Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Mánudagur, 11. maí 2009
"Coming from a fruitcake like you"
Jón Magnússon segir Steingrím J. eiga íslandmet í tvískinnungi og á þá við þá afstöðu hans gagnvart ESB í stjórnarsáttmálanum.
Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona aumkunarert.
Jón Magnússon að tala um tvískinnung!
Maðurinn sem stekkur á milli flokka eins og enginn sé morgundagurinn.
Er margfaldur gullverðlaunahafi í flokkastökki ásamt Kristni Sleggju.
Enginn tvískinnungur í því. Nei, nei.
Ég á gamla vinkonu sem var gift Breta til margra ára.
Þegar þau voru að skilja, í hávaða rifrildi og báðum orðið heitt í hamsi, gargaði hún á sinn fyrrverandi heittelskaða:
You are friggings crazy!
Þá sagði hann með sinni ísköldu bresku kaldhæðni;
"That´s a compliment, coming from a fruitcake like you".
Jón er ekki að kasta steini úr glerhúsi, neinei.
Hann er inni í sínu eigin gróðurhúsi og dúndrar gangstéttarhellum í glerveggina.
Later.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sunnudagur, 10. maí 2009
Engin fjandans ganga í Hljómskálagarðinum
Fyrir utan þá staðreynd að það er gaman að vera vinstri maður í dag, þá er fleira sem kætir mig.
Bitru bloggin og viðtölin við stjórnarandstæðinga skemmta mér svolítið.
Það er ekki þornað blekið á málefnasamningi stjórnarinnar þegar allt liðið geysist fram á ritvöllinn og hefur orðið fyrir ferlegum vonbrigðum.
Eruð þið að fokking kidda mig?
Bjarni Ben, Þorgerður Katrín og Sigmundur Davíð voru auðvitað öll með geysilega háar væntingar til samstarfssamnings þessarar ríkisstjórnar! Vonbrigði þeirra eru í beinu framhaldi þess vegna mikil og sár. Halló, við erum ekki öll með möndlu í heila stað.
Stebbi Fr. gleðigjafi var ekki lengi að túlka málefnasamninginn.
"VG sviku kosningaloforð gagnvart ESB".
Stebbi hlýtur að hafa upplýsingar sem ég hef ekki. Öruggar heimildir.
Krúttlegir líka þeir Bjarni Ben og Sigmundur Davíð.
Þeim finnst frekar lélegt að stjórnin ætli að leita til stjórnarandstöðunnar eftir stuðningi við ESB málið.
Aumingja mennirnir hafa auðvitað ekki hugmynd um að það er til eitthvað sem heitir þverpólitísk samstaða, að það er sama hvaðan gott kemur og að stjórnarandstaða er ekki það sama og skotgrafahernaður.
Svo sá ég í gær eða fyrradag viðtal við Sigmund Davíð, þann undarlega þenkjandi mann, sem var á því að Össur ætti að slíta stjórnmálasambandi við Breta út af Gordon Brown fyrirkomulaginu.
Vakna!
Bretar settu á okkur hryðjuverkalög í október s.l.
Þá hummaði íhaldið fram af sér viðbrögðin við því stóralvarlega máli.
Haarde hringdi ekki einu sinni og spurði hverju sætti en viðurkenndi seinna að "maby he should have".
Það er svartur blettur á þjóðarsögunni að hafa látið Bretana komast upp með þann gjörning.
Hryðjuverkalög! Engin fjandans ganga í Hljómskálagarðinum þar börnin góð.
En nú finnst SD að við eigum að stökkva til yfir nýjasta útspili Gordons Brown (sem er alvarlegt, er ekki að draga úr því) en er ekki nálægt því eins alvarlegt og setning hryðjuverkalagana.
Reyndar er setning hryðjuverkalagana næsti bær við hernaðarlega árás á landið hvað mig varðar.
Ef stjórnmálasambandi yrði slitið núna en ekki í s.l. haust þegar gjörningur Bretanna gargaði á alvarleg viðbrögðm yrðu Gordi og Darling bæði "dazed and confused" eins og skáldið réttilega kvað.
Alveg: Voðalega svíður þeim undarlega þessum Íslendingum.
Ekki að mér sé ekki nákvæmlega sama hvernig þeir bregðast við þessir flækjufætur.
Lalalalalalala
Fram þjáðir menn og allt það kjaftæði.....
![]() |
Ríkisráðsfundur fráfarandi stjórnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 10. maí 2009
Norræna staðreynd!
Samkvæmt þessu þá er Norræna staðreynd.
Fyrsta hreina vinstri stjórnin frá stofnun lýðveldisins.
Það hríslast um mig hamingjuhrollur.
(Það má svona í tilefni dagsins).
Ég er ofboðslega spennt.
Korter í blaðamannafund.
Úje.
![]() |
VG samþykkir sáttmálann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 8. maí 2009
Svo þroskandi mannréttindamissir
Ég var búin að koma mér notalega fyrir í sófanum til að njóta kvöldsins og ég ætlaði svo sannarlega ekki að blogga meira í dag.
En eftir að hafa setið gapandi, nánast lömuð af undrun yfir umfjöllun Kastljóss um samning þann sem Arnar Laufdal gerir við keppendurna í fegurðarsamkeppni Íslands (og hefur gert til margra ára) þá bara get ég ekki látið það eiga sig að láta lyklaborðið taka fyrsta skammt af viðbrögðum.
Rök margra með fegurðarsamkeppnum í gegnum tíðina hafa verið hversu þroskandi svona keppnir séu.
Hversu frábært það sé að læra framkomu (eins og stúlkurnar séu slefandi bavíanar fyrir keppni og kunni ekki mannasiði og kúki og pissi þar sem þær standa), kynnast innbyrðis (jeræt, þarf keppni í fegurð til?) og allt þetta kjaftæði sem enginn stoð er fyrir í raunveruleikanum.
Málið er einfalt; Læri, rass, brjóst og falleg andlit selja, það er hinn raunverulegi útgangspunktur.
Meira að segja foreldrar sumra stúlknanna mæra keppnina í hástert, finnst þetta frábært tækifæri fyrir dæturnar.
Ég er nú reyndar á að þetta sé framlenging á egói okkar foreldranna þegar börnin okkar fá viðurkenningu fyrir sitthvað í lífinu en það er önnur saga.
Svo kemur í ljós að allar þessar stúlkur hafa gert leynilegan samning, sem foreldrarnir fá ekki einu sinni að sjá.
Þar afsala þær sér ýmsum réttindum, eins og að ráða yfir eigin útliti, líkamsþyng, já og háralit og litaraft verður að vera í formalíni óbreytt til þriggja ára eftir úrslitakvöld.
Þær afsala sér hluta tekna sinna til lengri tíma.
Þær afsala sér slysabótum ef þær meiða sig í keppni.
Þær afsala sér málfrelsi með því að mega ekki láta uppi efni samningsins.
Þær mega ekki einu sinni segja frá tillvist samnings og ef þær verða uppvísar að því að segja frá þessu lítilræði sem fjallar um niðurskurð á mannréttindum þeirra þá þurfa þær að borga 300.000 þúsund krónur að lágmarki til dólgsins ég meina fegurðarsamkeppnishaldarans.
Tíu stúlkur munu, í þessum skrifuðum orðum greiða Arnari Laufdal 30% af tekjum sínum vegna samningsins.
Og fleira og fleira.
Reyndar var þessi samningur eins og afkomandi Napóleons í oflæti hafi samið hann.
Að vera fegurðardrottning og snökta á sviðinu er að öðlast algjörlega nýja merkingu fyrir mér.
Ég vil ekki að það sé komið svona fram við íslenskar stúlkur og ég óska þess að ungar konur fari að sjá í gegnum þennan ljóta leik.
Já, en ég gleymdi það er víst svo svakalega gott og þroskandi að senda stúlkur í keppni um fegurð.
Þrælahald er svo dásamlega þroskandi - það vita allir.
Hvar er kviðristukittið mitt?
ARG.
Umfjöllunin um þennan ótrúlega samning.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Föstudagur, 8. maí 2009
Spilum "Sleifarlagið" fyrir Bretana
Ég er glöð með Össur (já, ekki að grínast) og finnst hann standa sig vel í að koma reiði okkar (og frústrasjónum) til skila með ruglið í Brown til réttra aðila.
Svo datt mér í hug hvort við ættum ekki að fara að dusta rykið af búsáhöldunum og halda upp í Breska sendiráð í næstu viku og koma áliti okkar á þessum karlasna til skila.
Það kostar okkur milljónir þegar hann opnar munninn maðurinn.
Já það kostar okkur hátt í sama og þegar Davíð, Geir og fleiri tjáðu sig eins og kjöldregnir galeiðuþrælar á hugbreytandi efnum en ekki alveg þó.
Ég og við eigum ekkert sökótt við breskan almenning, frekar en hann við okkur, það eru stjórnvöld beggja þessara landa sem hafa hagað sér eins og aular ásamt sukkbarónunum auðvitað.
Nú virðist vera að verða breyting þar á.
Össur þarf að minnsta kosti ekki að segja neitt; "Maby I should have" ef hann lendir í þriðju gráðunni seinna meir hjá breskum fjölmiðlamönnum.
Jabb, ég er á því í dag að Össur sé dúllurass.
Eigum við ekki að taka sleifarlagið okkar á þetta í næstu viku bara?
Ha?
Ég sver það, ég held að ég sé í stemmara fyrir það.
![]() |
Ummælum Browns mótmælt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 8. maí 2009
Þolandi eða gerandi?
Gott Össur, kallaðu sendiherrann á þinn fund og lestu yfir breska andskotans fyrrverandi heimsveldinu.
Ég er algjörlega gáttuð á Gordoni Brúna sem gengur um ljúgandi eins og enginn sé morgundagurinn.
Ég gef mér að minnsta kosti að hann sé að skrökva sig bláan í framan.
Látum karlinn svara til saka.
Aðeins ein (eða tvær) spurning í lokinn kæri Gordon (Össur þú spyrð hennar fyrir mig)?
Vaknaðir þú upp einn morguninn í október og hugsaðir meðan þú starðir á fésið á þér í speglinum:
"Þetta er tíminn til að taka litla Ísland í afturendann?"
Eða eigum við þetta skilið vegna gjörða sukkbarónanna?
Á ég að vera þolandi eða gerandi. Plís, gera mér það ljóst.
Ég engist hérna.
![]() |
Boðar sendiherra á sinn fund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 8. maí 2009
Undrun Guðríðar
Guðríði Arnardóttur kemur verulega á óvart uppphæðirnar sem Kópavogsbær (lesist Gunnar Birgisson) hefur greitt til fyrirtækis dóttur Gunnars fyrir hin og þessi viðvik.
Ég las um þetta mál í kringum páska í DV en í kosningalátunum virðist fréttin hafa farið meira og minna fram hjá fólki.
Þar komu fram ýmis viðvik fyrirtækis dótturinnar fyrir pabba sinn ég meina Kópavog og eitthvað af þeim verkum voru greidd en höfðu ekki verið unnin.
Ég skil því ekki alveg undrun Guðríðar varðandi þetta mál.
Þar fyrir utan hélt ég að það væri fylgst með gerðum samningum og skilum á þeim af þeim sem stýra bænum.
Gunnar var létt móðgaður og stórlega misboðið þegar DV fjallaði um málið og spurði brostinni röddu (úps óheppilegt orðaval en ég læt það standa): Á að refsa fyrirtækinu af því dóttir mín á það?
En þetta téða fyrirtæki dóttur og tengdasonar virðist vera alveg svakalega hagstætt í verði og viðskiptum.
Annars er ég ekkert að gagnrýna hana Guðríði neitt voðalega en halló, er ekki kominn tími til að henda út spillingu, kunningjareddingum og einvaldsköllum og taka í staðinn upp gagnsæ vinnubrögð?
Svo næ ég ekki upp í nefið á mér yfir þessum kóngi í Kópavogi og vinum hans sem gera það að verkum að fyrir suma er gott að búa í Kópavogi.
Frekar ólekkerar týpur.
![]() |
Kom verulega á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 7. maí 2009
Inn og út (um gluggann)
Hústökufólkið er alveg inn og út á Vatnsstígnum.
Gott hjá þeim, ég vil frekar að einhver búi í þessu húsi en að láta það standa þarna og grotna niður í eina allsherjar slysagildru.
En ég var að pæla í einu, það er ekkert hlaupið að því að fá lögregluna í snatt fyrir sig, þó manni finnst stundum ærin ástæða til, en nó gó, löggan er bissí og ég er í sjálfu sér með djúpan skilning á því.
En af hverju geta eigendur þessa húskofa á Vatnsstígnum fengið lögregluna til að ganga fram af slíkri hörku sem hún gerði í fyrsta skiptið, æi þið munið þegar lögreglan notaði líka tækifærið og reif nánast húsið fyrir eigandann, tók út heilu gluggakarmana og svona?
Hvað er svona merkilegt við að fólk setjist að í hálfónýtu húsi?
Er það merkilegra en heimilisofbeldi t.d.?
Er hægt að fá sérsveitina pantaða ef manni finnst gengið á eignaréttinn?
Ég botna ekkert í þessu, svei mér þá.
![]() |
Segjast hafa tekið yfir húsið á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 6. maí 2009
Nauðgun - alvarlegur glæpur
Nauðgunum þar sem árásarmenn eru fleiri en einn virðist vera að fjölga.
Þessi skelfilegi glæpur verður æ hryllilegri, grófari og ofbeldisfyllri.
Refsingarnar eru sjaldnast í samræmi við alvarleika brotsins.
Refsiramminn fyrir nauðgun er sá sami og í morðmálum.
Er einhver von til að dómskerfið fari að senda skýr skilaboð til ofbeldismannanna og nota betur það svigrúm sem þeim er gefið innan lagana?
Mikið skelfing ætla ég að vona það.
![]() |
Lögreglan rannsakar nauðgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 6. maí 2009
Hver hefur sinn djöful....
Ítalir eru með Berlusconi.
Við drögnumst með Davíð Oddsson.
Djöfuls leiðindi.
![]() |
Berlusconi snupraður í fjölmiðlum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr