Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Sunnudagur, 1. febrúar 2009
Klikkaður forgangur!
Ég ætla rétt að vona að væntanlegur menntamálaráðherra og afmælisbarn dagsins, Katrín Jakobsdóttir, rétti af forganginn hjá RÚV, sem er ekki ríkisstofnun en samt ríkisstofnun, í bítið í fyrramálið og ekki mínútu seinna.
Ég átti ekki eitt einasta orð áðan þegar ég var að horfa á nýja ríkisstjórn í beinni frá Hótel Borg þegar hætt var að sýna í miðju kafi og bara skipt yfir í beina útsendingu frá handboltaleik! (Afgangur af blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar á að sýna í hléi!)
Halló, ef ég hef einhvern tímann séð klikkaða forgangsröðun þá er það þarna.
Ný ríkisstjórn á örlagatímum þegar allt er í kalda kolum víkur fyrir íþróttaleik!
En að því sögðu þá óska ég nýrri ríkisstjórn alls hins besta í erfiðum verkefnum komandi mánaða.
Frá jafnréttissjónarmiði, sem er líka mitt heitasta baráttumál, skorar þessi ríkisstjórn fullt hús á fyrsta degi.
Koma svo!
![]() |
Ísland er í sárum eftir nýfrjálshyggjuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Sunnudagur, 1. febrúar 2009
Ekta Silfur
Ég verð að óska okkur öllum til hamingju með nýja forsætisráðherrann.
Hvar sem fólk stendur í pólitík eru flestir sammála um að Jóhanna sé strangheiðarlegur stjórnmálamaður.
Svo sjáum við til hvernig til tekst hjá Rauðkunni.
En Silfrið brást ekki frekar en venjulega og á bráðskemmtilegum vettvangi dagsins var það hann Viðar sem kom sá og sigraði vegna þess að hugmyndafræðin hans á alla leið upp á pallborð hér á kærleiks.
Mergur máls er nefnilega að mannfjandsamlegt stjórnarfar sem nú hefur hrunið ofan í hausinn á heiminum snýst ekki bara um peninga.
Það snýst líka um viðhorf til stríðs, svo ég taki dæmi.
Annað dæmi er um afstöðu til náttúruauðlindanna.
Ég er sammála Viðari með að það dugir lítið að setja nokkrar konur hér, einhverja úr grasrót þar til að ná fram róttækum breytingum á samfélagsgrunngildunum.
Hér þarf grundvallar byltingu á hugsunarhætti.
Þeir sem trúa á ofurmátt fjármagnsins eru þeir sem vilja virkja alls staðar sem því verður við komið.
Það eru þeir sem aðhyllast nýfrjálshyggjuna sem gjarnan vilja byggja eiturspúandi stóriðjuver á kostnað komandi kynslóða. Skammtímagróðinn er þar primus motor.
Og það eru þeir sem trúa á mátt fjármagnsins sem tala fyrir stríði.
Það heitir að fara í stríð til að bjarga einhverjum x-hópi fólks á kostnað annars hóps.
Nú eða vegna trúarbragða.
En hin raunverulega ástæða er hergagnaframleiðsla og landtaka.
Já, mér datt þetta bara svona í hug.
Svo bíð ég spennt eftir sjónkanum kl. 16,00
Jabb, ég geri það.
![]() |
Jóhönnustjórnin tekur við undir kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 1. febrúar 2009
Bláskjár fer - Rauðka kemur inn
Í dag mun að líkindum stjórnin hennar Jóhönnu verða til.
Hér eftir kölluð Rauðka á þessari síðu til aðgreiningar frá Bláskjá sem er farinn í naflaskoðun. Megi hann leita vel og lengi og ekkert finna fyrr en í haust.
Sko, stjórnir eiga það til að mæta á flotta staði til að skrifa undir stjórnarsáttmála, til að geta orðið sér út um hátimbruð nöfn sem verða skráð í sögubækur framtíðarinnar.
Þingvallastjórnin s.k. liggur nú í valnum með CV upp á dauða og djöful.
Ekki allt þeim að kenna, en andskoti margt samt.
Að minnsta kosti ætti hún að heita eitthvað annað þegar maður lítur til baka á merkin og verkin.
Hvað verk? Ók,ók,ók, þeir gerðu milljón hluti að eigin sögn, en unnu samkvæmt lögmálinu;
Það sem fólk veit ekki - meiðir það ekki.
Viðreisnarstjórnin var að mörgum álitin algjör bjargvættur.
Ég minnist hennar sem stjórnar þar sem atvinnuleysið var skelfilegt.
En án gamans, þá hefur ný stjórn 83 daga til að gera eitthvað.
Hún er ekki öfundsverð.
En það erum við almenningur ekki heldur.
Og þó, við erum vöknuð og verðum á vaktinni.
Búsáhaldabyltingin er "work in progress" og rétt byrjað.
Í morgun ákvað ég að láta prenta á skilti til að stinga niður á Seðlabankalóðinni öðrum til varnaðar,
"Varúð - glæpur í framkvæmd - út af lóðinni".
En ég hætti við það af því mér var of kalt.
Sé til á morgun. Farin að hvíla mig.
Jabb, það ætla ég að gera.
![]() |
Ingibjörg á Bessastaði í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 31. janúar 2009
Með eða á móti?
Þeir funda..
og funda
og funda meir.
Rosalega hlýtur að vera erfitt að verja bráðabirgðastjórn falli í nokkra mánuði.
Hefur örugglega með tóma ábyrgð að gera, já nú man ég það heitir að vanda sig.
Ekkert með að vera stöðugt í sviðsljósinu.
Nehei sko!
Annars kann ég Framsókn engar sérstakar þakkir fyrir að viðhalda vanlíðan og stressi hjá almenningi sem vill fara að sjá hlutina gerast.
Nú eða ekki gerast.
Þetta virðist vera hallærislegt leikrit eða spuni sem leikinn er af fingrum fram.
Út með það börnin góð.
Eruð þið með eða á móti?
Kannski sitt lítið af hvoru?
![]() |
Framsókn fundar að nýju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 31. janúar 2009
..í aðsniðinni treyju með undarlegum ermum
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur gefa ekki upplýsingar um fjármál sín, hinir flokkarnir gera það hins vegar.
Þessir flokkar geta svo malað um gegnsæi þar til þeir falla í gólf, ég tek ekki mark á þeim.
Ég gef mér að þeir flokkar sem ekki eru með sitt á borði séu að fela bæði tölur og stuðningsaðila.
En að máli málanna.
Flokkarnir eiga að gera með sér samkomulag um hvernig staðið verði að kosningabaráttu.
Við erum nánast gjaldþrota þjóð í skelfilegri kreppu, nú skulum við sýna aðhaldssemi.
Engar auglýsingar í sjónvarpi og blöðum.
Það mætti reyndar gefa út kynningarbæklinga og láta þar við sitja.
Það er ekki nokkur leið fyrir ný öfl að ná til almennings í samkeppni við stóru flokksdurgana með fjármagnið á bak við sig.
Ég veit ekki hvort glansbæklingar eða sjónvarpsauglýsingar hjálpi fólki að gera upp hug sinn.
Annað hvort ertu að kjósa það sama og síðast "afþvíbara" og ættir nærri því að vera í kosningabanni vegna ábyrgðarleysis.
Nú eða þú tekur upplýsta ákvörðun eftir að hafa kynnt þér stefnu flokka, hverjir eru í framboði og hvað þú merki á eigin skinni (lesist buddu).
Mér finnst alltaf svo merkilegt að kjósa. Ég var alin upp við að það væri eitt af grunnréttindum mínum sem manneskju og ég ætti að fara vel með þann rétt.
Því hugarfari hef ég skilað áfram til afkomenda minna.
Ég veit ekki hvað ég myndi gera ef þær nýttu ekki kosningaréttinn stelpurnar mínar, þ.e. þessar tvær sem eru í aðstöðu til þess.
Ég myndi frekar vilja að þær kysu íhaldið heldur en að þær létu hjá líðast að mæta á kjörstað.
Ég kýs til vinstri, nú eða ekkert, skila auðu ef þannig liggur á mér.
En frá því að ég fékk fyrst kjörseðil í hönd hef ég aldrei kosið miðju eða hægri.
Ef ég verð uppvís að slíku, leggið mig inn.
Í aðsniðinni treyju með undarlegum ermum.
![]() |
Dýr kosningabarátta er ekki í spilunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 31. janúar 2009
Líku saman að jafna?
Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands, tók því ekki fagnandi að Írlandi væri líkt við Ísland.
Nei, nei, skil það alveg.
Við erum ekki ánægð með að Íslandi sé líkt við Zimbabwe en það hefur samt verið gert undanfarna mánuði.
Maður verður bara að láta sig hafa það.
Zimbabwe norðursins höfum við verið kölluð í ræðu og riti.
Sumum íslenskum toppfígúrum í íslenskri stjórnsýslu (við nefnum engin nöfn) hefur verið líkt við Machiavelli á góðum degi.
Við förum ekkert út í að ræða hvað sömu fígúrur hafa verið kallaðar þegar rignir, blæs, og öllum er kalt á áhyggjusvæðinu.
Látum það eiga sig.
![]() |
Vill ekki að Írlandi sé líkt við Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 31. janúar 2009
Takk fyrir að minna mig á
Mér fannst fyndið að horfa á háborðið hjá Framsókn með frambjóðendunum til formanns á dögunum.
Þar voru saman komnir fimm karlar, hvítir, á besta aldri í jakkafötum.
Sama gamla, þreytta sviðsmyndin, sú sem enginn trúir á lengur.
Svo stökk Sigmundur Davíð fullskapaður og glænýr beint í formanninn.
Kosinn af fjögurhundruðfjötíuogníu Framsóknarmönnum.
Og nú á hann sitt korter og nýtir það út í ystu æsar.
En kæri maður, það verður einungis þetta korter sem þú færð ef svona heldur áfram.
Fólk bíður eftir að stjórnin verði til og aðgerðir geti hafist.
Framsóknarflokknum verður seint og illa fyrirgefið ef hann klúðrar þessu máli.
Kannski veit Framsókn eitthvað sem við vitum ekki.
Það má jafnvel vera að það liggi ekkert á að koma starfhæfri stjórn á koppinn.
Að það sé í raun alls ekki svo svakalega slæmt ástand á Íslandi eins og Geir vill t.d. vera láta.
Takið ykkur endilega tíma Framsóknarmenn, veljið orðalag, prófarkalesið, finnið ásættanlega leturgerð og línubil í verksamningi tilvonandi stórnar.
Því að fresta bara fram á mánudag meðan þið rúnkið ykkur yfir mikilvægi ykkar?
Frestið þessu fram að næstu helgi.
Að minnsta kosti.
Hugsið ykkur öll viðtölin og fjölmiðlaumfjöllunina sem þið fáið þá? Ókeypis PR rétt fyrir kosningar.
Ekkert liggur á!
En það er þessum töktum að kenna hjá Framsóknarflokknum sem gerir það að verkum að fólk er komið með ógeð á flokkakerfinu.
Takk fyrir að minna mig á.
![]() |
Telur forsendur fyrir stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 30. janúar 2009
Pólitískar slysabætur?
Var að hugsa um eftirlaun áðan á meðan ég gekki um. Var að æfa mig í að hugsa og ganga. Gekk nokkuð vel bara.
Skil ekki alveg þetta eftirlaunafyrirkomulag en það er bara eitt af mörgu sem ég næ ekki að ryðja nothæfu í gegnum heilabússvinnsluna.
Sko, ef þú ert búin/n að vera ráðherra í meira en eitt ár samfellt þá áttu rétt á 12 mánaða biðlaunum.
Næ því, tékk.
Allir fráfarandi ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru alþingismenn.
Tékk, tékk.
Þær færa sig um sæti í vinnunni, fara af háborði yfir á lágstól og fá 335 þúsund ofan á alþingismannalaunin sín í 12 mánuði vegna aðeins minna skrifborðs, olnboga- og fótarýmis.
(Ekkert tékk)
Pólitískar slysabætur?
Olnbogabætur?
Hnésbætur?
Árni Matt ætlar að taka sín biðlaun og hefur nú þegar látið það berast þannig að enginn gangi nú um með væntingar um fagurt eðli og hegðun til eftirbreytni, þegar hann á í hlut.
Hann segist vanur að taka því sem að honum er rétt!
Það kallar á ýmsar spurningar Árni minn?
Einhver annar en ég gæti stokkið á þetta svar og spurt sí svona hvort þetta eigi við um allar greiðslur sem þér bjóðast?
Bæði ofan og neðan borðs?
Nei, það getur ekki verið, ljótt af mér að fabúlera svona en þú verður að gæta orða þinna karlinn minn.
Svo ætla ég að segja eins og börnin:
Glætan að einn einasti af fráfarandi ráðherrum Sjálfstæðisflokksins afþakki biðlaun.
Þeir eiga þennan rétt samkvæmt lögum og þeir fara ekki að gerast lögbrjótar, ónei, haraldurá hafsbotni.
Later.
![]() |
Ráðherrar afsali sér biðlaunarétti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 30. janúar 2009
Látum ekki liggja á milli hluta
Látum liggja á milli hluta hversu siðlaust það er að koma eignum sínum í skjól með því að skrá þær á eiginkonurnar.
Siðlaust og aumingjalegt.
En látum ekki liggja á milli hluta að komast til botns í öllu því sem þessir vesalingar hafa gert þegar þeir gerðu sér grein fyrir að skipið var að sökkva og þeir hófu aðgerðir til að bjarga Armaníklæddu rassgatinu á sjálfum sér.
Látum ekki liggja á milli hluta að rannsaka jakkafötin frá A-Ö.
Jafnvel þó það kosti.
Þó ekki væri til annars en að læra um mannlegt eðli og til að fyrirbyggja að hörmungarnar sem við tökumst nú á við, fólkið í landinu, geti aldrei endurtekið sig.
Aldrei nokkurn tímann.
![]() |
Fleiri bankamenn skráðu eignir á ættingja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 30. janúar 2009
Búsáhöld og búggamál
Það er varla að ég þori að segja það upphátt, en það virðist vera tekið mið af vilja fólksins við gerð þessarar bráðabirgðaríkisstjórnar.
Haldið þið að það sé?
Búsáhaldabyltingin með búgganum hans Guðmundar Andra er að skila bæði einu og öðru.
Allt þetta fólk sem á undanförnum mánuðum hefur komið og sagt okkur sagt, hef ég kynnst í gegnum fjölmiðla, aðallega Silfur Egils.
Fólk sem var þarna allan tímann og maður vissi hvorki haus né sporð á, vegna þess að það var ekkert verið að nota það.
Fólk sem virðist kunna til verka og á engra meiri hagsmuna að gæta heldur en ég og þú.
Mikið skelfing er ég glöð með að Gylfi verði ráðherra í nýrri stjórn þegar og ef (ekki móðga Framsókn) hún verður til.
Og fjölmiðlar fá plús í kladdann (aðallega sumir fjölmiðlar) fyrir að hafa talað við fullt af fólki sem ég persónulega þori að trúa og treysta.
Gylfa (og Lilja Móses, svo ég nefni dæmi) má treysta er ég viss um.
Og vonandi þarf ég ekki að éta ofan í mig að þessu sinni.
Góðan daginn annars, ormarnir ykkar.
![]() |
Gylfi tók ráðherraboði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2988596
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr