Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Föstudagur, 15. maí 2009
Afsal ráðherralauna
Ef heimurinn væri réttlátur, allir leituðust við að gera það sem rétt er og ef samviskan væri nokkurs konar öryggis- (og þjófavarna)kerfi sem léti ófriðlega í hvert skipti sem við gerum eitthvað gegn betri vitund, væri gaman að lifa.
Því miður er heimurinn ekki þannig en það eru til jákvæðar undantekningar á þessu og ég held að þeim eigi eftir að fjölga.
Ögmundur Jónasson afþakkaði ráðherralaun og lætur sér nægja þingfararkaup og hefur gert frá því að hann varð heilbrigðisráðherra, svo ég taki nýlegt dæmi.
Nú er ég að vona, kannski vegna þess að stundum þegar sólin skín trúi ég nánast bara á það góða, að þessir ráðherrar sem eru á bullandi ráðherralaunum en eru ekki í embætti lengur, afsali sér þessum peningum.
Margir þessara fyrrverandi ráðherra eru nú þingmenn og mánaðarlaun þeirra eru ágæt miðað við efnahagsástand og ört vaxandi fátækt meðal almennings.
Eigum við ekki að deila með okkur kjörunum?
Jeræt, Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað ekki á því, en kannski, maður veit aldrei.
Áttun getur hafa átt sér stað síðan ég heyrði í þeim síðast.
Bíðum og sjáum.
Kannski
![]() |
22 á ráðherralaunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 15. maí 2009
Af því af því bara
Ég er í krúttkasti yfir þinghópi Borgarahreyfingarinnar.
Að tala um ferska vinda!
Þrír þeirra ætla að bíða á Austurvelli á meðan afgangurinn situr stilltur og prúður, án tillits til trúar eða afstöðu til Þjóðkirkjunnar, undir sálmum og predikunum, af því að það er hefð. Hefðin ræður.
Ef þessi athöfn væri á Hótel Borg, á Þingvöllum eða bara í einhverju mötuneyti, þá væri þetta í lagi, þe ef Þjóðkirkjan væri ekki sérskipaður yfirblessari og þingstartari.
Af hverju beygir svona stór hluti fólks sig undir óskráðar reglur?
Annars ætti ég ekki að segja mikið, bullandi sek eins og vanalega. Held að ef ég væri í sporum þessara þingmanna sem eru að koma nýir inn þá hefði ég mætt í kirkjuskriflið af því mér hefði trúlega ekki dottið þessi snilldar möguleiki í hug.
Skammastu þín Jenný segireittgerirannað Baldursdóttir.
Annars eru hefðir mér hugleiknar þessa dagana.
Formaður Framsóknar reytir þetta örfylgi sem flokkurinn hefur af þeim á sama hraða og það tekur að segja; "Búhú ég vil hafa OKKAR þingherbergi áfram, áettamáetta".
Þetta er sjúklega tragi-kómískt með tilliti til þess að stór hluti fólks er búinn að henda öllum hégóma í ruslið, hégóma eins og hollum máltíðum, afborgun af lánum, nú eða tannlæknaheimsóknum fyrir börnin sín.
Það er pjúra lífsbarátta upp á líf og dauða.
Á meðan er Framsóknarformaðurinn vælandi, tuðandi og tautandi um þingherbergi sem hann þykist eiga vegna hefðar.
Svo rökstuddi hann mál sitt líka með því að þetta væri tímabundið ástand með lítinn þingflokk, hann yrði ekki svona lítill næst.
Okei, VG geta þá beðið um þingherbergi Sjálfstæðisflokksins núna af því að VG verða stærri en þeir næst.
Hvernig ættu VG að vita það?
Af því af því bara.
Á að myrða mann hérna?
Cry me a friggings river og það fyrir hádegi.
![]() |
Aldrei fyrr hafa jafnmargir nýliðar sest á þing og í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 14. maí 2009
Þreytt á AGS
Ég veit ekki með ykkur en ég er orðin ansi þreytt á valdhafanum bak við tjöldin, þ.e. Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Hann virðist hafa síðasta orðið um peningamálastefnuna í landinu.
Þingmenn VG gagnrýndu það harkalega þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sóttu um aðstoð frá þessum illa þokkaða sjóð.
Það lá við að þeir væru hengdir í hæsta tré fyrir að sjá ekki ljósið.
Nánast hver einasti erlendur sérfræðingur sem hefur tjáð sig um AGS eftir hrunið hefur á honum illan bifur.
Þetta er nú meiri verkunin.
Ég hef á tilfinningunni að sjálfstæði Íslands sé aðeins í orði núorðið.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ræður.
Honum er að minnsta kosti alltaf hlýtt.
![]() |
Seðlabankinn í klemmu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 14. maí 2009
Lýðræðislega leiðin
Ég er algjörlega búin að fá mig fullsadda af hinu króníska vandamáli sem umræða um ESB virðist leiða okkur í.
Ég hef sagt það áður og ég segi það enn, ég veit ekkert hvort ég er með eða á móti inngöngu.
Enda hvernig á það að vera hægt?
Þetta eru allt spekúlasjónir og ekkert annað.
Nú vil ég að við sækjum um aðild svo það verði annað en innantóm umræða um kosti og galla sem stendur í vegi fyrir öðrum og mikilvægari málum.
VG hefur lýst því yfir að þeir vilji að þjóðin fái að ráða þessu.
Leyfum okkur þá að fá eitthvað bitastætt svp við getum gert upp hug okkar.
Getum stuðst við staðreyndir í stað endalausra yfirlýsinga um hvað er slæmt og hvað er gott.
En getur verið að Sjálfstæðisflokkurinn hoppi í skotgrafirnar og tali málið frá afgreiðslu eins og þeir gerðu við stjórnarskrárbreytingamálið, illu heilli?
EDB er orðið eins og æxli í þjóðarsálinni.
Eina leiðin til að fá skikk á málið er að sækja um, fá umræðuna og taka síðan afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það er lýðræðisleg leið.
Förum hana.
![]() |
Kanna hvort einhverjir fletir séu til samstöðu" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 14. maí 2009
Læknir?
Í gær sá ég einhvers staðar viðtal við sjúkraflutningamann sem flutti Hichem, hælisleitandann sem er í hungurverkfalli, á sjúkrahús.
Hann sagði eitthvað á þá leið að það ætti að setja frímerki á rassgatið á þessu liði og senda það úr landi.
Ég hugsaði með mér: Æi, það eru óhæfir kjánar í flestum störfum. Vonandi verður hann rekinn.
Svo hugsaði ég ekki frekar um það.
En nú rekst ég á viðtal við lækni á Heilsugæslustöð Suðurnesja.
Hann er ekki að láta þagnarskyldu heilbrigðisstarfsmanna þvælast neitt fyrir sér og tjáir sig glaður um líðan hælisleitandans í samtali við visir.is
Þessi dásamlegi læknir sem er búinn að gleyma Hippokrates og öllum svoleiðis hégóma hefur m.a. eftirfarandi að segja um mál Hichem.
"Maðurinn er í ágætis ástandi. Hann var ekkert lagður inn hér enda ekkert þörf á því," segir Sigurður Árnason, læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, um líðan Mansris Hichem, flóttamannsins sem segist ekki hafa neytt matar í þrjár vikur.
Sigurður segir að málefni mannsins séu í ágætis farvegi. Þetta er bara Séð og heyrt kjaftæði," segir læknirinn um manninn og hvetur fólk til þess að gera ekki of mikið úr málum hans. "
Svona eru þeir þessir ömurlegu útlendingar. Ljúgandi, svíkjandi og prettandi og klikkaðir úr frekju.
Kæri heilbrigðisráðherra.
Er ekki komið að því að taka flýtikúrs fyrir starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja?
Ásamt með sjúkraflutningamönnum.
Ég legg til að þar verði starfsfólk áminnt um þagnarskyldu, virðingu fyrir sjúklingum og síðast en ekki síst tillitsemi við þá sem leita til stofnunarinnar.
Þetta er gjörsamlega ólíðandi fyrirkomulag.
Mér finnst eiginlega á mörkunum að svona fólk eins og kjaftglaði læknirinn sé hafandi í vinnu.
Hann veit greinilega ekkert um hvað starfið snýst.
En hann yrði fínn í slúðrinu á einhverjum fjölmiðli.
Það er nú það.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (41)
Miðvikudagur, 13. maí 2009
Hefðasýkin
Í gegnum tíðina, allt eftir hentugleikum og hræringum, hefur mér verið skutlað á milli skrifstofa.
Ég man eftir að hafa verið sett í stærri og minni skrifstofur og ég hafði aldrei neina verki með því.
(Auðvitað voru mínir vinnustaðir ekki á hinu háa Alþingi, en vinna er vinna og henni reynir maður að standa klár á).
Ég held að í dag hafi komið í ljós að margir þingmenn eru með hefðasýki.
Tryggvi Þór Herbertsson er algjörlega mótfallinn afnámi bindisskyldu á þingmenn.
Sigmundur Davíð sagðist vera hrifin af hefðum og hefði því ekkert haft á móti því að bindisskyldan yrði áfram við líði.
Ég er á því að þeir sem hvað hefðasjúkastir eru, séu þeir sem ekki eru líklegir til að ganga hart fram í að breyta hlutum svona yfirleitt.
Ég er á móti hefðum sem eru til af því bara og það hefur alltaf verið þannig.
Ekki nógu gott.
Og nú hefur hefðasóttin lagst þungt á þingflokk Framsóknarflokksins upp á níu þingmenn.
Þeir eiga nefnilega að skipta um þingflokksherbergi við Vinstri Græna!
Hefðin er málið. Þetta herbergi hefur ALLTAF verið herbergi Framsóknar.
Flokkurinn var nánast stofnaður þarna.
Kæru vinir, ekki deyja úr eigin mikilvægi.
Þið eruð á þingi vegna þess að þið hlutuð til þess kosningu og eigið að vinna af heilindum fyrir umbjóðendur ykkur.
Í hvaða herbergi þið gerið það er aukaatriði.
Það er eins og margir pólitíkusar haldi að þeir séu að skrifa feitletraða Íslandssögu í hvert skipti sem þeir velta inn á Alþingi svo ég tali nú ekki um ef þeir opna munninn.
Þessi kjánagangur minnir mig hins vegar á spígsporandi páfugla og ofdrekraðar prímadonnur með athyglissýki.
Það er kreppa, við hér úti í þjóðfélaginu erum mörg á ystu nöf.
Komið ykkur að verki og hættið þessu helvítis væli.
![]() |
Vilja ekki flytja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 12. maí 2009
Ekki aftur 2007
Sérfræðingar hjá efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins segja að mögulega sé það versta í íslensku efnahagslífi afstaðið.
What?
Getur það verið?
Fara þá allir í 2007 gírinn og hefja sukklifnaðinn upp á nýtt?
Segi svona.
Ég er auðvitað glöð yfir þessu ef rétt reynist en mér finnst þetta samt svo ótrúlegt eitthvað.
Reyndar vil ég ekki fyrir nokkurn mun sjá neitt 2007 aftur.
Ég er sátt við 2009, að undanskildu efnahagsástandinu.
Fólk er að breytast til batnaðar, ég sver það,kreppan hefur þó komið því til leiðar að við forgangsröðum öðruvísi.
Hugsunarhátturinn er annar, fólk hugar meira hvert að öðru.
Það er gott.
Og saman komum við þessu í höfn með nýrri vinstri stjórn.
Besta mögulega leiðin til að fremja stórvirki er að allir leggist á eitt.
Það las ég að minnsta kosti einhvers staðar.
Held að það sé dagsatt, svei mér þá.
![]() |
Það versta mögulega afstaðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 12. maí 2009
Sjá ekki fullan klæðaskápinn fyrir jakkafötunum
Það er bara frábært þegar kvarnast úr flokkum og nýjir koma inn.
Endurnýjun, endurnýjun, börnin góð.
En að öðru og ekki eins gleðilegu fyrir mína parta.
Þegar minnihlutastjórnin var stofnuð svall hjarta mitt af stolti yfir jöfnu kynjahlutfalli í ríkisstjórn.
Loksins, hugsaði ég, loksins voru verkin látin tala.
Stutt sæla það.
Ég er fúl út í nýja ríkisstjórn fyrir að hafa ekki haldið kynjahlutfallinu jöfnu.
Báðir þingflokkar eru stútfullir af klárum og reynslumiklum konum og engu síðri en karlarnir.
En það er eins og það sé orðið að náttúrulögmáli í höfðinu á karlkyns ráðamönnum í þessu landi að sjá ekki kjaftfullan klæðaskápinn fyrir jakkafötunum.
Falleinkunn hér.
![]() |
Enn einn kjörinn borgarfulltrúi mun hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 11. maí 2009
Leikræna tjáningin
Þegar ég var barn og hafði gert af mér gagnvart einhverjum var ég send í leiðangur til að biðjast afsökunar.
Mér var ekki boðið upp á aðra möguleika í stöðunni.
Ég reyndi að sleppa: Amma; en Sóandsó sagði/gerði/ en amma hlustaði ekki. Biddu afsökunar Jenný Anna! Hún var ekki til viðræðu um aðra lausn á málinu eins og til dæmis þá að gera ekki neitt, leyfa mér að ulla á viðkomandi fórnarlamb mitt og bíða jafnvel eftir að viðkomandi kæmi á hnjánum og bæði mig um gott veður.
Ég skyldi læra að biðjast afsökunar hvað sem tautaði og raulaði.
Ég er þakklát fyrir það í dag og nú orðið finnst mér alls ekkert erfitt að brjóta odd af oflæti mínu enda er það þannig að í samskiptum þá er enginn sekur eða saklaus, þetta er alltaf spurning um samspil þeirra sem að málinu koma.
Sem betur fer er því þannig fyrirkomið að þeir sem fullorðnast í fleiru en árum geta beðið afsökunar og meinað það.
En svo eru til aðrar tegundir af afsökunarbeiðnum fyrir fólk sem kann ekki að skammast sín, líkt og ég þegar ég var krakki og fannst ég sjaldnast eða aldrei hafa haft rangt fyrir mér.
Svoleiðis fyrirgefningarbeiðnir kalla ég nú bara leikræna tjáningu.
Þær eru gerðar til að slá á óánægju og flestir taka þeim fyrir það sem þær eru; innantómt kjaftæði.
Mér sýnist Gordon Brown hafa þurft að taka leikrænu tjáninguna á málið í þessu tilfelli.
Til að hemja reiði almennings í garð sér.
En ólíkt mínum vinkonum í æsku þá er almenningur í Bretlandi fullorðið fólk.
Frusssssssssssssssssssssss
Gordi get a grip.
![]() |
Brown biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 11. maí 2009
Ótímabær taugaveiklun
Það er rosaleg taugaveiklun í gangi sem gengur út á þann möguleika að menntamálaráðherra ráði Kolbrúnu Halldórsdóttur í starf Þjóðleikhússtjóra.
Eigum við ekki að bíða og sjá.
Það væri skynsamlegt að bíða með samsæriskenningarnar og hamaganginn þar til konan hefur sótt um og í framhaldi af því fengið stöðuna.
Ég gef mér sem kjósandi VG að við ráðningu Þjóðleikhússtjóra verði farið eftir faglegum verklagsreglum og sá umsækjandi sem hæfastur er verði ráðinn en ekki sá sem er með flokksskírteini upp á vasann.
Auðvitað á fólk heldur ekki að gjalda fyrir að vera í pólitík en ég held að það séu afskaplega margir hæfir einstaklingar sem muni sækja um þessa stöðu.
Okkur hefur verið lofað gegnsæi í vinnubrögðum á Nýja Íslandi. Okkur hefur jafnframt verið lofað að tími kunningja- og flokkssystkinareddinga heyri til fortíðar.
Að pólitískum ráðningum verði sagt stríð á hendur.
Þess vegna hef ég ekki minnstu áhyggjur af þessu máli.
Ég trúi því einfaldlega þar til annað kemur í ljós að mitt fólk standi við stóru orðin.
Þess vegna kaus ég þá.
Og slakið þið síðan á elskurnar mínar.
![]() |
Kolbrún í Þjóðleikhúsið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr