan söng?
Davíð burt - nei Davíð kjurt?
Á meðan kastar viðkomandi ofverndaða og ofvaxna dekurbarnið sprengjum út í loftið úr þessum eða hinum ræðustólnum. Hann veit að hann er ósnertanlegur.
Og að öðru þessu tengdu.
Mér finnst Sölvi hjá Íslandi í dag verða öflugri með hverjum deginum. Maðurinn er orðinn helvíti góður í að ganga á eftir svörum hjá liðinu með leyndarmálin.
Það er því ekki við hann að sakast að Björn Bjarnason lét eins og kjáni í þættinum áðan þegar Sölvi reyndi að fá svör við ýmsu sem á okkur brennur, eins og t.d. hvað það væri sem Davíð vissi um setningu hryðjuverkalaganna sem þjóðinni væri hulið.
Svo varð ráðherrann voða gingsenglegur í talhraða og hundskammaði Sölva fyrir að vera að heimta að ráðamenn kölluðu eftir svörum frá Bretum um hvers vegna á okkur hefðu verið sett hryðjuverkalög.
Blaðamenn eiga að fara á blaðamannafundi úti í Bretlandi og veiða þetta upp úr Brown og Darling. Nema hvað? Sami andskotans hrokinn og yfirlætið og í hinu liðinu.
Hvernig dettur einhverjum í hug að ríkisstjórn Íslands eigi að vera að vasast í upplýsingaöflun í útlöndum yfir svona smáræði eins og setningu hryðjuverkalaga á heila þjóð.
En nei, því miður þið sem lesið hér, þetta er ekki úr nýrri revíu í Borgarleikhúsinu.
Þetta er andskotans Ísland í dag.
En takk Sölvi fyrir að reyna.
![]() |
Hugmynd forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 19. nóvember 2008
Peningagredda eða ágengni?
Ég hef alltaf verið stolt af Vigdísi Finnbogadóttur.
Svo var ég í sjálfboðavinnu í Svíþjóð við að svara spurningum um hana, þegar ég bjó þar á meðan hún var kjörin forseti.
Svíarnir elskuðu hana. Eins og ég reyndar líka og mér var það því ljúft og skylt að tala um konuna í lengd og bráð.
Vigdís vinnur sífellt á ef það er mögulegt.
Og þvílík hvatning sem hún hefur verið konum til þátttöku í samfélaginu og þá meina ég víða um heim.
Nú er hún í viðtali við spænska dagblaðið El País. Hún segir að íslenska þjóðin hafi verið niðurlægð vegna hruns bankanna.
Hún talar líka um að starf sitt við kynningu á landinu hafi orðið að engu með sama.
Allt rétt og satt.
Svo er hún svo kurteis og mild hún Vigdís þegar hún talar um að konur verði að koma að uppbyggingunni hér á landi....vegna þess að þær hafi ekki eins ágengt viðhorf til lífsins og karlar.
Ég er í krúttkasti.
Enginn hefur áður orðað græðgis- og peningagredduna í körlunum á eins kurteisilegan máta svo ég hafi séð.
Ég dáist að þessari konu.
![]() |
Íslendingar verða að endurheimta virðinguna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Miðvikudagur, 19. nóvember 2008
Siðblindustefnan
Það eru líkur á að Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hafi búið yfir innherjaupplýsingum um hlutabréf Landsbankans þegar hann seldi bréf sín í bankanum.
Til þess að fá málið nákvæmlega á hreint þarf að komast að því hvað var rætt á fundi með Darling viðskiptaráðherra Breta þ. 2. sept. s.l. en þann fund sat ráðuneytisstjórinn.
Hálfum mánuði seinna seldi hann bréfin.
Kommon, maðurinn er ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu.
Af hverju gengur hann ekki úr starfi á meðan málið er rannsakað?
Á meðan minnsti vafi leikur á því hvort þarna orki eitthvað tvímælis á hann auðvitað ekki að vera að vasast í vinnu á meðan.
Það á ekki að þurfa að segja fólki svona.
Þetta virðist sér íslenskt fyrirbrigði. Að sitja sem fastast eins lengi og stætt er.
Það er þessi nananabúbú stefna. Siðblindustefnan. Ég fer ekki rassgat nema þið getið sannað eitthvað.
Ég ætlast til að maðurinn fari að minnsta kosti í launalaust leyfi þar til málið hefur verið rannsakað.
Ég er algjörlega að tapa mér yfir þessari siðblindu í stjórnkerfinu.
ARG.
![]() |
Ráðuneytisstjóri hugsanlega innherji |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Að láta blekkjast, aftur og aftur
Samfylkingin fundaði í tvo tíma um Davíðsvandræðin en viðurkennir það samt ekki, það voru hjól atvinnulífsins sem voru til umræðu.
Össur segir ekkert. Ég hélt að hann myndi hjóla í málið.
Ég er á því að það sé eitthvað stórkostlega mikið að mér og þeim sem láta blekkjast aftur og aftur.
Ég sverða, ég hélt að það myndi eitthvað koma út úr þessum fundi í kvöld.
Hélt að Davíð hefði með ræðu sinni farið endanlega yfir mörkin.
En nei, ekki aldeilis.
Ætlar enginn í ríkisstjórninni að krefja Davíð svara varðandi það sem hann segist vita, þ.e. hvað varð til þess að hryðjuverkalögin voru sett á Ísland?
Það liggja allir ráðherrar undir grun þangað til þetta hefur verið upplýst.
Hvað er í gangi, hvernig stendur á því að það er ekki hróflað við Seðlabankastjóra sama hvað hann gerir?
Hvaða tangarhald hefur hann á ríkisstjórninni?
![]() |
Fundi Samfylkingar lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Frussssssssss
Mér líður stundum eins og það séu þetta fimm - sex ríkisstjórnir í landinu. Svona fjölríkisstjórn.
Allt eftir því við hvern er talað hverju sinni.
En nú gæti Össur skorað feitt, hann neitar ábyrgð á Davíð, segir hann á ábyrgð forustu ríkisstjórnarinnar.
Vill ekki lengur taka þátt í sjúklegri varnarpólitík íhaldsins á Davíð.
Annars er það hlægilegt um leið og það er hræðilega sorglegt og dýrkeypt hvernig Davíð öslar áfram eins og krakkaandskoti sem aldrei hlýðir.
Hann veit að pabbi elskar strákinn sinn og finnst hann alltaf krúttlegur, líka þegar hann brýtur og bramlar og hann þarf að borga brúsann. Gússí, gússí elsku drengurinn segir hann væminn í andlitinu.
Sko, fyrst Össur er búinn að fá nóg af Davíð og reynir ekki að fela það eins og í meðfylgjandi myndbandi má sjá þá er stjórnin tæknilega fallin. Hún á þá bara eftir að aktjúalísera fallið, segja nó mor þið vitið.
En í alvöru.
Eftir nýjasta útspil Seðlabankastjóra þar sem hann gasprar eins og mófó líkt og í Kastljósinu forðum þá hljóta jafnvel klíkubræður hans að sjá að hann er beinlínis hættulegur í ræðustól.
Er hann á fjallagrösum eða hvað? Gingseng? Hvað vera?
En samkvæmt Sigmundi Erni þá er mögulegt að málið sé að leysast.
![]() |
Davíð á ábyrgð forystu ríkisstjórnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Prédikun dagsins
Davíð hefur talað.
Hann messaði yfir Viðskiptaráði í morgun.
Fjölmiðlar í heljargreipum eigenda sinna.
Hann ætti að kannast við það maðurinn, með Seðlabankann í sínum heljargreipum.
Annars er þetta væntanlega kveðjuræðan. Já ég veit voða bjartsýn.
Annars kom Davíð ekki á óvart.
Hann tíundaði nákvæmlega hverjum má kenna um ástandið.
Og ekkert er honum að kenna.
Hann hefur varað fólk við þar til hann var orðinn blár og bólginn í framan.
En eins og við vitum þá hlustaði enginn á hann.
Það er af því að Davíð er og hefur verið algjörlega valdalaus í íslensku þjóðfélagi.
Jafn valdalaus og ungabarn í vöggunni.
Afsakið á meðan ég skrepp og garga mig hása.
![]() |
Fjölmiðlar í heljargreipum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Naga þeir blýanta?
Mehdi Kavyan Pour frá Íran hefur verið í hungurverkfalli í níu daga til að mótmæla þeirri ákvörðun yfirvalda að senda hann aftur til heimalandsins.
Í fjögur ár hefur maðurinn beðið eftir að mál hans væri afgreitt.
Hvað eru þeir að gera hjá Útlendingastofnun?
Naga blýanta?
Mehdi segist frekar vilja svelta til bana í rúminu sínu en að snúa aftur til að deyja í fangelsi.
"Mehdi segist hafa unnið fyrir póst og símamálastofnun í heimalandinu og haft þann starfa að hlera síma. Trúnaðarupplýsingar hafi horfið af skrifstofunni og kjölfarið hafi tveir samstarfsmenn hans látist við dularfullar kringumstæður".
Í fyrsta lagi er ólíðandi að láta fleiri ár líða á meðan örlög fólks eru ráðin.
Í öðru lagi þá þykir mér furðulegt að maðurinn skuli ekki fá hér hæli, það er ekki eins og fagnaðarlætin bíði hans í heimalandinu ef hann snýr aftur.
Nú má auðvitað reikna með að útlendingapólitíkin versni um allan helming þegar samdráttur verður í þjóðfélaginu.
Það er helvíti fín afsökun til að losan við fólk.
En bara svo það sé á hreinu þá er svona framkoma ekki neinum bjóðandi.
Ég vil að Útlendingastofnun endurskoði málið og veiti manninum hæli.
Hann er búinn að bíða of lengi eftir afgreiðslu.
Hagið ykkur.
![]() |
Vill frekar deyja en snúa aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Litli framsóknarmaðurinn
Mér finnst frábært að sjá hvernig Íslendingar þjappa sér saman þessa dagana.
Þá er ég ekki að meina samþjöppun þá sem ráðamenn eru að biðja um. Þjöppunina sem á að fela í sér óskorðað þol fyrir furðulegum vinnubrögðum þeirra og leynimakki.
Nei, ég er að tala um fólkið á Austurvelli, og á Nasa í gærkvöldi og auðvitað tónlistarmennina sem buðu landsmönnum á tónleika á laugardagskvöldið.
Tónlistarmenn hafa í gegnum tíðina verið iðnir við að gefa vinnuna sína í þágu góðra málefna.
Tónleikarnir á laugardaginn voru fallegt framtak til að létta fólki lífið í kreppunni sem alla er að drepa.
Og kemur þá ekki litli framsóknarmaðurinn (Óskar Bergsson) og eyðileggur stemminguna, eða reynir það að minnsta kosti.
Óskar lét hafa eftir sér í visi.is að þetta væru útgáfutónleikar.
Ergó: Listamennirnir voru að troða upp til að selja plöturnar sínar, að sjálfsögðu, helvítis mangararnir.
Er það nema von að framsóknarmaður og það í borginni hafi ekki hugmyndaflug í að það sé til fólk sem gerir eitthvað í óeigingjörnum tilgangi.
Án þess að ota sínum totta.
Án þess að græða á því sjálft.
Þvílíkur andskotans gleðispillir.
Það eru erfiðir tímar, eins og skáldið sagði, og okkur veitir ekki af að grípa hvert tækifæri til að láta okkur líða vel, slaka á og gleðjast.
Fjandinn fjarri mér að menn eins og litli framsóknarmaðurinn eigi að geta fokkað því upp enda voru tónleikarnir haldnir þrátt fyrir tilraun hans til að koma í veg fyrir það með bölvuðum óliðlegheitum.
Alveg eins og Austurvallafundirnir verða stærri og stærri og Borgarafundirnir líka.
Íslenskur almenningur hefur vaknað til lífsins og lætur ekkert stoppa sig.
Ekki litla framsóknarmenn né heldur nokkurn annan sem vill halda öllum í sama kómanu og undanfarna áratugi.
Jess.
Allir út á götu.
![]() |
Tónlistarmenn argir út í Óskar Bergsson |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 17. nóvember 2008
Guðni segir af sér
"Guðni Ágústsson hefur sagt af sér þingmennsku og var bréf þessa efnis lesið upp í upphafi þingfundar á Alþingi í dag. Engar skýringar komu fram í bréfinu en þar sagðist Guðni láta í ljósi einlæga von um að þjóðinni takist að sigrast á þeim erfiðleikum, sem nú steðja að."
Engar skýringar?
Hvað er í gangi?
Það eru allir segjandi af sér í Framsókn en þeir sem eiga að taka pokann sinn í ríkisstjórninni sitja límdir í andskotans stólunum.
Arg og ég er að drepast úr forvitni.
Af hverju er Guðni að hætta?
![]() |
Guðni segir af sér þingmennsku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2988608
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr