Leita í fréttum mbl.is

Skelfilegar fréttir

Við erum í Nató, illu heilli.

Ef við látum þessi nýju lög Hamid Karzai, forseta Afganistans, sem banna konum að fara út úr húsi og lögleiða jafnframt nauðgun í hjónabandi, sem felst í því að kona megi ekki neita eiginmanni sínum um kynmök, sitjum við uppi með skömmina.

Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson skráðu okkur í stríðið í Írak í skjóli nætur, sú skömm verður aldrei af okkur máð.

Sá gjörningur hefði haft alvarlegar afleiðingar í för með sér í siðmenntuðum löndum.

Við megum ekki láta þetta gerast án þess að sporna við fæti.

Ofbeldi á konum og börnum er ærið fyrir í landinu.
Þetta eru skelfilegar fréttir.

Sjá nánar hér.


mbl.is Karlar fá meiri völd yfir konum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hryllilegt

Heiða Þórðar, 31.3.2009 kl. 19:19

2 identicon

Þarna eru á ferðinni lög íslams.  Íslam er trú friðarins að margra mati.  Trú sem margir vilja flytja hér inn án nokkurra athugasemda í skjóli fjölmenningar.

Það er ekki skömm að því að vera í Nató.  Aðild að Írakssríðinu var aftur á móti skammarleg.

Skammarlegast af öllu er þó endalaust umburðarlyndi fólks gagnvart viðbjóðslegri kvennakúgun í löndum múslima og nú orðið í hverfum múslima í vestrænum borgum. 

Umburðarlyndið gagnvart helstefnunni íslam.

marco (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 19:23

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Afganskar konur tala nú um að umheimurinn hefði mátt fylgjast betur með lagasetningunni og þannig hefði jafnvel mátt koma í veg fyrir að þessi lög tækju gildi. Vesturveldin virðast ekkert skipta sér af málum öðruvísi en með hernaði. Við öll verðum að vera betur á verði.

Helga Magnúsdóttir, 31.3.2009 kl. 19:31

4 Smámynd: Auður Proppé

Hræðilegt að þetta viðgangist enn þann dag í dag.

Auður Proppé, 31.3.2009 kl. 19:31

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Helstu almennu rökin fyrir innrásinni í Afganistan (fyrir utan að finna og drepa Osama) voru að það ætti að innleiða "lýðræði" í landinu. Hvers konar lýðræði er það að einn maður geti undirritað lög án þess að þau séu rædd í þessu blessaða "þingi" þeirra og efni þeirra þannig gert heyrum kunnugt?

Önnur rökin voru að það ætti að leysa konur þjóðarinnar úr ánauð og afnema lögin sem gerðu þrælahaldið löglegt. Ef þessar fréttir reynast sannar, er sú "göfuga réttlæting" fokin út í veður og vind.

Sannleikurinn er að á meðan vanþekkingin og forneskjan er allsráðandi í landinu mun ekkert miða í átt til þess sem innrásarherirnir sögðu vera tilgang innrásarinnar. Miklu nær væri að senda til Afganistan 10.000 kennara en 100.000 hermenn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 31.3.2009 kl. 19:37

6 Smámynd: Ragnheiður

Þetta er alveg hörmulegt, Helga og Svanur Gísli segja það sem ég vildi segja um málið.

Ragnheiður , 31.3.2009 kl. 21:39

7 identicon

Því miður er það þannig að ef senda ætti 10.000 kennara þá þyrfti að senda a.m.k. 1000.000 hermenn þeim til verndar.  Svo illa er Afganistan sýkt af geðveiki múhameðs.

marco (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 22:29

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ekki ef kennararnir væru múslímar sjálfir marco ;)

Svanur Gísli Þorkelsson, 31.3.2009 kl. 22:54

9 identicon

Múslimar eða ekki múslimar.  Talíbanar vilja íslam í sinni tærustu og talíbanar eru ekki þeir einu í landinu sem vilja það.  Þá munar lítið um að ofsækja múslima sem eru ekki eins hreinir í trúnni og þeir.

Ég veit ekki betur en að hinar kúguðu konur Afganistans sem að líkindum eru um helmingur landsmanna a.m.k. teljist til múslima.  Þeir færu betur með mig þessir drullusokkar heldur en trúsystur sínar vegna þess að í þeirra augum eru konur fyrirlitlegar skepnur.

Íslam er hið illa kúgunarafl.  Sjái menn það ekki þá er það eins og að reyna að lækna stunginn mann án þess að færa hnífinn úr sárinu.

marco (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 23:03

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Bæði karlar og konur í landinu þjást fyrir menntunarleysi sitt, ekki hvað síst konurnar. Það er búið að reyna hina "lausnina" (að drepa þá) marco í tvö hundruð ár, næstum samfleytt. Fyrst Bretar, svo Rússar, síðan Bandaríkjamen og NATO. Hún gengur ekki.

Af hverju ekki að reyna smá humanism? Og það mætti alveg hugsa sér að verja skólanna með hermönnum. Það væri alla vega meira vit í því en að reyna að eltast við Talibana upp um fjöll og fyrnindi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 31.3.2009 kl. 23:25

11 identicon

Ég er alveg sammála þér með það eltingaleikur við vígamenn er til lítils nema að til hans sé nógu miklu kostað.

Ég hef ekki trú á að vesturlandabúar geti gert mikið í þessum málum Afganistans nema tilraunir tilað lina þjáningar fólksins og styðja við allt þar sem skynsamlegt getur talist.  Hernaður var og er fyrst og fremst hugsaður til að verja vesturlönd gegn beinum árásum íslamista.

Það sem vesturlandabúar þurfa að gera er að vakna af dvalanum og gera sér grein fyrir hvað íslam er í raun og veru.  Enn er hægt að halda þessari hræðilegu ómenningu niðri hér í hinum vestræna heimi og reyna að gera veg hennar sem minnstan og helst kveða hana niður með öllu.

Íslam hefur nú þegar stórlega skert lífsgæði vesturlanda (svo ég tali nú ekki um íslömsku löndin) og mun reyna að gera það af fremsta megni áfram. 

 Vaknið og sjáið bleika fílinn!!

marco (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.